Pressan - 02.08.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 02.08.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 2. ágúst 1990 13 ÞAU ÞEKKTU BERNARD JOURNET í EYJUM Hann var ofsalega myndarlegur” SEGIR VINKONA HANS Bernard Journet sem frönsk stjórnvöld lýstu eftir fyrir skömmu er ekki öllum gleymdur, ef dæma má af öllum þeim upp- hringingum sem PRESSUNNI bárust eftir að greinin um hann birtist í síðasta tölu- blaði. Pað voru Vestmannaeyingar sem hringdu og sögðu frá kynnum sínum af Bernard og því sem virðast vera endalok hans. EFTIR GUÐRÚNU FINNBOGADÓTTUR MYND BJARNI ÓLAFSSON Það er Ijóst af þessum við- tölum að ýmsir einstaklingar í Eyjum sýndu Bernard Jo- urnet hlýhug og aðstoðuðu hann á ýmsan hátt, þótt ekki hafi opinberir aðilar gert mikið veður út af honum, lífs eða liðnum. „Vildi giftast mér“ ,,Ég held að Bernard hafi verið orðinn þunglyndur undir lokin,“ segir kona sem nú er um fertugt og býr í Reykjavík. Fyrir tuttugu ár- um bjó hún enn í fæðingarbæ sínum, Vestmannaeyjum og þar kynntist hún þessum unga Frakka sem varð ást- fanginn af henni. „Hann vildi giftast mér en ég sagði hon- um strax að það vildi ég ekki. Það voru hreinar línur með það og ég gerði honum það ljóst. Hann var mjög laglegur. Myndin af honum í Press- unni er ekkert lík honum. Það lá við að ég þekkti hann ekki aftur. Hann kom oft í partý og skemmti sér með öðru ungu fólki í Eyjum, a.m.k. fyrst, áð- ur en þunglyndið fór að hafa áhrif á hegðun hans. Hann var ekki ágengur, en mér lík- aði ekki þegar hann fór að fara með mig sem sína einka- eign. Ég sagði honum að ég ætlaði til útlanda og búa þar í nokkur ár. Hann tók því ekki vel, varð enn dulari og hætti að tala við fólk. Svo hvarf hann einn morguninn. Aum- ingja Bernard, það var sorg- legt hvernig fór fyrir honum.“ Njáll Torfason sem bjó líka í Eyjum á þessum árum, kynntist Bernard í hraðfrysti- húsinu þar sem hann vann. „Bernard var mjög ein- rænn," segir hann. „Hann bjó í verbúð sem hét Kórea. Ég man mjög vel efir deginum þegar hann hvarf. Hann var ekki mættur í vinnuna klukk- an tíu og ég var sendur að sækja hann. Hann svaraði ekki og það endaði með því að lögreglan braut upp hurð- ina. Allt dótið hans var inni í herberginu. Það fannst svo seinna peysa af honum úti á Ystakletti. Ég gerði alltaf ráð fyrir því að hann hefði fyrir- farið sér og ég held að það hafi verið almennt álitið. Bernard var ósköp venju- legur piltur. Hann drakk ekki og vildi heldur fara í göngu- ferðir og skoða fuglalífið en skemmta sér.“ Sótti Bernard í tjaldið Bjarni Ólafsson þekkti líka Bernard. Litlir frændur hans, sem nú eru fullorðnir menn, tóku eftir tjaldi sem stóð úti í „gamla hrauninu". Þetta var haustið 1968 og orðið nokkuð kalt í veðri. Trausti Marinósson, mágur Bjarna, sótti Bernard, sem bjó í tjaldinu, bauð honum gistingu hjá sér og fjölskyldu sinni, útvegaði honum síðan vinnu í Hraðfrystistöðinni og hjálpaði honum að fá at- vinnuleyfi. „Hann kom nokkrum sinnum heim til okkar," segir Bjarni. „Meðal annars á jólunum 1968 og á Síðustu jólin. Bernard á heimili Sigrunar Lúðvíksdóttur. gamlárskvöld og fékk sér bjór með pabba. Hann gaf krökkunum gjafir á jólunum, en hann var fremur dulur og sóttist ekki eftir samskiptum við fólk. Mér virtist hann þó ekki þunglyndur. í þessi skipti sem hann kom heim til okkar var hann mjög kátur. Ég man að einu sinni dansaði hann kósakkadans fyrir okk- ur.“ Sá hann síðast á lífi Sigrún Lúðvíksdóttir, móðir Bjarna Ólafssonar, skaut skjólshúsi yfir Bernard þegar hann lá úti í tjaldi í haustkuldanum. Hann hafði búið í tjaldinu allt sumarið og veitt fisk í Kaplagjótu sér til matar. Barnabörn Sigrúnar hændust að Bernard og faðir hennar gekk í að finna handa honum vinnu. „Hann fór svo að mæta stopult i vinnuna þegar fram í sótti. Hann lá bara og starði út í loftið. Hann hefur þá verið orðinn svona þunglyndur." Enginn kannast við að Bernard hafi leitað læknis eða að hann hafi verið hvatt- ur til þess. Hann var þó farinn að tala ensku að einhverju marki og gat gert sig skiljan- legan. Ekki ber öllum saman um hvernig staðið var að leit- inni eftir að Bernard hvarf. Yngra fólkið telur að lítið hafi verið leitað, en Sigrún, sem nú ér 74 ára að aldri, segir að leitarflokkar hafi leitað hans. Trausti Marinósson mun vera síðasti maðurinn sem sá þennan gæfulausa franska pilt á lífi. Þennan vormorgun fyrir tuttugu og einu ári var hann á gangi inn með fjöllun- um á leið inn í Dal og sá pilt- inn tilsýndar og kallaði til hans. Bernard sneri sér við sem snöggvast og veifaði til hans áður en hann hvarf sjón- um. BÚSTAÐIR ÚTVALDRA í LANDI SKÓGRÆKTAR RÍKISINS Byggt á gömlu misrétti „Það má segja að ákveðin mismunun felist íþví að leyfa einum frekar en öðrum að hafa sumarbú- stað í landi Skógræktar ríkisins,“ segir Jón Þór Jónasson, oddviti í Stafholtstunguhreppi. í Jafna- skarðsskógi eiga nokkrir einstaklingar sumarbú- staði frá fornu fari og nýlega var einum lóðarhafa leyft að byggja þar íbúðarhús. Skógræktarlandið er annars friðað sem útivistarsvæði fyrir almenn- ing. „Sérstök heimild í skógræktarlögum leyfir að byggt sé ílandi Skógræktar ríkisins,“ segir Haukur Ragnarsson, skógarvörður í Borgarfirði. EFTIR BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR MYNDIR: INGIBJÖRG S. GÍSLADÓTTIR um,“ segir Haukur Ragnars- son, en hann er sjálfur sá síð- asti sem fékk að byggja bú- stað í skóginum. „Ég er þeirrar skoðunar að skógræktarland sé sumstað- ar mjög heppilegt sem sum- Óánægju hefur orðið vart meðal almennings vegna bygginganna í landi Skóg- ræktar ríkisins í Jafna- skarði, nú síðast þegar Jón Ingvarsson forstjóri, fékk leyfi til þess að byggja 129,9 fermetra íbúðarhús á leigu- lóð þar sem áður stóð sumar- bústaður í skógræktarland- inu. Að sögn Ólafs Guð- mundssonar byggingarfull- trúa, á Halldór H. Jónsson litlu minni sumarbústað skammt frá nýbyggingu Jóns Ingvarssonar. Alls eru fimm bústaðir í skóginum. Aðrir sumarbústaðaeigendur þarna eru Friðjón Svein- björnsson, sparisjóðs- stjóri i Borgarnesi og fjöl- skyida Jóns Steingríms- sonar sem var sýslumaður í Borgarnesi, en Jón er látinn. Haukur Ragnarsson skóg- arvörður á einnig bústað í skóginum. Hann hefur engan lóðasamning en hinir bústað- irnir eru á erfðafestusamn- ingi. I skógarreitum Skógræktar ríkisins stendur almenningi ekki til boða að leigja land til að byggja sumarbústaði eða íbúðarhús, en það hefur lengi tíðkast að sérstakir aðilir fái leyfi til slíkra bygginga. Gömul leyfi „A sínum tíma fengu þessir menn leigðar lóðir í skógin- um og ráðherraleyfi til þess að byggja þar sumarbústaði. Leyfin voru veitt á mismun- andi tímum og þeir sem bera ábyrgð á því eru ráðherrar sem eru löngu hættir störf- : OVIWOIWHM ÖMEJ«U. €>» óuort cu Fuát-st HVOBIttBONUMlHM stidmut Skógurinn er friðaður sem útivistarsvæði til almenn- ingsnota. Fimm einkaaðil- ar hafa fengið að byggja bústaði í skóginum. j 11 ggjjjí : íbúðarhús Jóns Ingvarssonar á svæði Skógræktar ríkis- ins í Jafnaskarðsskógi við Hreðavatn. arbústaðaland, en það væri þá eðlilegra að skipuleggja svæði þar sem lóðum væri út- hlutað til almennings á venju- legan hátt. Það mætti gera meira af því, en skógræktinni er heimilt að leigja einstak- lingum á þann hátt sem hér hefur verið gert. Skógræktin hefur ekki neitt með það að gera hvort byggingarleyfi séu veitt á lóðum sem leigðar voru út fyrir löngu. Ef menn vilja endurnýja húsin sín þurfa þeir fyrst og fremst að sækja um leyfi til sveitar- stjórnarinnar og byggingar- nefndar Mýrasýslu. Það veit ég að hefur verið gert,“ segir Haukur. Engin stefna mörkuð Oddviti sveitarstjórnarinn- ar í Stafholtstungum, Jón Þór Jónasson, bóndi í Hjarðarholti, telur að sam- þykki sveitarstjórnarinnar sé nánast formsatriði, þetta sé fyrst og fremst mál skógrækt- arinnar. Að sögn oddvitans hefði sveitarstjórnin þó getað synjað um leyfi til endurbygg- ingar á lóð Jóns Ingvarsson- ar. „Ef við ættum að banna fólki að byggja, þá þyrfti fyrst að marka einhverja stefnu í þessum málum og það hefur ekki verið gert. Það var ekki ágreiningur innan hrepps- nefndarinnar um leyfisveit- inguna og engar kvartanir hafa borist til mín. Óánægja utanaðkomandi fólks byggist ef til vill á einhverskonar öf- und,“ segir Jón Þór Jónasson oddviti. Sveitin innheimtir fast- eignagjöld af öllum húsum á svæðinu og hefur því fjár- hagslegan ávinning af bygg- ingunum. Friðað en ekki friðlýst „Öll hús utan skipulagðra svæða eða hefðbundinna bygginga á lögbýlum þurfa að fá samþykki margra nefnda áður en leyfi fæst fyrir byggingu," segir Ólafur Guð- mundsson. Skipulögð sumar- bústaðasvæði eru tekin sem ein heild í kerfinu, en einka- bústaðir fara hver fyrir sig gegnum mylluna. Fyrst fer málið fyrir sveitarstjórn og jarðanefnd. Svo þarf um- sögn frá heilbrigðisnefnd og náttúruverndarnefnd eða náttúruverndarráði. Samþykktir þarf síðan frá skipulagsstjórn ríkisins og byggingarnefnd svæð- isins. Að lokum fer málið aft- ur fyrir sveitarstjórnina til staðfestingar. Samþykki fyrir nýbygging- unni í skógræktarlandinu hefur þvi fengist í öllum nefndunum. Þessar lóðir fóru í gegnum kerfið fyrir mörg- um árum og Ólafur telur eðli- legt að leyfi hafi verið veitt fyrir nýbyggingu. Ný leyfi eru samkomulags- atriði hverju sinni en Haukur skógarvörður og Jón Þór oddviti eru báðir þeirrar skoðunar að eðlilegra væri að almeriningur ætti kost á að eignast bústaði í skóg- ræktariandinu. Jón Lofts- son skógræktarstjóri hef- ur ekki sett sig inn í málið. Bú- staðirnir í Jafnaskarði eru ekki einu dæmin um bygg- ingar einkaaðila í ríkislandi, enda er skógræktarland yfir- leitt ekki friðlýst þó það sé friðað gegn grasbítum og bílaumferð.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.