Pressan - 23.09.1988, Side 21

Pressan - 23.09.1988, Side 21
Föstudagur 23. september 1988 21 DRA UMURINN AÐ SPILA IHALLGRÍMSKIRKJU! Hljómsveitin Ham er ung að árum, meira að segja svo ung að aldur hennar verður ekki talinn í árum. En þó hafa þessir heiðursmenn náð að gefa út fimm laga plötu á starfsferli sínum. Þetta er platan Hold og er skemmti- legur gripur, sómir sér vel innan um kristalinn og postu- línið. Tónlistin er einnig mjög Ijúf, á sinn hátt að vísu. Rokkpressan átti því láni að fagna um daginn að hitta tvö „sjentilmenni“ úr Ham, þá Óttar Proppé söngvara og Sigurjón Kjartansson gítarleikara, á heimili þess fyrrnefnda. Rótsterku kaffi, svo sterku að það hefði nægt til að drepa fíl, var hellt í bolla, engin mjólk að sjálfsögðu, enginn sykur, Ham vill hafa hlutina hráa. Á plötuspilaranum snerist drullug smáskífa með Boney M. — Uppruni Ham? „í rauninni erum við ennþá að baksa við upprunann, erum að okkar dómi ennþá að renna upp. En við byrjuðum að spila saman í febrúar. Þannig að við erum búnir að vera starfandi í átta mánuði.“ — Höfðuð þið eitthvað verið í öðrum hljómsveitum áður? „Nei, það var voðalega lítið. Við vorum aðallega í kvikmyndagerð, gerðum súper 8-kvikmyndir, og eft- ir okkur liggur m.a. fyrsta íslenska ofbeldiskvikmyndin, sem samt sem áður var aldrei gerð. Þannig að við hættum bara í kvikmyndum og ákváðum að stofna hljómsveit." — Nafnið Ham, er þetta skammstöfun? „Ham er bara kjaftæði, okkur fannst þetta flott nafn og það geng- ur bæði á ensku og dönsku, þýðir skinka á ensku en hann á dönsku. Við erum líka svo spenntir fyrir bæði enska og ekki síst danska _____________________________► Bandaríski kjötrokkarinn Meatloaf og skoska húsfrúin Bonnie Tyler voru ekki meö vinsælasta fólki á Reading- tónlistarhátiðinni sem haldin var á Englandi fyrr i mánuðin- um. Var mikið um ólæti meðal áhorfenda og grýttu þeir alls- konar drasli að þeim skötu- hjúum, sem þegar vel er að gáð eru bæði íslandsvinir (guð, ég elsk’idda, pælið í’ðí að vera vinir heils lands)! Meat- loaf hætti að spila þegar 50 mínútur voru liðnar af hans dagskrá og þurfti að fara í athugun á sjúkrahúsi eftir að hafa sloppið naumlega úr flöskuregninu. Bonnie barðist hins vegar af mikilli hörku í gegnum sitt prógramm, enda skosk í báðar ef ekki allar ættir. Hörkukelling og væri fín í stjórnleysið hér. Fyrrum Velvet Underground- meðlimirnir John Cale, Mo Tucker og Lou Reed hafa í hyggju að hefja samstarf að nýju. Cale og Tucker munu báðir vera með Reed á plötu sem hann er að taka upp um þessar mundir. Velvet Under- ground var ein af áhrifamestu hljómsveitum rokksögunnar og eru hljómsveitir eins og Jesus and Marychain (gáfu út Birthday með Sykurmolunum um daginn) undir sterkum áhrifum frá Velvet. Þýska söng- konan Nico, sem lést úr heila- blóðfalli fyrr í sumar, starfaði talsvert meö VU og er platan þeirra, Velvet Underground & Nico, talin eitt af meistaraverk- um rokksins. GUNNAR H. ÁRSÆLSSON Það verður mikið um dýrðir i Lækjartungli að kveldi I. október nk., en þá ntun bandaríska hljóm- sveitin Pere Ubu leika og syngja l'yrir landann. Sveitin var stofnuð i Ohio-fylki i Bandaríkjunum árið 1975 og er skipuð þeim David Thomas (söngur og lúðrablástur), Allen Ravenstine (hljómborð, saxó- fónn), Chris Cutler (slagverk), Jim Jones (gítar), Seott Krauss (tromm- ur) og Tony Maimone (bassi). David Thomas ætti ekki að vera ís- lendingum alveg ókunnur því hann hefur komið hingað tvívegis og haldið tónleika upp á eigin spýtur, var hér síðast á ferðinni í haust sem leið. Allt frá stofnun hefur hljóm- sveitin Pere Ubu verið talin til merkilegri rokksveita. Það er afar erfitt að lýsa tónlistinni sem sveitin spilar, en almennt er hún talin leika framsækið rokk og eru þeir lelag- arnir vægast sagt engin meðal- menni í tónsmiðum. í vor kom út breiðskífa Pere Ubu, nefnist hún THE TENEMENT YEAR og er sú fyrsta frá Ubu i sex ár, þar sem hljómsveitin tók sér frí frá störfum árið 1982 því hinir ýmsu meðlimir vildu snúa sér að eigin hugðarefn- um. Með Pere Ubu á tónleikunum verða tvær af öflugustu rokksveit- um landsins i dag, Svarthvítur draumur og Ham. Að vísu verða þetta síðustu opinberu tónleikar Draumsins (í bili vonandi!) en alls ekki þcir síðustu með Ham sem nú inniheldur Gunnar Hjálmarsson, bassaleikara Svarthvíts draums. Það er þvi ljóst að laugardagurinn 1. október verður góður dagur og forsala er í Gramminu ásamt plötu- búðinni á Laugavegi 20. Allir í Tunglið!

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.