Pressan - 02.08.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 02.08.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 2. ágúst 1990 19 ísafirði. Faðir hennar var skólastjóri á ísa- firði, seinna þingmaður, ráðherra og flokks- formaður. „Hann var ailtaf virkur í verka- lýðspólitíkinni á árunum á ísafirði. En ég var eiginlega bólusett gegn pólitíkinni í frum- bernsku," segir Elín, en játar þó að hún beri þess líklega einhver merki að vera dóttir föð- ur síns. Bólusetningin hefur greinilega ekki virkað á alla fjölskylduna, að minnsta kosti ekki á bróðurinn Jón Baldvin, utanríkisráð- herra. En Elín er ekki mjúk í máli í umsögn sinni um stjórnmálin almennt. „Mig hefur aldrei langað til þess að skipta mér af pólitík. Ekki nema kannski einhver augnablik þegar Elin í stóra gróðurhúsinu, sem hýsir rósir á 1200 fermetrum. ákveðin málefni eru á dagskrá. Ég held að pólitíkin sé ekki alltaf holl þeim sem hana stunda og að hún geti kallað fram það versta í fólki." Elín tekur fjölskylduna fram yfir pólitíkina. „Þeir sem eru á kafi í stjórnmálum hafa auð- vitað minni tíma fyrir fjölskylduna. Ég er alltaf með annan fótinn í bænum, foreldrar mínir eru komnir hátt á níræðisaldur og yngri dóttir mín, Sif, býr líka í Reykjavík, ásamt syni sínum. Ég er sjálfsagt uppalin í þjónustu- hlutverkinu eins og margar aðrar konur. Svona er þetta víða, vonandi er það að breyt- ast, en eiginlega efast ég um það.“ Börn og blóm Þó að flest barnabörn Elínar eigi heima á Flúðum í Hrunamannahreppi, á hún líka tvö annarstaðar, eitt í Reykjavík og hitt í Svíþjóð. Litla stelpan í Svíþjóð er barn Sól- veigar elstu dóttur Elínar. Pabbi hennar er frá Eritreu. „Hún er eins og dúkka," segir El- ín og sýnir mynd af henni þegar hún kom í heimsókn frá Svíþjóð í vetur. Eldri sonur Elínar, Hannibal, á fimm börn. Hann býr i húsi við hliðina á Elinu og Emil og börnin hans eru sum komin í skólann hjá El- ínu. Barnabörn Emils eiga líka heima á Flúð- um, svo það skortir ekkert á félagsskapinn. „Strákarnir mínir eru orðnir rótgrónir sveitamenn fyrir löngu. Sjálf hef ég stundum ætlað mér að flytja héðan, kannski til Reykjavíkur, því þangað á ég sterk bönd líka. Núna eru ræturnar hér orðnar það sterkar að ég ílyt varla úr þessu," segir Elín. Emil er kominn heim aftur og sættir sig við að stilla sér upp fyrir myndatöku. „Þetta er ágætis blómaauglýsing," segir hann. Það eru líka komnir gestir til Elínar, en hún gefur sér samt tíma til þess að sýna rósagarðinn, stóra gróðurhúsið þar sem eingöngu eru ræktaðar rósir. Rósirnar sem á að selja þarf að klippa á réttu augnabliki áður en þær springa of mikið út. Nokkrar stórar fallegar rósir hafa orðið útundan og prýða gróðurhúsið, rauðar, hvítar, bleikar, gular og ilmandi. Þó að þær stingi, finnst manni vera einhver rómantísk- ur blær yfir rósaræktinni, samanborið við hefðbundna kálhausa- og tómatarækt. Það hlýtur að vera gefandi atvinna að ala upp bæði börn og blóm. Á Flúðum í Hrunamannahreppi blómstrar allt. Þetta er einn affáum stöðum í dreifbýli þar sem fólki fjölgar og atvinnutæki- færin verða sífellt fjölbreytilegri. ístóru, glæsilegu, hvítu húsi við endann á þorpinu búa Elín Hannibalsdóttir kennari ogEmiI Gunnlaugsson, garðyrkjubóndi, umkringd börnum og barna- börnum. Hjá þeim blómstrar líka allt, þar á meðal rósir á 1200 fermetrum. TEXTI OG MYNDIR: BJÖRG EVA ERLENDSDÓTTIR því, en að kenna eldri krökkunum. „Ég held ekki að ég hafi orðið kennari af neinni köllun, og ekki heldur af því að faðir minn, Hannibal Valdimarsson, var kenn- ari áður en hann fór í pólitíkina. Leiðin lá ekki beint í kennaraskólann, fyrst fór ég út í barneignir, eignaðist fjögur börn og bjó í Garðahreppi, sem þá var hálfgerð sveit. Hugmyndin að starfinu kviknaði þegar ég var að skúra skólann þar, orðin fjögurra Elín og Emil á stéttinni heima hjá sér, með ferska blómvendi, reyndar ekki rós- ir, því Emil ræktar líka fleiri blómateg- undir. Til vinstri: Foreldrar Elínar, Sólveig Ólafs- dóttir og Hannibal Valdimarsson, með barnabarnabörnin, afkomendur Elínar. Frá vinstri: Rakel Hannibalsdóttir, Rut Kaliebsdóttir, Elín Hannibalsdóttir, Guð- rún Edda, Hrafn, Karl Ágúst og Styrmir Kári. (Ljósmyndastofa Kópavogs.) barna móðir. Þetta var ekkert vel skipulagt fyrirfram. Seinna þegar ég flutti með börnin, eftir skilnaðinn, var heldur ekki ákveðin fyr- irætlun mín að fara út í sveit, en krakkarnir vildu bara alls ekki flytja til Reykjavíkur. Harra, yngsta syni mínum, fannst alveg sérstaklega gaman að koma hingað að Flúð- um. Hann var þá sjö ára og yngri börnin voru eina viku í senn í skólanum og áttu svo frí í tvær vikur. Honum fannst mikið til um að þurfa ekki að fara í skólann, þótt hann ætti heima í skólabyggingunni," rifjar Elín upp. Bólusett gegn pólitík Elín Hannibalsdóttir er fædd og uppalin á „Viðtal, nei, elskan mín góða." Emil garð- yrkjubóndi tekur til fótanna og lætur Elínu einni eftir viðtalið. Þetta er á sunnudags- morgni, börn og barnabörn úr báðum ætt- um, hans og hennar, streyma í gegnum hús- ið, sífellt ný andlit. „Ég á sjö barnabörn," seg- ir Elín. Hún er í sumarfríi frá kennslu, en hef- ur nóg að gera við að sinna fjölskyldunni, austanfjalls og einnig í Reykjavik, þar sem dóttir hennar, dóttursonur og aldraðir for- eldrar búa. Hún hefur því hætt afskiptum af rósum sambýlismanns síns, enda í fullri kennslu við Grunnskólann á Flúðum og veitir ekki af sumrinu til að safna kröftum. „Emil á rósirnar, en ég hef unnið í þessu stundum á sumrin. Þetta er ekkert yndisleg- ur vinnustaður, þyrnarnir rífa og tæta bæði fötin og mann sjálfan. Ef þyrnarnir festast i þér er varla nokkur leið að ná þeim út aftur. Þetta hefur samt lagast eftir að vökvunin varð sjálfvirk, áður var alltaf verið að vökva," segir Elín. „Tækin áttu reyndar að koma strax en á því varð einhver bið." Gróðurhúsið er búið nýjustu tækni á allan hátt og rósirnar eru ræktaðar nánast allan ársins hring. Það gerir ljósabúnaðurinn mögulegt. Þó er tekið eitthvert hlé í skamm- deginu, en það er vegna þess að plönturnar þurfa beinlínis að hvíla sig. Ein í sveitina með fjögur börn Elín Hannibalsdóttir flutti að Flúðum fyrir nítján árum og hefur búið hér síðan. En þó Elín geti núna dansað á mörg hundruð fer- metrum af rósum, hefur því ekki alltaf verið þannig varið. Fyrir nítján árum var Elín nýút- skrifaður kennari og nýfráskilin fjögurra barna móðir. Hún sótti um kennslu við Grunnskólann á Flúðum og flutti austur með börnin, nánast inn á heimavistina i Flúða- skóla. Kennaraíbúðin var fyrir endanum á gangi heimavistarinnar og kennaranum bar að taka að sér eftirlit með heimavistinni á kvöldin og á nóttinni eftir því sem með þurfti. „í byrjun var skylda að vera með einhvers- konar kvöldvöku og hafa ofan af fyrir börn- unum með félagsvist eða hjálpa þeim við að gera leikþætti og fleira. Seinna breyttist gæslan og varð ekki annað en eftirlit. Ég hafði frá upphafi meira en fulla kennslu og gæsluna að auki. Þetta gat verið mjög erfitt og var ekki alltaf gaman. En stundum áttum við skemmtilegar stundir, ég og krakkarnir," segir Elín. Núna kennir hún fyrst og fremst yngri börnum og segist hafa meiri ánægju af

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.