Pressan - 11.04.1991, Side 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.APRÍL1991
Stjórnmálamenn
.A.lþingi. Stjórnmálamenn
bera ekki þá virðingu fyrir
Alþingi sem þeir vilja krefja
fjölmiðla og almenning um.
Astæðan er sú að þeir líta á
ríkisstjórn sem endanlegt
markmið. Þangað komast
þeir sem ná lengst. Og eins
og aðrir sem hafa náð langt
líta ráðherrar niður á þá sem
hafa náð skemmra. Ráðherr-
ar fyrirlíta því innst inni al-
menna þingmenn. Og þar
sem ráðherrarnir eru á
toppnum gefa þeir tóninn fyr-
ir aðra minni spámenn.
IByggðastefna. Stjórn-
málamenn hafa komið sér
saman um að kalla það
byggðastefnu þegar þeir
kaupa sér atkvæði á lands-
byggðinni. Til þess hafa þeir
stofnað sérstakan sjóð og bú-
ið til stofnun t kringum hann.
Byggðastofnun. Ef þeir eru
hræddir um stöðu sína í kjör-
dæminu kalla þeir það
byggðavanda. Þegar þeir
reyna að afla sér vinsælda
segja þeir að byggðaleg sjón-
armið ráði ferðinni.
Diplómatar. Þar sem ís-
lendingar eru ekki í Efna-
hagsbandalaginu nota ís-
lenskir stjórnmálamenn ut-
anríkisþjónustuna á sama
hátt og kollegar þeirra í
EB-löndunum nota Evrópu-
þingið. Þeir nota hana til að
koma óþægilegum flokksfé-
lögum út úr pólitík.
Einstæöir foreldrar.
Stjórnmálamenn elska ein-
stæða foreldra. Ekki vegna
þess að þeim sé annt um hag
þeirra heldur vegna þess að
það er þjóðarsátt um að ein-
stæðir foreldrar eigi bágt.
Stjórnmálamaðurinn getur
því verið viss um að alnienn-
ingur telur hann góðan ef
hann réttir hag einstæðra for-
eldra. Honum er enginn akk-
ur í að bæta hag hinna ver
settu ef enginn tekur eftir því.
Þess vegna er það betra fyrir
stjórnmálamanninn að bæta
hag eins hóps aftur og aftur
lieidur en að leita uppi aðra
hópa sem hafa það álíka
slæmt.
F lokkssystkini. Stjórn-
málamaðurinn sér ekki sam-
herja í flokkssystkinum sin-
um heldur óvini. Leiðin aö
metorðum úti í þjóðfélaginu
er í gegnum metorð í flokkn-
um. Til þess að ná völdum í
eigin flokki og halda þeim
myndar stjórnmálamaðurinn
frá A-til O
hræðslubandalög með
flokkssystkinum sínum.
Hann treystir þeim hins veg-
ar aldrei. Stjórnmálamaður-
inn er nefnilega miklu
hræddari við flokkssystkini
sín en fólk í öðrum flokkum.
Honum stendur engin raun-
hæf ógn af þeim nema hann
sitji með þeim í ríkisstjórn.
Gagnrýni. Stjórnmála:
menn þola ekki gagnrýni. í
raun vita þeir ekki hvað
gagnrýni er. Það sem annað
fólk upplifir sem gagnrýni
skynjar stjórnmálamaðurinn
sem árásir. Þegar hann verð-
ur var við eitthvað sem betur
mætti fara hjá öðrum stjórn-
málamönnum ræðst hann á
þá. Ef hann finnur ekkert þá
ræðst hann samt á þá. Það er
því engin furða þó stjórn-
málamaðurinn taki gagnrýni
sem beint er að honum sem
árásum.
Hafnarframkvæmdir. Þó
margur mundi ætla að „hug-
sjónir" væri það orð sem byrj-
ar á H sem stjórnmálamönn-
um stæði næst er það ekki
svo. Hafnarframkvæmdir
skipta þá miklu meira máli.
Fyrir landsbyggðarþing-
mann skiptir fátt meira mali
en að hafa staðið fyrir að
höfnin væri dýpkuð og varn-
argarður lengdur í sinni
heimabyggð. Þá skiptir engu
þó fiskvinnslan á staðnum sé
dauðadæmd. Hafnarfram-
kvæmdir hafa engan annan
tilgang fyrir stjórnmála-
manninn en að afla honum
atkvæða. Ef það héldi honum
á þingi væri hann tilbúinn að
beita sér fyrir því að útflutn-
ingshöfn væri gerð við Þing-
vallavatn.
Ismar. Stjórnmálamenn
vilja ekki láta kenna sig við
neina isma. Stjórnmálamenn
vilja láta líta út fyrir að þeir
séu í raun sammála öllum
kjósendum. Þó einhverjir
kjósenda kunni að aðhyllast
ákveðna stjórnmálastefnu er
öruggt að enn fleiri hafa
mikla skömm á henni.
4
Jó. Flestar stéttir leggja
niður vinnu og taka sér frí um
jólin. Stjórnmálamenn hætta
hins vegar í friinu og fara aö
vinna um jólin. Þá reyna þeir
að hespa þriggja mánaða
vinnu af á þremur kvöldfund-
um. Eins og gefur að skilja er
það ómögulegt. Því fara allar
lagabreytingar í gegnum
þingið án umræðu. Ef þing-
menn taka til máls í einu máli
er það vanalega til þess að
tefja framgang annars máls
eða mynda þrýsting til að
þeir fái sæti í bankaráði.
ICosningar. Stjórnmála-
menn óttast ekkert jafn mikið
og kosningar. Völd þeirra
geta minnkað eftir kosningar
og þeir geta jafnvel misst
vinnuna í kosningum. Stjórn-
málamenn eyða því öllum
tímanum á milli kosninga í að
reyna að koma í veg fyrir að
þeir missi vinnuna. Þess
vegna hugsa stjórnmála-
menn alltaf í fjögurra ára
tímabilum. Þess vegna vilja
þeir frekar bjarga vandanum
fyrir horn en að leysa hann,
ef það tekur meira en fjögur
ár fyrir lausnina að skila ár-
angri.
Lýðræði. Stjórnmála-
mönnum er illa við lýðræði
nema þegar þeir geta notað
það til að komast til valda.
Aukið lýðræði þýðir minni
völd til stjórnmálamanna.
Með auknu íýðræði skerðast
möguleikar þeirra til að afla
sér vinsælda og því aukast
líkurnar á að þeir missi völd-
in og jafnvel vinnuna.
IVIinni. Stjórnmálamenn
treysta á að kjósendur muni
ekkert stundinni lengur. Þeir
liika því ekki við að gefa lof-
orð sem þeir ætla aldrei að
standa við. Þeir eru líka þess
fullvissir að þeim sé óhætt að
gera einhvern óskunda ef
lengra er til kosninga en þrjár
vikur. Það er ekki nema einn
og einn kjósandi sem man
lengra aftur en svo.
\ w.
lögum erlendis eru stjórn-
málamenn hrifnastir af því að
vera sendir á allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna í New
York. Bæöi er að heimsborg-
in er miklu skemmtilegri en
höfuðborgir Noðurlandanna
og eins stendur allsherjar-
þingiö yfir í heilar tvær vikur.
Næst á eftir allsherjarþinginu
kemur Noðurlandaþing á
vinsældalistanum. Þó þau
séu styttri en allsherjarþingin
eru veislurnar þar engu síðri.
Norræn samvinna er eins-
konar Evrópubandalag norð-
ursins. Ef eldri þingmenn
gætu sest þar í helgan stein
eins og þingmenn Evrópu-
bandalagsþjóðanna gera á
Evrópuþinginu væri Norður-
landaþingið fullkomið.
Opinberir sjóðir. Stjórn-
málamenn nota opinbera
sjóði til að tryggja sig í sessi.
Þeir gera það með því að
ausa úr þeim í verkefni í kjör-
dæmum sínum. Þeir gera það
með því að reisa sér minnis-
merki. Og þeir gera það með
því að redda hugsanlegum
kjósendum vinnu eða verk-
efnum á kostnað opinberra
sjóða. Stjórnmálamenn eiga
hins vegar erfiðara með að
afla opinberum sjóðum fjár.
Þess vegna eru allir opinberir
sjóðir gjaldþrota.
P eningar. Stjórnmála-
menn hafa ekkert vit á pen-
ingum. Stjórnmálamenn eru
nefnilega sambland af tveim-
ur verstu gerðum fjármála-
manna sem til er; opinbera
starfsmanninum og hug-
sjónamanninum. Opinberi
starfsmaðurinn lítur svo á að
hver króna sem honum tekst
ekki að eyða sé glötuð króna.
Hann þarf ekki að afla pen-
inga heldur sækir hann þá í
opinbera sjóði. Og því meira
sem hann eyðir því meira fær
hann úr þessum sjóðum.
Hugsjónamaðurinn telur sig
alltaf vera að vinna fyrir aðra
og eigi því allt gott skilið. Og
þegar honum er treyst fyrir
peningum skammtar hann
sér því oftast ótæpilega sjálf-
ur.
R.íkiö. Þó ríkið sé undir-
staða alls valds sem stjórn-
málamenn sækjast eftir eru
þeir í orði svarnir andstæð-
ingar ríkisbáknsins. Þetta
gengur náttúrlega ekki upp.
Stjórnmálamenn eru í stjórn-
málum til að öðlast völd. Þeir
leggja það ekki á sig að klifra
upp metorðastiga flokkanna,
svíkja samstarfsfélaga sína,
lifa í stöðugum ótta við sam-
særi, en brosa samt við og
heilsa hverjum þeim asna
sem þeir hitta, bara til þess
eins að draga úr ríkisumsvif-
um og skerða þar með völd
sín. Eina leiðin til þess að ráð-
herra fáist til að minnka ríkis-
umsvif er ef þau eru á vald-
sviði annars ráðherra.
Skoðanir. Stjórnmála-
menn hafa ekki skoðanir.
Þeir nota hins vegar skoðanir
til þess að ganga í augun á
kjósendum. Stjórnmálamenn
hafa því aldrei óvinsælar
skoðanir. Þeir eru hrifnastir
af skoðunum sem enginn
andmælir. Stjórnmálamenn
eru því vanalega þeir síðustu
sem hafa tiltekna skoðun.
Þess vegna finnst öllum að
þeir hafi heyrt allt þúsund
sinnum áður sem stjórnmála-
menn segja.
Tölur. Stjórnmálamenn
eru yfirleitt hrifnir af tölum
fyrir þær sakir að það er ekk-
ert svo aumt að ekki sé hægt
að sýna fram á það með töl-
um að það sé í þokkalegu
ástandi. Auk þess vita stjórn-
málamenn að ef þeir nefna
margar tölur á skömmum
tíma missa áheyrendur þráð-
inn. En þeir telja hins vegar
ekki að stjórnmálamaðurinn
sé að bulla eins og ef þeir
misstu þráðinn í venjulegum
orðaflaum. Því grípa stjórn-
málamenn vanalega til talna
ef þeir eru í vanda.
Upplýsingar. Stjórnmála-
mönnum er meinilla við upp-
lýsingar. Þar sem þeir þurfa
að sækja um vinnu hjá kjós-
endum á fjögurra ára fresti
vilja þeir fá að stjórna því sem
almenningur fréttir af störf-
um þeirra. Það sem þeir segja
er hins vegar álíka trúlegt og
það sem sá sem sækir um
vinnu skrifar á umsóknar-
eyðublaðið. Sá tilgreinir það
sem hann heldur að verði sér
til framdráttar en þegir yfir
hinu. Öfugt við þann sem
sækir um vinnu á almennum
markaði getur stjórnmála-
maðurinn aldrei vísað til
meðmælenda.
•/
extir. Afstaða stjórn-
málamanna til vaxta mótast
af því að það er leiðinlegt að
borga vexti en það er gaman
að fá þá. Þegar stjórnmála-
maðurinn hefur vegið þetta
tvennt og metið kemst hann
að þeirri niðurstöðu að þaö
borgi sig að vera á móti vöxt-
um. Skuldarar virða hann
meira fyrir það en sparifjár-
eigendur erfa það við hann.
rjódhagsleg hag-
kvæmni. Þegar stjórnmála-
menn geta ekki varið gerðir
sínar eftir venjulegum leið-
um grípa þeir oftast til þess
að segja að það sem þeir
stóðu fyrir hafi verið þjóð-
hagslega hagkvæmt. Þannig
hafa fiskeldi, loödýrarækt,
skipasmíðar, ullariðnaður og
önnur þjóðhagslega hættu-
leg ævintýri öll verið þjóð-
hagslega hagkvæm í munni
stjórnmálamanna.
/X_iskan. Stjórnmálamenn
nota æskuna í tvennum til-
gangi. Annars vegar er æsku-
fólk einkar ósérhlífið í kosn-
ingabaráttu fyrir flokkana.
Það má því láta það dreifa
bæklingum og gera annað
það sem enginn fullorðinn
nennir. Hins vegar nota
stjórnmálamenn æskuna í
framboðsræðum þegar þeir
segja: ,,í æskunni býr auður
framtíðarinnar." Fyrir utan
þetta tvennt mótast afstaða
stjórnmálamanna til æskunn-
Stjórnmálamenn
keppast nú við að
segja okkur
hversu
röggsamir, góðir,
samviskusamir,
réttlátir og
gáfaðir þeir séu.
Eitthvað segir
okkur hins vegar
að lýsing þeirra á
sjálfum sér
standist ekki
alveg. Þessi
lýsing passar ekki
alveg við reynslu
okkar.
En hvernig eru
þeir í raun?
Hér fá lesendur
PRESSUNNAR að
vita allt um það.
Hvernig
stjórnmálamenn-
irnir eru - frá A
til Ö.
í
Þetta er
kosningahandbók
PRESSUNNAR.
ar einkum af því að þeir telja
hana dálítið óútreiknanlega
kjósendur.
Eitt af því sem stjórn-
málamaður þarf að gera er
að þekkja sitt heimafólk. Þeir
sem það gera vita að ekkert
er betra til atkvæðaveiða en
áfengisveitingar. Það eru
ekki til svo aum samtök eða
félagsskapur að honum takist
ekki að kría út kokteilboð hjá
ráðherra í tengslum við aðal-
fund sinn. Vegna þessa hafa
stjórnmálamenn komið upp
því kerfi að ráðherrar geti
keypt áfengi á niðursettu
verði. Þá munar hins vegar
ekki um að kaupa pappírinn í
möppudýrin fullu verði.
Gunnar Smári Egilsson