Pressan - 15.02.1990, Page 13
Fimmtudagur 15. febr. 1990
13
umræða
Þær framkvæmdir ó áhorfendasvæði
sem innan skamms hefjast i Þjóðleikhús-
inu munu reynast dýrkeyptar. „Endur-
bæturnar## á aðstöðu áhorfenda felast i
þvi að sjónlina batnar i tæpum tveimur
þriðju hlutum salarins. Um leið mun sæt-
um fækka um f jórðung frá þvi sem nú er.
Breytingarnar i salnum leiða svo til stór-
felldra breytinga á salarkynnum gesta
og mun þetta verk Guðjóns Samúelsson-
ar þvi brátt heyra sögunni til.
I byrjun síðasta árs, þegar í ljós
kom að vilji var fyrir því hjá stjórn-
völdum að hefja endurbætur á Þjóð-
leikhúsinu, skipaði Svavar Gestsson
menntamálaráðherra fimm manna
byggingarnefnd til þess að hafa^fir-
umsjón með verkinu, þau Arna
Johnsen, Sveinbjörn Oskarsson,
deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu,
Runólf Birgi Leifsson, deildarstjóra í
menntamálaráðuneytinu, Helgu
Hjörvar, skólastjóra Leiklistarskóla
rikisins, og Guðna Jóhannesson
verkfræðing. Formaður er Skúli
Guðmundsspn og verkefnisstjóri
Gunnar St. Ólafsson verkfræðingur.
Embætti Húsameistara ríkisins
hafði þá þegar gert viðamikla úttekt
á húsinu og þörfum starfseminnar
og í framhaldi af því mótað stefnu
um endurbætur á húsinu — nokkurs
konar framtíðarsýn.
Þær framkvæmdir sem nú standa
fyrir dyrum og hlotið hafa nafnið
„Endurreisn Þjóðleikhússins" eru
fyrsti áfangi endurbótanna. Þessi
áfangi er tvískiptur. Annars vegar er
um að ræða nauðsynlegt viðhald á
húsinu og endurnýjun á öllum lögn-
um og tæknikerfum. Hinsvegar um-
bætur á aðstöðu gesta, þ.e. lagfær-
ingar á áhorfendasal og á „gesta-
svæðum", þ.e. því rými á fyrstu, ann-
arri og þriðju hæð sem umlykur
áhorfendasalinn. Af hagkvæmnis-
ástæðum verður unnið að þessu
tvennu samtímis, þ.e. viðhaldsað-
gerðunum og endurbótunum á að-
stöðu gesta.
Nú um eins árs skeið hefur emb-
ætti Húsameistara ríkisins unnið að
tillögugerð um það hvernig beri að
standa að endurbótum á framhús-
inu, þ.e. áhorfendasal og gesta-
svæði. Tillaga E-4.2 er hin endan-^
lega tillaga sem fyrir vali byggingar-
nefndar varð og sú sem styr stendur
um nú.
Róttækar
breytingar —
yfirbragðið
hið sama
Tillagan, sem byggingarnefnd
kynnti í nóvember sl„ hljóðaði upp
á allverulegar breytingar á áhorf-
endasvæði. Þar er gert ráð fyrir að
halli salargólfs verði aukinn veru-
lega og að einar svalir komi í stað-
inn fyrir tvennar sem fyrir eru. Við
það breytir salurinn um svip, en
byggingarnefnd hefur bent á, að
með þessari nýskipan muni^sjón-
lína áhorfenda stórbatna. Ennfrem-
ur hefur verið lögð á það þó nokkur
gangarnir liggja upp á þriðju hæð
hússins. Áhorfendur verða tæpast
betur settir á nýju svölunum en
gömlu efri svölunum, því hvorar
tveggja eru ofan og aftan við kjör-
sjónlínu. Af því mætti ætla að sætin
á nýju svölunum verði í tímans rás
jafnóseljanleg og sæti á núverandi
efri svölum. Nú er 661 sæti í húsinu;
nýja tillagan gerir ráð fyrir 481 (i
áhersla, að viðarklæðning á veggj-
um verði áfram hin sama, ennfrem-
ur áklæði og teppi og því verði litir,
áferð og yfirbragð almennt alveg
eins og nú. Með öðrum orðum, þá
yrði „karakter" hússins áfram hinn
sami.
Að vísu fækkar sætum talsvert við
þessar breytingar (um 180), en bygg-
ingarnefnd, svo og Þjóðleikhús-
stjóri, hefur lagt fram tölur sem sýna
að nýting efri svala er með minnsta
móti, eða um 5%, þannig að lítil eft-
irsjá verði að þeim 146 sætum sem
þar eru.
Verða öll sæti
bestu sæti?
Þetta er, í fáum orðum, aðalinn-
takið í þeirri kynningu sem bygging-
arnefnd hefur staðið fyrir á fundum
og í fjölmiðlum. Sitthvað er athuga-
vert við þessa framsetningu.
Á teikningunum sést að hinar til-
vonandi nýju svalir eru i engum að-
alatriðum frábrugðnar efri svölum.
Þær verða að vísu aðeins lægri, en
þó ekki lægri en svo, að neyðarút-
EFTIR: ÖNNU TH.
RÖGNVALDSDÓTTUR
mesta lagi), og af þeim er 131 á svöl-
um.
í rauninni felast breytingarnar í
því, að salargólfið teygir sig upp á
neðri svalir og að efri svalir lækka
dálítið. Tvær öftustu sætaraðirnar í
sal verða i sömu hæð og tvær
fremstu sætaraðirnar á neðri svöl-
um, en fjær sviði. Þrjár aftari sæta-
raðir á neðri svölum, sem eru ágæt
sæti hússins, falla alveg niður.
Það er því fjarri lagi að segja að öll
sæti verði bestu sæti.
Af tæknilegum ástæðum verður
brattinn á salargólfinu mun meiri en
kjörsjónlína krefst. Þessi ýkti halli
gjörbreytir salnum og því virðist
það einkennileg ráðstöfun að halda
í gamla yfirbragðið.
Skriða fer af stað
En „endurbæturnar" taka ekki
aðeins til áhorfendasvæðanna
sjálfra, heldur verður að breyta
gestasvæðunum umhverfis til þess
að þjóna hinum nýja sal. Fremur
hljótt hefur verið um þennan þátt
og þá keðjuverkun sem leiðir af sal-
arbreytingunni.
Aðeins tvennar salardyr af sex á
fyrstu hæð verða áfram og því verð-
ur að beina flestum áhorfendum
upp á aðra hæð hússins til þess að
komast í sæti sín í sal eða á svölum.
Fatahengin á fyrstu hæð verða færð
vegna þess að þau þjóna ekki lengur
tilgangi sínum. Við það losna langar
og mjóar ræmur meðfram austur-
og vesturveggjum. Það liggur bein-
ast við að koma þar fyrir einhvers
konar aðstöðu fyrir gesti, veitinga-
sölu, eða í það minnsta sætum. í ráði
er að nýta rýmið sem myndast undir
áhorfendapöllunum undir fata-
hengi. Þar mun það blasa við gest-
um þegar þeir koma inn úr anddyr-
inu, þar sem miðasalan er.
Nýja fatahengið, sem enn er á
teikniborðinu hjá embætti Húsa-
meistara ríkisins, mun því að öllum
líkindum setja svip á fyrstu hæöina,
svo og þær innréttingar sem verða
á ræmunum tveimur. Þó mun ef-
laust verða séð um að litir og áferð
á veggjum verði óbreytt.
Það liggur í augum uppi, að eftir
þessar framkvæmdir verða leifarn-
ar einar eftir af innréttingum Guð-
jóns Samúelssonar, nánar tiltekið
stigarnir og sælgætissölurnar í
stigakrikunum.
Nýjar inngöngu-
leiðir — ný hönnun
Önnur hæð mun einnig breyta um
ásjónu. Brjóta þarf fyrir tvennum
nýjum dyrum fyrir salinn. Við-hlið
þeirra dyra verða steyptir upp nýir
stigar upp á svalir, því að ætlunin er
að komið verði upp á nýju svalirnar
neðanveröar. Þegar efri svalir eru
lækkaðar lenda þær niðurfyrir gólf-
plötu þriðju hæðar og mun svala-
bakið mynda nýstárlegan fláa, eða
súð, í loftinu.
Gamli stiginn, eða sá hluti hans
sem liggur á milli annarrar og þriðju
hæðar, verður nú eingöngu notaður
af leikurum og öðrum starfsmönn-
um hússins, en þeir fá afnot af litla
salnum á þriðju hæð, forsal efri
syala.
Engar þessara breytinga eru
nauðsynlegar eða æskilegar í sjálfu
sér. Þær stjórnast eingöngu af
breyttu fyrirkomulagi á áhorfenda-
pöllum og þeim nýju inngönguleið-
um ser.i það hefur í för með sér. Ný-
smíðin á gestasvæðunum verður
svo fyrirferðarmikil í rúmmetrum
talið, að hún verður á engan hátt
„felld inn í" upphaflegar innrétting-
ar Guðjóns Samúelssonar.
Þótt Þjóðleikhúsið sé ekki nema
40 ára gamalt eru teikningarnar
mun eldri. Húsið var að mestu
teiknað á árunum 1928 og 1929.
Það ber yfirbragð fúnkisstílsins, en
er í raun barrokk-leikhús að innri
skipan. Sviðið virkar sem gluggi, og
áhorfendasalurinn er mjór og djúp-
ur. Þjóðleikhúsið er með öðrum orð-
um 19. aldar leikhús að gerð.
í nútímaleikhúsum er lögð höfuð-
áhersla á náin tengsl leikara og
áhorfenda, góða sjónlínu, góðan
hljómburð. Þetta krefst grynnra og
breiðara áhorfendasvæðis en í Þjóð-
leikhúsinu og allt annars sviðsfyrir-
komulags. Með tillögu E-4.2 er reynt
að ganga eins langt og unnt er til að
fullnægja þessum kröfum, raunar
lengra en rammi hússins leyfir.
Ávinningurinn felst helst í því að
sjónlína batnar talsvert í bröttum,
þröngum og djúpum sal — að öðru
leyti verður húsið á engan hátt
„sambærilegt" við nútímaleikhús
hvað varðar tengsl áhorfenda og
leikara.