Pressan - 14.12.1989, Síða 21

Pressan - 14.12.1989, Síða 21
Fimmtudagur 14. des. 1989 21 Barn flí£b I|| Ef RÆTT VIÐ HERDÍSI EGILSDC ■ " * OG RITHÖFUND. SEM ER HU RÆTT VIÐ HERDISI EGILSDOTTUR, KENNARA OG RITHÖFUND, SEM ER HUGMYNDASMIÐUR- INN Á BAK VIÐ BÓK UM PAPPASTRÁK SEM LIFNAR VIÐ. NÝJAR SJÓNVARPSMYNDIR, SEM HRIF HF. VINNUR AÐ UM PAPPÍRS-PÉSANN HENNAR HERDÍSAR, VERÐA SÝNDAR HÉR Á NÆSTU MÁNUÐUM hugarfóstur mitt sem stendur mér einna næst." Foreldrar Pappírs- Pésa sammála um uppeldið Hvort hún hafi alltaf ímyndað sér Pésa eins og hann kemur fyrir í myndunum svarar hún: „Já, ég hefði sjálfsagt ekki getað lent á betri teiknara en Bernd Ogrodnik. Ég var látin rissa upp hvernig ég hafði áður teiknað Pappírs-Pésa, með stór augu, eyru út í loftið og stórt höfuð, og Bernd náði alveg þeim Pésa sem ég hafði séð fyrir mér. Ég er einstak- lega ánægð með hans verk, sem eru listavel unnin, bæði í bókinni og þó sérstaklega í myndunum, en þar vinnur hann hrein galdraverk. Mér er ekki kunnugt um aðra sem tekist hefur að láta þunna pappírsdúkku hreyfa handleggi og fætur, brosa og hreyfa augun! Ég held að þessi tækni sem Bernd notar sé alveg ný af nálinni." En það er ekki nóg með að út sé komin bók um strákinn auk mynd- anna; mjög líklegt er að í marsmán- uði komi út önnur bók um Papp- írs-Pésa. „Sú bók yrði skrifuð eftir handriti einnar myndarinnar, enda ákváðum við, ég og kvikmynda- gerðarfélagið Hrif, að hafa sam- vinnu um Pésa. Við eigum hann saman nú orðið. Ari Kristinsson er eiginlega nokkurs konar pabbi Pésa og annast uppeldið á honum um stundarsakir, en ég fylgist auðvitað grannt með að hann fari ekki með hann út af sporinu! Það er fullur skilningur milli okkar Ara að gera Pappírs-Pésa ekki að öðru en hann er; þessum sakleysingja sem vill vel en veit ekki vel hvað hann á að gera. Við foreldrarnir erum því mjög sam- mála um uppeldið! — í framtíðinni er síðan ekki ólíklegt að Hrif geri kvikmynd um Pappírs-Pésa til sýn- ingar í kvikmyndahúsum og svo er aldrei að vita hvað gerist enn síðar. Pappírs-Pési er nefnilega ýmsum eiginleikum búinn og endalaust hægt að skapa hugmyndir í kring- um hann." Barnamynd með boðskap Pési lendir í ýmsum ævintýrum í myndunum, „einkum vegna þess að strákurinn sem á hann og vinir hans gleyma sér og gæta hans ekki nógu vel. Þau atriði eru skrifuð til að und- irstrika enn frekar boðskap mynd- anna; að vernda og taka tillit til þeirra sem geta minna. — Mér finnst óskaplega gaman að taka þátt í því að tekin sé mynd fyrir litla krakka; mynd þar sem ekki er of mikill hraði, taugaspenna og æsingur, heldur mynd sem kallar fram það besta í börnunum, samúð og hlýju". Pappírs-Pési er ekki alveg spánnýr strákur þótt það sé núna fyrst sem farið er að bera á honum. Hann varð nefnilega til fyrir þrettán ár- um, þá í kollinum á Herdísi Egils- dóttur, barnakennara og höfundi margra bóka og leikverka, sem al- veg frá upphafi hefur sagt nemend- um sínum við ísaksskólann sögurn- ar af Pappírs-Pésa. Reyndar var á þeim tíma sett upp leikrit um Pésa suður í Hafnarfirði, þar sem Herdís mætti með raf- magnsorgel og spilaði öll lögin sem hún hafði samið við söguna. Og nú, þrettán árum síðar, er komin út bók um þennan pappírsstrák og verið er að gera sjónvarpsmyndir um hann, sem teknar verða til sýningar hjá ríkissjónvarpinu á næsta ári. Hver er þeim eiginleikum búinn að komast i gegnum bréfalúgu, geta geng- ið, þeyst um i loftinu — hangandi i blöðrubunka — ekið áætlunarbil og er sjaldan i eins mikilli hættu og þegar pappirstætari eða eldur er i námunda? Það er auðvitað Pappírs-Pési; pappa- strákurinn sem islenskir krakkar kynnt- ust fyrr á þessu ári og eiga eftir að sjá mikið til á næstunni. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON Móðir og sonur, Herdís og Papp- írs-Pési í áætlunarbifreið við Jök- ulsárlón í sumar. Þar var tekin upp ein sjónvarpsmyndanna um Pésa. an heiðurinn," segir hún. „Ég gaf honum leyfi til að spinna sögur út frá minni hugmynd og hef litið yfir handritin og er sátt við þau. Við eig- um bæði margar hugmyndir eftir sem kannski á eftir að nýta síðar. Það er endalaust hægt að láta Papp- írs-Pésa lenda í einhverju sérstöku því hann er svo allt öðruvísi en aðr- ir.“ Þetta er eins og fæðing Herdís fylgdi Pappírs-Pésa svolítið eftir í sumar, var meðal annars við- Hreyft við verndar- tilfinningu barna „Öll þau ár frá því Pappírs-Pési varð til hef ég sagt nemendum mín- um sögur af honum og leikið og sungið lögin um hann," segir Her- dís Egilsdóttir. „Krakkarnir hafa tekið miklu ástfóstri við Pésa og fá aldrei nóg af að heyra sögurnar um hann og syngja lögin. Mér þykir mjög gaman að skapa nýstárlegar persónur sem ég varpa inn í daglegt líf og Pappirs-Pési er eitt þessara fyr- irbæra. Hann er úr þunnum pappír og getur því ekki gert hluti sem venjulegt fólk gerir, og lendir oft í erfiðleikum af þeim sökum. Hug- mynd mín var sú að hreyfa við verndartilfinningu krakkanna og koma því að, hversu erfitt það getur verið að vera öðruvísi og geta ekki gert það sama og aðrir. Ég vildi fá börnin til að læra að taka tillit til þeirra sem minna mega sín. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á þá tilfinn- ingu þegar ég segi söguna." Sátt við útkomuna Herdís segist alltaf hafa ætlað sér að gefa söguna um Pappírs-Pésa út á bók, en ekkert orðið af því verki fyrr en nú. En forsagan er lengri: „í fyrra kom að máli við mig Ari Kristinsson, kvikmyndagerðar- maður hjá Hrif hf„ og bað mig um einhverja hugmynd að tuttugu mín- útna bíómynd fyrir sjónvarp. Mér Herdís Egilsdóttir barnakennari fékk hugmyndina aö Pappírs-Pésa fyrir þrettán árum. „Markmiöiö er aö vekja upp verndartilfinningu barna," segir hún um söguna um pappastrákinn. datt Pappírs-Pési strax í hug og þá kom í ljós að Ari hafði séð leikritið í Hafnarfirðinum fyrir 13 árum. Hann varð strax hrifinn af hug- myndinni og þannig varð fyrsta myndin til. Við Ari unnum saman að fyrsta handritinu, myndinni sem var sýnd á nýársdag og verður endur- sýnd núna fljótlega. Ég hafði ekki tækifæri til að fylgjast alveg með gerð þess þáttar, en var í góðu sam- bandi við kvikmyndagerðarmenn- ina. Ég var mjög sátt við útkomuna þótt mér fyndist í fyrstu sagan hafa styst ansi mikið! — Forráðamenn bókaútgáfu Máls og menningar sáu myndina um Pappírs-Pésa, komu að máli við mig í sumar og buðu mér að skrifa bók um hann. Það skemmtilega var að ég hafði þegar skrifað uppkast að bók svo það tók skamman tíma að koma henni end- anlega saman." Fyrsta myndin um Pappírs-Pésa var gerð fyrir ríkissjónvarpið sem skiptiefni milli sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum. Éftir frumsýning- una sáu forráðamenn þýska rikis- sjónvarpsins myndina og óskuðu eftir framhaldsþáttum, jafnvel þrett- án myndum: „Svo margar myndir var nú ekki hægt að gera í einu!" segir Herdís, „en í framhaldi af þess- ari beiðni hafa verið gerðar sjö sjón- varpsmyndir til viðbótar. Þær verða sýndar hér á íslandi á komandi ári.“ Fer Pappírs-Pési til Ameríku? Síðan fer myndaflokkurinn um Pappírs-Pésa til sýningar hjá þýska ríkissjónvarpinu og jafnvel til Bandaríkjanna og Bretlands: „Að vísu er ekki búið að undirrita neina samninga þess efnis þar, en Bretar og Bandaríkjamenn sem séð hafa myndirnar voru mjög hrifnir af þeim. Það er fjölskyldu-kapalsjón- varp í Bandaríkjunum sem hefur áhuga á að taka Pappírs-Pésa til sýn- ingar." Herdís segir Ara nánast eiga allan heiðurinn af þeim sjö myndum sem eftir á að sýna: „Við mokuðum sam- an hugmyndum, en Ari á nánast all- stödd tökur í Hafnarfirði, við Geysi og við Jökulsárlón: „Ari setti mig meira að segja í smáhlutverk — sem var mátulegt á mig!“ segir hún og skellihlær. „Ég hafði mikla ánægju af að vera með við tökurnar. í tveim- ur myndanna njótum við liðsinnis fólks úr Félagi eldri borgara, sem var afskaplega jákvætt fólk og gam- an að vera með. Allt þetta fullorðna fólk hafði áhyggjur af Pésa og þeim vandræðum sem hann lenti í — al- veg sömu tilfinningar og ég hafði til þessa pappastráks." Þegar ég spyr hana hvernig til- finning það sé að sjá hugmynd verða að bók og bíómynd, sjá pappastrákinn brosa, hreyfa augun og ganga, svarar hún: „Það er ynd- isleg tilfinning. Þetta er eins og nokkurs konar fæðing; maður hefur gengið með hann og ekki vitað hvort hflnn næði þroska. Nú er Pappírs-Pési kominn með fósturföð- ur og margháttaða aðstöðu til að breiða úr sér og ég sit eftir eins og mamman, sem bíður eftir að anginn spretti úr spori. Pappírs-Pési er það

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.