Pressan - 15.02.1990, Síða 6

Pressan - 15.02.1990, Síða 6
6 Fimmtudagur 15. febr. 1990 ir byggingarmeistarinn, Heimir Guðmundsson. Hann segir að ís- iensk þjónusta skuldi sér um tvær milljónir. Einn eigenda íslenskrar, þjónustu var að vísu persónulega ábyrgur fyrir einhverjum skuldanna svo að Heimir á möguleika á ein- hverjum greiðslum. „Þessir menn hafa vísvitandi af manni fé, þetta eru lærðir glæpamenn," segir Heimir. Hann hefur nú falið lög- fræðingi innheimtu. Hafa átt 15 fyrir- tæki Sigurður Örn segir skuldir ís- lenskrar þjónustu í Þorlákshöfn smáar og að auki tilkomnar vegna vanefnda þeirra sem keyptu af ís- lenskri þjónustu. Því mótmæla kröfuhafarnir í Þorlákshöfn og segja skuldirnar, sem eru samtals um 5 milljónir auk kostnaðar, vera frá þeim tíma er íslensk þjónusta átti ennþá fyrirtækið Hafnarkaup. Það er ekkert einsdæmi í viðskipt- um á Islandi að víxlar falli eða erfitt sé að fá greiðslur. Það vekur samt at- hygli að þó að eigendur íslenskrar þjónustu virðist ekki standa í skilum við Þorlákshafnarbúa hafa þeir haft allmikil umsvif í Reykjavík. PRESS- UNNI er kunnugt um ein 15 fyrir- tæki sem þeir hafa átt hlut í til lengri eða skemmri tíma. Má þar nefna Hagskipti hf. sem þeir stofnuðu, Kostakaup hf., sem þeir keyptu, meðal annars með veðum í húsi Hafnarkaupa, Seljakaup hf., Kaffi Hressó hf., Naustið hf., Ferðamið- stöðina, Nýja garð hf., íslenska fjár- mögnun og Kjötmiðstöðina Lauga- læk. Það eru aðallega Sigurðarnir tveir sem hafa keypt og selt hluti í ýmsum fyrirtækjum, en Kristján og Heimir hafa hætt hjá Hagskiptum. Pappír hjálpar lítið Flest eru þessi fyrirtæki keypt með skuldabréfum og seld á sama hátt. Lögfræðingur, sem fylgst hefur með viðskiptum af þessu tagi, segir að þarna komi beinharðir peningar lítið nærri heldur sé skipst á verð- bréfum fyrir eignum og svona við- skipti séu pappírsviðskipti. Slik við- skipti þekkjast ekki bara með minni fyrirtæki heldur hafa þau verið nefnd í sambandi við stór fyrirtæki. Þeir menn sem fara geyst í þannig kaupum í viðskiptaheiminum, og kaupa og selja án sýnilegs fjár- magns, eru kallaðir pappírstígrisdýr og til þeirra teljast stofnendur Is- lenskrar þjónustu hf. En pappír hjálpar lítið verktökum og kaupmönnum úti á landi, ef sá sem á hann skrifar er ekki maður sem stendur við sitt. Gjaldþrot? Maður sem þekkir vel til í við- skiptaheiminum og hefur fylgst með þessu máli sagði í viðtali við PRESSUNA að svo virtist sem ís- lensk þjónusta hefði byggt Hafnar- kaup hf. án þess að leggja nokkurn timann fé í fyrirtækið og síðan selt það áður en það varð gjaldþrota. Gíf- urleg veðsetning á húsinu sýnir að þeir hafa notað það til að fjárfesta annars staðar. Þegar húsið var boð- ið upp fyrir 16 milljónir í desember fékk því um helmingur kröfuhafa ekkert upp í kröfur sínar. Þeirra á meðal var Hreinn Hjartarson, sem fékk rúmlega 12 milljóna króna veð í Hafnarkaupum þegar hann seldi eigendum íslenskrar þjónustu búð- ina Kostakaup í Hafnarfirði. Hann tapaði þessum milljónum öllum og er líklega sá sem verst fer út úr við- skiptum sem snerta Hafnarkaup. En það er víðar sem erfiðlega hef- ur gengið að innheimta peninga hjá Hagskipta-mönnum. Á síðasta ári voru gerð tvö árangurslaus fjárnám í tveimur þeirra fyrirtækja sem þeir Hagskiptamenn höfðu keypt hlut i, þ.e. Nýja garði hf. og Ferðamiðstöð- inni. Árangurslaust fjárnám þykir merki þess að fyrirtæki rambi á barmi gjaldþrots. Hvort þetta þýðir að Hagskipti eða íslensk þjónusta séu nær gjaldþroti skal ósagt látið, enda erfitt að átta sig á því hver keypti hvað, hver er hluthafi hvar og hvað var veðsett í staðinn, fyrr en pappírsborgin hrynur. BALLBRANSANUM BORGIN I Þegar Reykjavikurborg keypti skemmtistaðinn Broadway aff Ólaff i Lauff- dal i f yrrasumar gusu upp óánæg juradd- ir. Hundrað og átján milljónir þóttu nokk- uð miklir peningar ffyrir hús af þessari stærðargráðu, sem menn þóttust meira að segja nokkuð vissir um að myndi aldr- ei nýtast til þess sem þvi var ætlað. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR - MYND: EINAR ÓLASON Borgarráð samþykkti kaupin sam- hljóða, þó ekki fyrr en eftir gagn- rýni minnihlutans á að borgarstjóri hefði verið búinn að skrifa undir samninga við eiganda Broadway áður en hann kynnti þá borgarráði. Minnihlutinn lét bóka að Broadway myndi sjálfsagt nýtast Reykvíking- um, og þá ekki síst unglingum, en enn ætti þó eftir að koma upp ungl- ingahúsi í miðborginni og félagsað- stöðu fyrir unglinga í Seljahverfi. í Morgunblaðinu 19. júlí 1989 er skýrt frá kaupum borgarinnar á Broadyvay og þar segir meðal ann- ars: „í Broadway hyggst borgin reka áfengislausan skemmtistað fyrir unglinga, auk þess sem þar verður aðstaða fyrir félagsmið- stðð unglinga í Seljahverfi og fé- lagsstarf aldraðra.“ Leigt út til árshátíðarhalda einkafyrirtækja Borgin tók við rekstri Broadway 1. nóvember og frá þeim tíma hefur skemmtistaðurinn borið nafnið Glymur. Þar fer fram víðtækari starfsemi en aðeins fyrir unglinga og aldraða, því eins og sést á lista yf- ir starfsemi í húsinu er það oft leigt út um helgar til skemmtanahalds ýmissa fyrirtækja. Annað kvöld verður til dæmis félag laganema, Orator, með árshátíð í Glym, Morg- unblaðið um næstu helgi, því næst Hagvirki og þar næst Arnesingafé- lagið. Reyndar má svona telja upp fram til loka aprílmánaðar og at- hygli vekur að unglingum virðist ekki ætlaður samastaður innan Glyms á laugardagskvöldum. Er borgin komin í skemmtibrans- ann, eða liggja eðlilegar ástæður að baki því að húsið skuli leigt út? Gísli Árni Eggertsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi hjá Reykjavíkur- borg, svarar því til að slíkt sé eðli- legt: „Þetta er dýrt hús og það getur enginn ætlast til að við nýtum okkur ekki þau tækifæri sem við höfum og fáum af einhverjar tekjur," segir Gísli. „Fram að þeim tíma sem Glymur var opnaður gátu skólar og fyrirtæki vart fengið leigða sali á föstudags- og laugardagskvöldum til að halda skemmtanir sínar, því slíkir staðir voru lagðir undir aðrar samkomur." Átti aldrei að reka Glym sem félagsmiðstöð Ómar Einarsson, framkvæmda- stjóri íþrótta- og tómstundaráðs, segir það ekki rétt mat að húsið sé ekki nýtt fyrir starfsemi unglinga: „Kannski ekki á laugardögum, en aðra daga er húsið nýtt fyrir starf- semi unglinga. Við leigjum það til dæmis út fyrir skóladansleiki og í Glym er alls kyns námskeiðahald og annað. Þegar íþrótta-og tómstunda- ráð tók við húsinu 1. nóvember gáf- um við okkur hálfs árs reynslutima- bil og ákváðum aö á því tímabili yrði ekki mikið um unglingadans- leiki á vegum borgarinnar. Það er hins vegar alveg ljóst að það á ekki eingöngu að reka þetta hús sem fé- lagsmiðstöð. Það yrði aldrei sam- bærilegur rekstur í því og öðrum fé- lagsmiðstöðvum sem borgin rekur. Glymur er miklu stærra hús og allt öðruvísi í rekstri en félagsmiðstöðv- arnar sjö sem við erum með." Hvorki Ómar né Gísli Árni sögð- ust geta svarað því hvert megin- markmiðið með kaupum borgar- innar á Broadway hefði verið, úr því ljóst þótti að það myndi aldrei nýtast Frá þuí íþrótta- og tómstundaráö Reykja- víkurborgar tók uiö rekstri skemmti- staöarins Broadway 1. nóuember síöastliöinn hefur útleiga á staönum um helgar aukist. Fram til loka aprílmánaöar eru bókaöar sjö árs- hátíöir einka- fyrirtœkja. sem félagsmiðstöð: „Það var borg- arráð sem samþykkti síðastliðið sumar að það skyldi keypt," segir Ómar Einarsson. „Við lögðum fram bráðabirgðadagskrá í haust um hvernig við ætluðum að reka húsið og hún var samþykkt bæði í tóm- stundaráði og borgarráði. Ég held þó ekki að það gangi að bjóða upp á unglingadansleiki föstudaga og laugardaga, en innan tíðar verður sest niður hér og farið yfir reynsluna af rekstri hússins og metið hvernig taka eigi á honum." Unglingarnir koma ekki um helgar Gísli Árni segir reynsluna af fimm- tán ára rekstri félagsmiðstöðva sýna að unglingar sæki slíka staði minnst um helgar: „Unglingar vilja fyrst og fremst sækja félagsmiðstöðvarnar í miðri viku og þeir eru ekki sólgnir í að fara á diskótek eða ball vikulega. Meðal hugmynda okkar um hvernig best sé að reka þetta hús er til dæm- is að hafa samstarf við skólana í Breiðholtinu um hvernig þeir geti nýtt sér húsnæðið. Áður en borgin keypti Glym höfðu skólar leigt hús- næðið til dansleikjahalds, líkt og nú er gert, nema hvað þeir greiddu háa leigu fyrir. Við höfum getað komið þeim kostnaði heilmikið niður og leigjum húsið út við vægu verði, sem er einn þátturinn í því að létta á félagsstarfi skólanna. Hitt er alveg Ijóst að húsið sem slíkt leysir aldrei allan vanda í félagslífi unglinga og barna í Seljahverfi. Það má ekki líta á þessi kaup sem eitthvert lausnar- orð fyrir unglinga í Seljahverfinu, enda var aldrei lagt upp með húsið eins og það ætti að verða einhver sérstök félagsmiðstöð fyrir Selja- hverfi. Það er alrangt. Aðstaðan get- ur hins vegar nýst íbúum hverfisins sem félagsaðstaða að einhverju leyti." Borgin í samkeppni við einkarekstur Þegar það var borið undir nem- endur framhaldsskólanna, sem nýtt hafa sér leigu á Glym og öðrum skemmtistöðum, hvort kostnaður- inn væri mun minni hjá Glym feng- um við þau svör að leigan væri þar jafnvel rúmlega helmingi lægri: „Hjá Hótel fslandi þurfti í vetur að greiða 370.000 krónur fyrir leigu á húsinu, jafnvel þótt aðeins hluti þess væri nýttur. Á sama tíma var leigan á Glym 150.000. Báðir staðir buðu upp á sömu þjónustu, það er dyra- og fatagæslu. Áð öðru leyti er engin þjónusta í gangi á þessum stöðum." Framhaldsskólarnir fegnir . . . Eigendur annarra skemmtistaða í borginni munu ekki ánægðir með þennan nýja keppinaut, enda hafa drjúgir aurar falist í skóladansleikj- um eins og kemur fram í leiguupp- hæðunum hér að framan. Nemend- ur framhaldsskólanna virðast þó litlar áhyggjur hafa af framtíð ann- arra skemmtistaða: „Þeir hafa malað gull á framhalds- skólunum og meðalleiga á litlum stöðum er í kringum 200.000 í miðri viku. Verst er að skipta við Tunglið, þar sem fjórir skólar hafa fengið himinháa skemmdareikninga í bak- ið fyrir hluti sem þeir báru ekki ábyrgð á. Þótt Glymur sé kannski ekki endilega skemmtilegasti stað- urinn til að halda dansleiki á þá er tvennt sem hann hefur framyfir aðra staði: Leigan er miklu lægri og það eru heiðarlegir aðilar sem að honum standa. Framhaldsskólarnir eru í það minnsta fegnir að borgin keypti Broadway." Um síðustu helgi ieígði Hagkaup skemmtistaðinn Glym fyrir árshátið sína. Aðstandendur Glyms segja eðlilegt að nýta húsið til tekjuöflunar þar eð unglingar sæki slíka staði lítið um heígar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.