Pressan - 15.02.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. febr. 1990
7
A
^fFftir lokun Kolaportsins sl.
laugardag mun starfsmanni hafa
oröið það á að reka prik í eldvarn-
arúðunarkerfi byggingarinnar
með þeim afleiðingum að allt kerfið
fór í gang með tilheyrandi sírenu-
væli og úðaðist vatn yfir bifreiða-
geymsluna. Kerfi þetta, sem er mjög
fullkomið, er einnig tengt lögreglu
og slökkvistöð og tók það lögréglu
og slökkvilið nokkurn tíma að
stöðva það. Viðvörunarkerfið er
tengt um alla Seðlabankabygging-
una og fékk þarna sína fyrstu próf-
un . . .
Íformannaskipti verða yfir Al-
þýðuflokksfélaginu í Reykjavík
á aðalfundi þess innan skamms.
Magnús Jónsson veöurfræöingur
lætur þar af formannsstörfum og
höfum við heyrt að gerð hafi verið
tillaga um Arnór Benónýsson í
stöðuna, en undanfariö hefur hann
unnið að undirbúningi borgarstjórn-
arkosninga á vegum fulltrúaaráðs
flokksins . . .
ftú er að koma í Ijós hverjir
gefa kost á sér í prófkjöri krata á
Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosn-
ingarnar í vor. Meðal þeirra sem eru
reiðubúnir eru Bjarni Kristjáns-
son, Gísli Bragi Hjartarson,
Hanna Björg Jóhannesdóttir,
Hermann R. Jónsson, Hulda
Eggertsdóttir, Jóhann Möller,
Pétur Bjarnason, Sigurður Ing-
ólfsson, Sigurður Oddsson, Þor-
steinn Þorsteinsson og Þórey
Eyþórsdóttir . . .
launamisrétti kynjanna á vinnu-
markaðnum virðist alls staðar vera
fyrir hendi, jafnt í láglaunastöðum
og þegar ofar er komið í launastig-
ann. Jafnvel virðast konur ekki fá
sambærileg laun og karlar, þó þær
séu orðnar ráðherrar, ef marka má
úttekt DV á launum ríkisstjórnar-
innar. Þar kom fram að einungis ÓIi
Þ. Guðbjartsson er með lægri laun
en eina konan í ríkisstjórninni, Jó-
hanna Sigurðardóttir. Einnig eru
karlarnir duglegri að nýta sér fríð-
indi eins og ráðherrabíla, en Jó-
hanna þiggur ekki einu sinni fyrn-
ingarfé af einkabifreið sinni, sem
hún notar í stað bíls í eigu ríkisins.
Nemur fyrningarféð 20% af verði
bílsins og getur ráðherra fengið þá
upphæð greidda árlega í fimm
ár . . .
LEIÐRÉTTING
I síðustu viku urðu þau leiðu mis-
tök að nafn höfundar Pressupenna-
pistils, sem fjallaði um verktaka-
starfsemi á Keflavíkurvelli, féll nið-
ur. Höfundur greinarinnar var Guð-
mundur Arni Stefánsson, bæjar-
stjóri i Hafnarfirði. Biðjumst við vel-
virðingar á þessum mistökum.
Ritstj
15. febrúar 1990
BREYTING Á
REGLUGERÐUM
Læknaþjónusta
Greiðslur hjá heimilisiækni og
heilsugæslulækni.
0 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis á dagvinnu-
tíma þ.e. á milli kl 0800 og 1700. Inni-
falin er ritun lyfseðils.
500 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis utan dag-
vinnutíma og á helgidögum. Innifalin
er ritun lyfseðils.
400 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings á dag-
vinnutíma.
1000 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings utan
dagvinnutíma.
Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp og
komur á göngudeild, slysadeild og
bráðamóttöku sjúkrahúss.
900 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings, á
göngudeild, slysadeild og bráðamót-
töku sjúkrahúss.
300 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
komu til sérfræðings, á göngudeild,
slysadeild og bráðamóttöku sjúkra-
húss.
Greiðslur fyrir rannsóknir og
röntgengreiningu.
300 kr. - Fyrir hverja komu.
100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
komu.
Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu
aldrei greiða samanlagt hærri fjár-
hæð en kr. 3000 á einu almanaksári
fyrir sérfræðilæknishjálp, komu á
göngudeild, slysadeild, bráðamót-
töku sjúkrahúss, rannsóknir og
röntgengreiningu.
Allir eiga að fá kvittanir fyrir þessum
greiðslum. ~
Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir.
Innifalinn í greiðslu er kostnaður vegna hvers
kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar.
Lyíjakostnaður
Greiðslur fyrir lyf.
550 kr. - Fyrir lyf af bestukaupalista.
170 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja
lyfjaafgreiðslu af bestukaupalista.
750 kr. - Fyrir önnur lyf sem greidd eru af
sjúkratryggingum.
230 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir önnur
lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum.
Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfja-
skammt, eða brot úr honum.
Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfja-
búð fást ókeypis ákveðin lyf, við tilteknum
langvarandi sjúkdómum. Læknar gefa vottorð til
Tryggingastofnunar ríkisins í þeimtilvikum, sem
réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi.
SKÝRINGARÁ FRAMKVÆMD REGLUGERÐAR NR. 62/1990 UM GREIÐSLUÞÁTTTÖKU SJÚKRATRYGGÐRA
í LÆKNISHJÁLP O.FL.
Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis
Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis á dagvinnutíma er sjúkl-
ingi ætíð að kostnaðarlausu. Það skiptir ekki máli hvort um er að
ræða bráðakomu eða komu skv. tímapöntun.
Vegna komu til heimilis- eða heilsugæslulæknis utan dagvinnu-
tíma greiðir sjúklingur kr. 500 nema læknir hafi beinlínis sjálfur
ákveðið að sinna læknisstarfinu utan dagvinnutíma.
Koma á slysavarðstofu
Sjúklingur greiðir kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega)
vegna komunnar.
Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og
rannsóknir á rannsóknarstofu ef um það er að ræða. Sjúklingur
greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir
hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu.
Sjúklingur greiðir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rann-
sóknastofu heilsugæslustöðvar (ef sérstakur starfsmaður sér um
rannsóknastofuna). Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en
kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í
hverri komu.
Koma til sérfræðings
Fyrir komu til sérfræðings og endurteknar komur til sérfræðinga
greiðir sjúklingur í hvert skipti kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega).
Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og
rannsóknir á rannsóknastofu ef um það er að ræða. Sjúklingur
greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir
hvort fyrir elli- og örorkul ífeyrisþega) í hverri komu.
Fari sjúklingur í aðgerð og svæfingu greiðir hann aðgerðarlækni kr.
900 og svæfingalækni kr. 900 (kr. 300 + 300 fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega).
Rannsóknir á rannsóknarstofu
Sjúklingur greiðir kr. 300 (elli og örorkulífeyrisþegar kr. 100) fyrir
hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu heilsugæslustöðvar,
sjúkrahúss eða annarrar stofnunar. Þótt hluti rannsóknarsýnis sé
sendur annað til rannsóknar greiðir sjúklingur ekki viðbótargjald
vegna þess. Sendandi sýnis skal gera grein fyrir því á rannsóknar-
beiðni hvort sjúklingur sé þegar búinn að greiða vegna rannsókn-
ar, sem fram fór á sýnistökustað.
Röntgengreining
Vegna hverrar komu til röntgengreiningar, á heilsugæslustöð eða
annars staðar, skulu sjúklingar greiða kr. 300 (kr. 100 fyrir elli- og
örorkulífeyrisþega). Ekki skiptirmáli hvaðan sjúklingurkemur, þ.e.
frá heilsugæslulækni, heimllislækni eða sérfræðingi.
Hvers kyns önnur innheimta hjá sjúklingum en að framan greinir,
þ.m.t. vegna einnota vara, umbúða o.þ.h., eróleyfileg.
HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
vjs/snoav