Pressan - 11.01.1990, Page 4

Pressan - 11.01.1990, Page 4
4 Fimmtudagur 11. jan. 1990 litilræði af Tomma og Jenna Ungur nam ég þaö aö skilningarvitin væru fimm: sjón, heyrn, ilman og smekkur. Af hverju leiðir aö margs er hægt að njóta án þess aö berja þaö augum í leiðinni. Hægt er aö njóta blómaanganar, fagurrar tónlistar og volgrar kerlaugar meö augun lukt og kvenna hafa margir notiö meö lokuö augu án.teljandi vandraeöa, enda lokuö augu stund- um meginforsenda þess aö gagnkvæm ást nái aö festa rætur. Kappakstur, flugeldasýningar og magadans þarf maður hinsvegar bæöi aö sjá og heyra ef njóta á til fullnustu. Sama er aö segja um Tomma og Jenna. Þetta hef ég sannreynt að undanförnu þegar ég hef ætlað aö njóta klukkustundar siglingar meö Akraborginni uppá Skaga. Þaö er ægileg lífsreynsla aö þurfa aö hlusta á Tomma og Jenna á hæsta styrk á þessari notalegu siglingu og satt best aö segja meiri þraut en aö göslast á bílnum fyrir Hvalfjörö í hálku, ófærö og hraglanda. Kannske hætti ég aö fara meö Akraborginni vegna Tomma og Jenna, nema þeir hjá Akra- borginni útvegi farþegum sem reykja einhvern staö um borö í skipinu þar sem hægt er að fá sér smók án þess aö hlusta á Tomma og Jenna i leiðinni. í bili hef ég brugðið á það ráö aö horfa á Tomma og Jenna alla leiöina uppá Skaga því einsog áöur segir er óbærilegt aö hafa þennan menningarauka glymjandi í eyrunum án þess aö sjá hann í leiðinni. Fróðir menn telja aö menningarneysla ís- lendinga hafi breyst dulítiö frá því þjóöin lá í Eddunum, Sturlungu og íslendingasögum og seinna svo riddarakvæðum, rímum af köpp- um, konungum og öörum ofurhugum, trúar- Ijóðum og rómantískum kveöskap. Líkt og golfstraumurinn sem ber hingað yl frá fjarlægum ströndum hafa menningar- straumar leikiö um landið og fleytt hingaö hverjum hvalrekanum af öörum og nært þann- ig og satt menningarhungur íslensku bóka- þjóöarinnar og þá eftilvill oftar á öldum Ijós- vakans en í rituöu máli. Stundum hefur þó þjóöin boriö gæfu til þess að meðtaka vestræna hámenningu bæöi í máli og myndum. Varla er þaö barn til í dag, sem ekki drekkur í sig Tomma og Jenna fyrst meö móðurmjólk- inni, síöan í sérprentuöum, myndskreyttum heftum og loks í sjónvarpinu og ekki fjarri lagi aö segja aö Tommi og Jenni séu sporgöngu- menn Óöins og Þórs, Gunnars og Njáls, Trist- ans og ísoldar og síöast þeirra himnafeöga; fööur, sonar og heilags anda. Menn hafa lengi þóst vita þaö fyrir víst aö þjáningin sé aflgjafi trúarinnar og listarinnar í leiöinni, tildæmis talið að Nýja testamentiö væri bragðdauf lesning ef ekki heföi þaö risið upp aö þeim hápunkti sem pínudauði frelsar- arns er, aö ekki sé nú talað um Fjalla-Eyvind, Skuggasvein og Frænku Sjarles. Heföi veriö til lítils aö færa örlög þessa góöa fólks i leikbúning án þjáningarinnar, þegar ganga þurfti gegnum súrt og sætt, detta á rassinn, fá hníf í brjóstiö eöa rjómatertu í and- litiö. Hinn kunni franski leikhúsmaður Antonin Artrout skrifaði um þetta þykkan doðrant ein- hverntímann milli heimsstyrjaldanna og kall- aöi „Théatre Cruel", sem gæti nokkurnveginn þýtt „Leikhús grimmdarinnar". í þessu merka riti heldur Artrout því fram aö leikrit sem ekki hafi innbyggða þjáningu falli flatt, einfaldlega vegna þess aö þaö höföi ekki til nokkurs manns. Með öörum orðum. Listin veröur aö hafa þaö aö markmiði aö svala kvalalosta þess sem hennar vill njóta. Hafi einhver einhverntímann efast um aö kvöl og þjáning séu sprengikraftur og aflvaki sannrar listar ætti sá hinn sami aö setjast niður í góöu tómi og horfa á Tomma og Jenna. Þar er skrefið stigiö til fulls. Leikhús grimmdarinnar í allri sinni dýrö og svalar í menningarhungruðum heimi sárum listaþorsta og kvalalosta hvítvoöunga, pela- barna, smákrakka, unglinga, fulloröinna, kalla og kellinga, ungra og gamalla, ríkra og fátækra, geldkalla og ástlausra kvenna. Viö þaö aö setjast niður, horfa á og njóta Tomma og Jenna fær allt þetta góöa fólk and- lega, líkamlega, listræna, menningarlega og langþráöa fullnægingu. Og til þess var leikurinn gerður. Þegar ég var krakki blöskraði mér stundum framferði strákanna í Fischersundinu, en þeir léku sér aö því aö dýfa heimilisköttunum í Grjótaþorpinu ofaní olíu og síöan tjöru, kveikja svo í þeim og láta þá hlaupa í Ijósum logum um vesturbæinn og hengja svo helbrunnin og hálfdauö kvikindin upp á afturfótunum á þvottasnúrurnar hjá eigendunum og láta þau geispa þar síðustu golunni meö ægilegum kvalahljóðum meöan þau voru að brenna til kaldra kola. En þaö verð ég aö segja aö þessar aðferðir vaskra sveina í Fischersundi voru einsog guös- barnamjálm hjá því sem maöur fær aö njóta í Tomma og Jenna. Ef ekki er verið aö aka yfir köttinn á valtara, eða sprengja af honum hausinn meö dýnamíti, er -það .vegna þess aö .söguþráöuririn krefst þess að rekiö sé kústskaft uppí kvikindið, niö- urum vélindað, gegnum þarmana og útum rassgatið og stendur þá stundum glóandi straujárn í gegnum hausinn á kettinum. Vinsælt er aö aka yfir þessa kisulóru meö garðsláttuvél og steikja hana svo lifandi á teini og setja hana síðan í glóandi vöfflujárn en viö þaö spýtast augun gjarnan útúr hausnum og í gapandi tóttunum hringlar eitthvaö sem gætu verið kvarnir. Mér er sagt aö búiö sé aö banna Tomma og Jenna í Svíþjóö á þeim forsendum aö þættirnir séu ekki nægilega trúveröug spegilmynd af venjulegu heimilislífi þar í landi. Á íslandi horfir þetta svolítið ööruvísi viö. Þaö er staðreynd aö margir sem sigla meö Akraborginni gera þaö til aö hvíla sig frá erli og átökum hins séríslenska heimilislífs. Mér finnst aö forráðamenn Akraborgarinnar ættu aö sjá sóma sinn i aö hætta að minna menn á samskiptin heima meö því aö sýna Tomma og Jenna svona viðstöðulaust. Einfaldasta lausnin á þessu flókna máli er aö finna afdrep um borö í Akraborginni fyrir þá sem þurfa aö horfa á Tomma og Jenna á leið- inni uppá Skaga, en leyfa okkur hinum aö njóta ferðarinnar án sjónvarps. Kodak Express JVTÍIVÚTUR rc LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178 ■ SÍMI 68 58 11 ..................... 3X13

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.