Pressan - 19.11.1992, Side 5

Pressan - 19.11.1992, Side 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 B 5 Klukkan glymur VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR KLUKKAN fTURNINUM FORLAGIÐ, 1992 ★★★ Loksins er komin ljóða- bók frá Vilborgu, hún hefur ekki sent frá sér nýtt efni síðan 1981 í heildarsafhi sem þá kom út. Klukkan í tumin- um er faileg bók með fáum vel völdum ijóðum sem skipað er þannig niður að heiidin eykur gildi einstakra ljóða. Hlutarnir fjórir sem bókin samanstendur af hafa hver sinn karakter og sína merkingu, það er þráður í verkinu eins og perlufesti og endirinn vís- ar aftur til upphafsins. Bókin hefst á stöku ljóði ortu í minningu Snorra Hjartarsonar, ljóði sem á eftir að verða klassískt og er það í rauninni nú þegar. Fyrsti hlutinn snýst um börn, bernska reynslu og skólastarf. Þetta eru ijúf kvæði en sár iíka því sum börn þjást og sum börn hafa áhyggjur af Guði og heiminum. í ljóðum annars hlutans skyggnist Vilborg hins vegar í sálir fullorðinna. Þetta eru apólógíur í fyrstu persónu, skáld- konan réttir hlut kvenna sem hafa farið illa út úr ástinni í bókmennt- unum; skemmtileg er ný sk)TÍng á „þjófsaugum" Hallgerðar lang- brókar, á öðrum stað þarf lesand- inn að vita ögn um kvennamál T.S. Eliots og ljóðið Fedra skil ég sennilega betur einhvern tímann þegar ég hef stund til að glugga í Evrípídes. Þriðji hlutinn er ná- Vilborg hefur áður gefið meira afsjálfri sér, hér einbeitir hún sérfyrst ogfremst að reynslu annarra og þegar kemur að stóru spurningunni er það ekki hún sjálfsem yrkir. komnari skáldinu, ljóð um ís- lenska náttúru og hugleiðingar um forgengileika lífsins. Vilborg yrkir þarna m.a. „átta hækur“ og telur atkvæði eins og Japanir og Helgi Hálfdanarson, öfugt við Ameríkana og Óskar Árna Ósk- arsson. Tvær af þeim þykja mér of mælskar til að standa undir nafni, þrátt fyrir réttan atkvæðafjölda. Hækuformið notar Vilborg aftur í síðasta frumsamda ljóði bókar- innar sem heitir Einsemd; það er ort af japanskri hófstillingu og sparsemi og er uppáhaldsljóðið mitt í bókinni ásamt minningar- ljóðinu um Snorra. Fjórði hluti Klukkunnar í turninum inniheld- ur tvo þýdda ljóðaflokka, annan eftir sænska konu, Barbro Lind- gren, hinn eftir Englendinginn D.H. Lawrence. Oft hefur mér fundist hæpið tiltæki hjá skáldum að bæta þýðingum affan við sínar eigin bækur, nema í heildarsöfn- um. Óháð gæðum þýðinganna falla þær misvel að því sem á und- an fer og ræna þar að auki loka- orðinu sem hiýtur að vera slæmt. Hér er þessu hins vegar þveröfugt farið, þýðingarnar eru nauðsyn- legt niðurlag bókarinnar. Þetta eru hvort tveggja ljóð um dauð- ann, Lindgren yrkir um dáin dýr og manneskjuna, sem einnig hlýt- ur að deyja, meðan ljóðaflokkur Lawrence fjaliar eiginlega um dauðann sem mystíska reynslu. Sterk ljóð, frábærar þýðingar. Nú getum við litið yfir bókina sem heild. Hún hefst á ljóði um dauðann frá sjónarhóli eftirlif- enda, víkur síðan að börnum og þeirra þrautum og þrám, svo kemur að blíðu og stríðu kvenna, þar næst leitar skáldið að eilífum gildum í náttúrunni um leið og á hana sækja hugleiðingar um for- gengileika, sem svo taka völdin í ljóðunum um ’dauðann í síðasta hlutanum. Bygging bókarinnar endurspeglar þannig hringrás lífs- ins. Þetta er góð bók en ekki mjög persónuleg, Vilborg hefur áður gefið meira af sjálfri sér, hér ein- beitir hún sér fyrst og fremst að reynslu annarra og þegar kemur að stóru spurningunni er það ekki hún sjálf sem yrkir. Ljóðabækur Foriagsins eru samhæfðar í útliti og talsverður metnaður í hönnuninni. Letrið er dálítið sérstakt og gætt þeim eig- inleika að vera því fallegra sem ljóðlínumar em styttri. Aðalhug- myndin í uppsetningunni er að fýrirsagnirnar em látnar sitja efst á mjórri sfðu en ljóðin flúkta neðst. Þetta kemur misvel út effir bókum og hefur almennt séð tvö vandamál í för með sér. Annað er að ef ljóðin eru mjög stutt verða þau hálfviðskila við fyrirsagnir sínar; það er fyrirsjáanlegt og svo- sem í lagi. Hitt er verra að þegar ljóð situr á opnu er efri hlutinn af hægri blaðsíðunni auður og hvort sem ástæðan er sú að augað er vant því að túlka slíka eyðu sem upphaf nýs kafla (sbr. skáldsögu) þá finnst manni slagsíða á þessum opnum, sérstaklega ef minni texti lendir á seinni síðunni en þeirri fyrri. Vilborg er heppin, fiest ljóð- in klifra hæfílega langt upp síð- urnar, letrið hæfir vel línulengd- inni og bara eitt ljóð kemur illa út á opnu. Kápumyndin er blá og svolítið kuldaleg, mótífið er kannski fengið úr óveðursljóði í fyrsta hlutanum. Klukkan í turn- inum er góð viðbót við höfundar- verk Vilborgar og vonandi verður styttra í næstu bók frá henni. Jón Hallur Stefánsson Nýút- komnar „Himnasending“ heitir nýj- asta plata fimmmenninganna í Nýdanskri. Þetta er fjórða plata sveitarinnar og sú fýrsta sem þeir gera hjá Skífunni. Sálin hans Jóns míns hefur gef- ið út fimmtu plötu sína, „Þessi þungu högg“. Sögur herma að mun þyngra sé rokkað á þessari plötu en á fyrri afurð- um sveitarinnar. Steinar gefur Sálina út sem fyrr. Tuttugasta og fyrsta Bubba- platan kom útfyrir skömmu. Hún heitir „Von“ og var tekin upp á ferð Bubba til Kúbu sl. sumar. Steinar gefa út. iðfrábærarvið-" tökur. Útgefandi er Skífan. Þeir sem syngja á ensku fyrir þessi jól eru Jet Black Joe sem hafa gefið út samnefnda plötu hjá Steinum, Bleeding Volcano á plötunni „Damcrack" sem Japis dreifir og dauðarokk- sveitirnar In Memoriam, Sor- oricide og Strigaskór nr. 42 á safnplötunni „Apocalypse" sem Skífan gefur út. Bóhemlífí Reykjavík 1960 Það er fráleitt víst að allir beri kennsl á töffarana sem eru svo brosmildirá þess- ari Ijósmynd sem birtist í tveimur nýút- komnum bókum. Ef vel er að gáð má þó kenna Jóhann Hjálmarsson bók- menntagagnrýnanda Morgunblaðsins til vinstri, í miðjunni Alfreð Flóka myndlistarmann og til hægri Flosa Ól- afsson leikara, sem sitja fyrir utan Saumastofuna á Laugavegi 12. Myndin er sögð vera tekin 1960 af Oddi Ólafs- syni aðstoðarritstjóra Tímans. Og nú hefur hún allt í einu birst í bók Ninu BjarkarÁrnadóttur um Alfreð Flóka, en líka í bókinni Allsherjargoðinn, sögu Sveinbjörns Beinteinssonar sem Berglind Gunnarsdóttir skrair. Svona litu bóhemin í Reykjavík út fyrir þrjátíu árum.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.