Pressan - 10.01.1991, Síða 9

Pressan - 10.01.1991, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. JANÚAR 1991 9 Jón Inqvarsson stiórnarformaður oq Friðrik Pálsson forstióri SH ÆTTIIM AD GERA MEIRA AF ÞESSU ú er frágengið að Stein- grímur Hermannsson taki fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og mun Finnur Ingólfsson sem hreppti sætið í frægu forvali vera upphafsmaður þess- arar fléttu. Hann færist þá niður í ann- að sæti en sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun nær flokkurinn tveimur þingsætum í vor. Málefni Reykjaneskjördæmis eru meira á huldu enda lítill einhug- ur um Jóhann Einvarðsson sem lenti í öðru sæti á eftir Steingrími í forvali. Meðal annars er rætt um að fá nýjan kandídat í fyrsta sætið og hafa nokkur nöfn verið nefnd: Helgi Pétursson, útvarpsstjóri á Aðalstöðinni, Siv Fridleifsdóttir, oddviti ungra framsóknarmanna, og Jóhann Pétur Sveinsson lög- fræðingur. Málin skýrast endanlega á allra næstu dögum en það er farið að volgna undir Jóhanni. . . F ramarar hafa gert Sævari Jónssyni, knattspyrnumanni í Val og besta leikmanni síðasta keppnis- tímabils, tilboð um að ganga yfir í Fram. Framarar gera sér góðar von- ir um að Sævar taki tilboðinu. Með innihald tilboðsins er farið sem mannsmorð. Eins og knattspyrnu- áhugamenn vita missa Framarar einn sterkasta varnarmann sinn, Viðar Þorkelsson, þar sem hann ætlar að taka sér frí frá fótboltanum og er Sævari ætlað að fylla skarðið sem Viðar skilur eftir . . . mM ■ ^ú hefur verið ákveðið hver verður næsti forstöðumaður nýju sundlaugarinnar í Kópavogi. 17 um- sækjendur voru um forstöðumannsstarf- ið en ákveðið var að tala bara við þrjá þeirra. Um leið var haft samband við Steinar Lúðvíks- son, núverandi for- Nú er uppi gagnrýni á mikinn kostnad uið yfirsljórn SH. Meðal annars hafa verið nefndir tveir stjórnarfundir, annar í París og hinn í Hamborg. Einnig er nefndur til lúx- usbíll stjórnarformannsins. Jón: ,,Það er ekkert óeðlilegt að framleiðendur fari í svona ferðir og kynnist markaðnum. Þetta tækifæri var notað til að halda stjórnarfundi í bá',-■"- ^ ^ssum borgum. Við höf- um tengio gagnrýni fyrir þetta, ég ætla ekki að neita því. Varðandi bíl- inn þykir mér sú gagnrýni vera ómakleg. Bíll hefur verið og er hluti af starfskjörum starfandi stjórnar- formanns í áratugi og ég gekk inn í þau kjör." Friðrik: ,,Mér þykir þessi gagn- rýni vera út í hött. Ef stjórn næst stærsta fyrirtækis landsins getur ekki án gagnrýni farið og kynnt sér starf dótturfyrirtækja erlendis þá þykir mér það vera úr takti við tím- ann. Við ættum að gera miklu meira af þessu. Það er ekkert bruðl í þessu. Við ferðumst alltaf á ódýrustu far- gjöldum svo framarlega sem það fellur að okkar ferðum. Allur rekstr- arkostnaður hjá okkur er lítill. Við erum lítið fyrirtæki, með um eitt hundrað starfsmenn. Við getum staðið reikningsskil gerða okkar hvar sem er og hvenær sem er.“ — Þið eruð gagnrýndir fyrir að vera í litlum og nánast engum tengslum við framleiöendurna? Friðrik: „Auðvitað vildum við hafa meiri tíma til að fara út á meðal félagsmanna. Skrifborðin toga tals- vert í okkur. Við lendum í því að sitja við þau og leysa mál. Við höfum ekkert á móti því að ferðast. Ferða- lög eru að vísu tímafrek. Ég get líka séð að það megi bæta þessi sam- skipti með því að þeir komi til okkar þegar þeir eru á ferð í Reykjavík. Þessi samskipti eiga að vera mikil." Jón: „Ég vísa því á bug að það sé erfitt að ná sambandi við mig þegar ég er á landinu. Starfsemi Sölumið- stöðvarinnar fer mikið fram á er- lendri grundu og það hlýtur því að vera í okkar verkahring að ferðast til útlanda." — Það fer ekki á milli mála að fé- lagsmönnum, mörgum hverjum, er ofarlega í huga hversu sjaldan þið sjáist í fyrirtœkjunum. Friörik: „Það gleður okkur að heyra þetta. I hvert einasta skipti sem við höfum farið út á land, sem við reynum að gera eins oft og við getum, þá eru þar skemmtilegir og uppbyggilegir fundir. Mér þykja það vera góð tíðindi ef mönnum þykir slæmt að sjá okkur sjaldan." Jón: „Við höfum byrjað að færa stjórnarfundi út á land. í sumar vor- um við með stjórnarfund á Vest- fjörðum og áður höfðum við verið með fund á Akureyri." — Tvö stór frystihús œtluðu að hœtta um áramót. Það verður til þess að þið farið í skyndi til Vest- mannaeyja. Jón: „Það voru atriði sem þeir voru ekki ánægðir með. Meðal ann- ars var fyrir hendi gagnrýni á ýmsa þætti í starfseminni, sem snúa að þeim.“ Friðrik: „Það var meðal annars gagnrýnt að samþykkt var á síðasta ári að leggja á sérstakt afgreiðslu- gjald á flök til Bandaríkjanna, tvö sent á pund.“ — Var ákveðið að falla frá af- greiðslugjaldinu? Jón: „Nei. Þetta var ákvörðun stjórnarinnar. Þess vegna vorum við ekki til þess bærir.“ Friðrik: „Að sjálfsögðu verða öll þessi mál rædd mjög opinskátt á stjórnarfundum. Á fundinum var einnig rætt um fraktmál. Þeir voru með hugmyndir um að hægt væri að fá hagstæðari samninga en við höfum við Eimskip." Jón: „Fyrir fáum árum var tekin ákvörðun um að bjóða út flutninga. Við það lækkaði kostnaðurinn um- talsvert. Auðvitað eru þetta atriði sem verður alltaf að hafa eftirlit með og það er gert. Af okkar hálfu hefur Bjarni Lúðvíksson annast þessa samninga. Ég vil taka fram að sem stjórnarmaður í Eimskipum og stjórnarformaður SH tek ég ekki þátt í þessum samningum og hef aldrei gert. Mér hefur ekki þótt það fara saman.“ — Nú hefur samstarfsaðilum ykk- arfœkkað um tvo. Erþað ekkiáfall? Friðrik: „Þeir sem eru í viðskipt- um leggja gjarna upp úr því að hafa viðskiptin sem mest. Það verður líka að hafa þau sem best. Ég trúi ekki á viðskipti milli aðila ef báðir eru ekki sæmilega sáttir. Þau við- skipti stæðu aidrei mjög lengi. Mér finnst það fullkomlega jafn eðlilegt að aðili ákveði að fara út úr við- skiptasambandi og að ganga til sam- starfs við einhvern annan. Þetta er mismunandi mat manna á mark- aðnum og hvað þeir telja sig geta fengið fyrir sínar afurðir." Jón: „Það er grundvöllurinn í okkar samþykktum að menn geta gengið úr samstarfi við okkur hve- nær sem er. Það eru ákveðnar leik- reglur. Þeir sem ganga út um ára- mót eru bundnir okkur með sína framleiðslu í níu mánuði. Fyrir þremur árum var tíminn eitt ár. Menn eru í framleiðslu og það er bú- ið að gera samninga og menn eru með umbúðir og fleira og þess vegna nauðsynlegt að hafa þennan frest.“ — Sjónarmið þeirra sem reka minni frystihúsin heyrast mér vera þau að Sölumiðstöðin sé orðin mik- ið bákn og að þeir hafi ekki bol- magn til að taka þátt í þessu öllu. Friðrik: „Þessi rök snúa algjörlega öfugt við mér. Það hefur alla tíð ver- ið þannig, bæði hér og hjá SÍF og SÍS, að þeir minni njóta mjög góðs af því að stærri fyrirtækin standa aðal- lega að því að viðhalda mörkuðun- um. Ef við gefum okkur það að þessi hús geti selt allan sinn fisk á hæsta verði, án þess að SH komi þar nærri, þá er það þeirra ákvörðun að gera það. Þetta er mat hvers fyrir sig. Ég hefði skilið þessi rök ef þau hefðu komið frá stóru fyrirtækjunum. Þau bera uppi stóran hluta af rekstrin- um. Þeir minni njóta góðs af þessu en stóru fyrirtækin minnast aldrei á þetta.“ Jón: „Auk þess eru aðeins fá stór fyrirtæki sem eru í stakk búin til þess að annast raunverulega sölu- starfsemi. Ég er ekki að tala um að- stæður eins og í dag þar sem eftir- spurnin eftir fiski er það mikil að það sem unnið er er nánast rifið beint af hnífunum. Það vantar alls staðar fisk." Friðrik: „Þessi rök koma ekki frá Vestmannaeyjum. Megnið af þeim rökum sem við erum að hlusta á núna eru ekki frá Eyjamönnunum. Þessi rök koma annars staðar frá. Það yrði hagur margra ef SH missti flugið. Við eigum ekki að vera hér að hlusta á þá sem vilja níða af okk- ur skóinn. Við eigum að fara út á markaðina og heyra hvað er sagt þar. Icelandic, vörumerki SH, nýtur alls staðar álits. Fyrirtækið er talið áreiðanlegt, varan góð og markaðs- setningin er góð. Þetta segjum við með stolti, en ekki monti.“ stöðumann, og honum sagt að hann ætti ekki möguleika. Sá sem var síð- an ráðinn heitir Ingimundur Ingi- mundarson og kemur úr Borgar- nesi. Hann er góður og gegn ung- mennafélagssinni og mun Sigurð- ur Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, hafa lagt mikla áherslu á að hann fengi starfið. Ingimundur virðist hafa haft pata af því að hann ætti góða möguleika því hann sagði upp starfi sínu í Borgarnesi fyrir þrem mánuðum... lEnn heyrist af jólaglaðningi hjá stórfyrirtæki. Starfsfólk Kaupgarðs í Mjóddinni mun hafa fengið upp- sagnarbréf skömmu fyrir jól... liandsmenn, margir hverjir að minnsta kosti, helltu í sig ómældu jólaglöggi fyrir hátíðarnar. Alþingis- menn voru engin undantekning frá því. Á einum þingfundi skömmu fyr- ir jól voru þingmenn Framsóknar- flokksins sagðir „þéttir" eftir jóla- glöggsdrykkju. Þingmönnum Sjálf- stæðisflokks og Kvennalista ofbauð kaupstaðarlyktin af framsóknar- mönnum og gengu af fundi...

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.