Pressan - 15.02.1990, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 15. febr. 1990
spáin
16. — 21. febrúar
(21 murs—20. upríl)
Náin tengsl munu myndast viö einhvern
fjölskyldumeölim sem þú hefur hingaö til
haft lítið álit á. Ekki er allt sem sýnist og fleira
fólk sem vill þér vel mun koma fram á sjón-
arsviöið. Það borgar sig samt ekki aö stofna
til ástarsambands í þessari viku, þvi einhver
gæti reynt aö notfæra sér ást þína í vafa-
sömum tilgangi.
(21. u/)ril—20. muí)
Þér finnst kannske fjármálin vera meö
verra móti. Örvæntu ekki því happaþrennan
er á næstu grösum. Hún getur birst meö
ýmsu móti. Kauphækkun eöa happdrættis-
vinningur eru meðal möguleikanna. Viöhorf
þitt skiptir samt öllu máli, því margur er rík-
ari en hann hyggur. Þetta er rétta vikan til
þess aö fjárfesta og taka áhættu, sem þú
hefur lengi veriö aö hugsa um.
Varúö á öllum sviöum er lykilorð þessarar
viku. Misskilnings gætir víöa og þér getur
hæglega oröiö kennt um eitthvaö sem þú
átt enga sök á. Fæst orö hafa minnsta
ábyrgö og þú ættir aö forðast allar sögu-
sagnir. Þú skalt ekki trúa öllu sem þú heyrir
og alls ekki bera neinar sögur áfram. Baktal
um nágranna þinn reynist ekki á rökum reist.
(22. júní—22. júlí)
Þessi vika getur skipt sköpum í lífi þinu ef þú
hefur kjark til aö taka mikilvægar ákvaröanir.
Ef þú ert ánægö(ur) með lífiö veröur þessi
vika gott framhald. Annars er þetta góöur
tími til þess aö breyta til, stofna til nýrra
kynna, byrja í nýrri vinnu, fara á námskeiö,
eöa nota frítímann betur en hingað til.
(22. júlí—22. útfúst)
Þú leysir óvænt vandamál meö aðstoð
góöra vina. Ef þú lendir í erfiöleikum geturöu
fengið stuðning frá fleira fólki en þú heldur.
Vinir þínir eru tryggir og öruggir og sama má
segja um ástarsambandið, þó þú hafir
stundum efast. Tengdafólk gæti reynst af-
skiptasamt.
(22. úfiúst—22. sept.)
Breytingar sem þú hefur ekki reiknaö meö
gætu átt sér staö í vikunni. Þetta er ekki eins
erfitt og þaö sýnist vera. Sumt fær maður
ekki ráöiö viö og þá er ekki um annað aö
ræöa en reyna aö gera þaö besta út úr hlut-
unum. Varastu þunglyndi þitt og annarra og
reyndu aö finna nýjar leiðir til þess aö njóta
lífsins.
(22. sepl —24. okt.)
Mannleg samskipti eru lykilatriði. Frestaöu
sem flestum framkvæmdum til þess aö
geta notið samverunnar viö góöa vini. Láttu
yfirvinnuna eiga sig og faröu frekar út aö
skemmta þér. Jafnvel í miöri viku. Ný kynni
í vikunni gætu leitt til varanlegs ástarsam-
bands af betri geröinni. Gamla kulnaöa ástin
getur líka blossaö upp aö nýju ef rétt er á
málum haldið í vikunni.
(24. okt.—22. nóu.)
Tortryggni og neikvætt hugarfar geta komiö
þér i vanda. Enginn óskar þér hins versta og
þér er óhætt aö treysta vinnufélögunum
betur. Þaö sem þú telur forvitni og afskipta-
semi er í raun greiövikni. Þaö er óþarfi aö
smjaðra, komdu til dyranna eins og þú ert
klæddur. Þaö fer þér best. Byrjun vikunnar
gæti fært þér óvænta ánægju.
(23. nóv.—21. des.)
Þetta eru dagar dugnaðar og atorku. Notaöu
þennan mikla kraft sem í þér býr. Þú gætir
komið frá þér fjölda verkefna sem hafa lengi
setiö á hakanum. Sendu siöustu jólakortin
þó þaö séu aö koma páskar, þeim verður
samt tekið meö þakklæti. Borgaöu reikning-
ana og þvoöu gardínurnar og bilinn. Þú átt
skilið einhverja upplyftingu i lok vikunnar.
(22. des.—2(l. jun.)
Þér hættir til eigingirni þessa dagana. Var-
astu aö troöa á fólki. Nánasta umhverfi þitt
hefur lengi sýnt þér þolinmæði og mikla
sanngirni. Þessa góðvild gæti þrotið. En þú
býrð yfir mörgum góöum eiginleikum og ef
þér tekst aö láta þá veröa yfirsterkari á vin-
um þínum eftir aö fjölga áfram. Þú átt marga
aðdáendur.
(21. janúur—19. íebrúar)
Skemmtun og gleðskapur einkenna um-
hverfi þitt. Mest er þetta saklaust gaman en
það liggur ákveöiö taumleysi i loftinu.
Reyndu aö standa traust meö báöa fætur á
jöröinni og faröu ekki mjög seint heim af
mannfögnuðum. Þú ert fædd(ur) foringi og
þessir hæfileikar njóta sín sérstaklega vel i
þessari viku.
(20. febrúar—20. mars)
Öll ferðalög eiga nú vel viö, bæöi innanlands
og utan. Ný sambönd gætu oröiö afdrifarik.
Varastu aö svikja gamla vini þó nýir virðist
meira spennandi. Sinntu skyldum þinum af
alúö og þá getur þessi vika oröið byrjunin á
betra lífi.
i framhjáhlaupi
Eva Ásrún Albertsdóttir
dagskrárgeröarmaöur og Ijósmóðir
Leiðist fullorðið fólk
sem hefur ekki stjórn
á skapi sínu
— Hvaða persóna hefur haft
mest áhrif á þig?
„Besta vinkona mín, Ema Þór-
arinsdóttir. Okkar samband er
mjög náiö og hún er alveg ein-
stök. Þaö er mannbætandi aö
umgangast hana."
— Án hvers gætirðu síst ver-
ið?
„Eiginmannsins og litlu gull-
molanna minna."
— Hvaö finnst þér leiðinleg-
ast?
„Skapvonska og rifrildi og mér
leiöist fulloröið fólk sem hefur
ekki náö þeim þroska aö hafa
stjórn á skapi sínu."
— En skemmtilegast?
„Aö fylgjast meö börnunum
mínum vaxa og þroskast."
— Hvenær varðstu glöðust?
„Þaö var 8. október 1977 þeg-
ar ég vaknaði eftir keisaraskurö
og fékk aö vita að barnið mitt
væri á lífi, en hann var hætt kom-
inn og aöeins 1.320 grömm."
— Hvað fer mest í taugarnar
á þér?
„Óstundvísi og fólk sem kem-
ur ekki til dyranna eins og þaö er
klætt."
— Manstu eftir ákvörðun
sem breytti miklu fyrir þig?
„Sú ákvöröun sem breytti
mestu á síðasta ári var þegar ég
ákvað aö gifta mig. Þaö er ein al-
besta ákvöröun sem ég hef tekið
á ævinni."
— Við hvað ertu hrædd?
„Ekkert. Ég bý mér ekki til
drauga, ég horfi bara á björtu
hliöarnar. Ef ég á aö nefna eitt-
hvaö sem ég hræöist er þaö
helst umferðarmenningin."
— Manstu eftir neyðarlegu
atviki sem hefur hent þig?
„Já þegar við vorum aö kynna
plötuna Módel í stórmarkaði.
Tónlistin og söngurinn voru flutt
af bandi en viö áttum aö
„maema". Hljómtækin í verslun-
inni voru hins vegar eitthvað bil-
uö þannig aö afgreiöslumaður-
inn þurfti aö halda saman tveim-
ur snúrum. í miðju lagi missti
hann takið og allt stöövaöist. Þiö
getið ímyndaö ykkur hvernig viö
litum út!"
— Hvar vildirðu helst eyöa
sumarleyfinu þínu?
„Uppi í sveit meö fjölskyld-
unni minni."
— Hver er eftirlætisbílteg-
undin þín?
„Renault."
— Hver er tilgangurinn með
lífinu?
„Er hann ekki sá aö lifa því,
vaxa og þroska sjálfan sig?"
— Ef þú þyrftir að skipta um
starf, hvað vildirðu helst taka
þér fyrir hendur?
„Snúa mér aftur að Ijósmóö-
urstarfinu. Þaö er besta starf
sem hægt er aö hugsa sér og
mest gefandi. En þaö er illa borg-
aö!"
— Hvað er betra en kvöld-
stund í góðra vina hópi?
„Kvöldstund meö karlmönn-
unum þremur í lífi mínu."
lófalesfe
I þessari viku:
Vog
(kona fædd 25.9. 1957)
Þessi kona hefur átt mjög erfiöa
ævi — þ.e.a.s. í æsku, en þó sér-
staklega unglingsárin. Hún hefur
mjakast hægt og sígandi áfram í
lífinu, en þaö hefur veriö mjög um-
hleypingasamt tímabil frá því hún
var 18 ára og fram undir 32 ára ald-
ur.
Á næstu tveimur til þremur ár-
um verður konan aö sýna mikla
seiglu í fjármálum og vera afar
varkár á því sviði. T.d. ætti hún ekki
aö segja upp starfi sínu eöa annað
í þeim dúr. Toluverðar breytingar
verða á högum konunnar eftir
1994—1996 og á það sérstaklega
viö um starf hennar.
Þaö er aö hefjast rólegt og já-
kvætt tímabil í einkalífi hennar.
Jafnvel má búast viö einhverjum
breytingum á því sviði, sem reyn-
ast henni hagstæðar í tilfinninga-
málum.
Þessi kona þjáist af vanmáttar-
kennd. Hún ætti aö passa sig á
kulda og hún ætti aö takmarka yf-
irvinnu og kvöldvinnu, því hún
viröist ekki hafa mikið úthald.
Helst þyrfti hún aö vinna á staö
þar sem hún heföi öryggi og jöfn
kjör.
VILTU LÁTA LESA
ÚR ÞÍNUM LÓFA?
Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af
hægri lófa (örvhentir Ijósriti
þann vinstri) og skrifaöu eitt-
hvert lykilorð aftan á blööin,
ásamt upplýsingum um kyn og
fæðingardag. Utanáskrift:
PRESSAN — lófalestur, Ármúla
36, 108 Reykjavík.
draumar
Yfir kaldan eyðisand...
Sandur og gróðurleysur hafa ekki
þótt góð draumtákn. Að dreyma
sand á gólfinu hjá sér eða í skónum
sínum veit á erfiðleika. Þykist mað-
ur sópa sandinum burtu yfirstígur
maður erfiðleikana. Að vera á
göngu eftir söndum eða melum er
sömuleiðis örðugleikadraumur.
Dreymi ungt fólk slíka drauma er
hætt við að lífsgangan verði ekki
auðveld. Sandur er eitt af táknum
jarðarinnar, en mörg draumtákn
tengjast henni, enda erum við börn
jarðarinnar engu síður en himins-
ins.
Ég held að við höfum áður nefnt
kletta eða hamra, að þeir tákna oft-
ast hindranir á lífsleiðinni, einkum
þykist maður hætt kominn við að
klífa þá og er óörugg/ur og óttasleg-
in/n. Gangi maður meðfram hömr-
unum í draumnum og komist hvergi
upp verða erfiðleikarnir „heimilis-
fastir" hjá manni. En þyki manni
einhver rétta hjálparhönd eða kasta
til manns stiga eða kaðli, þá berst
einhver hjálp. Svart klettabelti
segja sumir að tákni landamæri lífs
og dauða, þannig að þykist dreym-
andi vita af vini eða vandamanni
handan við dökka hamra er hann
líklegast ekki lengur hérna megin.
Dökki liturinn á klettunum táknar
huluna sem við sjáum ekki gegnum.
Og klettarnir að okkur sé þessi leið
ófær í bili.
Grasi gróin jörð hefur líka ýmisleg
tákn. Grænt gras er sagt fyrir harð-
viðrum ef mann dreymir það að
vetrarlagi, enda er grængresi af
mörgum talið fyrir mótlæti, það á
þó ekki við ef draumagrasið er ný-
græðingur og manni þykir vera vor
í draumnum. Þá fer eitthvað á betri
veg. Einnig dreymi mann byrjandi
gróður undan hraunum eða hrjóstr-
um. En að raka nýslegið gras er
fremur fyrir basli. Sölnað og fallið
gras er veikindadraumur. Þyki
manni grasrótin rifin upp og
skemmd eða að maður gangi eða sé
að vinna í flagi, þá er það neikvæð-
ur draumur, sér í lagi ef manni þykir
maður detta í flagið.
Að hirða um og rækta garð í
draumi merkir að maður kemur
fram til góðs, jafnar deilur og sýnir
sanngirni. Garður getur haft marg-
vísleg tákn sem við höfum ekki tíma
til að gaumgæfa að sinni, þar sem
við höldum okkur aðallega við hin
neikvæðari tákn jarðar í dag. Þykist
dreymandi sjá eldhraun stefna til
sín má hann búast við að lenda í
miklum deilum. En storkni það áður
en það nær til hans jafnast misklíðin
væntanlega. Þykist maður vera úti í
náttúruhamförum á sjó og landi er
það fyrir miklum breytingum, ann-
aðhvort í einkalífi eða jafnvel
stjórnmálum eða heimsmálum.
Sandbylur er afleitur í draumi. Hin-
ir fornu draumaráðningarmenn
virðast hafa verið hlynntir gróður-
vernd.