Pressan - 11.04.1991, Side 4

Pressan - 11.04.1991, Side 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. APRIL 1991 Þaö telst einnig til stór- tíðinda að nú er útlit fyrir að í fyrsta skipti í 10 ár komi ekki út plata með ÁSBIRNI MORTHENS, öðru og hinu nafni Bubbi. Bubbi hefur und- antekningalaust komið með eina stóra plötu á ári síðan hann hóf feril- inn en nú á að vera hlé. Hléð ætlar hann meðal annars að nota til að semja Ijóðabók. Þá er hugmyndin að gefa út síöustu plötu hans, Sög- ur af landi, á ensku og fylgja því síðan eftir með hljómleikaferð um Norð- urlöndin. Nú fer aö styttast í stóra daginn í Róm, 4. maí, þegar urslitin verða kynnt í söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Mikill viðbúnað- ur er hjá íslenskum hljómlistarmönnum og útgefendum vegna keppninnar. Steinar og p.s. músík hafa undirbú- ið sig og gert samninga erlendis um útgáfu á Nínu, lagi EYJÓLFS KRIST- JÁNSSONAR. Lítil plata með laginu, sungnu á ensku, mun vera á leið- inni út víða um Evrópu. — Og ef vel gengur er stór plata tilbúin. Þórey Vilhjálmsdóttir er 18 ára stúlka úr Kópavoginum. Hpn er í Versló og sýnir þar aö auki fyrir Islenskar fyrirsætur og hefur afgreitt lítillega í versluninni 17. Þórey er Ijón og er þar að auki á lausu. Hefur þú lesiö biblíuna? „Já, eitthvað af henni." Hvaö gerir þú á sunnudagsmorgnum? „Sef út og horfi á vídeó." Hefur þú komið til ísafjaröar? „Já, þegar ég var tveggja ára." Gætir þú hugsað þér aö reykja hass? „Nei, ég held ekki." Hvaö ætlar þú aö giftast oft? „Þrisvar." Klæðiröu þig eftir veöri? „Nei, ekki allt- af." Syngur þú í baöi? „Nei, ég geri fjöl- skyldu minni það ekki." Sefurðu í náttfötum? „Nei." Hvaða ilmvatn notar þú? „Kenzo." Ertu morgun- eða kvöldmanneskja? „Kvöldmanneskja." Ferðu ein í bíó? „Nei, aldrei." Á hvaða skemmtistaði feröu? „Casa- blanca." Trúiröu á ást viö fyrstu sýn? „Nei." En líf eftir dauöann? „ Já, ég er alveg viss um að það er til." Ertu daðrari? „Já, svolítill." Hvers konar gæjar eru mest kynæs- andi? „Þeir sem eru með stinnan rass og eru herramenn." Hvað borðar þú í morgunmat? „Cheeri- os og banana." Hvaö langaði þig að verða þegar þú yrðir stór? „Flugfreyja og hjúkrunar- kona." Hvaða hæfileika vildirðu helst hafa? „Mig hefur alltaf langað til að geta spilað á píanó." Hvort finnst þér betri hamborgari eða pitsa? „Pitsa." Hugsar þú mikið um í hverju þú ert? „Já, heilmikið." Gætirðu hugsað þér að búa úti á landi? „Nei, mér finnst það ferlega ósjarmerandi að búa þar sem er lítið af fólki." Ertu hrædd við einhver dýr? „Kóngulær." Segir þú oft brandara? „Nei, ég kann svo fáa." Kanntu að elda? „Ég kann að sjóða egg og kartöflur en lítií meira en það." Ferðu oft í megrun? „Nei, mætti fara oftar." Vændiskonubuxur úr innkaupapoka Halda þær virkilega að þær séu sexý stelpurnar í svona efnislitlum buxum? Eða er það ímyndun fata- hönnuðarins Alaia? Takið annars eftir efninu í pjötl- unum, það er rauðköflótt (þó það sjáist ekki í svart/hvítu) eins og gam- aldags borðdúkur. Þetta er sama munstur og er á pok- unum hjá Tati, ódýrustu fataversluninni í Frakk- landi. Mynstur sem hefur heillað fleiri en Alaia, því bandaríski listamaðurinn Julian Schnabel ku hafa greitt Tati fúlgur fyrir Ieyf- ið til að nota það sem bak- grunn í nokkur verka sinna. Hefði Alaia annars ekki verið óhætt að bruðla að- eins meira með efnið? Svona vændiskonulegur klæðnaður gerir karl- menn víst frekar vand- ræðalega en að þeir falli umvörpum flatir fyrir meyjunum. Sannkristnir þungarnkkarar I POKAHORNINU Draugasaga Nú fiska ég draugasögu upp úr pokahorninu. Hún er eng- inn skáldskapur heldur sönn. Þá er fyrst aö nefna að ég er haldinn veikleika sem mun víst vera kominn langt með að ríða öllum helstu sögu- stöðum heims að fullu. A ferðalögum mínum til ann- arra landa hef ég alltaf laum- að i vasann einu og öðru til minja. Þetta er mikill ósiður. Á skrifborðinu mínu stendur t.d. bútur úr steinrunnu grísku tré. Ég hafði þetta heim með mér þótt leiðsögu- maðurinn gæti þess að við lægi stórsekt eða jafnvel tukt- húsvist upp á þrumara og feta-ost sem þarlendir éta. Kona sem ég kannast við, arkítekt, skrapp til Egypta- lands með skóla sínum þegar hún lauk námi. Ég bað hana að hafa með heim handa mér stein úr Keóps-pýramídan- um. Keóps-pýramídinn er stærsti pýramídi í heimi og maður skyldi ætla að af nógu grjóti væri að taka. En hinum 4.500 ára gamla pýramída hlýtur að vera afar sárt um steinana sína. Morguninn eft- ir að konan kom heim til ís- lands færði hún mér steininn í hasti og var brugðið. Hún haföi ekkert sofið um nótt- ina. Hún var nýháttuð þegar hún sá hreyfingu frammi á ganginum. Á sömu stundu færðist yfir hana lömunar- ástand svo hún fékk sig hvergi hrært. Inn á gólfiö gengur Egypti í fornum bún- ingi og starir á hana haturs- fullur. Þessi sýn varði til morguns. Alla nóttina stóð hann á gólfinu hreyfingarlaus; og hvessti á hana augum. í dögun hvarf hann og hún fékk aftur máttinn. — Hér er steinninn þinn úr Keóps-pýramídanum, sagði hún og lagði í lófa minn Ijós- gulan grjótklump. Ég tók mátulega mikið mark á sög- unni hennar. Ég stóð í framkvæmdum á þessum tíma. Var að stand- setja gamalt hús. Nú bregður svo við að yfir mig dynur sú mesta óláns alda sem ég hef frétt að hrjáð hafi einn mann- ræfil. Og kvelur þó margt húsbyggjendur. Allt sem farið gat úrskeiðis fór á versta veg. Ég nenni ekki að tína það allt saman til. Ég get nefnt sem dæmi að ég þurfti að láta ryðja til grjóti og pantaði ýtu. Þegar ýtustjórinn kom varð mér að orði: Jæja félagi, búðu þig undir vesen. Hér hefur allt staðið á haus undanfarna daga. Ekki veit ég hvernig á því stendur. En ég er illa svik- in ef ýtan þín bilar ekki í dag. Ýtustjórinn sagði; hafðu engar áhyggjur af því meist- ari. Hún var að koma úr general klössun. Hann stökk um borð og byrjaði að ýta. Ekki hafði hann nema rétt velt við hnullungi þegar ógn- ar brestur heyrðist. Ýtustjór- inn hoppar út, kíkir undir og segir furðulostinn; noj, noj, noj. Nú á ég ekki krónu. Hér er brotið stykki. Og það er ekki til varahlutur í landinu vegna þess að þetta stykki á alls ekki að geta brotnað. Þegar ég kom inn tók ég eftir því að steinninn úr pýra- mídanum var sprunginn í tvennt. Mig fór að gruna að ef til vill væri fótur fyrir sögu vinkonu minnar. Ég flutti brotin tvö út i skiír þar sem ég geymi garðverkfæri. Nokkru síðar kom i heim- sókn bóndi að norðan og kona hans. Hann spurði tíð- inda. Ég sagði mínar farir ekki sléttar af viðureign við pýramída. Hann hló að. Ég gaf honum steininn. Hann þáði með þökkum. Ekki var konan hans jafn hrifin. Líður nú og bíður. Kvöld eitt hringir síminn. Á hinum endanum er norðankona. — Þakka þér kærlega fyrir steininn úr pýramídanum mikla, segir hún. Hér hefur enginn friður verið í þessu húsi sem áður var svo frið- sælt. Fé liggur dautt á tvist og bast um fjárhúsið. Bóndi minn er mikill fjallagarpur eins og þú veist. Nú hefur vél- in í fjallabílnum brætt úr sér í tvígang. Og ekki nóg með það. Besti reiðhesturinn okk- ar skar sig í munni og það er engin leið að græða sáriö. Nokkru síðar hringdi ég norður til að spyrjast fyrir um hrossið. Ja, það varð ekki hjá því komist að fella hestinn, segir hún. — Viltu ekki senda mér steininn, segi ég. — Nei, hér er allt með kyrrum kjör- um sem stendur, segir hún. Ég fékk mér fóðrað umslag á pósthúsinu og skrifaði á ensku utan á: Til umsjónar- manns Keóps-pýramídans, Kaíró, Egyptalandi. Ég lét með bréf og bað um að stein- völurnar tvær yrðu lagðar aftur í pýramídann áður en fleiri egypskar plágur gengju yfir heimili mitt. Og hér lýkur þessum stutta frásöguþætti af steinvölu úr Keóps-pýramídanum sem fór í íslandsför en komst aftur heim þó í tvennu lagi væri. Ólafur Gunnarsson Það fer víst stundum um sannkristna menn þegar þeir sjá og heyra í þunga- rokkurum. Leðrið, hárið og tónlistin hljómar bara alls ekki eins og kirkju- klukkur fyrir suma þá sem telja sig með kristna trú á hreinu. Á köflum er eins og um trúarbragðastyrj- öld sé að ræða og maður á allt eins von á að einhver verði brenndur. „Þetta er nú allt einhver misskilningur. — Við erum bara að flytja tónlist sem við höfum áhuga á.“ sagði Guð- mundur Þórir Sigurðsson bassaleikari í einni þyngstu þungarokkhljómsveit lands- ins, Bleeding Volcano. Þar er leðrið ekki sparað. Sveitin er tiltölulega nýlega komin á skrið en hefur þegar vakið nokkra athygli fyrir þróttmik- inn tónlistarflutning og glæsi- legt þungarokkara útlit. En af hverju gerast menn þungarokkarar? „Músíkin. Þetta er nokkurs konar lífs- máti ef það er þá hægt að út- skýra þetta," sagði Guðmund- ur. Með honum í eldfjalla- hljómsveitinni eru Hallur Ing- ólfsson trommuleikari, Sig- urður Gíslason gítarleikari og Vilhjálmur Goði Friðriksson syngur. Og hvar æfir hljóm- sveitin? Jú, auðvitað í Tog- hleraverksmiðju Jósafats Hinrikssonar — þar eru nefnilega engir nágrannar.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.