Pressan - 05.07.1990, Side 25

Pressan - 05.07.1990, Side 25
FirmnHidagur. 5. júlí 1990 25 sjúkdómar og fólk Um hjúkrunarkonur Kg dvaldi um langt árabil í Svíþjóð og lærði margt af Svíum. Þeir kenndu mér t.d. að meta fótlaga skó, sem ég þó geng aldrei í, en það er ekki þeim að kenna. Ég hreifst af sænskri nákvæmni og yfirburða- ratvísi almennings á refilstigum fé- lagslöggjafarinnar og skattalag- anna. Ég dáðist þó alltaf mest að því, hve Svíar voru miklir snillingar í að skipta um nöfn á starfsstéttum. Ef einhverjum fannst gamla nafnið ekki lengur við hæfi tók hann sig hiklaust til og hugsaði upp eitthvað nýtt og leiddi það í lög. Síðan datt engum í hug að nota gamla nafnið. Þegar ég hóf störf í Sverige kölluð- ust konurnar sem þvoðu spítalann staderskor (hreinsarar), en eftir nokkurt skeið var búið að skipta fjórum sinnum um nafn á þessu fólki. Fyrst var „stáderskum" breytt í lokalvárdare (umsjónarmaður húsnæðis) og síðan í ökonomi- bitráde (efnahagslegur starfs- kraftur), ég skildi þá nafngift aldrei. Um þær mundir sem ég var að fara frá Svíþjóð hafði enn verið breytt um nafn og stéttin nú kölluð golv- hygieniker (hreinlætisfræðingur gólfa). Ég sá aldrei að starfsemi þessara einstaklinga breyttist eitt- hvað með öllum nafnaskiptingun- um, en þó bættist eitthvað af nýjum tækjum í vopnabúr þessa fólks í bar- áttunni við óhreinindi, ryk og sót. Hjúkrunarkonur og hjúkrunarnemar Mér datt þetta í hug um daginn, þegar ég var að velta fyrir mér þeim breytingum sem orðið hafa á hjúkr- unarstéttinni. Þegar ég var að byrja að vinna á sjúkrahúsunum unnu þar hvítklæddar hjúkrunarkonur. Þær báru í barminum fallega nælu með mynd af bláu blómi, sem á stóð „Hjúkrunarfélag íslands" en á eldri nælunum „Hjúkrunarfjelag ís- lands" með joði. Einstaka karlmað- ur var í stéttinni og kallaðist þá hjúkrunarmaður. Á öllum deildum spítalanna gengu hjúkrunarnemar, sem voru bláklæddar með hvíta svuntu og stífan hálfmánalagaðan kappa í hárinu. Þetta breyttist allt einhvern tíma meðan ég var í út- löndum að fylgjast hugfanginn með nafnabreytingum á sænsku hrein- gerningafólki og barneignum kon- ungsfjölskyldunnar. Þegar ég kom heim voru hjúkrunarkonur ekki lengur til, en í þeirra stað komnir hjúkrunarfræðingar (sérfræðingar í hjúkrun). Gömlu hjúkrunarkonurn- ar meö bláu blómanæluna í barmin- um virtust eiga í vök að verjast og hjúkrunarnemarnir í bláu búning- unum, sem allir læknanemar iitu girndaraugum, hurfu algjörlega. Kapparnir sáust ekki lengur, svo mikið virtist breytast á stuttum tima. Hjúkrun sjúkra Ég fór að velta því fyrir mér, hvort starfið hefði eitthvað breyst líka með nafnbreytingunum og leitaði að einhverri nýrri starfslýsingu fyrir hjúkrunarfræðinga en fann enga. Á hinn bóginn rakst ég á gamla kennslubók i Hjúkrun sjúkra eftir Steingrím Matthíasson lækni frá árinu 1923 og las hana af mikilli at- hygli til að gera mér grein fyrir hug- myndum fyrirrennara okkar um hjúkrunarstéttina. Steingrímur seg- ir í bók sinni að hjúkrunarstarfið sé göfugt starf og veglegra starf geti enginn valið til að hjálpa bágstödd- um náungum. Það er því varla hægt að ásaka hann um karlrembu. Hann heldur síðan áfram: „Auk hinna sér- stöku starfa, sem að sjúkrahjúkrun- inni lúta, er nemendum kennt allt sem viðjcemur almennu húshaldi eins og tíðkast á bestu heimilum, svo sem hreinlæti utan húss og inn- an, matreiðsla og almenn eldhús- störf. Undirbúningsmenntun hjúkrunarkvenna er með öðrum orðum hin ákjósanlegasta mennt- un, sem nokkur stúlka getur fengið, ekki einungis til að geta veitt sjúk- um aðhlynningu, heldur líka til þess að geta siðar staðið vel í stöðu sem húsmóðir og móðir." Hann hefur lit- ið á hjúkrunarstarfið sem eitthvert millibilsástand í lífi konunnar. Sam- kvæmt þessu hafa verðandi hjúkr- unarkonur fengið mun víðtækari menntun en hjúkrunarfræðingar nútímans og lært undirstöðuatriðin í matreiðslu og almennum eldhús- störfum, sem ekki mun vera á náms- skránni nú á tímum, auk hefðbund- innar hjúkrunar. Svona hefur þetta breyst. Lýsing hjúkrunarkonu Steingrímur heldur áfram og lýsir hjúkrunarkonunni, eins og hún átti að vera í hans augum. „Hún þurfti að vera mörgum mannkostum gædd, og heilbrigð á sál og líkama. Sé hún sjálf veik getur hún tæplega orðið öðrum að liði. Og ill áhrif hef- ur það á sjúklingana, aö sú sem hjúkrar sé annað veifið að fá veik- indaköst, t.d. höfuðverk, svima, yf- irlið, grátköst eða krampa. Þótt ekki sé annað en andremma vegna nef- kvilla eða tannskemmda þá getur slíkt vakið óbeit eða jafnvel velgju hjá viðkvæmum sjúklingum." Þetta hefur ekkert breyst, það er ennþá litið hornauga, ef hjúkrunarfræð- ingur nútímans fellur í yfirlið eða grátkast á stofugangi. Steingrímur lagði á það áherslu að hjúkrunar- konur ættu að vera greindar vel, „svo þær gætu orðið sjúklingum sem best að liði og aðstoðað lækn- inn“. Þetta hefur ekki breyst heldur. „Hún á að hirða sjálfa sig vel, ganga þokkalega til fara, en án alls íburð- arskrauts, í Ijósleitum fatnaði sem hægt er að þvo. Gúmmísvuntu er gott að nota í viðlögum. Hárið skal hún þvo vel og ekki láta flagsast laust." Hér hafa verið gerðar ákveðnar breytingar, hjúkrunar- fræðingurinn má núna ganga með „íburðarskraut" og láta hárið flagsa laust og enginn notar lengur gúmmísvuntur i viðlögum. Hann dásamar Florence Nightingale í ein- um kaflanum. Ákueönar breytingar Margt hefur greinilega breyst en annað ekki frá því að Steingrímur skrifaði þessa bók sína, og hjúkrun- arkonurnar áttu að kunna mat- reiðslu og önnur eldhússtörf. Hjúkrunarfræðingar nútímans eru ekki eins uppteknir af sjúkling- um og Steingrímur segir hjúkrunar- konur eiga að vera. Hann kennir alls konar undirstöðuatriði hjúkrun- ar; ræstingu herbergja, mötun og böðun sjúklinga, sjúkraflutninga og sótthreinsun, en minnist ekki á stjórnunarstörf eða skipulagningu deildastarfsins, sem eru mjög tíma- frek. Hann hefur ekki gert sér grein fyrir mikilvægi vaktaskemans og hversu langan tíma það tekur að koma því heim og saman. Nútíma- hjúkrunarfræðingur verður að skrifa hjúkrunarferli, sjúklinga- flokkun, vaktaskýrslur, meta hjúkr- unarþyngd, fylla í lyfjakort, taka til lyfin og skrifa „rapport", svo næsti hjúkrunarfræðingur sem kemur á vaktina fái einhverja hugmynd um allt sem gerðist inni á sjúkrastofun- um, og stundum reynist erfitt að sinna sjúklingunum sem skyldi vegna alls þessa. En það kemur ekki að sök, þar sem öðrum starfsstétt- um hefur fjölgað mjög á deildunum. En Steingrímur gat ekki séð þetta fyrir af skiljanlegum ástæðum. Þeg- ar ég var búinn að lesa bókina hans hallaði ég mér aftur í stólnum og lét hugann reika tii hjúkrunarkvenna liðinna alda. Svo datt mér allt í einu í hug þessi spurning: Gekk Florence Nightingale svona vasklega fram í Krímstríðinu af því að hún hafði enga sjúkraliða með sér á vaktinni?? Svo sofnaði ég. ÓTTAR * - GUÐMUNDSSON W lófalestur í þessari viku: Vor (kona, fædd 4.4. 1939) Þetta er mjög hress kona, sem hefur gaman af að skemmta sér, og nýtur hylli gagnstæða kynsins. Samt virðist hún alltaf reyna að láta skynsemina ráða. Hún varð snemma sjálfstæð og óháð og býr yfir miklum viljastyrk. Ævi hennar hefur verið viðburðarík, þó örlögin hafi ef til vill reynst svolítið duttl- ungafull. Hún veit hvað hún vill og kemst það, sem hún ætlar sér. Það verður mikið um að vera í kringum fram- kvæmdir hennar og störf á næstu fjórum árum. Undanfarið hefur hún hins vegar verið í einhverjum vafa og ekki fundist hlutirnir ganga nógu fljótt fyrir sig. Þegar hún var á aldrinum 16 ára til tví- tugs gekk hún í gegnum eitthvert breytingatímabil. Hún hefur næmt fegurðarskyn og hefuránægjuaf tónlist. Heilsan hefur verið góð og verður það áfram, a.m.k. fram undir sjötugt. Timabilið frá 45 ára aldri og fram undir fimmtugt var mjög afger- andi í einkalífi þessarar konu. AMY ENGILBERTS á heimavelli Enn um blettahreinsun I síðasta þætti var fjallað um bletti sem helst þarf að hreinsa úr fatnaði, áður en hann er þveginn í þvottavél, því við þaö geta þeir stundum fest frekar í þvottinum. Síðast var rætt um blekbletti, blóð-, vax- og myglu- bletti. í þessum þætti og þeim næsta athugum við lakkbletti, og lím-, ryð- og tyggigúmmíbletti Blettir sem koma af lakki eða lími eru oft erfiðir viðureignar. Fyrst þarf helst að gera sér grein fyr- ir hvaða efni er í flíkinni sem um er að ræða. Lakki er hægt að ná úr með því að nudda blettinn með ace- tóni, en acetatefni (sem stundum er í flíkum) þolir það alls ekki, heldur leysir acetón þau efni upp. Á acetat- efni er því ráðlegt að nota amylace- tat til að fjarlægja lakkbletti. Það er sjálfsagt að prófa ætíð á faldi eða innan á saum, hvernig hreinsiefnið fer með efnið í flíkinni, hvort það þolir það eða lætur nokkuð á sjá þegar hreinsað er með viðkomandi leysiefni. Notið sem sagt acetón til að fjarlægja lakkbletti úr öðrum efnum en acetate, nuddið blettinn varlega með því, notið hreinan blett á hreinsiklútnum eftir því sem lakk- ið gengur inn hann. Sé notaður naglalakkeyðir til að fjarlægja lakk- blettinn er stundum örlítil olía í hon- um og þarf þá að strjúka á eftir með bensíni til að ná fitunni. Farið þá að því, eins og um fitublett væri að ræða. Límblettir geta verið erfiðir viðfangs, þar sem lím er mjög mis- munandi. Oft eru upplýsingar á um- búðum um í hverju límið er uppleyst og má af því ráða hvernig hægt er að hreinsa blettinn. Sumt lím er í vatnsupplausn og er það þá hreins- að með vatni, flíkin látin liggja um stund í vatni og bletturinn nuddaður og flíkin síðan þvegin. Aðrar teg- undir líms eru uppleysanlegar í bensíni og er þá hægt að hreinsa bletti af því með bensíni líkt og gert er við fitubletti. Það getur þurft að endurtaka hreinsunina ef ekki dug- ar ein atrenna, takið þá nýjan klút og nýtt bensín í hann og nuddið á sama hátt og áður, þar til bletturinn hverfur. Þá er sumt lím þannig að það leysist bara upp i acetóni eða þynni, og þarf þá að nudda blettinn með öðru hvoru þessu hreinsiefni til að ná honum úr. Gildir þá það sama og áður er minnst á, að acetatefni þolir ekki acetón, og þarf þvi að nota amylacetat til að hreinsa lím úr því á sama hátt og lakkið. Farið því með gát að þessu og athugið ykkar gang vel áður en hafist er handa. Þessi hreinsiefni sem hér eru nefnd eru líka varhugaverð, þau eru eld- fim og gefa frá sér eitraðar gufur. Látið smábörn ekki vera hjá ykkur þegar þið hreinsið bletti með þess- um hreinsiefnum og geymið þau þar sem óvitar ná ekki í þau. Gott er að nota hlífðarhanska þeg- ar hreinsað er og hafa góða loftræst- ingu þar sem það er gert. Tyggi- gúmmíbletti er best að láta harðna, t.d. í kæliskáp eða frysti, áður en þeir eru hreinsaðir, mylja siðan eða skafa burt svo mikið sem hægt er, en nudda svo blettinn með klút vættum í bensíni, svo sem um fitublett væri að ræða, nuddið þar til bletturinn leysist upp og hverfur.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.