Pressan - 02.08.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 02.08.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. ágúst 1990 9 SKULDIR ALMENNA BÓKAFÉLAGSINS GÍFURLEGAR: EIMSKIP OG SJÖVÁJALMENNAR TIL BJARGAR? Almenna bókafélagið er nú í miklum fjárhags- kröggum. Fram hefur komið að tap félagsins var um 40 milljónir á síðasta ári en skuldir þess eru hátt á þriðja hundruð milljónir. Talið er að fjár- magnskostnaður á síðasta ári hafi verið um 20% af heildarveltunni sem sýnir að skuldir AB eru gífur- legar. Miðað við að fyrirtækið skuldi þessar 300 milljónir eru skuldirnar orðnar álíka og ársveltan. Pó bókaútgáfa standi sig vel eitt árið nær hún aldr- ei mjög miklum hagnaði. Efekkert annað kemur til getur það því tekið fyrirtæki með þessar skuldir á bakinu allt að 30 ár að borga þær niður. EFTIR GUÐRÚNU KRISTJÁNSDÓTTUR — Margir undrast að helstu peningamaskínur landsins skufi hafa rekið AB jafn illa og raun ber uitni. Endurskoðandi sem kynnt hefur sér ársreikninga Al- menna bókafélagsins segir að þegar talað sé um að tapið hafi verið upp á 40 milljónir á síðasta ári þá sé búið að meta bókalager og annað hjá fyrir- tækinu upp á mjög svo óraun- hæfar upphæðir. Inn í rekst- urinn sé búið að meta bækur og eignir til verðs sem þær geti aldrei selst á. Mikið af þessum bókum séu metnar á fullvirði en venjan er að af- skrifa bókalager um 70—80% árið eftir að bókin kemur út. Menn hafa semsagt grun um að hallinn sé miklu meiri en ársreikningurinn sem lagður var fram á síðasta að- alfundi gefur til kynna. Þegar nú á að fara að auka hlutafé og selja Austurstræti 18, fer ekki hjá því að menn gruni að ástandið sé miklu verra en það leit út fyrir að vera. Flótti frá AB Flótti er einnig frá fyrirtæk- inu og munu Katrín Árna- dóttir fjármálastjóri og Tómas Tómasson mark- aðsstjóri, ásamt fleirum, vera búin að segja störfum sínum lausum og vera á leið út næstu daga. Heyrst hefur að þegar hafi tveir aðilar samþykkt að leggja fram hlutafé til Al- menna bókafélagsins en þeir eru annars vegar Eimskip og hins vegar Sjóvá/Almennar sem ætla leggja fram 80 til 100 milljónir króna. En þess má geta að Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eim- skipafélags fslands og Ingi- mundur Sveinsson arki- tekt, bróðir Einars Sveins- sonar forstjóra Sjóva/Al- mennra, eru í stjórn AB. Aðspurður hvort Sjóvá/Al- mennar ætluðu að leggja fram hlutafé í AB sagði Einar Sveinsson forstjóri hvorki af né á. Hann vildi ekki svara þeirri spurningu. Einnig hefur komið til tals að Reykjavíkurborg ætli að bæta við sig húseign í mið- bænum, Austurstræti 18. Davíð Oddsson borgar- stjóri situr í varastjórn AB. Hann sagði hins vegar að það hefði ekki komið til tals að kaupa Austurstræti 18. ,,Ef því væri að skipta þá standa okkur til boða allar húseignir sem eru til sölu í bænum," sagði Davíð Oddsson. Hörður Sigurgestsson, forstjóri einnar stærstu peningamaskínu íslands og stjórnarmaður í AB, ætlar að dæla nokkr- um tugum milljóna í Almenna bókaféiagið ásamt Einari Sveinssyni hjá Sjóvá/AI- mennum, sem er bróðir Ingimundar Sveinssonar arkitekts og stjórnarmanns í AB. Morgunblaðið á einnig sína menn í stjórn AB en aðstoð- arritstjórinn á þeim bæ, Björn Bjarnason, er formaður stjórnar AB. Eyjólfur Konráð Jónsson fyrrum ritstjóri og núrverandi þingmaður sjálfstæðismanna er einn af odda- mönnum stjórnar AB. Brynjólfur Bjarnason for- stjóri er í stjórn AB. Einnig Gylfi Þ. Gíslason fyrrv. ráðherra. að byggja verslunarhúsnæði sem var svo selt þegar rétt var búið að reisa grunninn. Einnig var sett upp verslun í Kringlunni, en margir vilja meina að hið mikla tap sé ekki síður á verslunarrekstr- inum en af bókaútgáfunni sem hefur gengið mjög erfið- lega. Það er ljóst að þegar þrengir að í bókaútgáfunni almennt — þegar sala á bók- um minnkar og titlum fjölgar eins og gerðist á síðasta ári — þá þola fyrirtæki sem eru bú- in að vera í klemmu í mörg ár ekki svo stórar sveiflur. Davíð Ólafsson, fyrrv. seðlabankastjóri og Geir Zoéga framkvæmdastjóri er varamaður. sameinaðrar Hraðfrysti- stöðvar og Granda hf., Gylfi Þ. Gíslason fyrrv. ráðherra, Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eim- skips, og Ingimundur Sveinsson arkitekt, bróðir Einars í Sjóvá. Til vara eru sjálfur borgarstjórinn Davíð Oddsson, Kristján Lofts- son, og Geir Zoéga fram- kvæmdastjóri. Skondið úrvalslið Það er svolítið skondið að sumir þessara úrvals stjórnar- manna í Almenna bókafélag- inu starfa í afar fjársterkum fyrirtækjum — í peninga- maskínum þar sem útgjöldin eru venjuiega mun lægri en innkoman. Og það er spurn- ing hvort þeir hafi ekki stjórn- að Almenna bókafélaginu á svipuðum forsendum og ef um hefði verið að ræða fjár- sterkt stórfyrirtæki. Nema hvað AB er engin peninga- maskína né bókaútgáfur yfir- leitt. Margir sem til þekkja segja að innan AB hafi engin stefnumörkun verið. Menn hafa stundað viðskiptin á þann hátt að gefa þessa bók út fyrir þennan og hina bók- ina fyrir hinn. Auk þess hafi þeir farið út í mjög óskyn- samlegar fjárfestingar, t.d. i Mjóddinni þar sem AB hóf „Lýðræðisöflin í landinu“ Á síðasta aðalfundi fékk fé- lagið leyfi til að auka hlutafé um 90 milljónir en það virðist ekki duga og ætla því stjórn- endur AB að efna til aukaaö- alfundar félagsins þann 9. ág- úst og fá leyfi til að auka hlutafé enn meira og um leið að fá leyfi til að selja húsnæð- ið í Austurstræti 18, þar sem bókaverslunin Eymundsson er. Þeir hafa einnig nýlega sent frá sér bréf til allra sem eiga fé inni hjá AB þar sem sagt er aö endurskipulagning fyrirtækisins standi yfir. Þeir hafa tilkynnt að hlutafé verði stóraukið og vilyröi séu kom- in fyrir nýju hlutafé meö ákveðnum skilyrðum sem séu meðal annars þau að samningar við lánardrottna takist. Almenna bókafélagið var upphaflega stofnað af ,,lýð- ræðisöflunum" gegn forlagi ,,kommanna“ í Máli og menningu. Markmið félags- ins var að gefa út bækur lýð- ræðissinnaðra höfunda í landlnu, enda hefur forlagið verið iðið við að gefa út bæk- ur Matthíasar Johannes- sen, ritstjóra Morgun- blaðsins, Hrafns Gunn- laugssonar kvikmynda- gerðarmanns og fleiri sem ekki teljast beint á vinstri kantinum. Mörgum finnst þó skrýtið að menn skuli enn af pólitísk- um ástæðum vera tilbúnir til að leggja fram tugi milljóna Davíð Oddsson er vara- maður í stjórn AB og eins og fiestir vita oddviti eins stærsta fyrirtækis á land- inu, Reykjavíkurborgar. Þegar kunnugt varð að Almenna bókafélagið þyrfti að losa sig við Austurstræti 18 og auka hlutafé enn meir, varð mönnum Ijóst að vandi AB er miklu meiri en þá hafði nokkurn tímann sjálfa grunað. Davíð Oddsson borgar- stjóri segir það ekki hafa komið til tals að festa kaup á húsnæðinu. Ef Reykjavíkurborg héldi áfram að festa kaup á húsnæði í miðborginni ætti hún mestalla miðborgina um aldamótin. Ekki er langt síðan fyrrver- andi framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Kristján Jóhann- esson sagði upp störfum og við tók Óli Björn Kárason. Mönnum er enn í fersku minni flóttinn frá AB 1988 þegar fyrrum framkvæmda- stjóri fyrirtækisins í 17 ár, Einar Óskarsson sagði upp störfum ásamt fleirum vegna óánægju með skipulagsmál hjá fyrirtækinu. Formaður stjórnar AB nú er Björn Bjarnason aðstoð- arritstjóri Morgunblaðs- ins. Aðrir í stjórn eru: Eyjólf- ur Konráð Jónsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks- ins, Davíð Ólafsson, fyrrv. seðlabankastjóri, Brynj- ólfur Bjarnason, forstjóri af fé sem þeir geta ekki reikn- að með að ávaxti sig. Óljóst sé hvernig þeir geti réttlætt það gagnvart hluthöfum. Pjónar engum til- gangi lengur Aðspurður sagði aðili sem þekkir vel til að Almenna bókafélagið yrði aldrei látið fara á hausinn. Það yrði slíkt áfall fyrir Vesturbæjarí- haldið að það myndi aldrei láta slíkt viðgangast. Allt yrði gert til að koma í veg fyrir það. Það þykir nokkuð ljóst að stórfyrirtækin Eimskip og Sjóvá/Almennar og jafnvel Reykjavíkurborg eru tilbúin til að leggja sitt af mörkum til hjálpar þessari bágstöddu bókaútgáfu og ef til vill munu fleiri aðilar úr sama hópi styrkja það, sem sumir segja að sé tímaskekkja — þ.e. að halda úti hægri og vinstri út- gáfustarfsemi. Annar aðili sem þekkir til sagði að ef hér væri um að ræða venjulegt fyrirtæki, sem ekki hefði í stjórn alla þessa stórpólitísku menn peningaaflanna í landinu, væri það farið á hausinn fyrir mörgum mánuðum. „Þeir eru í miklum vanda,“ sagði sá sami. „Þess vegna eru þeir að tala um að selja húsnæði og fá inn ókeypis peninga frá stórum vinveittum fyrirtækj- um. Það er alveg svakalegt að aörir útgefendur skuli vera í samkeppni við aðila þar sem peningum er mokað inn af skipafélögum og trygg- ingafélögum í pólitískri björg- unarstarfsemi. Þetta fyrir- tæki virðist hafa sokkið sífellt lengra niður án þess að nokk- ur hafi vaknað." Sami aðili sagði, að þó ver- ið væri að losa sig við fólk hjá fyrirtækinu væri það engin lausn því áfram yrði sama stjórnin sem hefði greinilega ekki tekið mark á þeim hug- myndum eða ábendingum, sem hún hefði fengið. Áfram hefði þessi stjórn a.m.k. gefið út vonlausar bækur og haldið áfram að fara út í vonlausar fjárfestingar. „Kjaftæði“ og stað- festingar „Þetta er kjaftæði," sagði Óli Björn Kárason fram- kvæmdastjóri Almenna bókafélagsins um það að eignir væru ofmetnar í árs- reikningum fyrirtækisins, en vildi ekkert um það segja hvort Eimskip og Sjóvá/AI- mennar ætluðu að leggja fram hlutafé til AB. Hann staðfesti hins vegar að staða fyrirtækisins væri lakari en búist heföi verið við og að verið væri að fækka starfs- fólki hjá fyrirtækinu og hefði svo verið um hríð.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.