Pressan - 15.02.1990, Page 24
24
Fimmtudagur 15. febr. 1990
cmndrs lconar viðhorf
Sjálfsvíg í Ijósi dulhyggju
Á myrkum mánuðum vetrar-
ins er því miður mikið um sjálfs-
víg. Einstaklingar úr öllum stétt-
um þjóðfélagsins virðast geta
gripið til þessa óyndisúrræðis.
Sjálfsmorð eru eins og þrauta-
lending þegar allt, sem í mann-
legu valdi virðist mögulegt, mis-
tekst alfarið. Mörg sjálfsvíg eru
afleiðing einhvers konar von-
brigða eða óbærilegrar sektar-
kenndar sem engin leið er út úr,
að því er þeim sem svipta sig líf-
inu finnst, þegar örvænting við-
komandi er nánast óbærileg.
Þjóðfélag sem rekið er með bull-
andi halla er á vissan hátt vísir
að uppgjöf einstaklinganna sem
það hýsir. Manneskja sem ekki
getur uppfyllt þær fjárhagslegu
kröfur sem brjáluð verðbólga
gerir til hennar verður oft undir
og gefst upp á lífinu. Þetta og
ýmiss konar tilfinningahöfnun
eru oft undanfari skipbrots sem
legið getur á bak við sjálfsvíg
þótt aidrei verði það sannað að
fullu. Afleiðingar sjálfsmorðs
eru margþættar og aldrei ein-
ungis mál þess sem verknaðinn
fremur heldur líka stórmál
þeirra ástvina sem eftir standa.
En reynum nú með þessum fátæk-
legu orðum að átta okkur á því
mögulega og ómögulega í þessum
óhugnanlega þætti lífsins.
Þegar öll sund
uirdast lokud
Þegar andlegt ástand okkar er
orðið svo viðkvæmt að við getum
ekki hugsað okkur að lifa lengur er
ástæða til að leita hjálpar sérfróðra
sem fyrst. Flest vitum við að þegar
sama hugsunin er farin að spóla í
huga okkar aftur og aftur þá er eitt-
hvað mikið að. Ef þessi hugsun er
tengd lönguninni að svipta sjálf okk-
ur lífinu er augijóst að líf okkar er á
hraðri ieið niður á við og bara
spurning um tíma hvenær við gríp-
um til örþrifaráða^ sem síðan verða
ekki aftur tekin. Á slíku augnabliki
er rétt að tala við góða vini eða sína
nánustu um hugsanir sinar og ekki
byrgja þær inni en gefa þeim tæki-
færi til að koma á móti okkur and-
lega til aukins skilnings á vandan-
um. Umræður af þessu tagi eru viss
léttir þó þær leysi kannski ekki
erfiðleikana. Ef fjárhagur, tilfinn-
ingasambönd eða atvinnuöryggi
eru í hættu er okkur afar hætt við
þunglyndi sem kemur sjálfsvígs-
hugsun af stað. Hætt er við að ekk-
ert sem hendir okkur væri í raun
svo skelfilegt, ef hægt væri að beita
góðum vilja og skýrri rökhugsun til
að uppræta ástandið. Við verðum að
gera okkur grein fyrir því að þegar
við erum á valdi tilfinningalegs sál-
armyrkurs er öruggt að okkur finnst
öll sund einfaldlega lokast okkur.
Oft er auðveldara að hjálpa okkur ef
ástandið er ekki látið leika lausum
hala of lengi í huga okkar og ekkert
í þessum efnum er óyfirstíganlegt ef
heiðarlega og elskulega er unnið að
iausn þessa angistarfulla ástands,
svo mikið er víst.
Huad tekur uid
ad þessu lífi loknu?
Ef við reiknum með að við lifum
líkamsdauðann, eins og flest bendir
til, er öruggt að við vöknum í nýju
lífi eins og við fórum frá þessu. Til
viðbótar við alla fyrri örvæntingu,
sem er óbreytt, bætist óbærileg
sektarkennd yfir verknaðinum.
Auðvelt er að ímynda sér að það sé
ekki áhugavert ástand að uppgötva
að ekki verður aftur snúið hvað sem
við viljum til vinna. Við myndum
örugglega öll verða skelfingu lostin
við slíkar aðstæður og ekki undar-
legt. Við sem ætluðum að losa okk-
ur við alla ábyrgð, ótta, biturð og
endalausar kröfur jarðlífsins á þann
eina hátt sem okkur fannst borga
sig, nefnilega með sjálfsvígi. í stað
þess hefur ástandið andlega stór-
versnað og eftir standa ástvinir
harmi slegnir og fullir sjálfsásakana
sem við getum ekki létt af þeim, því
í líkamann kemst enginn aftur sem
frá honum fer með þessum sárgræti-
lega hætti. Hitt er svo annað mál að
við fáum alla þá hjálp sem við ósk-
um eftir þó hinum megin móðunnar
miklu séum. Guð er miskunnsamur
og enginn er látinn þjást endalaust,
þótt hann ákveði sjáífur sitt skapa-
dægur. Við fáum hjálp þroskaðra
sálna að því marki sem við óskum
sjálf. Spurningin er bara: Getur
nokkur vænst þess að röng athöfn
sé auðleysanleg, hvort sem við
dveljum á jörðu eða himni?
Jardlífiö er dýrmœtur skóli
Á gönguför okkar um lífsins tor-
sóttu vegi má alltaf reikna með sól
og skugga í breytilegum hlutföllum.
Þau okkar sem telja sig þurfa að
kynlifsdálkurinn
Veggjastelpur
Bréfum til Jónu Rúnu Kvaran verður að fylgja fullt nafn og kennitala,
en þeim upplýsingum er haldið leyndum ef óskað er.
Utanáskriftin er: PRESSAN — Jóna Rúna Kvaran, Ármúla 36, 108
Reykjavík.
bera á þessari göngu byrðar mót-
lætis ættu að hafa í huga að útilok-
að er að flýja sjálfan sig, því við er-
um þannig af guði gerð að við erum
líka andlegar sálir og sálin er ekki
efniskennd þannig að hún er þar
sem við erum, hvort sem við erum
á himni eða jörðu. Ef við eigum að
koma sterkari og þroskaðri frá jarð-
lífinu verðum við að leysa allan okk-
ar vanda hér og nú. Trúlega er vand-
fundinn sá einstaklingur sem þyldi
að vera 24 tíma sólarhringsins í sól
þótt hún sé yndisleg í þægilegum
hlutföllum mót skugga. Eins er með
velgengni, hætt er við að um and-
lega stöðnun yrði að ræða ef hún
væri það eina sem tilvera okkar á
jörðinni byði upp á. Svo höfnum
ekki skýjabökkum daglegs lífs,
heldur sættum okkur við þá sem
nokkurs konar próf sem við auð-
veldlega getum fengið miðlungs-
einkunn í, ef við verðum ekki of til-
finningasöm og svartsýn yfir að
þurfa að taka þau án þess að ákveða
sjálf endilega hvenær þau eru sett
fyrir okkur. Við erum iðulega að ýta
frá okkur tækifærum til þroska með
því að mikla það fyrir okkur sem
hendir okkur og krefst þolinmæði
og trúar á réttlátan guð, sem auð-
vitað veit hvað okkur er fyrir bestu
í skóla lífsins þótt stirðlega gangi
að trúa því þegar við viljum sjálf
ákveða skólann auk á hvaða hraða
og við hvaða skilyrði prófin eru tek-
in. Eitt er víst að myrkur hefur aldr-
ei varað endalaust hjá neinum,
hvorki hér né hinum megin. Þess
vegna er öll hugsun um sjálfsvíg
hugsanaskekkja sem ekki batnar
við líf að loknu þessu.
Eftirlifendur með
sektarkennd
Séum við sanngjörn þá er líðan
þess sem eftir er á jörðinni ekki
glæsileg. Viðkomandi fellur alveg
saman og hugsar: Hvað gerði ég
eiginlega rangt? Það hlýtur að hafa
verið hægt að koma í veg fyrir
þennan verknað. — Þá er rétt að
benda á í þessu sambandi, þótt ekki
sé um líka athöfn að ræða, að það
hellir enginn áfengi ofan í okkur.
Við getum neitað eða hreinlega
þegið sopann en við höfum val, ekki
satt? Sá sem búinn er að ákveða að
svipta sig lífi gerir það, hvað sem öll-
um góðum ráðum líður. Viðkom-
andi telur allar aðrar leiðir þrotnar
í leit sinni að undankomuleið. Það
er því alls ekki sanngjarnt að ásaka
þann sem eftir er um hvernig fór.
Sjálfsmorð er einkaákvörðun þess
sem það framkvæmir og alls ekki sú
dásamlega lausn sem viðkomandi
taldi sér trú um.
Eða eins og vonlausa vinnu-
konan sagði þegar hún ákvað að
hætta við sjálfsvígið. „Elskurnar
mínar, best er að sætta sig við
sinn hiut og vanda lausnir allra
mála hér á jörðinni, svo maður
geti að minnsta kosti hvílt sig í
faðmi guðs þegar yfir er komið.
Nóg er púlið hér þótt maður auki
það ekki þegar til himna er kom-
ið með fljótræðisverknaði sem
ekkert leysir, og hana nú.“
Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni.
Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdálkurinn, Ár-
múla 36, 108 Reykjavík.
„Kæra Jóna, viltu birta þetta bréf.
Nær undantekningarlaust þegar
komið er inn á vinnustaði þar sem
karlmenn vinna, svo sem verk-
stæði, skip o.þ.h., gefur að líta
myndir af hálfnöktu eða alnöktu
kvenfólki upp um alla veggi. Sumar
„sakleysislegar", aðrar grófari. Aldr-
ei hef ég séð sambærilegar myndir
af karlmönnum á vinnustöðum
kvenna. Hver er ástæðan? Erum við
konurnar svona feimnar? Höfum
við aðrar þarfir en karlmenn? Eða
eru þeir eitthvað að sýnast með
þessu? Flestum þeim, sem einhverja
reynslu hafa af rannsóknum á mun
kynjanna, held ég að beri saman
um að almennt hafi karlmenn meiri
kynferöislegar þarfir en konur. Og
ég spyr: Fullnægja svona myndir
kynferðislegum þörfum mannanna,
sem meira en nóg er af fyrir? Ég
verð að segja að mér finnst það mik-
il niðurlæging fyrir mig, sem gifta
konu (svo og allar aðrar konur), að
koma inn á vinnustað eiginmanns
míns og sjá hvað hann og aðrir fjöl-
skyldufeður hafa fyrir augunum alla
daga, svo mér er spurn: Nægja þeim
ekki eiginkonur þeirra? Erum við
ekki búnar að fá nóg af að vera stillt
upp eins og sælgætisauglýsingum?
PERA."
Sæl Pera og þakka þér fyrir gott
bréf. Ég þekki þessa niðurlægingu
sem þú talar um. Brjóstaberar píur í
fiskinetum á ilmspjaldi í sendiferða-
bíl eru til dæmis ein myndanna sem
ég man eftir. Eitt er að hafa gaman
af líkamanum, sem er mikið undur,
og annað að gera það á kostnað
annaðhvort karla eða kvenna.
Góöar til síns brúks
Hver er ástæðan fyrir því að
svona myndir eru bara uppi á karla-
vinnustöðum? Þessu er hægt að
svara á marga vegu og fer mikið eft-
ir því hver er spurður. Ef þú spyr.ð
karlmennina sjálfa, sem eiga í hlut,
þá finnst þeim þetta bara vera sak-
laust grín, þetta ylji þeim um hjarta-
rætur í vinnunni, og skilja ekkert í
óþarfa tilfinningasemi okkar
kvenna. Öðrum karlmönnum finnst
þetta hálfhallærislegt og segja að
þetta endurspegli þörf þessara karla
■fyrir að viðhalda karlmennskuímynd
sinni. Ef ég á að að svara sem kona,
femínisti og kynfræðingur, þá held
ég að veggjastelpur túlki viðhorf
karla til kvenna; það má sofa hjá
þeim — þær eru til þess brúks.
Punktur. Ánnars væri fróðlegt að
spyrja börn sömu spurningar, því
þau sjá hlutina oft í glettilega réttu
ljósi.
Konur hafa jafnmiklar
kynferöislegar þarfir
Ég er ekki alveg viss um að það sé
rétt að almennt hafi karlmenn meiri
kynferðislegar þarfir en konur.
Hvað er átt við með „kynferðislegri
þörf"? Er átt við hversu oft hann
langar til að hafa samfarir miðað við
hana? Þó svo að hann langi oftar til
þess þarf það ekkert að segja til um
kynferðislega þörf, af þeirri
einföldu ástæðu að það er hægt að
vera kynferðislegur á svo margan
hátt. Það er til dæmis líka hægt að
upplifa „tilfinningalegar samfarir"
þar sem elskendur opna sig hvor
fyrir öðrum án þess að hafa
samfarir.
Meö tígrisdýr í fanginu
Konur hafa líka áhuga á fallegum
líkömum og þurfa ekki að hafa bera
kalla uppi á vegg til að sýna það. Ég
sæi í anda mynd af berum karl-
manni sem faðmar að sér lítið leik-
fangatígrisdýr á vegg i íslandsbank-
anum! Kannski er ég dæmigerð leg-
remburotta (nýyrði Megasar yfir
kvenrembusvín), ég hallast að því
að fegurðarskyn okkar kvenna
varðandi líkamann fái útrás í annars
konar augnakonfekti — listvinnu af
öllu tagi; handavinnu, sköpun og
umönnun ungbarna svo eitthvað sé
nefnt. Svo erum við konur einfald-
lega ekki aldar upp með það viðhorf
til karlmanna að þeir séu einna
helst nýtilegir í ástaleikjum — þó
svo sumir vildu það gjarnan!
Tíöniuandamál
Þegar þú talar um sjálfa þig sem
eiginkonu og hvort myndirnar auki
ekki bara áhugann „sem meira en
nóg er af fyrir" datt mér í hug hvort
þú upplifðir það að maka þinn lang-
aði oftar að elskast en þig? Karlar
nota oft samfarir sem leið til að tjá
innilegar tilfinningar — oftar en
konur, sem geta einnig notast við
aðrar tjáskiptaleiðir. Tíðnivandamál
eru frekar algeng og til eru ýmsar
leiðir til úrbóta; sjálfsfróun, sleppa
samförum í mánuð og finna aðrar
leiðir til að vera náin hvort öðru.
Misræmi getur oft orðið það mikið
að þrátt fyrir góðan ásetning beggja
fer allt í sama horfið aftur — þá er
hægt að leita aðstoðar ráðgjafa.
Kœr kuedja,
þín kynsystir Jóna Ingibjörg.