Pressan - 14.12.1989, Qupperneq 26

Pressan - 14.12.1989, Qupperneq 26
Ffrrtmtuctacfi/r t4.'dest'T989 26 !, HUSBOMPA A FJOOURRA MANMA HEIMILI ÞAR SEM JAFNHLIÐA ERU IÖ L U D ÞRJÚ TUNGUMÁL Hann talar kinversku við konuna sina, en japönsku við dæturnar. Hann talar islensku við mig, en konan ávarpar mig á ensku. Eldri dóHirin rœðir við mig á islensku, en sú yngri heldur sig mest við japönsku. Það er við hæffi að maðurinn, Ragnar Baldursson, er i stjórn islensku Esperantó- samtakanna, ffélags áhuga- manna um nýtt heimstungumál. VIÐTAL: JÓN ORMUR HALLDÓRSSON MYND: EINAR ÓLASON „Við hjónin tölum alltaf kínversku saman af því að við kynntumst á því máli. Það er sjálfsagt líka meira jafnrétti í því að tala hlutlaust tungumál sem okkur er báðum tamt en að nota japönsku, sem er hennar móðurmál. Við viljum hins veg- ar að dætur okkar eigi bæði japönsku og íslensku að móður- máli. Þær tala íslensku í skólanum en japönsku hér heima. Sú yngri, Mamiko, hefur raunar ekki náð íslenskunni alveg enn- þá en er víst búin að kenna vinum sínum á dagheimilinu hrafl í japönsku." Ragnar fór til Kína árið 1975 og var þar við nám í kínversku og almennri heimspeki næstu fjögur árin. „Þetta var blanda af maóisma og ævintýraþrá. Maó átti sér dygga aðdáendur í Hamrahlíðarskólanum á mínum árum þar. Ég var virkur í þeirra hópi og áhuginn á Kína vaknaði við þetta. Kína opnaðist fyrir útlendinga sumarið eftir að ég lauk menntaskóla og í stað þess að fara í rafmagnsverkfræði i Há- skóla íslands sótti ég um, og fékk, styrk til að fara til Kína. Ég vissi þá ekkert um landið, annað en að þarna átti hinn raun- verulegi sósíalismi að ríkja. Það var þó kannski ekki sósíalism- inn sem maður tók eftir fyrst, heldur hlutir eins og önnur lykt í landinu, og annar litur á moldinni og himninum. Ég var líka einn aðeins 100 útlendra nemenda við Pekinghá- skóla á þessum tíma. Hvar sem maður fór sneri fólk sér við á götu og horfði á mann, jafnvel í Peking. í þorpunum i kring safnaðist alltaf löng halarófa af fólki sem bara var að horfa á mann. Ég held að ég hafi einhvern tíma talið meira en hundr- að manns sem eltu mig þar sem ég gekk um í litlum bæ. Þeir sem hafa þörf fyrir að vekja á sér athygli ættu að ferðast um kínverskar sveitir. Maður var þarna líka í einangrun sem útlendingur, sérstak- lega framan af. Okkur var bannað að heimsækja Kínverja á heimilum þeirra og þeim var bannað að tala við okkur á veit- ingastöðum. Menn voru þá hræddir við borgaraleg áhrif frá útlöndum. Á þeim tíma sem ég var þarna dóu gömlu leiðtogarnir, Maó og Zhou Enlai, fjórmenningaklíkunni var steypt og Deng Xiao Ping braust til valda. Þá safnaðist múgurinn saman á torgi hins himneska friðar til stuðnings Deng, en fólkinu var dreift án þess að til blóðsúthellinga kæmi. Það er ekkert nýtt í kín- verskri sögu, svona sveiflur hafa alltaf átt sér stað. Til að skilja þetta allt saman verða menn líka að fara árþúsundir aftur í tímann og gera sér grein fyrir mótun kínverskrar menningar. Telja vestræncí menningu frumstæða Kínverjar eru ekki með kynþáttafordóma af alveg sama tagi og margir Vesturlandabúar þjást af. Þeir eru haldnir menning- arfordómum, frekar en fordómum gagnvart kynþáttum. Þeir sem aðlaga sig kínverskri menningu eru velkomnir. Mesta lof sem hægt er að bera á útlending í Kína er að segja að hann sé næstum orðinn kínverskur. Þeir eru ekki aðeins stoltir af menningu sinni í venjulegum skilningi, þeir eru einfaldlega sannfærðir um að öll önnur menning, og þar með talin auðvit- að vestræn menning, sé mun frumstæðari og ófullkomnari en þeirra eigin. Menning þeirra er ekki aðeins mörgþúsund ára gömui og þróuð sem hámenning, heldur er hún mjög rík í huga hvers manns. Það sem helst er þekkt af þessari menn- ingu er kannski boðskapur Konfúsíusar, sem oft er talinn grunnurinn að kínverskri hugsun, en ég var að ljúka við að þýða Konfúsíus á íslensku beint úr kínversku. Þetta kemur út núna fyrir jólin hjá Iðunni. Vegna sinnar sterku menningar finnst þeim afar óréttlátt og ef til vill skrítið, að Kína, þetta fjölmennasta og elsta ríki heimsins með alla þessa menningarlegu yfirburði, sé ekki eins ríkt og voldugt og Vesturlönd. Áður var heimsvaldastefn- unni kennt um þetta, nú kenna margir líka kommúnista- flokknum um þessa stöðu mála. Það er mikil ólga þarna í stjórnmálum, eins og fram kemur í fréttum, en það kemur kannski síður fram í fréttum, hve mikill ruglingur og óvissa er þarna á ferðinni, bæði innan flokks og utan. Sumir tala um að taka upp vestrænt lýðræði, en þessir menn vita yfirieitt ekkert úm það fyrirbæri. Þetta eru oft frasar út í loftið. Hugmyndaleg upplausn ríkir innan flokksins.” Skilyrði fyrir giftingu að við byggjum í Japan Eftir fjögur ár í Kína, þar sem Ragnar og Sari kona hans hitt- ust, flutti hann til hennar í Japan. Þar fæddist eldri dóttir þeirra, Mariko. „Það var skilyrði lengdaforeldra minna fyrir að leyfa okkur Sari að giftast, að við byggjum til að byrja með í Japan. Við vorum líka beðin um, að láta fyrsta barnið okkar fæðast í Jap- an. Við bjuggum á heimili tengdaforeldra minna í tvö ár og á meðan var ég við nám í japönsku. Ég tók upp ættarnafn fjöl- skyldunnar, Ohyama, og meira að segja japanskt skírnarnafn, varð algerlega hluti af þessari fjölskyldu og reyndi að fá sem mesta innsýn í japanska menningu. Ég var mjög lágt settur í virðingarstiganum á heimilinu þessi tvö ár, en það breyttist hins vegar til batnaðar í síðara skiptið sem ég bjó í Japan, því þá kom ég þar til náms í virtustu menntastofnun landsins. Þarna kom efst móðir tengdaföður míns en hún var fjörgömul. Virðingin fyrir ellinni er rík í Jap- an eins og i Kína og víðar í Austurlöndum. Mér þótti fyrst dálít- ið sérkennilegt að rætt var opinskátt á heimilinu um alla þá fyrirhöfn sem væri að gömlu konunni, sem var orðin dálítið utan við sig. Það var jafnvel sagt við gesti, að henni áheyrandi, að engan hefði órað fyrir að hún ætti eftir að verða svona gömul og að svona mikil fyrirhöfn myndi fylgja því að hugsa um hana. Þá ljómaði gamla konan af ánægju, því þetta var sagt í virðingu, af stolti yfir aldri hennar og af ánægju yfir því að fá að fórna tíma sínum fyrir hana. Þessi virðing fyrir ellinni kemur fram á öllum sviðum og það má kannski benda á bein áhrif af þessu í viðskiptalífinu. Þar þarf enginn yfirmaður að óttast að undirmaður velti honum úr sessi. Þess vegna geta japanskir yfirmenn leyft hæfileika- mönnum i fyrirtækjum sínum að njóta sín sem mest má verða. Góður yfirmaður er talinn sá sem getur notað undirmenn sína og þess vegna fær hann heiðurinn af afrekum þeirra. Það dett- ur ' . hug að ryðja eldri manni úr vegi. Skrítið að útlendingur fengi dótturina Eftir að ég kynntist japanskri menningu hef ég stundum furðað mig á því að tengdaforeldrar mínir skuli hafa fallist á að við Sari giftumst, en samþykki þeirra skipti svo miklu máli að ekkert hefði líklega oröið úr hjónabandinu ef þau hefðu ekki veitt blessun sína. Það var ekki nóg með að ég væri út- lendingur, heldur gersamlega óhæfur til þess að stofna heimili þar sem ég var enn námsmaður, sem lifði á lánum. Japönsk fjölskyldubönd eru það sterk, að litið er svo á, að fjölskyldur brúðhjónanna tengist blóðböndum við giftingu. Sari hefði sennilega ekki gifst mér í óþökk foreldra sinna. Fjölskyldan var mjög hefðbundin í líferni sínu. Tengdamóð- ir mín og móðir tengdaföður míns voru til að mynda báðar kennarar í tesiðum. Tedrykkja sem list og andleg athöfn í húsinu var sérstakt tesiðaherbergi þar sem þær kenndu þessa list. Þessi listgrein, sem er mjög sérstök fyrir Japan, á sér langa sögu. Te barst þangað frá Kína fyrir þann tíma að Island byggðist og sérstakar athafnir þróuðust í kringum þetta. Þessir siðir, eða þróun þeirra, eru að hluta tengdir zen búddisma. Ragnar Baldursson, Sari eiginkona hans og dæturnar tvær. „Fyrstu tvö árin í Japan var óg mjög lágt settur í viröingarstiganum á heimilinu" segir Ragnar. MÁLAMAHNINN RAGNAR BALDURSSON YIÐTAL VI

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.