Pressan - 15.02.1990, Síða 9

Pressan - 15.02.1990, Síða 9
Fimmtudagur 15. febr. 1990 9 * Isafjördur og Blönduós eru á meðal þeirra tólf sveitarfélaga, sem eru undir IGJORGÆSLU RIKISINS Þau sveitarfélög, sem talin eru búa við versta f járhagsstöðu, eiga við afar mis- mikla erfiðleika að etja. Siglufjörður mun að öllum likindum þurfa sérstakan stuðning frá rikisvaldinu. EFTIR: JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR Eins og fram hefur komið í frétt- um eiga nokkur sveitarfélög í land- inu í töluverðum fjárhagserfiðleik- um að mati nefndar, sem félags- málaráðherra skipaði til þess að rannsaka stöðu sveitarfélaga. Tólf sveitarfélög hafa verið beðin að senda ráðuneytinu greinargerð um hvernig þau ætla að vinna sig út úr þessum erfiðleikum. Hvaða sveitarfélög í skoðun? Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvaða tólf sveitarfélög það eru, sem eiga við stærstan vandann að etja, og neitar félagsmálaráðuneytið al- farið að gefa það upp. í Árbók sveitarfélaga koma þó fram upp- lýsingar, sem gefa nokkuð góða mynd af fjárhagsstöðunni, og sýna að sum sveitarfélög eiga greinilega í meiri erfiðleikum en önnur. PRESSAN hefur traustar heimildir fyrir því að eftirfarandi sveitarfélög sé að finna á lista þeim, sem nefnd ráðuneytisins hefur í athugun: ísa- fjörður, Kópasker (þ.e. Presthóla- hreppur), Blönduós, Hveragerði, Patreksfjörður, Suðureyri og svo Siglufjörður, sem mun eiga í lang- mestum erfiðleikum og þarf að öll- um líkindum alveg sérstaka með- höndlun af hálfu ríkisvaldsins. Hveragerði: Búið að taka ó málinu Blaðamaður hafði samband við forsvarsmenn framangreindra sveit- arstjórna og innti þá eftir því hvort rétt væri að þeir ættu í sérstökum erfiðleikum og hvernig gengi að bregðast við þeim. Hilmar Bald- ursson, bæjarstjóri í Hveragerði, sagði upplýsingar þær, sem nefnd ráðuneytisins hefði farið eftir við matið, hafa verið frá árunum 1986 til 1988. Eftir þann tíma hafi for- ráðamenn í Hveragerði hins vegar verið farnir að taka á vandanum, einmitt með svipuðum aðgerðum og nefndin leggur núna til. „Við höfum í rúmt verið ár að bjarga okkur út úr þeim vanda, sem við lentum í vegna gjaldþrota og skólabyggingarinnar, sem við urð- um að flýta um tvö ár af óhjákvæmi- legum ástæðum. Ef nefndin hefði tekið árið 1989 inn í myndina hefði Hveragerði sennilega ekki verið eitt af þessum tólf verst stöddu sveitarfé- lögum." Hilmar sagði ennfremur að það hefði verið býsna erfitt að eiga við þennan fjárhagsvanda. Nánast allar framkvæmdir hefðu verið stöðvað- ar, en fóik netöi hins vegar synt mik- inn skilning á ástandinu. Suðureyri: Erfiðleikar fyrirtækja og fólksfækkun „Það er auðvitað augljóst af hverju við erum í þessum hópi sveit- arfélaga, sem nefnd ráðuneytisins hefur í sérstakri athugun," sagði Ragnar Jörundsson, sveitarstjóri á Suðureyri, þegar PRESSAN hafði samband við hann. „Atvinnufyrir- tækin hafa ekki fengið þær teícjur, sem þau hafa þurft, og því hafa þau I umræðunni um fjárlagafrum- varpið í haust afþakkaði Ásgeir Hannes kauphækkunina og hvatti aðra þingmenn til að gera slíkt hið sama. Ef tæknileg atriði gerðu þing- mönnum ómögulegt annað en taka safnað upp skuldum. Þetta hefur valdið okkur afar miklum óþægind- um, enda höfum við ekki fengið lög- boðin gjöld í kassann svo árum skiptir. Einnig er það mikil tekju- skerðing að við verðum fyrir fólks- fækkun og okkur munar um hvern íbúa." Þrátt fyrir erfiðleikana var Ragnar þó bjartsýnn á að úr myndi rætast. Sagði hann, að t.d. hefði verið ákveðin endurskipulagning á Fisk- iðjunni Freyju, sem væri uppistað- an í atvinnulífinu. Nokkuð treglega gengi þó raunar að semja við kröfu- hafa um afskriftir, en það hlyti að takast á endanum. „Við horfum líka til bjartari tíma eftir nýjustu fregnir um jarðgöngin!" ísaf jörður og Sigló: Ekki til viðræðu Þegar blaðamaður náði tali af Haraldi L. Haraldssyni, bæjar- á móti kauphækkuninni skyldu þeir gefa mismuninn til líknarmála. Við sama tækifæri gagnrýndi Ásgeir Hannes harðlega að framlög til líkn- armála og samtaka eins og SAÁ væru skorin niður. stjóra á Isafirði, kvaðst hann álíta að réttara væri fyrir blaðið að snúa sér til nefndar félagsmálaráðuneyt- isins en til sín, ef talið væri að ísa- fjörður væri í þessum hópi sveitarfé- laga, sem málið snerist um. Að öðru leyti vildi Haraldur ekkert tjá sig um rekstur bæjarfélagsins. Baúarstjórinn á Siglufirði er ís- ak Olafsson. Hann sagðist ekki vilja meina að bærinn væri í neinni gjörgæslu, þó hann hefði verið til skoðunar í ráðuneytinu eins og margir aðrir. Taldi Isak ekki tíma- bært „á þessu stigi" að segja neitt frekar um málið. Patró: Við erum sloppnir „Þetta er nú svo margslungið mál," sagði Ingunn Svavarsdóttir, oddviti í Presthólahreppi (Kópa- skeri), „því vandinn hjá okkur er ekki eingöngu sveitarfélagsins. Mál- Nú er svo komið að Ásgeir Hann- es verður nauðugur viljugur að taka á móti launum sem hann telur sig ekki eiga skilið. „Þetta kemur sjálfkrafa, 4.597 krónur á mánuði. Sjálfsagt væri hægt að skila þessu aftur til ríkisins þó ég fari ekki þá leið. En ég nota ekki þessa peninga, þeir fara til sam- eiginlegra þjóðfélagsþarfa og mannúðarmála. Ég vil samt ekki að það komi fram hvert. Það eru svo mörg félög og málefni sem eiga allt gott skilið," segir Ásgeir Hannes. „Á meðan alþingismenn sitja bara með hendur á pung og láta ber- ast með straumnum hafa þeir ekki unnið fyrir neinni kauphækkun. Ef gerðir verða stórir hlutir, ef við ná- um í álver eða byggður verður vara- ið snýst fyrst og fremst um erfiðleika í atvinnurekstri hér á staðnum og um fólksfækkun, sem hefur haft gíf- urleg áhrif á tekjur sveitarfélags- ins;“ Úlfar B. Thoroddsen, sveitar- stjóri Patrekshrepps, var afar bjartsýnn, þrátt fyrir að Patró væri á lista nefndar félagsmálaráðuneytis- ins. Sagði hann að í þeirra tilviki hefði botninum þegar verið náð og nú væru þeir á hraðri uppleið. „Það hafa orðið hér gjaldþrot og við er- um búnir að afskrifa ákveðnar fjár- hæðir í tengslum við þau. Núna er- um við farnir að byggja upp og höf- um fengið hagstæð lán til langs tíma, en það réð úrslitum um að breyta stöðunni. Það verður að vísu þungt í ár, en eftir það eigum við að verða sloppnir og staðan að vera orðin þokkaleg." Ekki náðist í bæjarstjórann á Blönduósi, Ófeig Gestsson, sem var í erindagjörðum í Reykjavík, þegar greinin var í vinnslu. flugvöllur, þá gegnir öðru máli. Eins ef varnarliðið tæki þátt í þjóðvega- gerð eða Alþingi kæmi með raun- hæfan sparnað. Ef eitthvað af þessu gerðist hefðum við virkilega unnið til launahækkana. Þá mætti gjarna tvöfalda launin, sem auðvitað verð- ur ekki gert," segir Ásgeir Hannes. Áttu von á því að þingheimur hafi unnið til launahækkunar fyrir þing- lok í vor — og hvað verður þá um 5.000 krónurnar sem nú fara til sam- eiginlegra þjóðfélagsþarfa? „Auðvitað lifir maður alltaf í von- inni, annars væri maður búinn að gefast upp. Það er ekkert ákveðið hvað verður um launahækkunina frá í október," segir Ásaeir Hannes Eiríksson leyndardómsfullur. Ásgeir Hannes Eiriksson segir þingmenn sitja meö hendur á pung i stað þess aö vinna fyrir launum sínum. Hér ásamt þingmönnunum Önnu Ólafsdóttur Björnsson og Rannveigu Guðmundsdóttur. SÖMU LAUN OG AÐRIR ÞINGMENN Ásgeir Hannes Eiriksson, þingmaður Borgarafflokksins, affþakkaði launa- hækkun i október, á þeim forsendum að þingheimur heffði ekki unnið ffyrir neinni hækkun. Engu að siður ffær hann sömu upphæð og aðrir þingmenn á launaseðli sinum. EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.