Pressan - 15.02.1990, Qupperneq 28
PRESSU
CS
Wið undanförnu hefur borið
töluvert á því að austurlenskar kon-
ur, sem giftar eru íslenskum mönn-
um og búsettar hér á landi, hafi sótt
um að ráða systur sínar til sín sem
svokallaðar ,,au-pair“-stúlkur.
Beiðnum um þetta hefur hins vegar
verið hafnað og konunum bent á að
systur þeirra geti komið sem gestir
í heimsókn til íslands með þriggja
mánaða landvistarleyfi...
Itl k leynd hefur hvílt yfir
framboðsmálum sjálfstæðis-
manna í Reykjavík eftir að ákveð-
ið var að hverfa frá prófkjöri og láta
uppstillingu ráðast á bak við luktar
dyr. Þó höfum við óljósar fregnir af
því að niðurstaðan muni koma á
óvart. Jón Hjaltalín Magnússon
komi sterklega til greina í öruggt
sæti auk ónefndrar konu sem verði
ofarlega. Hins vegar verði Júlíus
Hafstein og Jóna Gróa Sigurðar-
dóttir látin víkja. Munu nefndar-
menn í uppstillingarnefndinni
reyna að sýna fram á kosti þessa fyr-
irkomulags með því að koma með
ný andlit inn á framboðslistana . . .
Rl reglugerð um greiðslur al-
mannatrygginga í lyfjakostnaði á að
beina lyfjanotkun inn á nýjar braut-
ir. Stjórnvöld vilja fá lækna til þess
að velja ódýrari kostinn þar sem
möguleiki á vali er fyrir hendi. Yfir-
leitt eru eftirlíkingar lyfja mun ódýr-
ari en frumgerðin. Ástæðan fyrir
þessu er meðal annars sú að fyrir-
tækin sem þróa lyfið hafa kostað til
margra ára rannsóknum á lyfinu.
Sum þessara fyrirtækja vinna stöð-
ugt að þróun nýrra lyfja sem hljóta
að verða dýrari en eftirlíkingar
þeirra, sem eru framleiddar með
iangtum minni tilkostnaði. Það eru
fleiri en íslendingar sem vilja spara
ríkisútgjöld með því að nota ódýrar
eftirlíkingar. Þeir lyfjafræðingar
sem vinna að rannsóknum á nýjum
lyfjum mótmæla þessu, á þeim for-
sendum að ef enginn tími að kaupa
frumgerðina muni ekki lengur
borga sig að þróa ný lyf. Þar með
stöðvist nær allar framfarir á þessu
sviði, og ný lyf við alvarlegum sjúk-
dómum verði ekki fundin upp. Að-
eins lítill hluti nýrra lyfja er árangur
háskólarannsókna. Margir læknar
eru mótfallnir því að ríkið skipti sér
af lyfjavali og sumir telja að eftirlik-
ingarnar séu ekki alltaf jafnar frum-
gerðinni að gæðum ...
■ að er erfitt að bera saman
það verð sem notendur hitaveitna
um landið þurfa að greiða fyrir heita
vatnið. Nefnd á vegum Orkustofn-
unar, iðnaðarráðuneytisins og
Sambands íslenskra hitaveitna
er að vinna að betri samanburði, en
hingað til hafa margir verið ósáttir
við forsendur hans. I samanburðin-
um er gefið upp að allir noti sama
magn á rúmmetra. Þá er til dæmis
ekki tekið með í reikninginn að þar
sem heita vatnið er dýrast notar fólk
eins lítið af því og hægt er, en þar
sem vatnið er ódýrast er ef til vill
notað óeðlilega mikið. Þannig geti
verðmunur milli hitaveitna verið
enn meiri enn sýnist. Samkvæmt
gamla samanburðinum borgar fólk
á dýrustu svæðunum samt tvöfalt
meira en gert er á þeim ódýrustu.
Nokkrar dýrustu hitaveitur á land-
inu þjóna Akranesi og Borgarfirði,
Akureyri, Eyrarbakka og Stokks-
eyri, Hellu og Hvolsvelli, Vest-
mannaeyjum og að lokum má telja
Bessastaðahrepp.
Ódýrast er heita vatnið á Seltjarn-
arnesi, Selfossi, Sauðárkróki, Flúð-
um, Húsavík og Hveragerði. Reykja-
vík og Mosfellssveit eru einnig í
þessum hópi...
fl
^MHfar athyglisverðar upplýsing-
ar komu fram í þætti um nauðgara
á Stöð 2 siðastliðið þriðjudags-
kvöld. Þátturinn var bandarískur,
svo tölur eiga við um það land, en
þarna var m.a. upplýst að ein kona
af hverjum fimm getur búist við
þvi að verða einhvern tímann á lífs-
leiðinni fórnarlamb nauðgara. Ein-
ungis tekst að hafa hendur í hári
eins nauðgara af hverjum sextíu
og 80% nauðga aftur, eftir að þeir
hafa afplánað refsingu fyrir glæp-
inn. Og þetta eru ekki neinir einbú-
ar, sem fá ekki kynferðislega útrás
heima hjá sér, því tæplega 70%
nauðgaranna eru í hjónabandi eða
sambúð. Þeir eiga það hins vegar
margir sameiginlegt, eða 60%, að
þeim var sjálfum nauðgað í
æsku ...
lHinir nýfrágengnu kjarasamn-
ingar hafa greinilega skerpt verð-
lagsvitund almennings í landinu,
því fólk hefur verið duglegt að
hringja til verkalýðsfélaganna á síð-
ustu dögum og benda á hækkun á
vöruverði. Við fréttum t.d. að skrif-
stofu ASÍ hefði verið tilkynnt um
hækkun á verði svínasnitsels í
Hagkaup. Alþýðusambandið brá
skjótt við, hafði samband við versl-
unina og í kjölfarið var verðið snar-
lega lækkað aftur ...
c
^Pnyrtirinn Heiðar Jónsson ku
enn gera það gott út á fríbirtingu
ríkissjónvarpsins á starfsemi
hans í áramótaskaupinu. Upp-
pantað er á litgreiningarnám-
skeið hjá Heiðari fram í júní...
yrir stuttu voru 80 bílar boðnir
upp hjá tollstjóra. Þessir bílar
komu flestir úr Vðkuportinu þar
sem þeir hafa sumir staðið frá því í
sumar og líklega hafa þeir verið þar
að meðaltali tvo mánuði hver. Leig-
an fyrir að geyma bíla þarna er tæp-
ar 400 krónur á sólarhring. Það
þýðir að fyrir þessa áttatíu bíla fær
Björgunarfélagið Vaka um tvær
milljónir króna. Það virðist sem-
sagt vera góður bissness að eiga
port, enda hafa þeir hjá Vöku veitt
þessa þjónustu — ásamt annarri — í
þrjátíu ár . . .
I verksmiðju Sanitas er um þess-
ar mundir verið að þróa nýja bjór-
tegund. Þegar hún kemur á markað
verður hins vegar hætt að selja
Sanitas-pilsner, sem inniheldur
4,6% áfengismagn. Nýja tegundin
verður enn veikari, eða einungis um
4%, og jafngildir þá ein flaska af
henni um það bil tveimur flöskum af
„venjulegum" pilsner, sem fæst í
sjoppum og matvöruverslunum .. .
lögin sem komust í úrslit i Euro-
vision-sönglagakeppninni i ár
munu væntanlega ekki heyrast
nema á rás 2 á næstunni. Ástæðan
er sögð sú að þar sem RÚV hafi tek-
ið lögin upp „live“ í þetta sinn hafi
ríkisútvarpið einkarétt á flutningi
þeirra, en í fyrra fékk höfundur
verðlaunalagsins 200.000 krónur til
að útsetja það og mátti því ráða
sjálfur hvar það var leikið. Núna
snýr dæmið hins vegar þannig að ef
aðrar útvarpsstöðvar en ríkisút-
varpið vilja flytja lögin verða þær að
greiða lagahöfundum fyrir. Mikill
urgur mun vera í mönnum á frjálsu
útvarpsstöðvunum vegna þessa og
þeir jafnvel ætla sér þann mótleik
að spila lögin hreint ekki neitt, sem
að sjálfsögðu myndi koma sér verst
fyrir lagahöfundana .. .
SEM
Fjölbreytt úrval
Örugglega eitthvað fyrir þig.
Þú velur þína stærð eftir stærðatöflunni
á L’eggs söluhillunum.
Leggs Sheer Energy
Hvíldarsokkabuxur
Sheer Energy sokkabuxurnar eru
þunnar, fallegar á fæti og
endingargóðar. Framleiddar úr
sérstökum teygjuþræði, sem
vafinn er næloni.
Nudda, fríska upp og viðhalda
þrótti fótleggjanna daglangt.
40 den sokkar, 70 den buxur.
Leggs Control Top
Sokkabuxur
Mjög teygjanlegar og halda
upprunalegum eiginleikum lengi.
Þunnar og fallegar á fæti, falla
þétt að maga og mjöðmum.
20 den í sokkum, 70 den
í buxum.
igs Hnésokkar
Með breiðu stroffi, sem hindrar
ekki blóðrásina. Haldast vel uppi
og eru einstaklega þægilegir.
Tvö pör í eggi.
Little LeggsTights
Sokkabuxur fyrir telpur.
Hlýjar, mjúkar og þægilegar.
Hæfilega stífar, poka ekki eða
falla niður.
Sterkar og endingargóðar.
L'eggs Sheer Elegance
Samkvæmissokkabuxur
Líta út og eru viðkomu eins og
ekta silki. Þunnar, fínlegar, falla
mjög vel að líkamanum.
20 den sokkar, 35 den buxur.
Einnig stífar að ofan með
70 den buxum.
Lfeggs Sheer Elegance
Silken Mist
„Lúxus“-sokkabuxur. Einstök
efnasamsetning hárfíns þráðar
gerir Silken Mist næfurþunnar,
fisléttar og nær gagnsæjar. Falla
þétt að líkamanum, fótleggirnir
njóta sín til hins ýtrasta.
Stífar að ofan.
Einkaumboö
íslenskV////
AmftriwTrn