Pressan


Pressan - 11.01.1990, Qupperneq 19

Pressan - 11.01.1990, Qupperneq 19
Fimmtudágur 11. jan. 1990 Skjástöðvar Decision Data CC fyrir IBM S/3x og AS/400 hafa nú náð 12% markaðshlutdeild á heimsmarkaði og fer eftirspumin sívaxandi. Þeim fylgir þriggja ára ábyrgð, aðlögun að breytingum á stjórnkerfi IBM tölvanna ásamt viðurkenndri viðhalds- og tækniþjónustu Örtölvutækni. En best af öllu er verðið. Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita allar nánari upplýsingar. 3496-21 Kr . 78.375 stgr. (IBM-3196 Sambærileg skjástöð) 3497-21 Kr. 100.225 stgr. (IBM-3197/D Sambærileg skjástöð) 3497-41 Kr. 115.425 stgr. (IBM-3197/C Sambærileg skjástöð í lit) * Verð miðaðviðgengi USD 9/1 '90 Örtölvutækni - leiðandi á sínu sviði Þegar þú velur skjástöðvar þarftu auðvitað að hafa verð og gæði í huga. En gleymdu ekki öðrum kröíum; endingu, útliti, aðlögunar- hæfiti og síðast en ekki síst: Er hnappaborðið þægilegt fyrir notandann? Þegar þessir þættir eru eins og best verður á kosið er valið leikur einn. Skjástöðvar Decision Data CC sameina þessa kosti á hagkvæman hátt. Ingibjörg Snæbjörnsdóttir: „Oft er spurt hvað maður sé að meina með öllu þessu „friðarstússi". Ég get ekki svarað öðru en að maður hljóti að taka afstöðu." Margir manníræðingar og sálfræð- ingar halda því t.d. fram og byggja það á umfangsmiklum rannsóknum að styrjaldir og mannvíg séu mann- inum óeðlileg. Þarsé aðeins um inn- rætingu að ræða. Og sú innræting tekur langan tíma. Ekki dugar minna en að byrja strax og barnið fer að bera við að leika sér. Þá er dembt yfir veslings litla krílið vopnaleikföngum, ofbeldismyndum og sögum sem beinlínis byggjast á stríðsáróðri, jafnvel hér á Islandi. Sjáifsagt er innrætingin enn mark- vissari erlendis, þar sem stefnt er að því að teyma unga pilta á vígvelli áð- ur en þeir öðlast þroska og dóm- greind." — Hvað er hægt að gera? Er hér máske verkefni handa frið- arömmum? ,,Já, e.t.v. er hér blæbrigðamunur sem greinir ömmurnar frá mörgum öðrum friðarhópum. Við teljum að Tölvukaup hf., Skeifunni 17, 108 Reykjavík Sími 687220, Fax 687260 ÖRTÖLVUTÆKNI Vibtal vib Ingibjörgu Snœbjörnsdóttur fribarömmu: Við erum ópófítískar Nú er nýliðin friðarhátiðin milcla, jóla- hátiðin. Nýlega hitti ég konu sem mikið heffur unnið að friðarmálum, ekki bara um jólin, heldur allt árið. „Allt árið þarf að verða friðar- hátíð," segir Ingibjörg Snæbjörns- dóttir friðaramma. Og ég spyr hana: — Þú ert bæði amma og friðar- amma. Hver er munurinn? ,,Ég vona nú að allar ömmur séu friðarömmur i raun, og auðvitað líka að afarnir óski friðar til handa barnabörnunum sínum. — Vandinn er að tengja þessa ósk hinni stóru heild. Þegar friðarömmuhópurinn íslenski var stofnaður voru ýmsar okkar búnar að starfa nokkuð að friðarmálum. Ég er t.d. í Friðar- hreyfingu íslenskra kvenna, sem stofnuð var ’83, gekk í hana fljótlega eftir að hún var stofnuð. Þá var kalda stríðið í algleymingi og konur um allan heim tóku höndum saman og mynduðu friðarhópa til þess að reyna að sporna á móti ófriðaröflun- um. Við viljum trúa því að þessir kvennahópar — ásamt auðvitað hópum þar sem bæði kyn störfuðu — hafi haft áhrif. A.m.k. er heimur- inn ögn friðvænlegri í dag en þá var.“ — Hvað leiddi til þess að þú gekkst í friðarhreyfinguna? Fékkstu hugljómun? „Nei, ekkert endilega þá. Mig hef- ur alla ævi dreymt um bjartari tíma þegar ekkert stríð verður til. Svo fór ég að lesa og afla mér upplýsinga um styrjaldir og um friðarbarátt- una. Og þá kom margt óvænt í ljós. það eina sem hugsanlega dugi til frambúðar sé breytt uppeldi. Að sjálfsögðu vinnum við á móti hern- aðarbrölti hvar sem er í heiminum." — En hvað er að frétta af heimamiðum? „Við friðarömmur höfum gengið í leikfangabúðir og kannað ástandið. Við höfum kynnst allskonar undar- legum afsökunum fyrir hernaðar- áróðrinum í leikfangaiðnaðinum. Fólk segir sem svo að það sé nú allt í lagi svo lengi sem góðu karlarnir sigri vondu karlana. Þetta finnst mér nokkuð hæpinn hugsunarhátt- ur. Hver er vondur og hver er góð- ur? Er hægt að mála heiminn þann- ig svartan og hvítan? Og þegar góði karlinn er búinn að skjóta vonda karlinn, er hann þá ekki líka orðinn vondur? Hver á þá að skjóta hann? Við erum alfarið á móti því að stimpla nokkurn vondan eða góð- an. Baráttan milli ills og góðs stend- ur fyrst og fremst í huga manna. Auðvitað er margt neikvætt til. En lausn á því hlýtur þá að vera já- kvæð, ræktun hins jákvæða hugar- fars. Eða eins og Gandhi, sá mikli friðarsinni, sagði: Eldur verður ekki slökktur með eldi. Vopnaleikföngin eru hættuleg. Þó þau sýnist saklaus eru þau byrjun á leik hinna full- orðnu. Gerum okkur grein fyrir því að börnin verða fulltíða og leikur að gereyðingarvopnum getur orðið mannkyninu dýr. Því verður að kveða niður þann hugsunarhátt sem að baki liggur. Mér finnst mái málanna að ofbeldið og stríðsárátt- an hverfi úr uppeldi barna, bæði hvað varðar leikföng og myndefni. Skólarnir mega líka gæta sín að sleppa ekki í gegn námsefni sem gefur styrjöldum og illvirkjum ein- hvern hetjuljóma. Þess vegna höf- um við friðarömmur reynt að höfða til þessara stofnana. Fóstrur hafa einnig verið mjög virkar í friðarupp- eldi. Þær vinna óeigingjarnt starf en fá alltof litla samstöðu og umfjöllun úti í þjóðfélaginu." — Þú hefur sjálf unnið og haft til sölu heimagerðar brúður? „Já, mér finnst gaman að búa til brúður og svo er þetta táknrænt. Við friðarömmur mælum með mjúkum leikföngum. Svona brúður taka krakkarnir með sér í rúmið, kjassa og kreista og druslast með ár- um saman — alveg eins strákarnir og stelpurnar — a.m.k. þangað til einhver sem orðinn er sjóaður í karlmannaheiminum tilkynnir þeim að þetta sé nú ekki viðeigandi. Svo höfum við líka haft smátekjur af brúðunum, öll félagsstarfsemi þarf einhverja fjáröflun." — Ertu þá með leikfangabúð heima hjá þér? „Já, oftast er ég með eitthvað heima. Aðrar ömmur hafa líka verið að selja og keypt til gjafa. Ein okkar vinnur í bókasafni Kópavogs og hef- ur þar brúður til sölu." — Friðarömmur á íslandi eru ung hreyfing? „Já, en hreyfingin er alþjóðleg og starfar bæði í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum auk fjölda annarra landa. Við erum ópólitískar. Hér á landi höfum við fengið góð ráð frá norsku friðarömmunum. Nokkrar ömmur héðan fóru á Nordisk forum og fengu þar yndislegar móttökur og uppörvun." — Ingibjörg, ertu oft spurð að því hvers vegna þú sért í friðar- starfinu? „Ojá, oft er spurt hvað maður sé að meina með öllu þessu „friðar- stússi". Ég get ekki svarað öðru en að maður hljóti að taka afstöðu. Ég vil ekki viðurkenna að það sé ómerkara starf en hvað annað að reyna að stuðla að friðsamari heimi í framtíðinni. Friðarömmur vilja vinna fyrir framtíðina, byrja á upp- hafinu, ala börnin upp í friðsamari anda en verið hefur. Árangurinn kemur kannske í Ijós löngu eftir okkar daga, þegar ömmubörnin okkar fara að stjórna löndum og þjóðum." J^™^aDecision b V Data i Computer !;■: Corporation SKJÁSTÖÐYAR fyrir IBM S/3x og AS/400

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.