Pressan - 15.02.1990, Page 11

Pressan - 15.02.1990, Page 11
Fimmtudagur 15. febr. 1990 PRESSU l^ónleikagestir á Hótel íslandi síöastliðiö fimmtudagskvöld urðu margir fyrir vonbrigðum þegar þeir mættu í sínu stífasta pússi til að hlusta á Tammy Wynette. Sveita- söngkonan og hljómsveit hennar brugðust að vísu ekki aðdáendum. Hins vegar höfðu flest borð verið fjarlægð og stólum raðað í þéttar raðir líkt og á skólaskemmtun. Flestir gestanna þurftu því að sitja með vínveitingarnar í kjöltunni og gátu illa klappað með fyrir vikið. Ólafur Laufdal, eigandi Hótels ís- lands, segir þetta alvanalegt á tón- leikum í miðri viku, þegar ekki er matur. Með þessu móti geta 1000 manns séð sviðið vel, en þegar set- ið er við borð geta aðeins 600 manns séð vel hvað fram fer. Þessi þétta uppröðun er því greinilega gerð fyrir áhorfendurna, það er að segja þá sem eru reiðubúnir að borga 3.000 krónur fyrir að sitja í þröngri sætaröð með vínglasið á hnjákollunum . . . b að vakti verðskuldaða at- hygli á dögunum þegar málverk af Kristínu Guðbrandsdóttur bisk- ups og maká hennar, sem talið var frá öndverðri sautjándu öld, reynd- ist vera eftirlíking og ekki nema hálfrar annarrar aldar gamalt. Mál- verkið átti að fara á uppboð á Gall- erí Borg. IJlfar Þormóðsson, stofnandi Gallerís Borgar, sat yfir kaffibolla á fundi Alþýðubanda- lags Reykjavíkur á þriðjudag þeg- ar Mörður Árnason Birtingar- maður gekk hjá og sá Úifar, sem er fylgismaður Flokkseigendafé- lagsins. Varð Merði þá að orði: Hvort skyldi þetta vera frum- myndin eða eftirlíkingin af Úlf- ari Þormóðssyni sem situr þar? ... H^Éenn þurfa ekki nauðsyn- lega að vera þekktir til að fá nafn sitt í afmælisdálk DV. Svo eru aftur til þekktir menn sem alls ekki lenda í afmælisdálki á stórafmælum, eins og sást best í DV í gær. Þá varð nefnilega fertugur hárgreiðslu- meistarinn Brósi, Sigurður Be- nónýsson. Lítið fór fyrir afmælis- haldi enda kappinn á Kanaríeyj- um, en þangað sendu stúlkurnar á ritsímanum skeyti frá viðskiptavin- um sem öðrum vinum ... Þ ótt þættir Hemma Gunn í ríkissjónvarpinu séu með afbrigð- um vinsælir eru greinilega ekki ailir jafnánægðir með kappann. Helgi Pétursson, sem stjórnar þættinum Það kemur í ljós á Stöð 2, mun kominn í harða samkeppni við Hemma og eftir því sem við fregn- um er hann ekki í vandraéðum með að fá fólk til að koma fram í þáttun- um. Helsta ástæðan sem fólk gefur fyrir því að vilja láta Ijós sitt skína hjá Helga er hversu skemmtilega ólíkir þættir hans og Hemma Gunn I frétt Morgunblaðsins í gaer segir frá því að Flugleiðir bjóði ís- lendingum vestanhafs flugferð heim á kostakjörum. Ef menn ætla í hina áttina er annað upp á teningn- um. Ef borin eru saman lægstu far- gjöld frá íslandi og til íslands er yfir- leitt töluvert dýrara að hefja ferðina hér. Þetta er mismunandi eftir verð- lagsþróun og árstíma. Núna er yfir- leitt milli 2.000 og 5.000 krónum dýrara að ferðast frá íslandi en á sömu leiðum til íslands. Mismunur- inn á Lúxemborgarfluginu er þessa stundina 3.500 krónur íslendingum í óhag og 2.500 krónur í Kaup- mannahafnarflugi, einnig okkur í óhag. Þessar tölur gilda fyrir ódýr- ustu miðana, en verð á almennum farmiðum er svipað í báðar áttir. En hvernig stendur á því að það er styttra frá Kaupmannahöfn til Kefla- víkur en frá Keflavík til Kaup- mannahafnar? Að sögn Einars Sig- urðssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, stafar mismunur á verði meðal annars af gengissveiflum, og því að ekki er hægt að flytja aukinn kostnað á íslandi úr landi. Einar seg- ir aö verðmunurinn sé ekki alltaf Is- lendingum í óhag . . . U tvarpsstöðin Bylgjan er um þessar mundir að kynna nýja pistla- höfunda í þættinum Reykjavík síð- degis. Þeir munu alls verða fimm talsins og má þar m.a. nefna Ingva Hrafn Jónsson, fyrrum frétta- stjóra, Laufeyju Steingrímsdótt- ur næringarfræöing og Hannes Hólmstein Gissurarson lektor . . . AMERISKU RUMIN KOMIM AFTUR! Amerísku „Sealy '-rúmin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samráði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem flaðra saman og ná þannig að gefa þér góðan nætursvefh án bakverkja að morgni. 15 ára ábyrgð. - ; Opið laugardaga frá kl. 11.00-14.00. ÍVlcLrCG* hf., Langholtsvegi 111, 2. hæð sími 680690. A.HANSEN • VEITINGAHÚSIÐ í FIRÐINUM • A.HANSEN • RÓMAÐ FYRIR VEITINGAR Veitíngahúsið í Firðinum ... nœr en þig grunar! l|gp í febrúar og mars bjóðum við spennandi máltíð á aðeins 795 kr. Val eftir vild. Forréttur • Súpa dagsins. • Reyktur lax með eggjahrœru. Aðalréttur • Omeletta með þremur mismunandi fyllingum. • Pasta Fortelini með sveppum, skinku og fleski. • Soðinn saltfískur með spínatsósu. • Vínarsnitsel með pönnusteiktum kartöflum. Kaffi HELGARTILB0Ð • Reykþurrkuð gœsabringa með Waldorfsalati. • Kjötseyði „Julienne“. • Sítrónu sorbet. • Turnbauti með sveppum og bakaðri kartöflu. • ís JAelba “. Verð samtals 2.450 kr. f dag er ekki meira mál að skella sér suður í Fjörð í A.HANSEN úr miðbæ Reykjavíkur en upp í Breiðholt eða Árbæ. ALHLIÐA VEITINGAHÚS í rúmgóðum og vinalegum veitingasal á neðri hæð leggjum við metnað okkar í lipra og þægilega þjónustu á öllum veitingum. í nýjum sérréttaseðli er að finna ótal spennandi og girnilega rétti. SÉR Á PARTI Salirnir á efri hæðinni eru tilvaldir fyrir smærri og stærri kaffi- og matarfundi, hádegisklíkur í leit að næði og árshátíðir klúbba og félaga A.HANSEN Vesturgötu 4 (gegnt Strandgötu) s. 651130 FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI Nú þegar fermingarnar nálgast, er rétt að hafa í huga fjölbreytta veislu- þjónustu okkar í húsinu og utan þess. f DAGSINS ÖNN Það er heitt á könnunni allan daginn og kakóið okkar yljar ekki síður en kaffið. LÍF OG FJÖR „Pöbbinn“ á efri hæðinni er vinsæll samkomustaður á hverju kvöldi. Frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds er sprelllifandi tónlist og stemningin ólýsanleg! A.HANSEN • NOTALEGT UMHVERFI • A.HANSEN • ALHLIÐA VEITINGAHÚS • A.HANSEN

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.