Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 2
PRESSAN F E N I N S K E I F A N Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 NYR MIÐBÆRIMIÐRIBORG Á síðastliðnum árum og áratugum hefur höfuðborgin okkar, Reykjavík, dregið til sín stöðugt fleiri íbúa utan aflandsbyggðinnijafnframtþví sem þjóðinni hefur jjölgað jafnt og þétt svo að nú erum við rúmlega 250þúsund sem byggjum þetta land ogþar aferu um 110 þúsund sem búa á Stór-Reykjavíkursvœðinu. í kjölfar þessarar fjölgunar íbúa höfuðborg- arinnarhefurReykjavík tekið mildum ogörum breytingum á skömmum tíma. B I yggð hefur vaxið að sama skapi og íbúum hefur fjölgað og ný hverfi hafa risið þar sem áður voru óbyggð svæði, s.s. í Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti. Þessi vöxtur borgarinnar hefur, eins og gef- ur að skilja, aðallega stefnt í austurátt, þar sem borgin ligg- ur að sjó í vestri og norðri og sunnanmegin liggur Kópa- vogsbær, þétt við höfuðborg- ina. Þessi öri vöxtur hefur kallað á margskonar breyting- ar á öllum samgöngum og þjónustu í þágu almennings og þegar staðan er skoðuð í dag verður að álykta sem svo að markaðurinn hafi brugðist skjótt og vel við þessum breyt- ingum. Það má einna helst sjá á því að fyrir einungis tíu ár- um var miðbæjarkjarni borg- arinnar og aðalverslunarhverfi staðsett við Laugaveg og Lækj- argötu. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar og upp hafa risið tvær verslunarmiðstöðv- ar í Kringlunni og nú síðast nýr og fullkominn miðbæjar- kjarni í Skeifunni og Faxafeni. Segja má að þessi nýi versl- unarkjarni sé í fullkomnu samhengi við vöxt Reykjavík- ur í austur, þar sem það er MINNISLISTI! SAUMAVELINA Margar gerðir af eftirfarandi: □ Barnamyndaefni í (öt og gordínur □ Ungbarnaefni votteruö, einföld og i vöggu- sett □ Ungbarnateppi ófölduð. Frotteefni □ Sportefni vindblússu- og kópuefni, borno og fullorðins □ Joggingefni einlit, munstruð og stroff □ Bómullarjersey einlit og munstruð □ Hjólabuxna teygjujersey og gullmunstroð teygjujersey □ Stretsefni og reiðbuxnoefni □ Teygjuefni i leikfimi- og sundföt □ Nóttkjólaefni, nóttsloppoefni □ Sloppavelúrefni, einlit □ Kjólavelúrefni einlit, munstruð, skýjuð og votteruð □ Flauel gróft, milligróft, fint bornoflouel, slétt bómullorflouel, fínflouel, slétt, munstruð og krumpuóferð □ Kópuefni, einlit ullor, skotomunstur, loðefni og loðfóðurefni □ Silki, nóttúrusilki, burstoð og slétt, microsilki (poly) □ Samkvæmisefni □ Dansbúningaefni, polliettuefni, polyester, toft, teygjuefni, tjull o.fl., □ Prjónaefni □ Blazerjakkaefni □ Dragtaefni □ Poly/ullarefni □ Rúskinnsliki □ Gallaefni, einlitt, rósótt, röndótt □ Vattúlpuefni □ Vattbarnagallaefni □ Vatt i metravís □ Vatt i rúmteppi □ Púóafylling, troó □ Klippiefni, púðoborð, dúkkur o.fl. □ Burdasnió, sniðoblöð og föndurblöð □ Kwik Sew snið og sníðobækur □ iinnig amerisk bómull- arefni i kjólo, teppi o.fl. □ Föndursnió □ Bútasaumsblöó □ Jólaföndur úr poppo □ Nómskeió í bútasaumi, föndri o.fl. I Faxafeni eingöngu: □ Diskamottuefni □ Áklæði □ Bútasaumsefni i úrvoli □ Gardínuefni, munstruð og vattefni f rúmteppi og eins lomposkermo. □ Brúóorkjólaefni Opið í Faxafeni laugardaga kl. 10.00- 14.00. VIRKA Faxafeni 12, sími 687477 Klapparstíg 25, sími24747 einfaldlega orðið of langt að sækja verslun niður á Lauga- veg fyrir fólk búsett í eystri hluta borgarinnar. I þessum nýja miðbæ, sem byggir bæði á gömlum og rótgrónum fýr- irtækjum sem nýjum og er auk þess í göngufjarlægð frá Kringlunni, má finna allar þær Vörutegundir og nauðsynjar sem gott verslunarhverfi þarf að geta boðið upp á. Þarna er að finna banka, matvöruversl- anir, fataverslanir, heimilis- vörur af öllu tagi, skartgripa- verslun o.s.frv. Auk þess býð- ur svæðið upp á nóg af bíla- stæðum, gjaldmælar eru engir og strætisvagnasamgöngur að þessum nýja verslunarkjarna með besta móti. Þannig má segja að í Skeifunni, Faxafeni og nágrenni sé nú sprottinn upp nýr miðbæjarkjarni í miðri borg, þar sem allir höf- uðborgarbúar eiga jafnlangt að sækja allar nauðsynjar, öf- ugt við það sem áður var, þeg- ar eina verslunarhverfi borgar- innar var staðsett við Lauga- veg. Til að átta sig betur á því hvernig verslanir dreifast á svæðið má skipta hverfinu upp í þrjá hluta. í fýrsta lagi er um að ræða Skeifuna, sem byggðist upp fyrir talsvert mörgum árum og lagði kannski grunninn að því að menn töldu vænlegt að reisa þarna frekara verslunarhús- næði og efla þannig verslun á svæðinu. Þannig að í kjölfar þess að verslanir sem staðsett- ar voru í Skeifunni spjöruðu sig vel, auk þess sem hverfið varð stöðugt meira miðsvæðis í ört stækkandi borg, þá risu nýju hverfin þar líka og gerðu svæðið að því öfluga verslun- arhverfi sem það er í dag. Hin- ir tveir nýrri hlutar hverfisins eru þá annars vegar Faxafen og hins vegar Fákafen, en loft- myndin af svæðinu ætti að skýra betur skiptinguna sem hér hefur verið nefhd. Blaðamaður: Elmar Gíslason FAKAFEN OG SUD URLANDSBRAUT Þessi hverfishluti er sá yngsti á svæðinu og með frá- gangi hans og þeim gatna- framkvæmdum sem staðið hafa yfir í kring er hverfið að komast í sína endanlegu mynd. Verslanirnar sem stað- settar eru í Fákafeni og við Suðurlandsbraut eru sérstæð- ar að því leyti að þær sérhæfa sig margar í listsmíði af ýmsu tagi. Gleraugað Við Suðurlandsbraut 50 stendur gleraugnaverslunin Gleraugað. Eigendurnir eru Benedikt Þórisson og Guðrún Guðjónsdóttir, sem hafa bæði lokið námi í sjón- tækjaffæði í Noregi. Gleraug- að býður upp á mikið úrval af umgjörðum og sjónglerjum í einkar snyrtilegri verslun og er einungis spölkörn frá Glæsibæ þar sem ný augnlæknastofa er staðsett og því ekki langt að fara með reseptið. Innrömmun Sigurjóns í september 1991 flutti Sig- urjón Kristjánsson verslun sína, „Innrömmun Sig- urjÓns“, úr Ármúla 82, þar sem hún hafði verið starffækt í þrettán ár, yfir í Fákafen 11. Verslunin býður upp á inn- römmun og speglasölu og er innrömmunin þar meginþátt- urinn, þvi Sigurjón sérsmíðar ramma utan um bæði spegla og listaverk, hvort sem um er að ræða ljósmyndir, málverk eða hvaðeina. Að sögn Sigur- jóns er mikið um að lista- menn komi til hans með verk sín og fái þau innrömmuð auk þess sem hann hefur af- greitt söfh með ýmis verkefni í gegnum tíðina. Óhætt er að mæla með þeirri þjónustu sem þarna er veitt og byggist á áralangri reynslu í faginu. Demantahúsið Skartgripa- og gjafavöru- verslunin Demantahúsið, sem staðsett er í einu af ljós- bláu húsunum við Suður- landsbraut 52, er tíu ára um þessar mundir. Þessi tíu ár sem fyrirtækið hefur starfað hefur verkstæði þess verið rek- ið af miklum krafti og þar far- ið ffam viðamikil smíði silfur- og gullskartgripa, ásamt smíði stórra silfurmuna s.s. skála og kertastjaka að ógleymdum kirkjumunum, sem prýða nú um tuttugu kirkjur víðsvegar um landið og eru smíðaðir af silfur- og gullsmiðnum Stef- áni B. Stefánssyni. Um árabil hefur Demanta- húsið boðið eitt fjölbreyttasta úrval landsins af handsmíðuð- um skartgripum prýddum náttúrusteinum, jafht íslensk- um sem erlendum. Þessi breiða skartgripalína sem hönnuð hefur verið með nátt- úrusteinunum hefur hvar- vetna vakið mikla athygli, enda hálsmenin, armböndin og ekki síst hringarnir af- burðavel hönnuð. íslensk hrafntinna og sérstaklega ís- lenski ópallinn, sem á sér enga hliðstæðu hvað lit varðar, hafa verið langvinsælust í skartgripi ffá Demantahúsinu. I sumar opnaði Demantahúsið verslun sína við Suðurlandsbraut og þar er jafhffamt verkstæði fýr- irtækisins staðsett, þar sem fjórir guUsmiðir sitja og smíða vöruna sem seld er í verslun- unum tveimur, á einu best út- búna verkstæði á landinu. Lára Magnúsdóttir gull- smiður, sem jafiiffamt er ann- ar eigenda Demantahússins, hefur á annan áratug smíðað skartgripi með þessum nátt- úrusteinum og í dag hefur Demantahúsið haslað sér völl sem ein af virtari verslunum á sínu sviði hér á landi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.