Pressan - 15.02.1990, Qupperneq 16
16
Fimmtudagur 15. febr. 1990
sjúlcdómar og fólk
Minni og minnisleysi
Hann kom til mín á stofuna einn
föstudaginn, settist niður, andvarp-
aði og sagðf: — Ég held, ég sé far-
inn að kalka. — Af hverju held-
urðu það? spurði ég. — Ég er orðinn
svo gleyminn, sagði hann, og huldi
andlitið í höndum sér. Viðmælandi
minn var maður um þrítugt á hraðri
uppleið í þjóðfélaginu, hann átti fal-
lega konu og myndarleg börn,
rennilegan þýskan bíl og raðhús á
besta stað í bænum. Hann var
klæddur að sið ungra manna á
framabraut, í tvíhneppt gráleiti
Boss-jakkaföt, röndótta skyrtu og
litskrúðugt grænleitt slifsi, hann var
í handsaumuðum ítölskum mokka-
sínum, þó úti væri rok og rigning.
Við ræddum ítarlega um þessar
kvartanir og honum fannst minnið
svíkja sig öðru hvoru. Hann mundi
ekki alltaf þau símanúmer, sem hon-
um fannst hann eiga að muna, hann
átti stundum í erfiðleikum með and-
lit og mannanöfn og fannst það
ákaflega óþægilegt, enda hafði
hann á ótal námskeiðum fyrir unga
menn á uppleið lært mikilvægi þess
að muna nöfn og andlit viðskipta-
vinanna. — Þetta er alveg ferlegt,
sagði hann, stundum finnst mér ég
þekkja viðkomandi en get ekki
komið honum fyrir mig. Ég hlýt að
vera farinn að kalka, þetta er í ætt-
inni, bætti hann við og sagði mér
langa sögu um ömmu sína, sem
mundi fátt sem máli skipti síðustu
æviár sín.
Ad bíöa og sjá til
Mér fannst hann fullkomlega eðli-
legur í viðtalinu, skoðun var eðlileg
svo og einföldustu minnispróf, svo
ég ákvað að bíða og sjá til í viku. í
næsta viðtali var hann ekki eins óró-
legur yfir minnisleysinu, en viður-
kenndi að mikil streita hefði hrjáð
sig, hann væri farinn að halda fram-
hjá konunni sinni með stúlku hjá
fyrirtækinu og fjárhagurinn var
ekki eins góður og ég hélt. Hann
kom ekki aftur en nokkru síðar
frétti ég að hann væri skilinn við
konuna og fluttur út. — Vegir upp-
ans eru yfirleitt torfærir, sagði ég
spekingslega við sjálfan mig. Ég
hitti hann á málverkasýningu
nokkru síðar og spurði hvernig
gengi. — Þetta var bara rugl með
minnisleysið, sagði hann, ég var allt-
of stressaður eins og þú sagðir.
Hann herti beltið á síðum frakkan-
um brosti til mín gleðilausu brosi
með sorg í augunum, og við héldum
hvor í sína áttina.
Margbrotiö minni
Minnið er ákaflega furðulegt fyr-
irbæri og erfitt að skilgreina hvað
það er eða hvernig það starfar. Allar
lífverur hafa sennilega einhvers
konar minni, einföldustu dýr forð-
ast ákveðnar kringumstæður sem
virðast vekja upp einhverjar óþægi-
legar minningar. Minni manneskj-
unnar er ákaflega háþróað og
furðulegt hvað flestir muna mikið.
Þó hafa allflestir áhyggjur af minni
sínu og telja það ekki eins gott og
það ætti að vera og bölsótast yfir
gleymsku og takmörkun minnisins.
En við munum ótal margt; nokkur
þúsund andlit þó við getum ekki
nafngreint þau öli, mikinn fjölda af
nöfnum, stöðum, atvikum, o.fl. Talið
sannar hversu mikið við í raun mun-
um. Þegar talað er þarf sífellt að
færa hugsun í orð, muna eftir mál-
fræði orðanna og setningaskipan og
á sama tíma hlustum við, túlkum og
skiljum allt sem sagt er og rifjum
upp svipaðar orðræður, sem áður
hafa farið fram. Þetta er stórkostlegt
og sýnir hversu vel þróað minnið er.
Enginn veit með vissu hvernig
minnið starfar. Þó er sennilega um
að ræða rafstrauma í miðtaugakerf-
inu og boðefni sem flytjast milli
taugaenda og valda því að við mun-
um. Uppbygging taugafrumanna
virðist breytast og þannig festast
atriði inni í heilanum í einhvers kon-
ar minnisbanka, þar sem löngu liðin
atvik geymast eins og gömul verð-
bréf í sparisjóði. Minningu er oft
skipt í þrennt; skynfæraminni sem
tekur við áreiti eða boðum frá skyn-
færunum og geymir í örskamma
stund (0,5 sek); skammtímaminni
sem geymir upplýsingar í 15—20
sek. og langtímaminnið sem er hið
eiginlega minni, en þar geymum við
upplýsingar til lengri tíma. Heilinn
virðist á einhvern mjög flókinn hátt
ákvarða hvað flyst úr skammtíma-
minni yfir í langtímaminnið og hvað
gleymist strax. Langtímaminni
hefur verið skipt í nokkrar undir-
deildir eins og atvikaminni,
tungumáiaminni, endurminn-
ingaminni og fleiri. Skammtíma-
minni virðast byggjast á skamm-
æjum raffræðilegum fyrirbærum,
en langtímaminnið á langvinnri
breytingu á eggjahvítuefnum í
taugafrumum.
Misgott minni
Það er mismunandi, hversu vel
fólki gengur að muna. Til eru sögur
um einstaklinga sem mundu hina
furðulegustu hluti. Fræg er sagan
um Tyrkjann Mehmed Ali Halici
sem 1967 fór utan að með 6.666
vers úr kóraninum á 6 klukkustund-
um. Themistokles var sagður
muna andlit og nöfn 20.000 Aþenu-
búa. Slíkt minni er þó harla óæski-
legt. Heilinn getur munað margt en
ekki allt, svo hann verður sífellt að
flokka það sem hann sér og heyrir
og ákveða hvað muna skuli og hvað
ekki. Bestu heilarnir eru sennilega
þeir sem geta gleymt því sem skiptir
litlu máli en munað allt hitt. Á að
geyma það í heilanum sem hægt er
að varðveita á næstu hillu? spurði
Frakkinn August Forel einu sinni.
Minni þeirra, sem muna allt, er illa
nothæft, þar sem þeim reynist erfitt
að skilja á milli þess sem hefur ein-
hverja þýðingu og hins. Gáfur og
1 minni snúast ekki um að muna allt
heldur það sem máli skiptir hverju
sinni og geta notað minnið í sam-
ræmi við það. Aðalatriðið er hvern-
ig við munum en ekki hversu mikið.
En til að geta munað verður við að
geta gleymt. Það er því fullkomlega
eðlilegt að sitthvað gleymist í þess-
um heimi, þar sem áreitin eru ákaf-
lega mörg og sífellt upplýsinga-
streymi sem nútímamaðurinn þarf
stöðugt að tileinka sér. Einstakling-
urinn verður að geta gleymt og
þannig unnið úr nýjum upplýsing-
um á sama hátt og heilu þjóðfélögin
verða að geta gleymt og þannig
skapað sér nýja framtíð.
Vandamál uppans
Maðurinn í Bossfötunum, sem
leitaði til mín út af minnisleysi, var
sennilega ekki gleymnari en gengur
og gerist. Á hinn bóginn gerði hann
ómanneskjulegar kröfur til sjálfs sín
og áttaði sig ekki á takmörkunum
og töfrum minnisins. Það var í raun
næsta eðlilegt, að hann gleymdi
ýmsu undir því gífurlega álagi sem
hann var. Streita og spenna fara illa
með einbeitingu og athyglisgáfu og
síðan er minninu kennt um, þegar
hlutir gleymast við slíkar aðstæður.
Verum stundum þakklát gleymsk-
unni, eða eins og William James
sagði einhvers staðar: „Þeir sem
muna allt eru jafnilla staddir og
þeir sem gleyma öllu.“
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON #*'
ífuskotfimi, snýst um aö skjóta
HVAÐ?
EFTIR; ÁftNA MAGNÚSSON
Í Leirdal, sem er skammt efan við golf-
skálann í Grafárholti, er svokallaður
Skeet-völlur. Og hvað er nú það? kwnna
margir að spyrja. Jú, þetta er iþrótta-
leikvangur haglabyssumanna i Skotfé-
lagi Reykjavikwr.
Þarna fara fram æfingar og
keppni í skotfimi og til að reyna að
útskýra gróflega fyrir lesendum
hvað það er sem gerist þarna ferst
einum félagsmanna lýsingin þann-
ig:
„Þetta fer þannig fram að á svæð-
inu er annars vegar turn og hins
vegar mark. Á milli þessara tveggja
staða er myndaður hálfhringur þar
sem eru 8 mismunandi pallar. í
hverjum hring er skotið upp 25 leir-
dúfum og er kúnstin sú að reyna að
hitta sem flestar þeirra. Þær koma
ýmist frá markinu og fara þá í átt að
turninum eða öfugt. Stundum koma
reyndar tvær dúfur í eihu og fara
hvor í sina áttina. Aðeins er notað
eitt skot á hverja dúfu, þannig að
það ríður á að vera hittinn.
Á mótum er keppt um 50,100 eða
200 dúfur, en flest mótanna eru svo-
kölluð 100 dúfu-mót og eru þá farnir
4 hringir."
Skeet er skandinavískt orð að
uppruna og ku það vera dönsk eða
norsk kona sem upphaflega átti
hugmyndina að þessu heiti á íþrótt-
inni, snemma á þessari öld eða seint
á þeirri síðustu. Hér er íþróttin
nefnd Skeet eða flugskifuskotfimi
og dæmi nú hver fyrir sig hvort er
þjálla í munni!
Þessi íþrótt á mjög vaxandi fylgi
að fagna og víða um land er verið að
opna Skeet-velli eða þeir verða opn-
aðir á næstu misserum. Margir
þeirra sem þetta stunda gera það til
að ná betri árangri á veiðum, koma
þá gjarnan annað slagið til að æfa
sig og njóta ráðlegginga þeirra sem
reyndari eru.
í Leirdal koma saman fjórum sinn-
um í viku nokkrir harðir náungar
sem sjálfir segjast vera Skeet-hólist-
ar, samanber alkóhólistar, og æfa
skotfimina. Síðastliðin tvö ár hefur
sænski landsliðsþjálfarinn komið
hingað til lands og liðsinnt þeim
sem hafa áhuga á þessari íþrótt hér
og er þegar afráðið að hann komi
hingað í maí næstkomandi. Síðan
hann fór að koma hingað hefur
reyndar árangur manna stórbatnað
og sem dæmi um það má nefna að
annar handhafi lslandsmetsins í
greininni, Einar Páll Garðarsson,
hefur náð því að skjóta niður 193
dúfur af 200 á æfingu! Þess má geta
að heimsmetið er 196. Annars er Is-
landsmetið 184 af 200 og ásamt Páli
er það Gunnar Kjartansson sem á
heiðurinn af því meti.
Kröfur manna til sjálfra sín hafa
líka stóraukist með bættum árangri
og sem dæmi um það má nefna að
fyrir u.þ.b. fjórum árum þótti það
ágætisárangur að ná 17—20 dúfum
af 25, sem þykir ekki mikið í dag. Þó
eiga hérlendir keppendur í þessari
grein langt í land miðað við erlenda
kollega sína og væntanlega stíga
þeir ekki á verðlaunapall á næst-
unni. Það sem stendur þeim þó fyrst
og fremst fyrir þrifum er ónóg
keppnisreynsla, því á stórmótum
eru það einkum taugarnar sem
klikka, vegna álags.
Þessi íþrótt getur ekki talist ódýr í
iðkun og jaxlarnir fyrrnefndu, sem
mæta á svæðið fjórum sinnum í
viku, eyða líklega um það bil 30.000
kr. í þetta á mánuði! Hins vegar eru
slíkar upphæðir ekki nauðsynlegar
fyrir þá sem einungis stefna að því
að verða betri skotmenn, því þeim
nægir, eins og áður sagði, að mæta
við og við og jafnvel fylgjast með
þeim sem lengra eru komnir.
Svona rétt til gamans má svo geta
þess að byssurnar sem sumir þess-
ara kappa nota kosta á bilinu.
150—500.000 út úr búð!