Pressan - 15.02.1990, Side 14

Pressan - 15.02.1990, Side 14
14 Framhald af fyrri síðu Hljómburður eyðilagður Það verður annars ekki séð hvaða tilgangi það þjónar að þvinga Þjóð- leikhúsið til að aðlagast hugmynd- um manna um nútímaleikhús. Eink- um þar sem það er fyllilega fram- bærilegt leikhús (einnig hvað varð- ar sjónlínu) og hið eina sinnar teg- undar á íslandi. Það virðist liggja beinna við að byggja nútímaleikhús, enda gera menn ráð fyrir því að ein- hvern tímann í framtíðinni verði byggður minni salur við Þjóðleik- húsið. Þjóðleikhúsið hefur líka þann ótvíræða kost umfram önnur hús, að hljómburður er þar betri til tón- listarflutnings en annars staðar. Þetta er besta húsið til óperuflutn- ings og ekki er sýnt að byggt verði sérstakt óperuhús í bráð. Ennfremur hafa helstu „kassastykki" undanfar- inna ára verið söngleikir. Endurbæt- ur á húsinu, sem fela í sér bæði verri hljómburð til tónlistarflutnings og færri sæti (þar af leiðandi minni tekjumöguleika), hljóta að vera fjár- festing sem orkar tvímælis. Það sem vegur einnig þungt á metunum er að Þjóðleikhúsið stend- ur enn í sinni upphaflegu mynd og er eitt af sérstæðustu verkum Guð- jóns Samúelssonar. Það hefur menningarsögulegt gildi, eins og húsfriðunarnefnd hefur reynt að benda á, og menningarsögulegt gildi eykst með árunum, en rýrnar ekki. Ekki eini valkosturinn Léleg aðstaða áhorfenda á ugg- laust einhverja sök á minnkandi að- sókn undanfarinna ára, en erfitt er að meta hve mikla. Það virðist nokkur bjartsýni að ætla að „stór- bætt sjónlína" í tveimur þriðju hlut- um áhorfendasvæðis muni laða fólk að húsinu i stórum stíl. Sýnt hefur verið fram á, að hægt er að bæta aðstöðu áhorfenda til mikilla muna, án þess að riðla allri innri skipan hússins, eins og lagt er til í tillögu E-4.2. Því er það glapræði að ráðast í það böðulsverk sem end- urbæturnar eru. Fimmtudagur 15. febr. 1990 ■!HM!T:lU:l >1'J; FYRIR TONLEIKAHALD Rúmmál salar minnkar verulega viö hækkun salargólfs. Litli salurinn á þriöju hœö (sem er nokkurs konar forsalur efri svala) veröur stúkaöur af Báöar aögeröir valda því aö hljómburöur til tónleikahalds versnar til muna í áhorfendasalnum. EFRI SVÖLUM HNIfCAP TIL Nýju svalirnar veröa svipaöar aö stœrö og efri svalir og brattinn sá sami. Þær veröa nokkru lœgri og mun efsta röö nýju svalanna sam- svara þriöju röö efri svala. Lœkkunin er ekki meiri en svo aö áhorf- endur á nýju svölunum veröa fyrir ofan og aftan viö kjör-sjónlínu. Veigamesta breytingin er sú, aö gengiö veröur upp á svalirnar neö- anveröar í staö þess sem nú er, aö gestir fari upp á þriöju hœö og þaöan niöur tröppur svalanna í sœti sín. Þetta þykir öllu eölilegri aö- komuleiö og síöur taugastrekkjandi fyrir lofthrœddcr áhorfendur. Meö þessu nýnœmi er líka síöur hœtta á aö áhorfendum finnist þeir vera komnir aftur upp á gömlu efri svalirnar. SALARGOLF ÍSKYGGILEGA BRATT Hallinn á salargólfi veröur mun meiri en kjör-sjónlína krefst. Þetta stafar afþví, aö efsta sœtaröö veröur aö ná upp á aöra hœö, en finna á viöunandi leiö til þess aö koma áhorfendum niöur í salinn afann- arri hœö. SALARDYR LAGÐAR NIÐUR Vegna gólfhallans veröur aö leggja fernar af sex salardyrum niöur á fyrstu hœö. Vegna þessa veröur aö beina fjölda áhorfenda upp á aöra hœö hússins þar sem komiö veröur fyrir fleiri dyrum. Meö einum dyrum niöri, hvorum megin viö sviöiö, er sýnt aö ör- tröö og umferöaröngþveiti myndast viö þá enda fatahengjanna sem nœstir eru dyrunum. Því er gert ráö fyrir aö fatahengi á fyrstu hœö veröi fœrö. FATAfiEffGi BYÐUR GESTI VELKOMNA Talsvert rými myndast undir salargólfinu viö hœkkunina. fbígerö er aö nýta þaö svœöi fyrir fatahengi. Endanlegar teikningar liggja ekki fyrir afnýja fatahenginu, en Ijóst er aö afgreiösluboröiö veröur ekki lengra en sex metrar. Afgreiösluborö núverandi fatahengis á fyrstu hœö er 23 metrar aö lengd (19 metrar efgert er ráö fyrir fyrirhugaöri lyftu fyrir hreyfihamlaöa í enda fatahengis aö austanveröu). Eins og húsiö er nú blasir hvítur, óbrotinn veggur viö gestum þegar þeir koma inn úr anddyrinu, þar sem miöasalan er. Viö dyrnar er gestum beint til hœgrieöa vinstri, eftirþvíhvar sœtiþeirra liggja. Eft- ir breytinguna mun fatahengiö blasa viö þegar komiö er inn úr and- dyrinu, og þá vœntanlega örtröö fólks. TILLAGA E-4.2 BYGGINGARMEFND OFMETUR RÁÐGJÖF UNGVERSKS VÉLAVERKFRÆÐINGS KÚVENDING Á MIÐJUM HÖNNUNARTÍMA í júni sl. ffóru fulltrúar frú byggingar- neffnd, Húsameistara rikisins og Þjóð- leikhúsi i stutta fferð til Norðurlanda til þess að kynna sér hvernig staðið heffur verið að lagffæringum ú gömlum leikhús- um þar. Þú þegar lú ffy rir tillaga A, tillaga um lagffæringar ú úherffendasvæði Þjóð- leikhússins. Ferðin til Norðurlanda gerði lítið annað en staðfesta að tillaga A er mjög í anda viðhorfs manna á Norð- urlöndum til breytinga og lagfær- inga á gömlum leikhúsum, þ.e. að varlega skuii farið í allar breytingar og að upphafleg innri skipan húsa fái að halda sér. Tillaga A festist því enn í sessi og varð eining um hana meðal bygg- ingarnefndar, starfsmanna hússins og arkitekta. Sjónlína í óhorfendasvæði dæmd óviðunandi Málið tekur hins vegar óvænta stefnu þegar ráðgjafi byggingar- nefndar, Miklos Ölveczky, kemur til landsins í júní. Miklos Ölveczky kom hingað til þess að yfirfara tæknikerfi hússins, en hann er vélaverkfræðingur að mennt og hefur sérhæft sig í tækni- búnaði leikhúsa. Önnur sérgrein hans er útreikningar á sjónlínu áhorfendasvæða og gerðist hann því ráðgjafi byggingarnefndar um þessa þætti. Niðurstaðan varð sú að Ölveczky var ekki ánægður með sjónlínu hússins í dags, og fannst tillaga A bæta þar lítið úr skák. Hafist var handa um gerð nýrra tillagna til þess að sjá hvort unnt væri að bæta sjónlínu. Miklos Öl- veczky mælti sterklega með einni þeirra, tillögu F, en hún gerir ráð fyr- ir að hvorar tveggja svalirnar verði, aflagðar og áhorfendur sitji í haila sem nái frá sviðsrótum og upp að bakvegg, u.þ.b. miðja vegu milli annarrar og þriðju hæðar. Með til- lögu F fengist besta hugsanlega sjónlína fyrir allt húsið og þannig mætti með sanni segja að öll sæti yrðu bestu sætin. Tillaga F var hins vegar ekki talin fýsilegur kostur. Færa hefði þurft stigahúsin og raunar gjörbylta allri innri skipan hússins. Það þótti óráð- legt, ekki síst með tilliti til kostnað- arins sem af því hlytist. Einnig hafði tillagan þann ókost að færa hefði þurft tækniklefa upp á þriðju hæð. Fundin móla- miðlunartillaga í júlí er búið að leggja tillögu A til hliðar. Allt kapp er nú lagt á að út- færa tillögur sem hafi til að bera eitt- hvað af kostum tillögu F, en séu við- ráðanlegar í framkvæmd. Miklos Ölveczky telur E-4 skásta af þeim tillögum sem menn hér treysta sér til að leggja út í. Það er að segja, ef miðað er við sjónlínu eingöngu. í ágúst er sýnt að byggingarnefnd er búin að gera upp hug sinn og að hennar ósk snýr embætti Húsa- meistara ríkisins sér alfarið að því að útfæra tillögu E-4, þ.e. tillögu sem fyrst og fremst tekur mið af sjónlínu. Til frekari glöggvunar skal það tekið fram að allar þær tillögur sem gerðar hafa verið, A, B, C, D, E, E-4, E-5 og F, eiga nokkra veigamikla þætti sameiginlega, þ.e. stækkun framsviðs, stækkun hljómsveitar- gryfju, smíði lyftu í hljómsveitar- gryfju (sem þýðir að hægt verður að lyfta gólfi gryfjunnar upp í hæð sal- argólfs og upp í sviðshæð), endur- nýjun á ljósabúnaði og uppsetningu lyftu fyrir hreyfihamlaða. Munurinn á tillögunum felst í svalaskipan og halla á áhorfendapöllum — og þá að sjálfsögðu þeirri röskun á gesta- svæðum sem breytingarnar í saln- um hafa í för með sér. Sex menn hafa úrslitavald Byggingarnefnd hússins er því bæði upphafsaðili tillögu E-4.2 og helsti málsvari. Húsameistari ríkis- ins mælir með tillögu A. í bréfi til þriggja ráðherra hefur hann gert grein fyrir þeirri afstöðu sinni að sú bót sem fengist af sjónlínu í tillögu E-4.2 væri ekki nægileg til þess að réttlæta breytingarnar og kostnað- inn við þær. Húsfriðunarnefnd hef- ur lagst gegn tillögunni, en bygging- arnefnd ber ekki lagaleg skylda til þess að taka í neinu tillit til þeirra sjónarmiða. Arkitektafélagið hefur mótmælt í bréfi til byggingarnefnd- ar. Enginn fagmaður hefur gefið sig fram og mælt með því að sérstæðri og upphaflegri ásýnd Þjóðleikhúss- ins verði breytt vegna svo vafa- samra endurbóta á áhorfenda- svæði. Greinaskrif í blöðum hafa einkennst af andstöðu við tillöguna, ef frá er skilið það sem kemur beint frá byggingarnefnd. Allt eða ekkert Eini stuðningur sem byggingar- nefnd á vísan kemur frá starfsmönn- um hússins, leikarafélagi og tækni- mannafélagi. Það verður látið liggja á milli hluta hvort núverandi starfs- menn hússins eigi að hafa úrslita- vald um breytingar á gestasvæðum, en stuðningur þeirra við byggingar- nefnd byggist á fleiru en ánægju með tillöguna. Viðhald hússins og endurnýjun á lögnum og tæknikerf- um eru orðin brýn og af hag- kvæmnisástæðum munu þær að- gerðir samtvinnast breytingum á áhorfendasvæðum þegar til fram- kvæmda kemur. Menntamálaráð- herra hefur tekið afstöðu með bygg- ingarnefnd og engin önnur tillaga er í boði. Það er því öllum ljóst, og ráðherra hefur lagt á það þrumandi áherslu á fundi með starfsmönnum, að komi menn sér ekki saman um þessa tillögu kunni ekki að fást eyr- isvirði til endurbóta á húsinu. Eftir nokkra daga verður húsinu lokað og framkvæmdir hefjast bráð- lega. Það bendir því allt til þess, að örlög þessa einstæða húss, sem flestir telja merkasta verk Guðjóns Samúelssonar, verði ráðin af sex manna byggingarnefnd sem í skjóli ríkisvaldsins hefur hundsað öll fag- leg sjónarmið.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.