Pressan - 11.04.1991, Qupperneq 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. APRÍL 1991
'Jííjjar
t§(en§futv
{tjóMögur
Þaö er ekki einfalt mál aö
leyna stolnum hlutum í litlu
þorpi. Einhverju sinni haföi
veglegur járnkarl horfiö úr
geymslu íbúa á Fáskrúös-
firöi. Ekki var auðvelt aö
ímynda sér að einn öörum
fremur þyrfti á slíkum grip
aö halda. Þvi ákvaö eigand-
inn aö bíöa hinn rólegasti
þar til þjófurinn kæmi upp
um sig sjálfur. Og þaö leiö
að því; eitt voriö sást maö-
ur hamast meö járnkarlinn
á trööinni heima hjá sér og
eigandinn brást skjótt viö
til aö heimta aftur eign
sína;
„Hvernig stendur á þvi
aö þú tekur járnkarlinn
minn ófrjálsri hendi?"
spuröi hann meö þjósti.
„Þetta hlýtur aö vera ein-
hver misskilningur," svaraöi
sá grunaöi meö sakleysis-
svip. „Ég fann hann á reki
sunnan viö Skrúöinn."
(Úr sjómannasögum)
Þaö getur haft hinar
óhuggulegustu aukaverk-
anir aö éta óverkaðan há-
karl. Þaö fékk bóndi á Aust-
fjöröum aö reyna einu
sinni. Er hann var á heim-
leið úr kaupstaöarferö lét
hann freistingarnar hlaupa
meö sig í gönur og stal há-
karli, sem sjómenn voru aö
verka niður viö fjöru.
Heyrðist ekkert frá bónda í
nokkra daga fyrr en kona
hans kom aö máli viö hér-
aðslækninn:
„Þaö er Ijótt meö hann
Jón minn," sagöi hún,
„hann getur ekki setið,
gengið, legið eöa staðið."
Lækninn grunaöi strax,
aö hér gæti verið komin
skýringin á hvarfi óverkaða
hákarlsins:
„Hafið þér prófaö aö
hengja hann upp, frú mín
góö?"
(Úr einfeldningasögum)
i
Hann þoldi ekki ensku
knattspyrnuna og fór
venjulega upp á háaséiö
þegar vinir hans fóru aö dá-
sama fyrirbærið. „Þaö er
óþolandi aö þaö skuli alltaf
vera þessi sami Replay
sem skorar mörkin," hreytti
hann út úr sér um leið og
hann skellti huröinni.
(Úr einfeldningasögum)
jjómantískir kpöCcífiattar
og duCúðugir úattarfra krep-puárunum
S'pjattað vw (junnþórunni ‘Einarsdóttur í Stattaversfun CRgyfjavítjur
Hvad med hinar ómót-
stœdilegu hattöskjur? Eru
þœr ekki nauðsynlegir fylgi-
fiskar hattanna?
,,Þær eru skemmtilegar og
við seljum þær vissulega. En
þær eru lygilega dýrar þó að
þetta sé hálfómerkilegt
pappaverk.”
Hvenœr hyrjadir þú í hatta-
bransanum?
,,Það eru komin 10 ár síðan
ég tók við hattadeildinni. En
ég rak kjólabúðiria hérna áð-
ur og var því ekki ókunnug
hattaviðskiptum," sagði
Gunnþórunn að lokum.
mestra vinsœlda hjá ungum
konum?
,,Það eru hattarnir frá
1930." Gunnþórunn tekur
fram grænan hatt sem er eins
og bolli í laginu og hefur Ijós-
græna silkidúllu hægra meg-
in. „Síðan eru aldamótahatt-
arnir mjög vinsælir og sígildir
kvöldkollar."
En herrarnir eru þeir aö
sækja í sig veðrið hvad vard-
ar hattatiskuna?
^,,Já, ungir menn eru mjög
spenntir fyrir höttum og
spyrja mikið um þá. Við erum
með mjög vandaða ameríska
herrahatta úr leðri sem selj-
ast mjög mikið. Og síðan er-
um við með hatta sem eru
eins fyrir bæði kynin. Stund-
um koma hingað inn pör sem
yfirgefa verslunina með al-
veg eins hatt á höfðinu."
..Ungar konur í dag eru
merkilegu djarfar í klœöa-
huröi og notast mikiö viö ým-
iskonar skreytta hatta meö
blómum og slaufum," segir
Gunnþórunn Einarsdóttir
eigandi elstu starfandi hatta-
verslunar á landinu. Hatta-
verslunar Reykjavíkur. Þar er
skrautlegt aö skoöa allar
mögulegar stœröir og geröir
af hötttum.
„Áhuginn fyrir höttum hef-
ur aukist mjög mikið hjá ung-
um konum enda býður tískan
upp á það í dag," segir Gunn-
þórunn. „Þær kaupa mikið af
kvöldhöttum fyrir hverskon-
ar samkvæmi en áður fyrr
notuðu íslenskar konur hatta
svo til eingöngu á götuna.
Við seljum einnig mikið af
íburðarmiklum höttum í
tengslum við brúðkaup."
merki hattanna á lolti."
lofti."
Nú þegar túberingar eru
komnar í tísku aftur, ertu þú
ekki uggandi um söluna?
„Jú, ef þær teygja sig jafn
hátt upp í loftið. Þá fer ég að
biðja fyrir mér. En allt tekur
sinn tíma sem betur fer og
eins og er sýnist mér salan
helþur aukast en hitt."
Hverskonar hattar njóta
Lá hattaverslun ekki alger-
lega niöri á tímabili?
„Þegar ég var ung stúlka
fór ég aldrei í bæinn öðruvísi
' eíi með hatt. Þegar túbering-
arnar komust síðan í íísku
lagðist hattaverslun hrein-
lega af. Þær greiðslur voru
þess eðlis að þær útilokuðu
öll höfuðföt. En eldri konur
hafa alltaf verið mjög tryggir
viðskiptavinir og hajldið
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
Grái fiöringurinn
Eitt kvöld í vetur röltum
við konan mín í kringum
Tjörnina í kvöldkyrrðinni.
Við virtum fyrir okkur
nokkra tignarlega svani og
ég bölvaði ráðhúsinu í sand
og ösku að hætti gamalla
vinstri sinnaðra mennta-
manna. Konan mín tók ekki
undir þessa ráðhúsræðu
enda gekk hún aldrei Kefla-
víkurgöngu svo vitað sé. Á
móts við Iðnó hittum við
ákaflega ástfangið par sem
gekk kinn við kinn í miðnæt-
urkulinu. Þau héldu þétt-
ingsfast um hvort annað og
gengu hægum samstíga
skrefum. Gaman væri nú að
vera svona ungur og ást-
fanginn, sagði ég spekings-
lega. í því gengu þau undir
ljósastaur og í birtunni sá ég
andlitin. Þarna var á ferð
Arnar B., gamall vinur
minn frá Svíþjóðarárunum
liðlega fimmtugur að aldri. í
Svíþjóð var hann nýskilinn
við eiginkonu númer 2 og
nýtekinn saman við þá 3ju.
Þau unnu bæði hjá Volvo en
líkaði fremur illa. Skömmu
áður en ég flutti frá Gauta-
borg voru þau að skilja
vegna hjúskaparörðugleika.
Ári síðar flutti Arnar heim,
en ég hafði ekki hitt hann
fyrr en nú. Hann var klædd-
ur í þröngar gallabuxur og
svartan leðurjakka með flag-
araklút um hálsinn og lítinn
gullhring í eyranu. Hárið var
óeðlilega Ijóst og fallega lið-
að. Stúlkan sem hann var
með þekkti ég ekki enda
hefur hún verið í vöggu þeg-
ar ég tók stúdentspróf fyrir
22mur árum. — Þetta er
Arnar, sagði ég í hálfum
hljóðum við konuna mína,
þegar við þekktumst í
Gautaborg var hann með
rennislétt grátt hár. — Bless-
aður, kallaði ég til hans.
— Nei, halló! sagði Arnar og
staðnæmdist. Við heilsuð-
umst öll með handabandi og
brostum. Þetta er hún Sig-
ný, sagði Arnar og benti á
stúlkuna. Hún sagði hæ, og
blés framan í mig stóra
bleika kúlutyggjóskúlu. Hún
var eins og Arnar í svörtum
leðurjakka og gallabuxum.
— Hvað er títt? spurði ég.
— Allt gott, svaraði Arnar.
Ég rek sjoppu í Smáíbúða-
hverfinu, Signý vinnur hjá
mér. — Þá er stanslaust fjör,
sagði ég og brosti ísmeygi-
lega að hætti sóðalega hugs-
andi eldri manna. — The ac-
tion never ends, sagði Arnar.
Hann brosti, fitlaði við
eyrnalokkinn, tók aftur utan
um Signýju og sagði; Sjá-
umst! — Hvaða fyrirbæri
var þetta, sagði konan mín,
það er alveg ótrúlegt þetta
lið sem þú þekkir.
ARNAR OG ÞRÁINN
Arnar er dæmigerður fyr-
ir mann sem er illa haldinn
af gráa fiðringnum. Hann
getur illa sætt sig við þá stað-
reynd að lífið heldur stöðugt
áfram, menn koma og fara,
vaxa úr grasti, þroskast, eld-
ast og deyja. Fyrir Arnari á
lífið að vera eilíf æska þar
sem allir hafa drukkið af
gnægtabrunni guðanna sem
halda átti þeim síungum.
Þessi tilhneiging er æva-
gömul en þekktasta dæmið
um gráan fiðring í íslend-
ingasögum er frásögnin um
Þráin Sigfússon í Brennu-
Njálssögu. Þráinn hitti Þor-
gerði nokkra Glúmsdóttur
fyrir í brúpkaupi þeirra Hall-
gerðar og Gunnars. Þor-
gerður var þá aðeins 14 ára
gömul. Þráinn varð hug-
fanginn af henni og starði á
hana í veislunni stórum aug-
um. Þórhalla kona Þráins
verður þessa vör og kastar
fram stöku. Þráinn reiðist þá
gífurlega, lætur vísa Þór-
höllu á dyr en biður sér Þor-
gerðar og fær hana. Var síð-
an slegið upp brúðkaupi
þeirra.
AFTUR VIKIÐ
AÐ ARNARI
Arnar er ákaflega óör-
uggur með sig og í sífelldri
leit að einhverjum öðrum
raunveruleika en þeim sem
hann lifir við. Hann hafði
verið í nokkrum sambúðum
um ævina en aldrei fundið
sig í neinni þeirra. Einhvern
tíma á fylleríi úti í Gautaborg
talaði hann um erfiða æsku í
Laugarneshverfinu. Faðir
hans var alkóhólisti og
heimilisaðstæður allar erfið-
ar. Hann var síhræddur við
höfnun og fannst hann
aldrei standa undir öllum
þeim kröfum sem gerðar
voru til hans. Arnar lærði
snemma að ljúga að sjálfum
sér og öðrum og oft lifði
hann í draumaheimi svo vik-
um og mánuðum skipti. Öll
tilvera hans varð ákaflega
óraunveruleg og einkennd-
ist af óöryggi og óvissu um
hvað átti að teljast eðlilegt.
Þetta sást vel í öllum sam-
böndunum sem Arnar hafði
verið í. Hann var alltaf
hræddur við að gefa sig
heilshugar í þau af ótta við
að mistakast og sitja uppi
með enn eina höfnunina.
Hann hafði ákaflega óljósa
hugmynd um hver hann í
raun var bak við allan blekk-
ingavefinn sem hann hafði
spunnið um sig. Nýjasta
flóttaleiðin frá allri þeirri
angist sem virtist búa innra
með honum var að leita að
eilífri æsku hjá stúlku sem
var 30 árum yngri an hann
sjálfur. — Kannski tekst hon-
um að finna sjálfan sig í þetta
sinn, sagði ég spekingslega
við konuna mína. — Þá er
bara að vona að honum
verði ekki fótaskortur í kúlu-
tyggjóinu, sagði hún kald-
hæðnislega og við gengum
áfram upp Skothúsveginn.