Pressan


Pressan - 15.02.1990, Qupperneq 23

Pressan - 15.02.1990, Qupperneq 23
Fimmtudagur 15. febr. 1990 23 'glegri en aðrir — og nú telja sig vita hvers vegna fóru þeir í langa og stranga sálfræði- meðferð. Þeir Earle og Imrie eru nefnilega sannfærðir um að ótímabær elli- merki eigi langflest rætur sínar að rekja til heiians og því verði að tak- ast á við bæði líkama og sál til þess að sporna við þróuninni; auðvitað með tilliti til þarfa og aðstæðna hvers og eins. Um þetta hafa þeir kollegarnir raunar skrifað bók, sem þeir kalla Your Vitality Qoutient, en það má t.d. þýða sem Lífsorku- kvóti þinn. Einnig hafa þeir sett á markað sérstaka bætiefnablöndu, sem þeir kalla The Vitality Qouti- ent Vitamin and Mineral Supple- ment og hefur að geyma ýmis vít- amín og steinefni. Bókina er eflaust hægt að panta í gegnum íslenskar bókabúðir, ef lesendur skyldu hafa áhuga á því, en ekki vitum við til að bætiefnablandan fáist hér á landi. Konur eldast hraðar, en. . . Hin rúmlega sex hundruð til- raunadýr Kanadamannanna breyttu lifnaðarháttum sínum sam- 'kvæmt framangreindri formúlu og undirgengust sálfræðimeðferð. Þetta skilaði þeim árangri að eftir fimm mánuði höfðu þátttakendurn- ir að meðaltali lækkað aldur líkam- ans um heil 10,2 ár, en sumir höfðu jafnvel „yngst“ mun meira. Þetta kom fram í ítarlegri könnun á líkam- legu og andlegu ásigkomulagi fólks- ins, sem framkvæmd var af sérfræð- ingum bæði fyrir og eftir „átakið", en þeir höfðu að sjálfsögðu ekki Því er síðan við að bæta að niður- staða framhaldsrannsóknar á fyrsta hópnum, sem kanadísku læknarnir „meðhöndluðu", sýnir að um leið og þróunin er orðin jákvæð heldur hún áfram að vera það. I ljós kom að veikindi fólks í fyrsta tilraunahópn- um höfðu minnkað um heil 62% miðað við ástandið áður en blaðinu var snúið við. Hamingja og frábært kynlíf En það eru fleiri vísindamenn — sem og leikmenn — sem velta fyrir sér hvers vegna sumir eru unglegri en aðrir. Sálfræðingur við háskól- ann í Edinborg, Dr David Weeks, kannar nú leyndardóminn að baki þess, þegar fólk lítur út fyrir að vera mörgum árum yngra en það raun- verulega er. En hann tók annan pól Þú eldist fyrr, ef þú... ... reykir ... drekkur áfengi eöa notar aðra vímugjafa ... borðar lélega fæðu ... hreyfir þig lítið ... hefur fastmótuð og neikvæð viðhorf til lífsins er? En hverju sem því líður, þá eru þessir lukkunnar pamfílar líka kraft- meiri og hraustari en aðrir og hafa mikla ánægju af kynlífi, sem þeir stunda af krafti. Þetta fólk fer ekki til læknis nema á 8 til 9 ára fresti (með- altalið í Bretlandi er tvisvar á ári!) og er langflest algjörlega laust við streitu. Samt var meirihlutinn í vinnu, þar sem gerðar voru miklar kröfur, og margir höfðu lent oftar en einu sinni i hjónaskilnaði. Hugsa eins og unglömb — eru eins og unglömb Hinn breski Dr. Weeks segir að hamingjusama og unglega fólkið, sem hann hefur rannsakað, neiti bókstaflega að láta draga sig niður í slen og þunglyndi. Þegar eitthvað bjátar á leita þessir einstaklingar Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona, sem fyrir nokkrum árum fór meö hlutverk hinnar bráðungu Línu langsokks, er lítil, grönn og stelpuleg. Þórólfur Þórlindsson pró- fessor við Háskóla íslands þykir með unglegri og hressari mönnum, enda duglegur aö skokka. Bryndís Schram er glæsi- legri en fjölmargar mun yngri konur, þó hún sé kom- in á sextugsaldur. í hæðina en kollegar hans í Kanada. Hann velur einmitt tilraunadýr, sem eru sérlega ungleg, og hefur rann- sakað yfir eitt þúsund manns. Og Weeks telur sig geta fullyrt að ung- legt fólk er alveg áberandi ham- ingjusamt og lífsglatt! Það má auðvitað velta því fyrir sér hvort kom á undan, eggið eða hænan. Er þetta fólk svona hresst og hamingjusamt af því það er vel á sig komið andlega og líkamlega, eða er það svona vel á sig komið vegna þess hve hamingjusamt það Aíleiðingarnar eru þær að þú... ... færð fleiri hrukkur í andlitið en jafnaldrarnir ... þreytist fljótt ... verður slæm/ur á taugum ... sýnir lítið frumkvæði ... færð króníska sjúkdóma ... þjáist af svefnleysi ... færð höfuðverkjaköst ... býrð yfir lítilli orku hugmynd um raunverulegan aldur tilraunadýranna. Konur eldast raunar hraðar en karlar. Það er þó engin ástæða til að örvænta, því þegar þær byrja að sporna gegn hrörnuninni gengur þeim það töluvert betur en körlum. Télja læknarnir að konur snúi ofan af líkamlegu aldursklukkunni á um þriðjungi meiri hraða en karlmenn. En bæði karlar og konur, sem þátt tóku í þessu átaki í Kanada, sáu greinilegan mun á sér. Hrukkur og pokar undir augum minnkuðu, húð- in varð almennt frísklegri og fólkið varð glaðlegra og hressilegra í fram- með vandamál sín til trúnaðarvina og fá aðstoð við að leysa úr þeim. Og þeir gleyma aldrei að horfa á hinar björtu hliðar tilverunnar, þó syrti í álinn á einhverjum vígstöðv- um — alveg eins og Pollýanna. Það var iíka áberandi að konurn- ar voru yfir höfuð mjög jafnréttis- sinnaðar og harðar á því að konur gæfu körlum ekkert eftir. Margar eldri konurnar, sem komnar voru á breytingaskeiðið, sögðust fá horm- ónameðferð og fullyrtu að sér hefði aldrei á ævinni liðið betur en eftir tíðahvörfin, bæði andlega og líkam- lega. Fáir úr hópnum reyktu eða tóku róandi lyf eða svefnlyf. Margir not- uðu áfengi í hófi og reyndu að borða heilsusamlega fæðu, þó ekki væri um neinar öfgar að ræða í þeim efn- um. Einnig var algengt að þetta fólk færi u.þ.b. þrisvar í viku í gönguferð í hálftíma eða svo. Dr. Weeks telur þó „leyndarmál- ið“ fyrst og fremst felast í viðhorfi einstaklinganna sjálfra til aldurs. Ef þeim finnist þeir vera unglömb fram eftir öllum aldri, þá séu þeir eins og unglömb í útliti! Steinunn Jóhannesdóttir, leikkona og rit- höfundur, er ein þeirra heppnu, sem virð- ast ekkert breytast með árunum.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.