Pressan - 05.07.1990, Page 28

Pressan - 05.07.1990, Page 28
IPRESSU MOJLAR I öllum átakahryöjunum sem gengið hafa yfir Alþýðubandalag- ið að undanförnu hafa ýmsir tekið að velta fyrir sér væntanlegum for- ingjaefnum. Hefur nafn Smára Geirssonar, oddvita flokksins í Neskaupstað, æ oftar skotið upp kollinum. Fullyrt er að Smári muni • bjóða sig fram gegn Hjörleifi Gutt- ormssyni í austurlandskjördæmi í næstu kosningum og þá hafa sterk- ar raddir heyrst sem telja Smára lík- legasta formannsefni flokksins. Smári er sagður hallur undir sjónar- mið Birtingararmsins og hann mun vera einaröur stuöningsmaður hug- mynda um sameiningu jafnaðar- manna.. . fl^aliö er næsta víst að Hæstirétt- ur kveði upp dóm í einu stærsta dómsmáli síðari áratuga næstkom- andi föstudag — sjálfu Hafskips- málinu. Margir bíöa spenntir eftir hinni endanlegu niðurstöðu í mál- inu en nú eru fimm ár liöin frá því að HP opnaði það í sinni fyrstu af mörgum greinum. Þeir sem bíða hvað spenntastir eftir niðurstöðu Hæstaréttar eru endurskoðendur sem hafa legið undir gífurlega harðri gagnrýni í málflutningi verj- enda eins og kunnugt er. Kann nið- urstaða dómsins áð hafa afdrifarík áhrif á vinnubrögö endurskoðenda í framtíðinni. . . |r ■^B.omið hefur fram í fréttum að Hallgrímur Guðmundsson. sveit- arstjóri á Höfn, láti af störfum við upphaf nýs kjörtímabils. Heyrst hef- ur en óstaðfest að víur haíi verið bornar í Bjarna P. Magnússon. fyrrv. borgarfulltrúa, sem eftir- mann. Kkki vitum við hvernig Bjarni hefur tekið boðinu . . . M ^^■fskipti Peturs Einarssonar flugmálastjóra af deilunni um kaup á Flugfélagi Sverris Þóroddsson- ar, skv. fréttum Morgunblaðsins. hafa vakiö nokkra athygli. Ekki síst fyrir þá sök að hafa veitt Flugtaks- mönnum fullan aðgang að flugskýli sem Sverrir Þóroddsson hafði að- gang að og framselja eigendum Flugtaks skuldabréf Sverris. Pétur ætti ekki að vera alveg ókunnugur Flugtaki þvi hann var einn af stofn- endum þess og eigandi árið 1975 en dró sig út úr fyrirtækinu árið 1980. Þá hefur Valur Arnþórsson. bankastjóri Landsbankans. við- skiptabanka fyrirtækisins, veriö harölega gagnrýndur af starfs- mönnum Sverris fyrir aö hafa greitt götu Flugtaksmanna í kapphlaup- inu um flugfélagið. Valur er vel kunnugur „K^nnedy-bræðrum“, eigendum Flugtaks, sem keyptu fyr- irtækið af meðeigendum Péturs á sínum tíma, og er sagður fljúga með þeim á stundum sem aðstoðarflug- maður og hafa fariö með þeim utan til flugvélakaupa . . . A ^ð^ftir umdeildan miðstjórnar- fund Alþýðubandalagsins um síöustu helgi þykir mörgurn orðið Ijóst að staða Svavars Gestssonar hafi veikst verulega innan flokksins að undanförnu. Svavar þykir hafa sýnt meiri óbilgirni í samskiptum við Bírtingarfylkinguna en sæmi efsta manni á lista flokksins í borg- inni. jafnvel svo að sterkum áhrifa- mönnum frá fyrri tíö þykir nóg um. Nú er búist viö |)ví aö ..flokkseig- endur" muni reyna aö bjóða Birting- armönnum eitthvað bitastætt, s.s. framboðssæti í borginni, til að koma í veg fyrir fjöldaflótta yfir landa- mæri Alþýöuflokksins. Er hermt að Svavar muni jafnvel standa upp í Reykjavík og bjóða sæti sitt og fara fram í kjördæmi á landsbyggðinni. Er norðurlandskjördæmi vestra talið koma til greina þar sem Ragn- ar Arnalds sé ekki of áfjáður í áframhaldandi pólitík. Ragnar hef- ur látið vel að sér kveöa á lista- og menningarsviði á síöustu árum svo sem alkunna er, og fylgir sögunni aö honum veröi fundinn staður í áhrifamiklu menningarembætti ef hann ákveöur að segja skiliö við pólitíkina . . . |( ■^Bratar í Hafnarfirði eru held- ur lúpulegir þessa dagana vegna kæru um meintan fjárdrátt á hendur lógfræðingnum og formanni hafn- arstjórnar. Hrafnkeli Ásgeirs- syni. Þetta getur vart kallast óska- byrjun á nýju kjörtímabili hreins meirihluta krata eftir glæsilegan kosningasigur og heyrum við að sjálfstæðismenn hugsi sér gott til glóðarinnar. Hrafnkell er sagöur hafa innheimt 1,3 milljóna króna tryggingafé vegna erlends skips og hafa boriö því við að greiðslur hefðu tafist. Það var síðan ekki fyrr en hafnarsjóður hringdi í viökomandi tryggingafélag að í Ijós kom að greiðslan haföi fyrir löngu verið .innt af hendi . . . landsmönnum er það löngu kunnugt að Eimskipafélag Is- lands ætlar sér að reisa hótel viö Skúlagötu. Nánar tiltekið hótel á alls 15 hæöum með 3.409 fermetra alls að grunnfleti, en í heildina talið hvorki meira né minna en 20.312,8 fermetra. Málaleitan Eimskips er nú í höndum skipulagsnefndar borgar- innar. Þaö sem fáir hafa líklega átt- aö sig hins vegar á, er að Eimskipa- félagiö hefur í gegnum tiðina eign- ast óhemju flæði lands á þessum slóðum. Nánar tiltekiö lóðirnar við Lindargötu númer 31, 35, 37, 39, 41, 43, 43a, 45, 47 og 49, viö Skúla- götu númer 12, 14 og 16, viö Frakkastíg númer 2 og 4 og við Vatnsstíg númer 16og 16a. Eftirtil- færingar sem byggingarnefnd borg- arinnar hefur samþykkt er heildar- stærö landeignarinnar 12.185 fer- metrar. Þetta samsvarar, svo dæmi sé tekið, landareign sem er 3 kíló- metrar á annan kantinn en 4 kíió- metrar á hinn. Allt þetta flæmi á í náinni framtíö að heita Skúlagata 12-14 ... Fákafeni 11 sími 687244 Afgreiðslutími daglega kl. 9.30-23.30 laugardaga kl. 12-23.30 sunnudaga kl. 14 - 23.30 [ Videoheímum getur þú bætt úr því. . . Myndasafnið er flokkað í 17 efnisflokka til þægínda fyrir þig t.d. barna-, unglinga-, spennu-, gaman-, náttúrulífs-, óskarsverðlauna topp 50- og nýjar myndir, svo eitthvað sé nefnt. On&mO'

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.