Pressan - 14.12.1989, Qupperneq 6

Pressan - 14.12.1989, Qupperneq 6
6 Fimmtudagur 14. dés. 1989 Jón Óttar útilokaður? Þegar viðræðurnar hófust var Jón Óttar með í ráðum og sömuleiðis fulltrúi Verslunarbankans. Forsvars- menn fyrirtækjanna þriggja fóru af stað með það í huga að kaupa meiri- hluta. Skoðun þeirra var að til lítils væri að fara inn í Stöð 2 án þess að hafa öll ráð í hendi sér. Það kom á daginn að hugmyndir Jóns Óttars voru aðrar. Hann var fyrst og fremst á höttunum eftir fjár- magni til að styrkja óbreyttan rekst- ur Stöðvarinnar, þar sem hann sjálf- ur leggur linuna. Það leið ekki á löngu þar til Jón Óttar var útilokaður frá viðræðun- um. Það var gert með samþykki Verslunarbankans. Fyrirtækin þrjú gerðu sér grein fyrir að kaupverð Stöðvarinnar var svo hátt að heppilegra væri að fá fleiri aðila með i framtakið. Verslun- arbankinn var einnig þess fýsandi að önnur fyrirtæki kæmu inn í við- ræðurnar. Markmið bankans er að fá til liðs við Stöð 2 trausta og örugga aðila til að ábyrgjast skuldir. Um áramótin rennur bankinn inn í íslandsbanka og vill sýna nýjum samstarfsaðilum fram á að útistandandi skuldir séu vel tryggðar. Auk áhuga annarra fyrirtækja en hér hafa verið nefnd á að komast yf- ir Stöð 2 munu stöðvarmenn enn halda í þann möguleika að erlendir aðilar kaupi hlutafé í Stöð 2. Er því haldið fram að þ.á m. séu tvö mögu- leg tilboð frá bandarískum aðilum. Stöð 2 hefur haft ár til að styrkja eig- infjárstöðu sína, en enn sem komið er virðist ekkert haldfast hafa kom- ið erlendis frá og því varla inni í myndinni hvað Verslunarbankann snertir. Um áramótin tekur til starfa nefnd á vegum íslandsbanka sem mun leggja mat á eignir og útistandandi skuldir bankanna fjögurra. lýomi fram mismunur á eigin mati bank- anna og niðurstöðu nefndarinnar verður að leiðrétta þann mismun að sögn Tryggva Þálssonar, banka- stjóra Verslunarbankans. Bankarnir leggja þess vegna allt kapp á að tryggja sem best útistandandi skuld- ir. Allt frá því að Stöð 2 hóf rekstur, fyrir þrem árum, hefur Verslunar- bankinn stutt dyggilega við bakið á Jóni Ottari. Höskuídur Ólafsson bankastjóri hefur einkum haft með mál Stöðvarinnar að gera. Nú er aft- ur svo komið að það þarf meira en velviljaðan bankastjóra til að bjarga Stöð 2. Skuldirnar að sliga Stöð 2 Skuldir Stöðvar 2 nema um eða yfir einum milljarði íslenskra króna. Afborganir af þessum skuldum eru að sliga Stöðina. Versta hugsanlega útkoma fyrir Verslunarbankann er að Stöðin verði gjaldþrota. Bankinn myndi tapa hundruðum milljóna króna. Það er hinsvegar lítil hætta á að til gjaldþrots komi þar sem töluverður áhugi er fyrir sjónvarpsrekstri í við- skiptalífinu. Þessi áhugi birtist með- al annars í því að sömu aðilar og komu sér saman um tilboð í Stöð 2 hafa velt fyrir sér möguleikanum á samstarfi við Sýn hf. Sýn boðaði í haust að fyrirtækið ætlaði að stofna helgarsjónvarp á næsta ári. Auglýsingastoían GBB er aðaleigandi Sýnar og forsvarsmenn hennar leita logandi Ijósi að fjár- sterkum samstarfsaðilum. Kins'lrg staðan er núna taka fyrirtækin fimm Stööina fram yfir Sýn, sem enn er óskrifaö blað. Þá hefur heyrst aö meöal fyrirtækja sem reynt er að laða að Stöð 2 séu Bifreiöar og land- búnaöarvélar auk fleiri sem ekki hefur fengist staðfest. Takist Jóni Ottari að safna hlutafé til aö tryggja stöðu sína veröur Sýn aftur inni í dæminu hjá fyrirtækjun- um fimm, að minnsta kosti einhverj- um þeirra. Þrátt fyrir sínar miklu skuldir er Stöð 2 talin vænleg fjárfesting. Þeg- ar búið er að grynnka á skuldunum og rekstrinum komið á eölilegan grunn getur Stöðin skilað myljandi gróða. Bíókóngur í sjón- varpsrekstri Árni Samúelsson bíóeigandi og Prentsmiðjan Oddi komu síöust inn í viðræður Hagkaups, Heklu og Víf- ilfells um kaup á Stöð 2. Árni hefur hvorki viljað neita né játa að hann taki þátt í þessum viö- ræðum. Það er á hinn bóginn aug- Ijóst að hann hefur sitthvað aö sækja í Stöð 2. Árni er umsvifamikill i kvikmyndahúsarekstri. Hann á þrjú kvikmyndahús, Bióhöllina, Bíóborgina (gamla Austurbæjarbíó) og Nýja bíó í Keflavík. Samtals eru níu sýningarsalir í húsunum. Þá sel- ur Árni myndbönd og hyggst auka við sig á þeim vettvangi. Myndbönd sem Árni setur á markað hér eru textuð á tæknideild Stöðvar 2. Árni auglýsir á Stöð 2, en ekki í rikissjónvarpinu, þær kvik- myndir sem ganga í kvikmyndahús- um hans. Árlega gerir Árni marga samn- inga um sýningarrétt á kvikmynd- um. Hann er meðal annars með um- boð fyrir bandarísku kvikmynda- fyrirtækin Warner, Disney, 20th Century Fox og MGA-UA. LítilJ vafi er á að Árni nær hagfelldari samn- ingum erlendis ef hann semur í senn um sýningarrétt á kvikmyndum í bíó og sjónvarpi. Það er langsóttara að Prentsmiðj- an Oddi skuli vilja hasla sér völl í sjónvarpsrekstri. Að vísu prentar Oddi Sjónvarpsvísi fyrir Stöð 2 en það telst ekki feitur biti. Oddi á það sameiginlegt með hinum fyrirtækj- unum að vera í eign fjölskyldu. Þor- geir Baldursson, forstjóri Odda, sagði í samtali við Pressuna að hann væri eingöngu í þessum viðræðum út frá viðskiptasjónarmiðum. Þor- geir sagði aö hvað sig varðaði væri ekki tímabært að gera tilboö í Stöð 2, hann þyrfti frekari upplýsingar um rekstrarstööu Stöðvarinnar. Hvert fer meirihlutinn? Jón Ottar vill ekki fyrir nokkurn mun tapa meirihluta sínum í Stöð 2. Hann veit af kaupáhuga fjölskyldu- fyrirtækjanna og rær að því öllum árum aö safna nægu hlutafé til að halda veldi sínu. Enn sem komið er getur Jón Óttar lítiö sýnt, þó hann hafi víöa leitað. Engum sögum fer af þeim fresti sem Verslunarbankinn veitir Jóni Ottari, en hitt er vitaö að bankinn miðar við að hlutirnir verði komnir á hreint um áramót. Á meöan Jón Óttar gerir úrslitatil- raun til að halda meirihlutanum standa þrjú sterkefnuö fjölskyldu- fyrirtæki álengdar, meö tvö önnur rétt fyrir aftan, og bíöa þess að Verslunarbankinn gefi grænt Ijós. Jón Óttar dregur augað i pung og telur sig hafa nýja samstarfsaöila í sigtinu. Öðrum finnst það ótrúlegt og vilja kaupa sjónvarpsstjórann út.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.