Pressan - 11.04.1991, Síða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. APRIL 1991
13
Werner Rasmusson í Delta
SELDIFRIGG EFTIR Afl
HAFA NÝn SÉR TftPIÐ
Werner Rasmusson, apó-
tekari og stjórnarformadur
Pharmaco og Delta, hefur
selt Burstagerdinni sápugerd-
ina Frigg. Adeins um fimm
mánudir eru sídan Delta
keypti Frigg í röð fjárfestinga
í fyrirtœkjum. Werner lýsti
því þá yfir að œtlun Delta
vœri að reka Frigg áfram.
Stutt eignarhald Delta á
Frigg styður fregnir um að
sápugerðin hafi fyrst og
fremst verið keypt af Delta í
Féhirðir sýslumanns í Borgarnesi
HÓTAR SKULDURUM
NAFNBIRTINGU í BLÖBUM
Olafur Steinþórsson, fé-
hirðir hjá embœtti sýslu-
manns Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslu, rekur innheimtufyrir-
tœkið Skuldheimtuna sf. í
Borgarnesi. Samkvœmt inn-
heimtubréfum Ólafs sérhœfir
hann sig í „innheimtu van-
skilaskulda, sem taldar eru
óinnheimtanlegar" og hótar
skuldurum sem ekki gera
upp innan tilsetts tíma að
nöfn þeirra veröi birt í dag-
blöðum.
Ólafur, sem starfað hefur
hjá embættinu í yfir 30 ár, er
Eigendaskipti á
dópgreninu á
Hverfisgötu
í grein í PRESSUNNI um
„dópgreni" í risíbúðinni á
Hverfisgötu 86 kom fram, að
samkvæmt upplýsingum hjá
fógetaembættinu væri Karl
A. Manúelsson skráður eig-
andi íbúðarinnar. Þetta er
rétt, samkvæmt bókum fóg-
eta, en hins vegar keypti Sig-
urjón Siggeirsson ibúðina
þann 13. október árið 1987.
Sigurjón er því eigandi
íbúðarinnar samkvæmt
kaupsamningi þótt enn hafi
ekki verið gengið frá afsali.
nýlega farinn af stað með
þetta innheimtufyrirtæki.
Samkvæmt innheimtubréf-
um frá Skuldheimtunni, er
skuldurum boðið upp á að
gera upp vanskil með gíró-
greiðslu og fellur þá auka-
kostnaður niður. Hafi skuldin
ekki verið greidd innan 14
daga frá dagsetningu bréfsins
boðar Ólafur að skuldararnir
megi vænta þess að nöfn
þeirra, heimilisföng og síma-
númer verði birt í auglýsing-
um í Dagblaðinu og Morgun-
blaðinu, ásamt upplýsingum
um vanskil skuldarans „öðr-
um til viðvörunar". Og að um
leið verði málið falið hæsta-
réttarlögmanni og/eða Rann-
sóknarlögreglu ríkisins til
meðferðar.
Ólafur Steinþórsson undir-
strikaði í samtali við PRESS-
UNA að þessi innheimta væri
aðskilin frá störfum sínum
við sýslumannsembættið og
því óviðkomandi. „Ég hef
eingöngu innheimt fyrir einn
aðila, Shell-stöðina í Borgar-
nesi, vegna innstæðulausra
ávísana og bensínreikninga
sem menn hafa ekki greitt.
Þetta hef ég gert utan míns
vinnutíma hjá sýslumanns-
embættinu. Þrátt fyrir texta
innheimtubréfsins hefur aldr-
ei reynt á birtingu auglýsinga
um vanskilamenn og hug-
myndin ekki sú að láta á það
reyna,“ sagði Ólafur.
því skyni að kaupa tap Frigg
til að draga úr skattgreiðsl-
um.
Á síðasta ári keyptu Phar-
maco og Delta röð fyrirtækja;
íslensk matvæli, Toro, Frigg
og Sanitas. Eftir áramótin
bættist síðan Viking-Brugg
við.
Þegar Werner Rasmusson
var í desember síðastliðnum
spurður af Morgunblaðinu
hvort fyrirtæki hans væru i
einhverjum tilfellum að
kaupa tap fyrirtækja, sem
kæmi þeim til góða vegna
skatta, svaraði Werner; „Að
sjálfsögðu horfum við líka á
það", en bætti við að ætlunin
væri að reka Frigg og íslensk
matvæli áfram.
Böðvar Friðriksson í
Burstagerðinni sagði að fyrir-
tækið hefði yfirtekið Frigg
þann 2. apríl síðastliðinn.
„Við keyptum reksturinn og
húsnæðið að Lyngási 1 og
munum flytja þangað. Við
rekum samhliða fyrirtækið
Besta í Keflavík og Kópavogi,
sem hefur sérhæft sig í inn-
flutningi á hreinsivörum, en
nú bætist framleiðslan við.
Um leið aukum við hag-
kvæmni í rekstri og manna-
haldi," sagði Böðvar.
Paul Watson kemur til landsins í var
Von er á Paul Watson for-
svursmanni Sea Shepard
samtakanna hingað til lands
á fund Alþjóðahvalveiðiráðs-
ins, sem haldinn verður í
Reykjavík dagana 27. til 21.
maí, ef Islendingar ákveða að
taka upp hvalveiðar að nýju.
Eins og marga rekur eflaust
minni til var það Watson sem
sökkti hvalveiðibátunum
tveimur í Reykjavíkurhöfn
þann 9. nóvember 1986.
Hann kom aftur hingað til
lands ásamt eiginkonu sinni
fyrir tveimur árum, en var þá
handtekinn og sat i gæslu-
varðhaldi í Síðumúlafangels-
inu, þar til upp var kveðinn
frávísunardómur sem meinar
Watson að koma til íslands
eða annarra Norðurlanda
næstu fimm árin.
Watson ætlar ekki að láta
dóminn aftra sér í því að
koma til íslands. „Hvort hann
kemur liggur Ijóst fyrir eftir
eina til tvær vikur, en það
veltur á því hvort íslendingar
ætla aftur að hefja hvalveið-
ar,“ sagði Benjamin White,
einn af leiðtogum Sea She-
pard við blaðamann PRESS-
UNNAR. En ekki var hægt að
ná í Watson sjálfan þar sem
hann er staddur á öðru af
tveimur skipum samtakanna
undan Japansströndum.
„Ákveði þeir að hefja veiöar
sem Alþjóðahvalveiðiráðið
bannar gerum við allt sem
við getum til að stöðva þær."
Að sögn Árna Kolbeinsson-
ar ráðuneytisstjóra í sjávarút-
vegsráðuneytinu á að láta á
það reyna hjá ráðinu í maí
hvort leyfi fæst til að veiða
hrefnu og langreyðar við ís-
land.
Það er skoðun Magnúsar
Skarphéðinssonar formanns
Hvalavinafélags íslands að ís-
lendingar verði „kýldir niður
á fundinum. Þeir hafa hótað
að segja sig úr ráðinu verði
þeir undir, en samkvæmt 65.
gr. hafréttarsáttmáia Samein-
uðu þjóðanna verða allar
þjóðir að vera aðilar að al-
þjóðasamtökum til verndar
sjávarspendýrum. íslending-
ar ætla því að stofna gervi al-
þjóðasamtök um hvalveiðar í
Norðurhöfum ásamt Færey-
ingum, Grænlendingum og
Japönum nú í lok april," segir
Magnús.
„Það hefur ekki verið nein
launung á því að við höfum
haft áhuga á að kanna aðrar
leiðir ef það gengur ekki (að
fá leyfi til hrefnu-og langreyð-
arveiða)," svaraði Árni Kol-
beinsson þegar hann var
spurður hvort til stæði að
stofna sérstök samtök. „Það
hafa verið fundir með þess-
um þjóðum í Norður-Atlants-
hafi undanfarin ár og einn
slíkur verður hér í apríl. En
að á honum verði stofnað
eitthvað sem yfirtæki hlut-
verk Hvalveiðiráðsins er of-
mælt."
„Björn er yfirmáta samviskusamur maður og
einhver alnákvæmasti lögreglumaður sem ég
hef unnið með. Hann er líka góður félagi og
tryggur vinum sínum," segir Einar Rafn Har-
aldsson framkvæmdastjóri sjúkrahússins á Eg-
ilsstöðum. „Hann er duglegur og afkastamikill.
Það er gott að vinna með honum," segir Jón
Þórarinsson lögreglumaður. „Hann er mikill
sómamaður. Það er fengur fyrir lögregluna í
Reykjavík og almenning að hann skyldi veljast
í starfið. Hann er drengskaparmaður, traustur og
vandvirkur í starfi," segir Bogi Arnar Finn-
bogason formaður foreidrasamtakanna Vímu-
laus æska. „í lögregluskólanum var Björn róleg
og þægileg týpa. Hann er vel gefinn og ákaflega
samviskusamur. Lætur sjaidnast neitt frá sér
fara nema að vel íhuguðu máli,“ segir Ragn-
heiður Davídsdóttir blaðamaður.
„Hann er ekki mikil félagsvera og ein-
angrar sig því svolítiö. Og hann er metnað-
argjarn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir blaða-
maður.,, Afstaða hans til fíkniefna og afbrota
er mjög einstrengingsleg. Hann er á móti
þeim. Og umburðarlyndi hans gagnvart
þeim sem honum finnst spilla samfélaginu
er ekki mikið,“ segir Einar Rafn Haraldsson
framkvæmdastjóri.„Hann leggur of mikla
áherslu á smaatriði, sem ekki skipta miklu
máli,“ segir Jón Þórarinsson lögreglumað-
ur.„Björn þykir umdeildur yfirmaður. Hann
beitir stálaga og er stjórnsamur," segir lög-
reglumaður.
Björn Halldórsson
yfirmaður fíkniefnadeildar
lögreglunnar
Björn Halldórsson yfirmaður fikniefnadeildar lögreglunnar hefur að undanförnu talað tæpitungulaust um ástandið í fiknefnamálum og hafa sumar yfirlýsingar hans vakið mikla athygli.
UNDIR
ÖXINNI
Cuðmundur
/. Guð-
mundsson
formaður Verka-
mannasam-
bandsins
— Á Þjóðviljanum í
gær má skilja, að þú
sért að lýsa yfir
stuðningi við Olaf
Ragnar Grimsson og
Alþýðubandalagið í
kosningabará ttunni?
„Ráðherrann kallaði
á okkur Snæ Karlsson
og sýndi okkur
ákveðnar hugmyndir
um möguleika á því að
hækka skattamörkin,
án þess að sýnd væri
einhver sérstök tala.
Ég var ósköp ánægður
að hafa fengið stuðn-
ing i því máli. En við
Þjóðviljann hefég ekk-
ert rætt og heldur ekki
Alþýðubandalagið."
— Hefur þú séð
svipaðar tillögur frá
öðrum flokkum fyrir
kosningarnar?
„Já, mér virðist vera
vaxandi skilningur á
þessu.j'
— Ásmundur Stef-
ansson, forseti ASI,
hefur varað við tillög-
um um hækkun
skattleysismarka og
hátekjuskatt á meðan
þær eru ekki betur út-
færðar, þvi einhvers
staðar verði að taka
peningana. Eru þetta
ekki ábyrgðarlausar
tillögur?
„Það eru orð Ás-
mundar en ekki min.
Og ég geri hans orð
ekki að mínum. En ég
fagnaði að þessar hug-
myndirkæmu fram hjá
Ólafi, þótt ekki væru
þær nánar útfærðar.
Ég tel afleitt að frí-
tekjumarkið sé jafn
lágt og það er."
I Þjóóviljanum á midvikudag er
þvi slegid upp á forsidu ad Verka-
mannasambandid stydji tillogur
Alþýdubandalagsins um þad sem
kallad er „lifskjarajofnun". Ás-
mundur Stefánsson forseti Al-
þydusambandsins hefur hins
vegar varad vid illa útfærdum til-
logum um hátekjuskatt og hækk-
un skattleysismarka.