Pressan - 15.02.1990, Qupperneq 18
18
Fimmtudagur 15. febr. 1990
SNÆFELLINGAR
Upplýsingafundur
um
evrópska efnahagssvæðið, EES,
verður haldinn á vegum
utanríkisráðuneytisins
miðvikudag 21. febrúar kl. 21.00
í félagsheimilinu í Ólafsvík
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra hefur framsögu og
mun ásamt embættismönnum utanríkisráðuneytisins svara fyrir-
spurnum um viðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og
Evrópubandalagsins, EB, um myndun sameiginlegs markaðar í
Evrópu.
Utanríkisráðuneytið
M
INGÓ í
EÐFERÐ —
PLATAN ÚR
UMFERÐ
Bítillinn Ringó Starr borgaði fyr-
ir skemmstu tæpar fimm milljónir
króna tii þess að koma í veg fyrir að
nýjasta hljómplata hans yrði sett á
markað í Bandaríkjunum. Á plöt-
unni flutti Ringó gömul lög, eins og
I Can Help og Ain’t That a Shame,
en einnig ný frumsamin lög.
Ástæðan fyrir því að Ringó vill
láta stöðva útkomu hljómplötunnar
er sú, að hann vár á villigötum
áfengissýkinnar, þegar hann vann
að henni. Núna er Bitillinn búinn að
fara í meðferð, ásamt eiginkonu
sinni, leikkonunni Barböru Bach,
og er allur annar maður. Og þegar
hann hlustaði á plötuna frá vímu-
tímanum komst hann að því að hún
var einfaldlega léleg. Þess vegna er
hann tilbúinn að greiða framleið-
andanum fyrrnefnda fjárhæð fyrir
að henda plötunni á haugana.
Hann gerir væntanlega bara bet-
ur næst!
PREDIKARA-
DÖTTIRIN
STRIPLAST
Bandaríski sjónvarps-predikarinn
Jim Bakker er í slæmum málum,
eins og löngu er frægt orðið. Hann
hrapaði af stalli sínum, þegar upp
komst að hann — harðgiftur maður-
inn — hafði sofið hjá ungri stúlku,
sem áður hafði látið mynda sig bera
í tímaritinu Playboy. í kjölfarið
komu síðan uppljóstranir um með-
ferð hans á fjármunum, sem sjón-
varpsáhorfendur höfðu gefið í góðri
trú um að þeim yrði varið í annað
en munaðarlíf og lystisemdir.
Nýjustu fréttir af Bakker-fjölskyld-
unni eru hins vegar þær, að nú er 19
ára gömul dóttir predikarans,
Tammy Sue Bakker, að hugsa um
að fækka fötum fyrir ljósmyndara
Playboy. Og til hvers i ósköpunum?
Jú, til að útvega peninga fyrir pabba
gamla, sem þarf að greiða lögfræð-
ingum háar fjárhæðir fyrir að verja
sig. Tvisvar sinnum var búið að
ákveða stað og stund fyrir mynda-
tökuna, en í bæði skiptin hætti
Tammy Sue við. Fjöiskyldan hefur
nefnilega lagt mikla áherslu á aö
dóttirin bæti ekki gráu ofan á svart
með því að striplast á almannafæri,
þrátt fyrir að fregnir hermi að
greiðslan eigi að vera litlar 11 millj-
ónir króna.
Opið:
KRINGLUNNI:
Virka daga ....
Laugardaga ..
SÆTÚNI 8:
Virka daga ....
Laugardaga ..
kl. 10-19
kl. 10-16
kl. 09-18
lokað
Heimilistæki hf
Sætúni 8 SÍMI 69 15 15 • Kringlunni SÍMI6915 20
'ísamuH^um
Ch
tM\
N-Á-M-A-N
NAMU NAMSSTYRKIR
Landsbanki íslands auglýsir eftir umsóknum um
tvo styrki sem veittir verða NÁMU-félögum.
D Einungis aðilar að námsmannaþjónustu
Landsbanka íslands, NÁMUNNI, eiga rétt á að
sækja um þessa styrki.
D Allir þeir, sem gerst hafa félagar í NÁM-
UNNI fyrir 15. mars 1990, eiga rétt á að sækja um
styrk vegna þessa námsárs.
IÉÚÉ Hvor styrkur er að upphæð 100 þúsund
krónur og verða þeir afhentir í byrjun apríl 1990.
0 Umsóknir er tilgreini námsferil, heimilishagi
og framtíðaráform, skal skilað til Landsbanka ís-
lands eigi síðar en 15. mars næstkomandi.
Umsóknir sendist til:
Landsbanki fslands, Markaðssvið,
b.í. Ingólfs Guðmundssonar,
Austurstrœti 11, 155 Reykjavík.
Náman er nafn á heildarþjónustu Landsbanka íslands, sem er sér-
staklega sniðin að þörfum námsfólks. Allir námsmenn 18 ára og eldri
eiga rétt á að scekja um aðild að þessari þjónustu.
I NÁMUNNl er nú m.a.:
- Einkareikningur með yfirdráttarheimild, 3 ókeypis tékkhefti,
einkareikningslán o.fl.
- Kjörbók, háir vextir, ekkert úttektargjald ef keypt eru verðbréf.
- Visa-kort strax við upphaf viðskipta.
- Námslokalán, allt að 500.000,-, lánstími allt að 5 ár, viðtal við
bankastjóra óþarft.
- Ráðdeild, þjónusturit Landsbankans, ókeypis áskrift.
- Filofax-minnisbók, ókeypis eftir 6 mánaða skilvís viðskipti.
- Styrkveiting, tveir styrkir á hverju ári.
- Dreifing og móltaka gagna fyrir Lánasjóðinn, eyðublöð og
bœklingar LÍN liggja frammi I afgreiðslum Landsbankans. Af-
henda má öll gögn sem eiga að fara til LÍN í afgreiðslum
bankans. Viðkomandi afgreiðslustaður sér síðan um að koma
gögnunum til LÍN samdœgurs.
- Ráðgjöf og upplýsingar, sérstök mappa með upplýsingum, út-
reikningum á greiðslubyrði lána o.fl.
Til að öðlast þessi réttindi þarf aðeins að stofna Kjörbók og Einka-
reikning Peir námsmenn sem fá lán frá LÍN verða einnig að leggja
námslánin inn á Einkareikning.