Pressan - 05.07.1990, Blaðsíða 6

Pressan - 05.07.1990, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 5. júlí 1990 Beiðni Stöðvar 2 um borgarábyrgð fyrir 200 millj. kr. láni var frestað á siðasta fundi borgarráðs, þar sem ekki hafði tekist að ná i þær upplysingar sem menn töldu sig þurfa um fjármál stöðvarinnar. Þegar sýnarmenn tóku upp við- ræður við stöðvarmenn í byrjun maí voru ekki allir á eitt sáttir um ágæti þeirra viðræðna. Þannig lá fyrir að þeirsem fóru með hlutafé Frjálsrar fjölmiðlunar/DV í Sýn hf. voru mjög mótfallnir þessum viðræðum og töldu engan rekstrargrundvöll vera fyrir Stöð 2 með sinn þúsund milljón króna skuldahala á bakinu. Ágreiningur um niðurskurð og sjónvarpsstjóra Þeir sem að samningnum stóðu töldu það hins vegar rök í málinu, að samningurinn byggði einmitt á því grundvallaratriði að skera hal- ann af og meginstefna hins samein- aða fyrirtækis yrði að draga úr rekstrarkostnaðinum eins og fram- ast væri kostur. Einn sýnarmaöur orðaði það þannig við PRESSUNA að menn mættu lítið annað gera en að ,,rúlla út efni og rukka fyrir það". Það þýddi ekkert að tala um inn- lenda dagskrárgerð eða fréttastofu fyrr en eftir 1—2 ár þegar búið væri að hreinsa upp mestu skuldirnar. Þá gætu menn hins vegar gert allt sem þeir vildu. En nú telja þeir sýnarmenn sem fóru í sameininguna flest benda til þess að svona verði ekki staðið að málum. Mannahald og dagskrár- gerð hafi síst minnkað hjá Stöð 2 á sl. tveimur mánuðum. Þeir eru því farnir að draga lappirnar í samein- ingarmálunum og farnir að líta aftur til nýrrar og sjálfstæðrar sjónvarps- stöövar. En það kemur fleira til en ágrein- ingur um niðurskurð. Það er líka togstreita um stefnu. Hingað til hef- ur verið rætt um að senda út á tveimur rásum og finnst sýnar- mönnum margt benda til þess að þeirra rás sé einungis ætlað það hlutverk að vera endurvarpsrás fyr- ir gervihnetti meðan hin eigi að standa nær því sem menningarlegt getur talist. Þá hafa sýnarmenn efa- semdir um Þorvarð Elíasson sem sjónvarpsstjóra og þykir hann of stífur. Otímabær lokun' á dagskrá 19.19 og aukin harka í innheimtuað- gerðum er tekin til marks um þetta og þykir hvort tveggja hafa skaðað ímynd Stöðvar 2 þegar hún mátti síst við því. Borgin baktryggi hlutafjárka up? Af sjónarhóli stöðvarmanna fæst annað sjónarhorn á söguna. Þaðan séð lítur málið þannig út að sýnar- menn séu með óraunhæfar og sífellt nýjar kröfur um niðurskurð sem ekki sé hægt að verða við. Stöðin verði ekki rekin með minni mann- afla en nú er og auk þess sýni rekstr- arreikningur fyrstu þriggja mánaða ársins, að hægt sé að reka Stöð 2 með hagnaði þrátt fyrir mikinn fjár- magnskostnað. Stöðin skili 59 millj. kr. rekstrarafgangi fyrir vexti og af- skriftir á þessu þriggja mánaða tímabili. Þessar tölur leggja þeir m.a. til grundvallar í þeirri beiðni sinni til Borgarstjórans í Reykja- vík að borgin gangi í ábyrgð fyrir 200 millj. kr. láni sem þeir hyggjast taka. En af hverju er stigið það skref að leita til borgarinnar um bakábyrgð? Hugsanlega til að skuldbreyta gjald- föllnum lánum sem eru á refsivöxt- um og létta þar með greiðslubyrð- ina. En þær sögur heyrast líka að stöðvarmenn séu að búa sig undir það að Sýn hf. dragi sig út úr Stöð 2 en þá myndast 250 millj. kr. gat sem þarf að fylia. Þetta gat er þannig til komið að hlutur Sýnar í Stöð 2 er metinn á 165 millj. kr. en auk þess var til staðar óselt hlutafé upp á 85 millj. kr. sem Sýn hafði forkaupsrétt að. Stöðvarmenn ætli að nota 200 millj. kr. lánið með borgarábyrgð- inni til að auka hlutafé sitt í Stöð 2 — þeir ætli að kaupa fyrir það hluta- bréf. Það væri þá í fyrsta sinn í sögu borgarinnar sem hún gengist í ábyrgðir fyrir menn sem væru að kaupa sér hlutabréf í fyrirtækjum. Þess má geta að allir sýnarmenn sem PRESSAN talaði við sögðu að þeim hefði verið með öllu ókunnugt um beiðni stöðvarinnar um borgar- ábyrgð þar til þeir lásu um hana í dagblöðunum. Virtust þeir lítt hrifn- ir af tiltækinu. Það vekur líka athygli aö í bréfi Þorvarðar Elíassonar til borgarstjórans er hvergi minnst á sameiningartilraunir sýnar- og stöðvarmanna. Sjálfstæðismenn tvístígandi Það er þó enginn kominn til með að segja að borgin veiti umbeðna ábyrgð. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins eru núna mjög tvístígandi í málinu því þó þeir hafi tekið jákvætt í beiðnina þegar hún kom fram, þá minnka líkurnar á því að þeir samþykki hana fremur en hitt. Að öllum líkindum gera allar um- ræður um aðskilnað Sýnar og Stöðvar 2 þeim enn erfiðara fyrir en ella þar sem fátt getur réttlætt það að borgin styðji annan aðilann af tveimur, sem eiga í samkeppni við ríkissjónvarpið. Þá óttast þeir að sjálfsögðu fordæmisgildi fyrir- greiðslu af þessu tagi. Enda full ástæða til og raunar óskiljanlegt að þeir skuli yfirleitt hafa léð máls á því að ganga í ábyrgð fyrir Stöð 2. Fyrir því eru sjálfsagt ýmsar ástæður og ein þeirra sú að borgarstjórn, undir for- ystu Davíðs Oddssonar, vill vera ríki í ríkinu og er það ekkert á móti skapi að etja kappi við stóra bróður. Sjálfstæðismenn hafa áður rétt Stöð 2 hjálparhönd þegar kreppa steðjar að. Þess er skemmst að minnast þegar borgin gerði samning um kaup á Vatnsendalandinu sem — þó hann yrði aldrei að veruleika — þjónaði þó þeim tilgangi að virka sem hlutafjárloforð í höndum fyrr- um aðaleigenda Stöðvar 2. Hverjum þykir sinn fugl fagur En hvað gerist ef ekkert verður úr sameiningu? Eru tvær einkareknar sjónvarpsstöðvar á vetur setjandi? Flestir eru þeirrar skoðunar að það geti ekki nema önnur stöðin lifað af í loftinu, en auðvitað telja bæði sýn- armenn og stöðvarmenn að það verði þeirra stöð sem fari með sigur af hólmi. Stöðvarmenn segja að það muni kosta Sýn 300—350 millj. kr. að fara í loftið og að auki 1—2 ár að vinna upp áskrifendur. Á þessum tíma hljóti þeir að reka sjónvarps- stöðina með tapi og þá fari að þyngj- ast undan fæti. Þeir séu of bjartsýnir og ofmeti samningsstöðu sína við Stöð 2. Sýnarmenn segja aftur á móti að það kosti þá í mesta lagi um 250 millj. kr. að fara af stað og þeir hafi reiknað með hallarekstri í 1—2 ár. Um Stöð 2 segja þeir, að hún eigi enga möguleika á því að lifa ef hún fái samkeppni frá Sýn. Hún muni strax tapa 5—10 þúsund áskrifend- um sem sé síst til að bæta slæma rekstrarstöðu stöðvarinnar. Þar sé enn verið að safna skuldum, inn- heimta áskrifta gangi mjög illa og auk þess séu þeir ekki með eins góða samninga um sýningarefni og Sýn. Þessir samningar Sýnar hafi í rauninni verið ástæðan fyrir því að stöðvarmenn voru tiibúnir til að borga hlutabréfin í Sýn á 50% yfir nafnverði. DV í sjónvarpsrekstur Ýmislegt bendir til þess að renni í efa aðgerðir hans. Sveinn R. Eyjólfs- Davíð Oddsson borgarstjori: Tvistig- sameiningin út í sandinn muni Frjáls fjölmiðlun/DV koma aftur inn í Sýn af fullum krafti. Hlutaféð í Sýn var upphaflega ákveðið 180 millj. kr. og þar af er búið að greiða inn um 108 millj. kr. Frjáls fjölmiðlun/DV hefur fullan hug á að kaupa þann rúmlega 70 millj. kr. hlut í Sýn sem enn er óseldur en þó því aðeins að ekki komi til sameiningar við Stöð 2. í tengslum við þessi auknu hluta- fjárkaup hefur sú saga heyrst að þau verði fjármögnuð með þeim hætti að Sveinn R. Eyjólfsson og Hörð- ur Einarsson muni selja Morgun- blaðinu DV og einbeita sér að sjón- varpsrekstri. PRESSAN bar þetta undir Svein sem sagðist reyndar hafa heyrt þessa sögu en þó ekki í þessu samhengi. Hún væri þó alger fjarstæða, það hefði aldrei komið til álita að selja DV. Þegar hann var að því spurður hvernig þeir hygðust fjármagna hlutafjárkaupin sagði hann að ekki þyrfti að leggja hluta- féð fram allt í einu heldur ætti það að greiðast inn á 18 mánuðum og ,,það mætti kannski selja einhverja húskofa ef maður er að setja hlutafé í góðan bisness". Þess má geta að Frjáls fjölmiðlun/DV eiga ennþá hæðir í húsunum við Síðumúla 12 og Síðumúla 33 og er Sveinn vænt- anlega að vísa til þeirra. Engir fundir haldnir En er rekstur sjónvarpsstöðvar þá góður og arðvænlegur ,,bisness“? Sveinn sagðist telja svo vera. Að- spurður um þann mikla kostnað sem stöðvarmenn telja óumflýjan- legan við að koma stöðinni á lagg- irnar sagði hann, að oft á tíðum væri hægt að ná sama árangri á Volkswagen og Rolis Royce. ,,Við höfum reynslu af því að setja á stofn dagblað og við teljum okkur vita hvernig á að setja slíka stöð af stað með minnsta mögulega tilkostnaði. Ef við förum inn í Sýn aftur þá verð- ur það gert þannig að hlutafé dugi fyrir öllum stofnkostnaði. Það er vonlaust að gera þetta með skulda- söfnun." Stöðvarmenn telja aftur á móti þúsund milljón króna skuldahalann ekki vonlausan viðureignar eins og fyrr var getið. Þeir hafa hins vegar enn ekki fengið í hendurnar árs- reikninga fyrir árið 1989 en þeir reikningar ættu væntanlega að koma frá Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans. Það félag var myndað um sl. áramót í kringum skuldir Stöðvar 2 við Verslunar- bankann og seldi núverandi stöðv- armönnum hlut þeirra í stöðinni. Þeir munu hafa talið sig vera að kaupa hallalausan rekstur burtséð frá hinni erfiðu skuldastöðu stöðv- arinnar. Komi hins vegar annað í Ijós er allt eins víst að einhverjir þeirra muni fara í mál við eignar- haldsfélagið fyrir að selja svikna vöru. En hvað sem því líður munu stöðvarmenn leggja allt kapp á að sameining Sýnar og Stöðvar 2 gangi eftir. Ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir tvær stöðvar og aðstæður eða bankar muni fyrr eða síðar neyða stöðvarnar í sameiningu. Þeir vilja því reyna til þrautar að ná saman en likurnar aukast ekki á því meðan engir sameiginlegir fundir sýnar- og stöðvarmanna eru haldnir. Þeir hafa nú legið niðri í 2—3 vikur. Eins og málin standa í dag eru því fremur líkur á því aö Sýn dragi sig út úr Stöð 2 og byrji útsendingar á eigin veg- um í nóvember nk. En hver veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér þegar viðskipti eru annars veg- ar? Þorvaröur Eliasson sjónvarpsstjóri: Sýnarmönnum þykir hann of stifur og draga son stjórnarformaöur DV: Sannfæröur um að sjónvarpsstöö er góöur „bisness". andi varðandi borgarábyrgð þó það freisti aö vera ríki i rikinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.