Pressan - 14.12.1989, Side 29

Pressan - 14.12.1989, Side 29
Fimmtudagur 7. des. 1989 29 kynlífsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Þrándur i götu ,,Éf> er ordinn 60 úra og ú miklu yngri konu en ég er sjúlíur. Eg er mjög heilsugódur en kyngetan uird- ist fara mjög duínandi. Eru til ein- huer rúd til ad hressa upp ú kynlífid? Virdingarfyllst, Þrúndur. “ Karlmennskuímyndin gerir of- urmannlegar kröfur til karla og á eldri árum eru þeir oft viðkvæmir fyrir þessari ímynd. Eitt besta ráðið til að hressa upp á kynlífið fyrir hraustan mann eins og þig er að gera sér grein fyrir áðurnefndum eðlilegum breytingum og njóta alls þess sem kynlífið hefur enn upp á að bjóða. Til að fá hugmyndir gætir þú lesið bækur eins og „Unaður kynlífs og ásta" (Skjaldborg 1989). Ef þú hefur tækifæri til þess þá ráðlegg ég þér að fara með elskunni þinni upp í sumarbústað heila helgi og liggja með henni í rúminu alla helgina — án þess að hafa samfarir. Ef þú gerir það muntu fljótlega komast að því hversu sterk kyngeta þín er. Ég vona að þetta svari einhverju — annars máttu skrifa aftur. Kveðja, Jóna Ingibjörg. JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR KYNFRÆÐINGUR Takk fyrir bréfið Þrándur. Þú gefur mér reyndar ekki miklar upplýsingar um hvers eðlis vanda- málið er þannig að ég verð að giska á hvað þú átt við með „mjög dvin- andi kyngetu". Áttu við stinningar- erfiðleika, litla löngun eða minni áhuga til kynmaka eða verður þú fyrr þreyttur en áður í sjálfum sam- förunum? Ef þú átt við stinningar- erfiðleika þá ráðlegg ég þér að lesa Pressuna frá fimmtudeginum 24. ágúst síðastliðnum, en þar tala ég um „litla reisn" eða stinningarerfið- leika. Margir kalla stinningarerfið- leika lika „getuleysi", en mér finnst ekki hægt að meta getu karlmanns bara út frá standi limsins. Mér finnst líklegt að þú eigir ekki við áhuga- leysi að stríða af einhverjum sökum. Líklega vegna þess hve algengt er að nota „kyngetu" yfir hæfileikann til að fá reisn. Eins veit ég ekki alveg hvað þú átt nákvæmlega við þegar þú spyrð hvort það séu til einhver ráð til að „hressa upp á kynlífið". Edlilegar breytingar Bæði karlar og konur upplifa viss- ar edlilegar breytingar við að eld- ast. Þú ert orðinn sextugur og segist vera við góða heilsu. Svo framar- lega sem þú tekur ekki lyf og ert hraustur er ekkert sem bendir til þess að þú ættir ekki að geta lifað góðu kynlífi. Eðlilegar breytingar á kynsvörun karla fela m.a. í sér breytingar í stinningu; tekur lengri tíma fyrir liminn að fá reisn, karlinn þarf meiri líkamlega örvun til að fá reisn, stinningin verður ekki eins mikil, getur tekið lengri tíma en áð- ur að fá fullnægingu, stinning dvín- ar fljótar en áður eftir að sáðlát verður, lengri tími líður á milli full- næginga. Breytingar á fullnægingu eru líka algengar, þér finnst þú ekki þurfa að fá eins oft fullnægingu, sáð- látið er ekki eins kröftugt, finnur kannski ekki tilfinninguna um að þú sért að fá það, þarf að bíða lengur til að geta fengið aðra fullnægingu. Loksins er jákvæðasta breytingin sú að út af þessari eðlilegu þróun fara sumir karlmenn að beina athyglinni meira að mikilvægi örvunar alla lík- amans og hugar frekar en að ein- blína bara á örvun kynfæranna. Betri elskhugar Mér dettur í hug, fyrst þú ert með yngri konu, að þú viljir að hún finni ekki fyrir því að þú sért orðinn sextugur. Ef sú er raunin langar mig að segja þér að heilbrigðir eldri karlmenn geta að sjálfsögðu lifað kynlífi en kynsvörun líkamans er sjaldan eins sterk og um tvítugt. Sumum konum finnst eldri menn vera betri elskhugar af því þeir þurfa að taka sér lengri tíma til að æsast kynferðislega og að þeir eru farnir að njóta samskiptanna meira en áður (ekki bara líkamlegrar hliðar kynlífsins). Að því leyti eru þarfir karla og kvenna betur samstilltar og þá er auðveldara að sætta sig við eðlilegu breytingarnar og upplifa þær á jákvæðan hátt. En ef þú ert kvíðinn yfir því að vera ekki nógu góður elskhugi fyrir hana getur sá kvíði gert illt verra. Ég skil þennan ótta mætavel. Jólatilboð Húsasraiðjiinnar SKÚTUVOG116 SÍMI 687700 Brauðrist kr. 2.965,- Holz-her hleðsluborvél kr. 16.079,- Ljóskastarar kr. 3.343,- í verslun Húsasmiðjunnar fást nytsamar jólagjafír við allra hæfi og á jólamarkaði á 2. hæð er mikið úrval skrauts og gjafavara. í Húsasmiðjunni fæst einnig allur húsbúnaður og heimilistæki, öll áhöld og efni sem þarf til að fegra og prýða heimilið fyrir jólin. Fondusett fyrir 6 manns kr. 6.224,- ý{ÚA' uaAtn^íu' rtfl1 Peugeot juðari/pússivél kr. 4.894,- V

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.