Pressan - 23.09.1988, Blaðsíða 29

Pressan - 23.09.1988, Blaðsíða 29
ÁRID 1989 HELGAÐ ÖRYGGI RARNA Foreldrar allra tíma hafa haft áhyggjur af öryggi barna sinna. Ekki verða vandamálin minni eftir því sem tækninni fleygir fram og hraðinn í þjóðfélögunum eykst. Evrópubandalagið hefur þess vegna ákveðið að helga árið 1989 öryggi yngstu kynslóðarinnar. Þeir kaila þetta „Child Safety Year“ og er markmiðið að fækka slysum á börnum. HIÐ UÚFA LÍF í ELLINNI Fyrirtækið Royal Cruise Line, sem á nokkur stór skemmtiferða- skip, ræður karlmenn á eftirlauna- aldri til að sinna kvenfarþegum sín- unr. Mennirnir verða að uppfylla eftirfaraadi atriði: vera yfir fimrn- tugt, geta spilað bridge þokkalega og kunna svolítið fyrir sér á dans- gólfinu. Þeir heppnu eru síðan ráðnir til að snúast í kringum full- orðnar konur, sem mikið ferðast með skemmtiferðaskipum. Laun eru ekki önnur en þau að fá ókeypis siglingar um heimsins höf og mega drekka upp að ákveðnu marki á börunum unt borð. Það er hins veg- ar stranglega bannað að stofna til ástarsambands við farþegana og karlarnir mega ekki einu sinni bjóða yngri konurn en fimmtugum upp í dans. Eins og nærri má geta hefur enginn skortur verið á áhuga- sömum umsækjendum. Nýbylgían í motargeróarlist er örbylgjan! Ert þú einn af þeim sem ekki hafa kynnt sér kostina við örbylgjutæknina? Hér er bent á að í PHILIPS M -734 og M -705 örbylgjuofnunum er hægt að koma fyrir heilu fati af mat með meðlæti og öllu, því hjá PHILIPS er snúningsdiskurinn í toppi ofnsins, sem tryggir jafna dreyfingu á örbylgjunum og auðveldar einnig þrif á ofninum. PHILIPS örbylgjuofnarnir eru öflugir en orkusparandi. Smekklegir í útliti og fyrirferðalitlir. Veggfestingar fáanlegar, heil hurð er í PHILIPS örbylgjuofnunum, sem opnast niður. Þrjár orkustilling- ar og sérstök stilling fyrir afþýðingu. Kennslubók og námskeið er ínnifalið í kaupum á PHILIPS örbylgjuofni. Heimílistæki hf Sætúni 8 SÍMI: 69 15 15 Hafnarstræti 3 SÍMI: 69 15 25 Kringlunni SÍMI: 69 1520 l/áe/uotosue^a/t/e^át/ósamtú^uftv PHILIPS örbylgjuofninn — styttir undirbúning og flýtir matseld — Leitið nánari upplýsinga. PRESSU MOLAR o væntir kærleikar á milli Þorsteins Pálssonar og Alberts Guðmundssonar segja ekki endi- lega alla sólarsöguna um samskipti Þorsteins við aðra borgaral'lokks- menn. Komið hefur fram að Aöal- lieiður Ujarnfreðsdóttir er ekkert ofsalega skotin i Sjálfstæðisflokkn- um og telur sig geta stutt vinstri- stjórnarmynstur Steingríms til góðra verka. Afstaða Ola h. Guð- bjartssonar til Sjálfstæðisflokksins þykir einnig tregablandin vegna framkomu Þorsteins Pálssonar í hans garð. Þorsteinn er sagður eiga mjög bágt með að hugsa sér sættir við Óla eftir að liann yfirgaf lista Sjálfstæðisflokksins fyrir siðustu kosningar og stal þingsæti al' flokknum í Suðurlandskjördæmi. Að sama skapi er Óli sjálfur talinn útiloka einhvers konar inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn og sagður geta hugsað sér að styðja stjórn þá sem Steingrímur gerir tilraun til að mynda. ÓIi er því sterklega nefndur huldumaðurinn sem Stefáni Val- geirssyni helur orðið tíðrætt um... M sama tíma og hraðinn og umferðin aukast hrannast óaf- greiddar kærur upp í kerfinu. Pressunni er t.d. kunnugt um að hjá einu sýslumannsembættinu hafi l.500 hraðakstursmál safnast upp frá áramótum... igendur verslunar- og iðnaðarhúsnæðis á Reykjavíkur- svæðinu eru ekkert alltof bjartsýnir um þessar mundir. Þenslan góða virðist ætla að koma svolítið í bakið á mönnum, því leiguverð hefur hrunið siðustu mánuði. Þetta þýðir að þeir sem ráðgert höfðu að fara út í byggingarframkvæmdir halda að sér höndum. Þó ekki allir. Magnús Hreggviösson hjá Frjálsu frumtaki fékk nýverið samþykkta teikningu fyrir fjögurra hæða byggingu á lóð sem hann fékk úthlutað I Smára- hvammslandi í Kópavogi — land- inu sem SÍS vildi ekki. Tveir aðrir aðilar, Hagkaup og BYKO, liafa einnig fengið úthlutað lóðum á þessu umdeilda landi. Hagkaup og BYKO ætla þó að halda að sér höndum og hafa ekki lagt teikn- ingar fyrir til endanlegrar sam- þykktar. Menn leiða hins vegar getum að þvi að Magnús geti hugsað sér að nýta fjögurra hæða byggingu undir annað en atvinnu- starfsemi, enda óvenjulegt nú á dögum að menn reisi slíka byggingu á fjórum hæðum þegar ekki er skortur á landrými. Það kann því að fara svo að Smárahvanimsland, sem ætlað var undir atvinnustarf- semi, verði íbúðarbyggð þegar fram líða stundir... HVAÐ MEÐÞIG

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.