Pressan - 15.02.1990, Side 22

Pressan - 15.02.1990, Side 22
22 Fimmtudagur 15. febr. 1990 Sumir eru l vísindamem Gestur Ólafsson arkitekt veröur bókstaf lega yngri meö hverju árinu sem líöur. Þorsteinn Pálsson þykir nánast drengsiegur og er sagður vekja móöurtilfinningar í hjörtum margra kvenna. SLÆMU FRÉTTIRNAR: Likami okkar eldist giarnan mun hraðar en afmœlis- dagarnir segja til um. Karlmenn eldast að meðaltali um 15,2 ár frá fertugu til fimmtugs. Konur eldast um 18,6 ár á þeim tiu árum, sem liða frá fertugsaf- mœlinu þar til þær verða fimmtugar. GÓÐII FRÉTTIRNAR: Það er mögulegt að stöðva þessa óheillaþróun — og jafn- vel snúa henni við. EFTIR: JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR Það er alveg ótrúlegt — jafnvel óþolandi, ef maður á að vera full- komlega heiðarlegur — hve sumir eldast miklu betur en aðrir. Sumt fólk breytist hreinlega lítið sem ekk- ert, þó árin líði eitt af öðru. Verður meira að segja stundum huggulegra eftir því sem aldurinn færist yfir það. En hvernig skyldi standa á þessu? Er þetta bara enn eitt dæmið um óréttlætið í heiminum eða búa þessir unglegu einstaklingar yfir einhverri töfraformúlu, sem þeir halda leyndri fyrir okkur hinum? Ekki aldeilis, segja kanadískir læknar, Dr. Richard Earle og Dr. David Imrie, sem vinna við The Canadian Institute of Stress (Kanadísku steitustofnunina). Þeir hafa rannsakað þetta mál á undan- förnum árum með aðstoð rúmlega 600 sjálfboðaliða og komist að afar merkilegum niðurstöðum. Og þeir segja: Líkamar fólks eldast mishratt, svo fæðingardagur og ár segir ekki alla söguna! En sem betur fer má sporna við hraðri hrörnun — oft með góðum árangri. Hrörnun hröðust frá fertugu til fimmtugs Afmælisdagar geta sem sagt verið óáreiðanleg heimild um likamlegan aldur fólks, hversu skrýtið sem það kann að virðast. Kanadísku lækn- arnir tala annars vegar um líffræði- legan eða líkamlegar aldur og hins vegar um svokallaðan dagatalsald- ur eða þann aldur, sem reikna má út frá fæðingardegi. Og það fer eftir lif- fræðilega aidrinum hvernig við lít- um út, hversu mikilli orku við búum yfir og hve móttækileg við erum fyr- ir sjúkdómum. Þeir Earle og Imrie völdu sér 623 tiiraunadýr og átti allt fólkið það sameiginlegt að líta út fyrir að vera tíu til tuttugu árum eldra en það var í raun og veru. Læknarnir ætluðu sér að kanna hvort breyta mætti þessari staðreynd og gera fólkið unglegra á sál og líkama, þó í upp- hafi virtist það raunar borin von. Sérstaklega virtist hrörnun um ald- ur fram vera vonlaus viðureignar hjá þeim tilraunadýrum, sem voru 40 til 50 ára. Við mjög nákvæma rannsókn kom líka í ljós að líkamar karlmanna í Norður-Ameríku eldast að meðaltali um 15,2 ár á áratugn- um milli fertugs og fimmtugs, en lík- amar norður-amerískra kvenna eld- ast að meðaltali um hvorki meira né minna en 18,6 ár á sama tímabili. Orsakir og afleiðingar Læknarnir komust með frekari rannsóknum að þeirri niðurstöðu, að fólkið átti sjálft drjúgan þátt í því að líkama þess fór svona mikið aft- ur. Ákveðnir þættir voru einkenn- andi fyrir meirihluta þessa hóps. Fólkið brást afar illa við streitu, það reykti, drakk áfengi eða notaði aðra vímugjafa, borðaði lélega fæðu, hreyfði sig lítið sem ekkert og hafði sérlega fastmótað og neikvætt við- horf til lífsins. Afleiðingarnar voru þær að þetta fólk sýndi flest eftirfarandi ein- kenni: Húð í andliti var óvenju hrukkótt miðað við aldur, fólkið þreyttist auðveldlega, það var taug- astrekkt og sýndi lítið frumkvæði, þjáðist oft af krónískum sjúkdómum og svefnleysi, fékk tíð höfuðverkja- köst og bjó yfir lítilli orku. Og þetta töldu þeir Earle og Imrie vera í bein- um tengslum við streitu og neikvæð viðhorf viðkomandi einstaklinga. Orsakir vandans í heilabúinu Næsta mál á dagskrá var að finna leiðir til að stöðva þessa ótímabæru hrörnun og helst að snúa þróuninni við. Eftir því sem leið á könnunina kom síðan í ljós, þó ótrúlegt megi virðast, að þetta var raunhæfur möguleiki — og það á einungis fjór- um til átta mánuðum. Guðbergur Bergsson hefur yfir sér bjart og unglegt yfirbragð, sem ekkert breytist. Til þess að leika mætti á Elli kerl- ingu varð viðkomandi einstaklingur þó auðvitað bæði að taka sig á og taka á. Þetta hafðist ekki fyrirhafn- arlaust. En hvað eru menn ekki til- búnir að leggja á sig til að yngjast um heilan áratug? Tilraunadýr kan- adísku læknanna breyttu því um mataræði, stunduðu líkamsrækt og slökun og — síðast en ekki síst — líu ráð til að hægja á „Elli kerlingu “ 1. Temdu þér jákvæöari og sveigjanlegri viðhorf til lífsins og til- verunnar. 2. Lærðu að láta þér þykja vænna um sjálfan þig. 3. Bættu sjálfsálitiö með því að varast neikvæðar, úr hófi sjálfs- gagnrýnar eða sjálfsafneitandi hugsanir og athugasemdir. 4. Stundaðu djupslökun í hálftíma á dag og beindu þá jafnframt hugsunum þínum að öllum þeim jákvæðu breytingum, sem þú ætlar að gera á lífi þinu. 5. Gefðu þér meiri tíma til að sinna áhugamálum. 6. Fáðu einhvern trúnaðarvin eða ættingja i lið með þér. 7. Gættu þess að reyna reglulega eitthvað á líkamann, án þess að slíkt fari út í öfgar. 8. Borðaðu fjölbreytta fæðu — mikið af trefjaríkum mat, ferskum ávöxtum og grænmeti (sérstaklega gulu og rauðu, svo sem gul- rótum og appelsínum), en lítið af fitu og sykri. Taktu bætiefni daglega, ef þér finnst þú þurfa á því að halda, t.d. vítamín og steinefni. 9. Gættu þess að fá nægan svefn til að viðhalda andlegum og lík- amlegum styrk. 10. Hættu að reykja og reyndu að drekka aldrei meira en eitt eða tvö glös af áfengi á dag.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.