Pressan - 11.04.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.APR1L1991
19
Lokun sorphauganna í Gufunesi
HVAÐ VERÐUR
GERT VIÐ
23.000 TONN AF
HROSSASKÍT?
Á höfudborgarsvœðinu
fellur til gífurlega mikid
magn af hrossaskít á ári
hverju í kjölfar stóraukinnar
hrossaeignar höfudborgar-
búa. Er talið að hér sé um að
rœða hátt í 23.000 tonn af
blautum hrossaskít á ári
hverju. Mikið af þessu hefur
farið á sorphaugana í Gufu-
nesi en nú, þegar framundan
er lokun á þeim, eru hafnar
vangaveltur um hvað á að
gera við skítinn.
„Ef hægt væri að koma
þessu til uppgræðslu væri
hægt að gera undur og stór-
merki í landgræðslumálum í
nágrenni höfuðborgarinnar,"
sagði Andrés Arnalds land-
nýtingarráðunautur en þeir
landgræðslumenn horfa von-
araugum til þessarar van-
nýttu landgræðslumögu-
leika. Sagði Andrés að ef
hægt væri að finna ódýra og
heppilega leið til að dreifa
hrossaskítnum væri hægt að
leysa tvö vandamál í einu —
annars vegar að koma þess-
um úrgangi í lóg og hins veg-
ar hefja uppgræðslu. Það
mun reyndar ekki vera van-
þörf á því að hefja upp-
græðslu í nágrenni Reykja-
víkur því að víða er jörð orð-
in eydd og þá vantar haga fyr-
ir öll hrossin sem sportmenn
í Reykjavík hafa sankað að
sér. Þá þrengir að högunum
vegna aukinnar byggðar.
Samkvæmt búfjártalningu
þeirri sem landbúnaðarráðu-
neytið lét gera 1989 þá eru
7372 hross á höfuðborgar-
svæðinu. Er reyndar af sum-
um talið að þessi tala sé þegar
orðin töluvert hærri. Miðað
við hefbundna inniveru
hrossa, frá áramótum fram í
júní, má gera ráð fyrir að
hver hestur láti frá ser um 3
tonn af blautum hrossaskít.
Þetta er hátt í 23.000 tonn á
ári.
Mikið af skítnum hefur
hingað til hafnað í Gufunesi
en einnig hefur töluvert verið
notað í garða á höfuðborgar-
svæðinu eins og lyktnæmir
Reykvíkingar hafa komist að.
En hrossaskíturinn er ekki
eina vandamálið því í ná-
grenni höfuðborgarsvæðisins
er mikið af svína- og hænsna-
búum og úrgangurinn frá
þeim er verulegur.
HESTAR
Það sem hestarnir á
Bœndaskólanum á Hólum fá
er tœkifœri til að þrífa sig í
sturtu eftir þreytandi útreið-
artúra og standa þannig jafn-
fætis mannskepnunum þar á
bæ. Hestunum á Hólum er
meira að segja boðið upp á
sérstaka skurðstofu lendi þeir
í að verða fyrir hnjaski.
Það sem nemendum í Hót-
el- og veitingaskóla íslands er
í STURTU
boðið upp á eru reglur um að
þeir megi ekki fara úr vinnu-
fötum í prívatföt án þess að
fara í sturtu — en þeim er
ekki boðið upp á sturtu.
Nemendur Hótel- og veit-
ingaskólans eru að vonum
langþreyttir á aðstöðuleysinu
í gamla bráðabirgðahúsnæð-
inu á Hótel Esju. „Er það
ekki undarleg forgangsröð að
bjóða hestunum upp á sturtu-
í þessum stjórahópi munu prestar lenda.
ÓLAFUR RAGNAR KO
PRESTUM í HÓP
ÚTVALINNA
Eitt af síðustu verkum al-
þingis var að samþykkja
frumvarp Ólafs Ragnars
Grímssonar fjármálaráð-
herra um að laun presta verði
ákveðin með kjaradómi.
Prestar verða reyndar að
sœtta sig við BHMR taxtann
fram á haust en þá rennur
samningstíminn út.
Prestar hafa lengi verið
ákaflega óánægðir með kjör
sín og verið lítill akkur í verk-
fallsvopninu sem þeir nú af-
sala sér. Og þá spillir ekki fyr-
ir að prestar komast í hóp út-
valinna en nú eru laun eftir-
talinna aðila ákveðin með
kjaradómi: Borgardómara,
borgarfógeta, bæjarfógeta,
flugmálastjóra, forstjóra ríkis-
spítala, héraðsdómara,
hæstaréttardómara, land-
læknis, lögreglustjórans á
Keflavíkurflugvelli og í
Reykjavík, orkumálastjóra,
póst- og símamálastjóra, raf-
magnsveitustjóra ríkisins,
rannsóknarlögreglustjóra,
ráðherra, ráðuneytisstjóra,
rektors Háskóla íslands, rekt-
ors Kennaraháskóla íslands,
rektors Tækniskóla íslands,
ríkisendurskoðanda, ríkislög-
manns, ríkissaksóknara, rík-
isskattanefndarmanna, ríkis-
skattstjóra, sakadómara,
sendiherra, skattrannsóknar-
stjóra, skrifstofustjóra Al-
þingis, sýslumanna, toll-
gæslustjóra, tollstjórans í
Reykjavík, og vegamálastjóra.
ITENGSLl
Eggert Haukdal
er piparsveinn eins og
Warren Beatty
sem er kyntákn eins og
Mel Gibson
sem hefur leikið Hamlet
eins og
Gunnar Eyjólfsson
sem er skáti eins og
Karl Gústaf Svíakóngur
sem var fúx í skóla eins og
Halldór Laxness
sem er kaþólskur eins og
Guðrún Asmundsdóttir
sem giftist starfsbróður sín-
um eins og
Jónas Kristjánsson
sem er hestamaður eins og
Anna Bretaprinsessa
sem er skyld
Erlendi Einarssyni
sem er frímúrari eins og
Óli Þ. Gudbjartsson
sem er þingmaður Sunn-
lendinga eins og
Eggert Haukdal
EN KOKKAR EKKI
aðstöðu, en ekki okkur, sem
eigum samkvæmt lögum og
reglum þjóðfélagsins að
venja okkur á ómældan
þrifnað?" spurði einn nem-
enda, hneykslaður að von-
um.
„Ég myndi ekki beint kalla
þetta sturtuaðstöðu sem hest-
unum er boðið upp á,“ sagði
Eyjólfur ísólfsson talsmaður
Bændaskólans í samtali við
PRESSUNA. „Það eru þarna
blöndunartæki og slöngur í
smáherbergi, en ekki úðun-
artæki eim. og við eigum að
venjast. Ég er ekki viss um að
hestunum mundi líka slík
tæki.“
Ætli nemendur Hótel- og
veitingaskólans yrðu ekki
bara hæstánægðir með
slöngutengd blöndunartæki?
KYNLÍF
Ritúöl fyrir fráskilda
JÓNA
INGIBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
Um daginn rakst ég á um-
fjöllun um skilnaði í uppá-
haldstímaritinu mínu Utne
Reader en það er erlent
tímarit sem reyndar er
samsuða greina úr ólíkustu
tímaritum. Þar rak ég aug-
un i aldeilis frábæra hug-
mynd — ritúöl fyrir frá-
skilda. Skilnaður er nefni-
lega ekki bara endalok
sambands heldur líka upp-
haf. Fyrir mér er ritúal at-
höfn sem gefur táknrænt til
kynna tengingar mann-
eskjunnar við lífið eða
vissa atburði. Tímamót í líf-
inu fela oft í sér breytingar.
Við höfum hefðbundin ritú-
öl í okkar þjóðfélagi við
skirn, fermingu, skólaút-
skrift, giftingu og jarðarför.
Margir merkilegri atburðir
eiga sér stað í okkar lífi en
áðurnefndir atburðir. Hvað
með fyrstu blæðingar,
fyrstu samfarir, fyrsta barn,
fyrsta eigið húsnæði, tíða-
hvörfin — og fyrsta (!) skiln-
aðinn? Ef grannt er að gáð
gerist fjöldi atburða sem
hefur afgerandi áhrif á líf
okkar.
Allt of margir finnast þeir
vera misheppnaðir og fyll-
ast skömm yfir að sam-
bandið skyldi mislukkast.
Væri þá ekki skömminni
skárra að skilja með pompi
og pragt með hjálp ritúals
— skilja með reisn og virð-
ingu? Skilnaður er aldrei
auðveldur en lítinn stuðn-
ing er að finna í þjóðfélag-
inu fyrir þann feril (reyndar
er til félag sem nefnir sig
„Félag fráskilinna", en mér
er ekki kunnugt um hvern-
ig starfsemi þess er háttað).
Það getur liðið langur tími
þangað til fólk skilur end-
anlega því að þó sumir
... væri ekki
skömminni
skárra aö skilja
med pompi og
pragt med hjálp
ritúals?
skilji á pappírunum er eins
og þeir eigi erfitt með að
skilja tilfinningalega.
Sumir fráskilinna eiga erfitt
með að fara í önnur sam-
bönd vegna þess að þeir
halda í gamla sambandið —
„það sem hefði getað orð-
ið“. Ekki búnir að klippa á
væntingarnar þó lögskiln-
aður sé yfirstaðinn.
Hverjir eru kostir ritúala
fyrir fráskilda? Ákveðið rit-
úal sem gefur skýrt til
kynna að hjónabandinu
eða sambúðinni sem slíkri
sé lokið gæti hjálpað par-
inu að skilja frá hvort öðru
tilfinningalega svo bæði
væru betur í stakk búin að
snúa sér að framtíðinni.
Ritúalið getur styrkt þá
staðreynd að sambandið sé
ekki lengur það sem það
var, sé heldur ekki það sem
það gæti orðið en að það
sé núna öðruvísi. Skilnað-
arritúal getur styrkt upplif-
un beggja á þessum enda-
lokum og hinu nýja upp-
hafi. Ritúölin geta líka leitt
í Ijós sorg yfir þessum missi
— missi yfir hvað hefði get-
að orðið. Ef sorgin blossar
upp hjálpar það viðkom-
andi við að fara í gegnum
missinn og er gott eitt um
það að segja þó það geti
verið sárt að horfast í augu
við samband í dauðaslitr-
unum.
Hvers konar ritúöl gætu
hentað fyrir fráskilda?
Vegna þess að það eru ekki
til nein hefðbundin ritúöl
fyrir skilnað eru möguleik-
arnir óendanlegir. Hér
reynir á frumleika og sköp-
unargleði — ef hún leynist
þá einhvers staðar hjá
þreyttu og úrillu skilnaðar-
pari. Kannski væri hægt að
líkja eftir New Orleans jarð-
arför. Blúsuð tónlist flæðir
um loftin blá á leiðinni á
áfangastað þar sem ritúalið
á að fara fram. Ættingjar
beggja klæðast í svartan og
hvítan klæðnað til að und-
irstrika dauða sambandsins
og byrjun á nýiu lífi. Grá-
upplagt að hafa ritúalið á
haustin eða vorin til að
undirstrika breytingar.
Presturinn spyr síðan hvort
þau vilji vera gift áfram og
þá svara bæði hátt og
snjallt. „Nei, það vil ég
ekki!" Þá segir presturinn:
„Ég lýsi ykkur karl 'og
konu.“ Síðan er öllum boð-
ið í skilnaðardrykkju. Slíkt
ritúal gerði það örugglega
að verkum að allir í stórfjöl-
skyldunni hefðu það á
hreinu að Benni og Gagga
væru skilin. „Þau skildu
með reisn“ myndi fólk segja
í stað þess að smjatta í
laumi á sögum um erfiðan
skilnað.
Kannski gæti hvort um
sig skrifað niður á blað
helstu minningar úr sam-
bandinu, rakað saman
ýmsum persónulegum
munum og fargað svo öllu
saman á vistvænan hátt, að
sjálfsögðu, með ákveðnu
ritúali. Kannski notað ösk-
una sem áburð yfir nýja
grænmetisgarðinn fyrir ut-
an nýja húsið. Ef börn eru
til staðar gæti skilnaðar-
parið brætt giftingarhring-
ana saman og þannig und-
irstrikað að þau séu enn
bæði í því hlutverki að vera
uppalendur — þó svo annar
aðilinn fengi forræðið.
Skilnaðarritúöl eru ekki
svo galið fyrirbæri.
P.S. Að gefnu tilefni eru
ekki birt bréf sem send eru
kynlífsdálkinum nema
fylgi fullt nafn, kennitala og
heimilisfang. Dulnefni má
nota ef óskað er.
Spyrjiö Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík