Pressan - 15.12.1988, Blaðsíða 20
20
Fimmtudagur 15. desember 1988
Vídeómyndavélar renna út
í Bretlandi og Bandaríkjunum
JÓIALEIKFANG
FULLORÐNA FÓLKSINS
Hélt einhver að fótanuddtækja- eða ljósálfaæði væri
séríslenskt fyrirbæri á jólaföstunni? Ekki aldeilis. Úti í
hinum stóra heimi eru menn óðir í einn hlut öðrum
fremur um þessar mundir.
TEXTI: ÁSGEIR TÓMASSON
Hún er sögð dýr en samt ómetan-
leg. Hún er jólagjöfin sem flestir
virðast ætla að gefa sjálfum sér eða
fjölskyldunni í Bretlandi og Banda-
ríkjunum um þessi jól. Vídeó-
myndavél er hluturinn, smærri og
meðfærilegri en nokkru sinni fyrr.
Og við íslendingar ætlum að taka
dálítinn þátt í æðinu líka. Að sögn
vídeómyndavélasala sem Pressan
hefur rætt við hefur salan glæðst
stórlega síðustu vikur. Enginn vill
samt tala um að æði hafi gripið um
sig. Vélarnar seljast ekki í nudd-
tækjastíl. Enda eru þær nokkru
dýrari en gengur og gerist um jóla-
gjafir þorra fólks.
Á GÓDU VERÐI
Bandaríska fréttablaðið USA
Today greindi frá því á forsíðu um
daginn að nú þyrftu landsmenn að
fara að setja upp sitt besta tann-
kremsbros. Vídeómyndavélarnar
bókstaflega rynnu út og búist væri
við því að um tvær milljónir véla
seldust á þessu ári. — Um leið var
því spáð að þær yrðu komnar inn á
13,6 milljónir heimila vestra í árslok
1992. — Þetta jólaleikfang full-
orðna fólksins kostar á bilinu eitt til
tvö þúsund dollara. Eða sem nemur
46—91.000 krónum. í Bretlandi
segir blaðið okkur að meðalverð
vídeómyndavéla sé 999 sterlings-
pund eða tæplega 85 þúsund krón-
ur.
Og nú kemur það undarlega. Vél-
arnar eru á mjög sambærilegu verði
hér á landi og í Bretlandi og Banda-
ríkjunum. Skýringin er sú að á þeim
er enginn tollur. Og ekkert vöru-
gjald — ennþá að minnsta kosti. —
Þar af leiðandi þarf enginn að
leggja leið sína til annarra landa til
að fá sér vídeómyndavél nema þá til
að kaupa hana í fríhöfn. í fríhöfn-
um er verðið vitaskuld eitthvað
lægra en í venjulegum verslunum.
Og til að mæta erlendu og ekki
síður innlendu samkeppninni enn
frekar segja okkur verslunarmenn
að álagning á vídeóupptökuvélun-
um sé nánast engin.
SflLAN EYKST
Verslunarmönnum sem Pressan
ræddi við ber saman um að sala á
vídeóupptökuvélum hafi verið við-
unandi á árinu. Reyndar datt hún
al veg niður er gengið var fellt síðast,
en er nú að ná sér á strik að nýju.
Nú koma gjarnan heilu fjölskyld-
urnar og spá og spekúlera, bera
saman verð, fylgihluti og mögu-
leika þeirra véla sem á markaðinum
eru.
Vélarnar á miðjuverðinu, 77—80
þúsund krónur, virðast vera vinsæl-
astar hjá þorra fólks. Fullkomnustu
vélarnar seljast jú líka, en eins og
einn sölumaðurinn orðaði það
„langar marga Toyotueigendur í
Benz. En Toyotan er alveg jafngóð'
þegar maður getur ekki látið Benz-
drauminn eftir sér“.
Ul hvgrs kaupir fólk vídeó-
myndatökuvélar? Jú, auðvitað til
að taka á þær myndir. Og sam-
kvæmt dagblaðinu USA Today,
sem fyrr var vitnað til, virðist fólk
aðallega taka myndir af fjölskyldu
sinni. Heimilisfaðir einn sem vinn-
ur langt frá fjölskyldunni fær til
dæmis reglulega senda spólu að
heiman þar sem konan og börnin
senda kveðju sína í stað þess að
hringja eða skrifa bréf.
Átta millimetra kvikmyndatöku-
vélar virðast til að mynda alveg vera
að hverfa af markaðinum vegna
handhægu vídeómyndavélanna.
Spólurnar þarf ekki að senda í
framköllun. Engin þörf er á að
slökkva Ijósið þegar árangurinn er
skoðaður. Vídeóvélinni er einfald-
lega stungið í samband við sjón-
varpstækið og síðan er ýtt á afspil-
un. Vélin er nefnilega myndbands-
tæki auk þess að vera upptökuvél.
Auðvelt er að læra á vélarnar.
Einhvern tíma var því spáð að árið
1985 yrði tölva komin á hvert heim-
ili í velmegandi löndum hins vest-
ræna heims. „Fólk átti samt alltaf í
vandræðum með bannsettar tölv-
urnar og gafst upp,“ segir banda-
rískur blaðamaður, John Franz að
nafni. „Simpansar ráða hins vegar
við vídeómyndavélarnar.“ — Franz
hefur að sjálfsögðu keypt sér vél.
Til að mynda unga- dóttur sína og
geta fylgst með vexti hennar og
þroska.
HVAÐA VÉL
Hvaða vídeómyndavél á fólk svo
að kaupa? Best er að beita sömu að-
ferð og þegar Ijósmyndavél er valin.
Velja þá sem fólk telur sig ráða best
við. Sumar vélar taka 8 millimetra
spólur. Aðrar notast við VHS-kerf-
ið. Litlu VHS-spólurnar kallast
VHS-C og má með svolitlum auka-
búnaði stinga í venjulegt VHS-
myndbandstæki. 8 millimetra spól-
urnar, sem geta verið allt að 90 mín-
útum að lengd, ganga hins vegar
ekki i nein myndbandstæki nema
náttúrlega vídeóupptökuvélar fyrir
8 mm kerfið. — VHS-C-spólurnar
eru hálftíma langar.
Nokkuð er misjafnt hversu mikið
fylgir með er vídeóupptökuvél er
keypt. Rétt er að spyrja sölumann-
inn í þaula um það. Sumum tegund-
um fylgir bæklingur á íslensku.
Aðrir leiðbeina fólki áður en það
fer með gripinn heim. Við fréttum
meira að segja af fyrirtæki sem býð-
ur viðskiptavinum sínum að koma
og klippa upptökurnar sínar til í
tækjum, sem til staðar eru í húsa-
kynnum fyrirtækisins.
Vídeómyndavél er dýrt leikfang,
eins og komið var að í upphafi. Því
gildir það að velja vel. Ekki endi-
lega dýrustu vélina. Margar ódýrari
gera fullt eins mikið gagn. Sé árang-
urinn góður verður hann ómetan-
legur þegar fram líða stundir. Ann-
ars ekki.
Sá svartklœddi með sorgmæddu röddina er látinn
Roy Orbison á óútgefna hljómplötu
Roy Orbison er fallinn frá.
Gamli svartklæddi ballööurokk-
arinn meö sorgmæddu röddina
lést fyrir rúmri viku. Banameiniö
var hjartaslag.
Orbison var aö sönnu ekki
meö hæst skrifuðu dægurtón-
listarmönnum heimsins. En
hann haföi sín áhrif og átti
vinsælli lög en margur annar.
Hver kannast til dæmis ekki vió
Blue Bayou með Lindu Ron-
stadt? Roy Orbison samdi þaö.
Eða Crying meö Don McLean?
Þaö var eftir Roy Orbison. Nú,
eöa þá þrumurokkarann Pretty
Woman meö Van Halen? Rétt til
getið. Úr smiöju Orbisons.
Reyndar dó hann ekki alveg
jafngleymdurog hann leit oft út
fyrir aö vera á meira en þrjátíu
ára ferli sínum. Hann var einn
fimmmenninganna í Travelling
Wilburys sem sendu fyrir nokkr-
um vikum frá sér plötu. Þar var
hann í hópi meö George
Harrison, Bob Dylan, Tom Petty
og Jeff Lynne og sómdi sér bara
vel, gamli maóurinn. Margur
unglingurinn ætti aö kannast
viö hann úr poppþáttum sjón-
varpsins, þar sem hann syngur
um aö hann hafi verið svo
einmana.
Gamall var Roy Orbison þó
raunar ekki, — 52 ára er hann
lést á sjúkrahúsi í Tennessee.
Ferillinn hófst á sama staö og
hjá Elvis Presley, í Sun-stúdió-
inu hans Sams Phillips áriö
1956.
Margir skjólstæðingar Phill-
ips uröu þekktir rokkarar. Nægir
þar aó nefna Jerry Lee Lewis,
Carl Perkins og aó sjálfsögöu
Presley. Þaö voru angurvær
dægurlög Orbisons sem mesta
hrifningu vöktu. Svo sem Only
The Lonely, l’m Hurtin’, Crying,
Dream Baby og Blue Bayou.
Ekki má gleyma laginu sem
fyrst vakti athygli á Roy
Orbison. Claudette heitir þaö
og varö fyrst þekkt meö The
Everly Brothers. Vinsælast allra
laganna úr söngbók Orbisons
varð þó sennilega rokkarinn
Pretty Woman, sem kom út áriö
1964.
Líf þessa gamalreynda popp-
ara var aldeilis ekki dans á rós-
um. Hann missti konu sína i
mótorhjólaslysi. Viö þaö dró
hann sig úr sviðsljósunum og
þegar eitt þriggja barna hans
fórst í bruna tveimur árum
seinnadró hann sig alveg í hlé í
langan tíma.
En vinir Orbisons komu til
hjálpar. Með hjálp þeirra fór
hann að láta til sín taka á ný.
Fyrir nokkru var gerður sjón-
varpsþátturinn Roy Orbison og
vinir. Þar komu meðal annarra
fram Bruce Springsteen, Elvis
Costello og Jennifer Warnes.
Springsteen þreyttist reyndar
aldrei á aö segja hverjum sem
heyra vildi aö Roy Orbison væri
einn af sínum uppáhaldssöngv-
urum.
Fyrr á þessu ári hóf Orbison
aö hljóðrita nýja sólóplötu undir
stjórn Jeffs Lynne. Sú plata er
enn ekki komin út. Þeir sem
hafa hlustaö á hana segja aö
gamli svarthæröi popparinn í
svarta leöurjakkanum með
dökku sólgleraugun eigi eftiraö
slá í gegn aö nýju. En því miður
of seint. Roy Orbison er allur.