Pressan - 15.02.1990, Side 5

Pressan - 15.02.1990, Side 5
Fimmtudagur 15. febr. 1990 5 Pappirstigrar úr Reykjavik höfðu millj- ónir af verktökum i Þorlúkshöfn að sögn heimamanna. Reykvikingarnir byggðu verslun i bænum og veðsettu hana ffyrir nær tvöfalt raunverð hennar. Þegar verslunin varð g jaldþrota voru þeir búnir að selja hana. # Byggðu verslunarhús og veð- settu upp ítopp fyrir fjárfestingar í Reykjavík. # Forðuðu sér fyrir gjaidþrot. EFTIR: ÖDDU STEINU BJÖRNSDÓTTUR - MYNDIR: EINAR ÓLASON O.FL Síðla árs 1987 stofnuðu fjórir ung- ir menn fyrirtækið íslenska þjón- ustu hf. og hófu að byggja allstórt verslunarhús í Þorlákshöfn. Þetta voru eigendur Hagskipta hf., þeir Sigurður Örn Sigurðsson og Sigurð- ur Garðarsson auk Kristjáns Krist- jánssonar og Heimis Davíðssonar, starfsmanns Hagskipta. Fjórmenn- ingarnir keyptu talsvert efni í Þor- lákshöfn og nýttu sér verktakaþjón- ustu þar, bæði við byggingu og raf- lagnir. í fyrstu gekk allt vel og reikn- ingar voru greiddir um leið og þeir bárust. Þegar fór að bera á vanefnd- um kom í ijós að erfitt var að nálgast peningana. Húsið þrælveðsett Fæstir lánardrottna í Þorlákshöfn höfðu veð fyrir skuldunum. Þegar farið var að skoða fasteignina sem byggö var kom í Ijós að húsið var veðsett fyrir hátt í 30 milljónir og meðal veðhafa voru Flugleiðir hf., bankar, tryggingafélög og handhaf- ar veðbréfa vegna annarra við- skipta þeirra fjórmenninganna. Hafnarkaup voru byggð snemma árs 1988. Síðla árs 1988 virðast eig- endur íslenskrar þjónustu hafa gert sér grein fyrir því að reksturinn gæti ekki borið sig. Samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR seldu Sigurðarn- ir og Kristján þá Heimi hlut sinn í ís- lenskri þjónustu. Hlutafélagaskrá hefur þó ekki borist tilkynning um nýja stjórn, auk þess sem ekki var gengið eftÍT því að fá nýja hluthafa. í janúar 1989 seldi Islensk þjón- usta Hafnargarði hf. eignina. Það fyrirtæki áttu tveir heimamenn í Þorlákshöfn, Gunnar Óskarsson og Jón Baldursson. Þeir yfirtóku skuld- ir sem hvíldu á húsinu. Að sögn manna í Þorlákshöfn kom í ljós að þær voru meiri en þeir töldu í fyrstu, bæði á húsinu og tækjunum þar. Það reyndist erfitt að fá upplýsing- ar frá íslenskri þjónustu um þetta mál. Heimir Davíðsson, stjórnarfor- maður íslenskrar þjónustu og hlut- hafi, vildi ekki ræða við PRESS- UNA. Ekki tókst að ná sambandi við Sigurð Garðarsson, og Sigurður Örn Sigurðsson stjórnarmaður segist hafa selt hlut sinn í íslenskri þjón- ustu snemma árs 1988. # Heimamenn sitja eftir með sárt ennið. um mitt ár 1989. Á uppboði snemma i desember fór húsið á 16,4 milljónir, sem er nálægt raunvirði að mati byggingarmeistara þess. Húsið var slegið einum veðhafanna, Skipholt 50. Þar eru skrif- stofur Hagskipta hf. og reyndar líka skrifstofur Kúr- ant hf„ sem var veðhafi í Hafnarkaupum og hæst- bjóðandi á uppboðinu. Þorlákshöfn. Verktakar þar telja sig illa svikna af framkvæmdum fslenskrar þjónustu. Verslunin sem byggð var er lokuð nú og til sölu, þegar veð hafa veriö afskrifuð. Hann segir þó að kaupendur Hafnarkaupa hafi yfirtekið allar skuldir verslunarinnar og ekki verið sviknir hvað kaupin varðar. Hann segist ekki kannast við að tækin hafi verið veðsett. Eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota kom hins vegar í Ijós að hann hafði í höndunum bréf með veðum í tækjum verslunarinnar sem hann notaði í skiptum við Kúr- ant hf., nýja eigendur. Gjaldþrot og upp- boð Hafnarkaup urðu síðan gjaldþrota fyrirtækinu Kúrant hf. Árni Jens- son, stjórnarmaður í Kúrant, segist síöan hafa samið við Sigurð Örn í desember '89 vegna þeirra krafna sem Kúrant átti á hendur íslenskri þjónustu. Þær fékk hann greiddar með veðbréfum í tækjum í Hafnar- kaupum. Þessi veð voru trygging íslenskrar þjónustu fyrir því að þeir fengju greitt fyrir söluna á Hafnarkaupum. Þau hafði Sigurður Örn Sigurðsson með höndum, þó hann kannaðist ekki við veð í tækjum Hafnarkaupa. Þetta sýnir ennfremur tengsl Hag- skipta við íslenska þjónustu, þó að Hagskiptamenn hafi ekki lengur viljað eiga hlut í því fyrirtæki. Þessi veð voru trygging fyrir því að íslensk þjónusta tapaði ekki á söl- unni. Og veðin komu að gagni, því að þau nýttust til að greiða fyrir aðr- ar skuldir íslenskrar þjónustu eða einhverra af stofnendum hennar. Hvað verslunina í Þorlákshöfn varðar hafa nýir eigendur hins veg- ar eignast með þessu bæði hús og tæki og að sögn Árna vilja þeir selja verslunina einhverjum sem hefur áhuga á að reka hana á staðnum, enda mun húsið veglegt og vel búið tækjum. Þora ekki i mól Meðal þeirra sem eiga útistand- andi skuldir hjá íslenskri þjónustu er Rafvör hf. sem sá um rafmagn í Hafnarkaup. Eigendur Rafvarar segjast eiga rúma milljón inni hjá ís- lenskri þjónustu. Þeir segjast aðeins hafa reynt sjálfir að innheimta þess- ar skuldir og þora ekki að leggja út í kostnað við lögfræðiinnheimtu þar sem þeir telja fullvíst að ekkert fáist út úr fyrirtækinu íslenskri þjónustu. Þeir hafa ekki veð fyrir skuldunum frekar en flestir þeir í Þorlákshöfn sem unnu fyrir íslenska þjónustu. Sigurður Örn segir það rangt að þeirskuldi Rafvör. Rafvirkjarnir hafi gert fast tilboð og síðan sent auka- reikninga. Rafvirkjarnir segjast aldrei hafa gert tilboð, aðeins laus- lega kostnaðaráætlun. Þarna, sem víðar í þessu máli, ber mönnum ekki saman. Hannes Gunnarsson hjá Mát hf. seldi byggingarefni við byggingu Hafnarkaupa. Hann á inni um 700 þúsund og reynir nú að leita réttar síns hjá lögfræðingi. Það sama reyn- frh. á næstu síðu

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.