Pressan - 14.12.1989, Qupperneq 11

Pressan - 14.12.1989, Qupperneq 11
Fimmtudagur 14. des. 1989 11 skyggahliðar þjóðlífsins ar rígang stoðar, getur sennilega orsakað sektarkennd hjá fólki og kallað fram þá tilfinningu að því finnist það óeðlilega upp á aðra komið. Þannig getur fólk fundið fyrir því að það geti hugsanlega ekki endurgoldið þeim sem það fær aðstoðina frá og slíkar áhyggjur geta jafnvel stofnað tengslum í hættu. Sú hætta er alltaf fyrir hendi þegar um efnahagslega hjálp er að ræða, því við höldum ekki bókhald á sama hátt yfir and- lega aðstoð, þar sem erfiðara er að átta sig á hvað lagt er í púkkið og hvað maður fær á móti. Slíkan stuðning er ekki hægt að mæla í magni." Áhrif samhjálpar á veitandann Rúnar segir einnig athyglisvert að þeir sem ekki hafi þegið efnahags- lega hjálp eða ráðgjöf, en telji sig hins vegar eiga hana vísa, hafi gagn af slíkri vissu: ,,Það er greinilegt að það að telja sig eiga kost á samhjálp er alltaf gagnlegt,*' segir hann. ,,Að því er varðar ráðgjöf og efnahags- legan stuðning þá skiptir heiimiklu máli hvort um er að ræða hjálp sem er fengin eða hjálp sem talin er vís, en andlegur stuðningur og verkleg ' hjálp eru gagnleg, hvort sem sá stuðningur er raunverulega fenginn eða talin-n vís." Þegar kannað er hversu mikið gagn það gerir veitandanum að veita samhjálp af einhverju tagi kemur í Ijós að slík hjálp gerir við- komandi gagn, ekkert síður en þiggjandanum: „Þeir sem hafa haldið því fram að öll liðveisla og aðstoð til annarra sé fyrirhöfn hjá þeim sem veitir hafa einfaldlega rangt fyrir sér, sam- kvæmt þessum niðurstöðum," segir Rúnar. „Það dregur greinilega úr einkennum kvíða, þunglyndis og úr sállíkamlegum einkennum hjá þeim sem veita öðrum andlegan stuðn- ing, en áhrifin eru ekki eins áber- andi hjá þeim sem veita verklega hjálp. Þeir sem það gera eru þó greinilega síður þunglyndir en aðrir og andleg velferð þeirra er meiri. Eitt athyglisvert atriði kom fram í þessari rannsókn varðandi þá sem veita ráðleggingar. Hjá þeim aðilum virðist nefnilega verða vart meiri kvíða, sem líklega stafar af því að þeir sem beðnir eru um ráðgjöf eru settir inn í erfiðleika annarra og kallaðir til ábyrgðar gagnvart þeim. Slíkar aðstæður geta valdið ráðgef- endunum áhyggjum, bæði vegna þeirra sem leita til þeirra og eins geta þeir haft áhyggjur af að hafa ekki ráðlagt á réttan hátt. En jafnvel þótt þetta auki á kvíða þeirra virðist andleg velferð þeirra meiri. Hjá þeim sem veita efnahagslega aðstoð virðist slík hjálp lítil áhrif hafa á and- lega heilsu. — Hin gamla, kristna kenning um gagnsemi þess að gefa af sjálfum sér og sínum eignum fær því töluverða staðfestingu í þessari könnun," segir Rúnar. Að telja sig geta hjálpað öðrum En það er ekki aðeins hjá þeim sem veitt hafa öðrum stuðning sem einkenni um minni kvíða og þung- lyndi gera vart við sig. Rúnar lagði einnig fyrir spurningar um hversu auðveldlega fólk teldi sig geta veitt öðrum hjálp: „Þar kom í Ijós, að þeir sem telja sig geta veitt. öðrum andlegan stuðning finna fyrir minni kvíða og þunglyndi og hafa færri sállíkamleg einkenni. Andleg vel- ferð þeirra einstaklinga var einnig meiri. Þetta sama gildir um þá sem telja sig geta veitt verklega hjálp, en þeir sem töldu sig geta veitt öðrum ráðgjöf eða efnahagslegan stuðning virtust hins vegar almennt ánægð- ari með lífið, þótt slíkt hefði engin áhrif á kvíða eða þunglyndi. Það er því ljóst að það að telja sig geta veitt eða fengið samhjálp hefur almennt séð meiri áhrif á andlega heilsu en raunverulega það að fá eða veita slíka hjálp. Ahrifin frá andlegum stuðningi og Verklegri hjálp eru al- mennt meiri og jákvæðari en af ráð- gjöf og efnahagslegri hjálp. Almenn niðurstaða þessarar könnunar er því sú, að samhjálp sé gagnleg í sjálfri sér, hvort sem menn hafa orð- ið fyrir áföllum eða ekki." Hertar refsiaðgerðir Undanfarið hafa farið fram miklar um- ræður i f jölmiðlum um ofbeldisverk ung- menna, einkanlega i miðborg Reykja- víkur. Lögreglan telur sig vegna mann- fæðar ekki geta haldið uppi þvi eftirliti og aðgerðum á vettvangi sem þörf er á. S jálfsagt er þetta mat þeirra á aðstæðum rétt og fjölgun lögreglumanna ásamt öðrum samvirkum þáttum raunhæfasta leiðin til úrbóta. En fleira þarf að koma til er lög- regluna varðar. í gegnum tíðina hafa lögreglumenn notið takmark- aðrar lögverndar gegn áreitni og árásum ofbeldisseggja. Viðurlög við slíkum verknaði hér á landi eru allt önnur og vægari en í V-Evrópu. Þar gilda þær reglur, að hver sá sem not- ar ósæmilegt orðbragð, hótanir eða hvetur aðra til mótaðgerða gegn lögreglu er sektaður. Bein líkams- árás á lögreglumann varðar fangels- isdómi; enda þótt hann hljóti ekki tímans rás hefur þetta breyst og yfir- menn dóms- og lögreglumála talið að lögreglumenn þyrftu að hafa meira til brunns að bera en lík- amsburði og við ráðningar þeirra hin síðari ár hafa aðrir hæfileikar ráðið meiru þar um. Breyttir tímar með nýjum viðfangsefnum hafa mótað nýja stefnu í framkvæmd lög- regluaðgerða, en eftir stendur þó lögreglan ennþá vanmáttug gegn ofbeldismönnum vegna skorts á lögvernd. áverka. Hér á landi hafa dómstólar oft sýnt einstaka linkind í meðferð svona mála og sú sjálfsagða lög- vernd, sem lögreglumenn þurfa að njóta til að geta gegnt skyldustörf- um, er alis ófullnægjandi. Hér geta menn haft í frammi hvers konar hót- anir, hrint, sparkað og jafnvel hrækt á lögreglumenn, án þess að eiga á hættu að fá neina refsingu ef við- komandi lögreglumenn hljóta ekki áverka af. Þessu verður tafarlaust að breyta, svo lögreglumenn geti haldið uppi lögum og reglu og notið þeirrar virðingar, sem þeim er nauðsynleg. Ef þarf að endurskoða og breyta lögum til að ná þessu markmiði ber dómsmálaráðherra að sjá til þess, ennfremur þarf hans ráðuneyti að standa betur að baki lögreglunni en verið hefur. Lög- reglumaður sem nýtur hliðstæðrar lögverndar og félagar hans í V-Evr- ópu getur komið undir ákveðnum tilvikum að meira gagni en jafnvel 2—3 lögreglumenn þegar verið er að kljást við óróaseggi, sem gjarnan ganga á lagið, meðvitaðir um þenn- an veikleika dómskerfisins. Lengst af var ráðning lögreglu- manna háð því skilyrði, að þeir væru stórir og stæðilegir og rammir að afli. Til þess var ætlast að þeir gætu haft andstæðing sinn undir og hjálparlaust fært hann í járn. Þótti það hin mesta vansæmd ef lögreglu- menn urðu að láta í minnipokann. I Skattsvik Annar er sá málaflokkur, sem er okkur til mikillar vansæmdar, þ.e. hin almennu skattsvik í einkageir- anum. Slælegt og nánast óvirkt skatteftirlit hefur gert mönnum kleift að stela undan skatti að eigin geðþótta. Allir sem hafa þurft að leita til iðnaðarmanna o.fl. þjón- ustuaðila þekkja þetta af eigin reynslu í einhverjum mæli. „Viltu nótu?" er gjarnan viðkvæðið þegar um er að ræða t.d. bílaviðgerðir, breytingar og viðgerðir í heimahús- um, akstur fyrir einstaklinga o.fl. Að því er látið liggja, að þjónustan kosti minna ef engin kvittun er gefin og viðkomandi losni við að greiða sölu- skatt. Oftast er þetta blekking ein þegar grannt er skoðað, söluskattur- inn er ekki dreginn frá heildarupp- hæð, heldur rennur hann óskertur í vasa verksalans. Svo afgerandi geta þessi misferli verið, að sumir iðnaðarmenn neita alfarið að taka að sér verk, nema viðsemjandi lofi að gefa ekki neitt af greiðslunni upp til skatts. Oft verða verkkaupendur að sætta sig við að taka þátt í þessum ólögmæta verkn- aði, ella fást verkin ekki unnin. Sumir telja sig þó vera að hagnast á þessum viðskiptum, sem er náttúru- lega ekkert annað en samsekt í þjófnaði á opinberum gjöldum. Eru skattsvik skjalafals? Þegar skattskýrsla er gerð er hún undirrituð eins og kunnugt er af framteljanda að viðlögðum dreng- skap og gefin eftir bestu vitund. Tekjur sem ekki koma fram á skatta- framtali eða er hagrætt með einum eða öðrum hætti til að komast hjá greiðslu lögboðinna gjalda eru skattsvik og um leið skjalafals. Svo virðist sem viðkomandi yfirvöld líti einungis á vanframtaldar tekjur sem brot á skattalögum og fær fram- teljandi sekt. Sé hins vegar um önn- ur og víðtækari brot að ræða en skattsvik fara þau til frekari rann- sóknar og sakadóms-meðferðar. En eru ekki öll vísvitandi skattsvik skjalafals? Því er ekki dæmt samkvæmt ákvæðum þeirra laga? Sá sem ekki greiðir skatta samkvæmt gildandi lögum er að afla sér tekna meö ólögmætum hætti. Mér er næst að halda að veru- legur hluti skattgreiðenda líti á þetta sem sjálfsbjargarviðleitni, öðr- um óviðkomandi. I mínum huga er þetta þjófnaður og skjalafals og ber að refsa samkvæmt því, þó ýmsum kunni að finnast að orsakir þessara brota séu annars eðlis og stríði með öðrum hætti gegn siðferðiskennd og almenningshagsmunum en önn- ur fjársvikamál. Einnig telja margir að skattsvik séu búin að vera land- læg plága, sem meirihluti þjóðar- innar hefur verið þátttakandi í, og því sé ekki hægt að ráðast að rótum vandans nema með víðtækum þjóð- félagsbreytingum. Þetta eilífa und- anhald, dugleysi og hræðsla við að takast á við vandamálin, er lýðræð- inu hrein ógnun og getur haft ófyrir- sjáanlegar afleiðingar. Milljarðavan- skil á söluskatti og vanskil fyrir- tækja á sköttum starfsmanna sinna til ríkissjóðs sanna ótvírætt hvert stefnir. Skattsvikarar dæmdir í fangelsi Erlendis eru skattsvikarar dæmd- ir í fangelsi, enda réttilega litið á skattsvik sem alvarleg auðgunar- brot og skjalafals. Slík brot eru eðli- lega afmörkuð eftir umfangi þeirra og ítrekun. Við komumst ekki hjá því að beita svipuðum viðurlögum hér til að ráða bót á því milljarða- tjóni, sem ríkissjóður verður árlega fyrir, og jafnframt að skapa jafnræði meðal borgaranna. Það þarf væntanlega ekki hér frekar en í öðrum löndum að dæma marga menn til fangelsisvistar vegna skattsvika, slíkar aðgerðir eru skjótvirkar og fyrirbyggjandi og kenna fólki þau raunhæfu sannindi, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum. Stjórnvöld og almenningur þurfa að taka höndum saman og leiða þessi mál til lykta, þetta er þjóðarskömm.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.