Pressan - 15.02.1990, Side 21

Pressan - 15.02.1990, Side 21
Fimmtudagur 15. febr. 1990 21 SKODA-BRANDARAR „Eigendur Skoda-bifreiða hafa efni á kímnigáfu!" Svona hljóðaði auglýsing í bresku dagblaði en lengi vel nutu tékkneskir brandarakarlar þess að búa til brandara um þessa bíltegund. Margir brandaranna eru að verða úr sér gengnir, þar sem þeir gengu út á að verkamenn í Skoda-verksmiðjunum væru mest- megnis fangar. Vaclav Havel hefur veitt 1.600 þeirra frelsi nú þegar, eft- ir rúman mánuð í valdastóli, og mannfæð í verksmiðjunni veldur því að framleiöslan gengur nú hæg- ar en ella. Hvernig veistu að Skoda er að miklu leyti búinn til af föngum? hljóðaði ein skrýtlan. Og svarið: Af því að um ieið og hann kemst út úr verksmiðjunni gengur hann og gengur og geng- ur og gengur . . .! Og fleiri brandarar/gátur hafa verið búin til um Skoda-bíla: Hvernig er hægt að tvöfalda verðmæti Skodans? Með því að fylla hann af bens- ini. PRESSU u næstu helgi mun breska útvarpsstöðin BBC helga Skand- inavíuþjóðum stóran hluta af dag- skrá sinni. Skipar íslenskt menning- arefni þar veglegan sess, því flutt verður leikrit sem gert er upp úr Njálu. Er það fræðimaðurinn kunni Hermann Pálsson prófess- or sem samið hefur leikgerð verks- ins fyrir Breta . . . « AVkráning fóstureyðingarpillu olli miklu fjaðrafoki í Frakklandi síð- astliðið sumar. Pillan einfaldar framkvæmd fóstureyðinga til mik- illa muna, því ef hún er tekin inn áð- ur en sjö vikur eru liðnar af með- göngutímanum er hægt að komast hjá öðrum aðgerðum. Kristnir hóp- ar í Frakklandi kröfðust þess að pill- an yrði fjarlægð af markaðnum en stjórnvöld neituðu. Miklar deilur urðu einnig um þessa pillu á Norð- urlöndum, en hún er nú seld í Dan- mörku og klínískar tilraunir í gangi í Noregi. Hér á landi er pillan ekki skráð. Aftur á móti er afbrigði af henni notað í sambandi við fóstur- eyðingar, en eingöngu á spítulunum og í sambandi við aðgerð, til þess að mýkja legið og opna það. Hér er ekki hægt að fá pillu sem kemur í staðinn fyrir aðgerð, en Bessi Gíslason lyfjafræðingur segir að um sama efnið sé að ræða . . . ■ I daginn sáum við auglýst á vegum jafnréttisnefndar Banda- 'ags háskólamanna námskeið fyr- r konur í stjórnunarstörfum. Pað vakti athygli við þessa auglýsingu að af fimm kennurum á námskeið- inu var einungis ein kona . . . Cartier í París: EÐALSTEINAR Menn hafa mikið dálæti á eðalsteinum og skarti i Petit Palais i Paris eða Litlu höllinni. Þar voru fjársjóðir Tutankha- mon sýndir á sinum tima og nú nýlega krúnudjásn Danadrottningar. Hver er kosturinn við aö hægt er að hita afturrúðuna á Skoda? Hitinn frá henni hlýjar þér á höndunum þegar þú ert að ýta bílnum. í hverju felst bensínsparnaö- ur Skoda-bifreiða? Þær fara ekki í gang. Hver er munurinn á Skoda og inflúensu? Þaö er hægt að losna við flens- una. Hvað gerist þegar þú setur ryðeyðandi efni á Skoda? Hann hverfur. Hvernig er hægt að fara fram úr Skoda? Meö því að hlaupa. Hvaö heitir Skoda turbo? Lada. Hvers vegna þarftu að hafa tvö varahjól í Skodanum? Svo þú getir hjólað heim. Hvað gerðist eftir að Skodinn ók á músina? Músinni líður vel en Skodinn dó. Nú stendur þar yfir sýning á skart- gripum sem gerðir hafa verið af hinu heimsfræga Cartier-fyrirtæki, sem í tímans rás hefur hannað skart- gripi fyrir kóngafólk í Evrópu og auðkýfinga heimsins. Síðasta rússn- eska keisaraynjan lét hina dverg- högu Cartier-bræður smíða fyrir sig mikilfengleg höfuðdjásn og Viktoría dróttning mun hafa pantað nokkur stykki hjá þeim. Fyrirtækið var stofnað árið 1847 af ættföðurnum, Louis Francois Cartier, í þrön'gri götu frá miðöldum skammt frá aðalmarkaði borgarinn- ar, þar sem nú er Pompidou-safnið, en um aldamót var það flutt í dýr- ustu götu Parísarborgar, rue de la Paix, enda hafði þá Cartier-fjöl- skyldan auðgast svo mjög á skart- gripasölunni að hún gat um leið opnað útibú i London og New Yot’k. Gullsmiðir Cartiers hafa sótt hug- myndir sínar til margra landa og í skartgripum þeirra frá ýmsum tím- um sjást greinilega kíirversk, md- versk og egypsk áhrif. Raunar smíða þeir ýmislegt annað en skart- gripi. A sýningunni í Petit Palais má sjá forkunnarfagra hluti, svo sem samkvæmisveski, ilmvatnsglös, borðklukkur úr gulli og kristal og fíngerð úr úr hvítagulli, sett dem- öntum. Parna má sjá sverð með hörpu Orfeusar á handfanginu, al- sett smarögðum, rúbínum og dem- öntum, smíöaö fyrir skáldið Jean Cocteau, þegar hann var kjörinn í frönsku akademíuna 1955, og nælu leikkonunnar Ninu Dyer, lítið tígris- dýr meö 602 demöntum og 69 safír- um. Parna er líka hjartalöguð næla, hlaðin demöntum og rúbínum, pöntuð af skötuhjúum, kenndum við Windsor, í tilefni af tuttugu ára brúökaupsafmæli þeirra árið 1957. OKKAR KJÖRORÐ GÆÐI OG GÓÐ ÞJÓNUSTA ÞAR SEM ÞEIR VERSLA FÖTIN ÞAÐ ER ÞESS VIRÐIAÐ LÍTA INN TIL OKKAR JAKKAFÖT - JAKKAR - BUXUfí - FRAKKAR SKYRTUR OG PEYSUR FRÁ FRAKKLANDI V.ÞYSKALANDI OG ÍTALÍU HERRAFATAVERSLUNIN VALENTINO IÐNAÐARMANNAHUSINU HALLVEIGARSTIG 1 Sími 621617

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.