Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 5
FENIN O G SKEIFAN
Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993
PRESSAN 5
„McDonald
og því sitja
’s er annt um orðstír sinn
gæðin í fyrirrúmi“
- segir Kjartan Örn Kjartansson
Fullyrða má að tímamót
hafi orðið í íslenskri veitinga-
húsamenningu 10. september
sl. þegar fyrsta McDonald’s-
veitingahúsið á Islandi tók til
starfa eins og velflestir lands-
menn muna, slík var fjöl-
miðlaathyglin í kringum opn-
unina. Hjónin Kjartan Örn
Kjartansson og Gyða Guð-
mundsdóttir, eigendur LYST-
AR hf., eru leyfishafar McDon-
ald’s á íslandi. Um 200 manns,
þar á méðal sumir helstu topp-
arnir í íslensku athafnalífi,
voru viðstaddir vígsluna ásamt
yfirmönnum McDonald’s í
Evrópu og fyrrverandi blaða-
fulltrúa Margrétar Thatcher,
fyrrverandi forsætisráðherra
Bredands, en hann gegnir nú
stöðu stjómarmanns veitinga-
keðjunnar þar í landi. En fjöl-
miðlaathyglin mótaðist ekki
síður af þeim sviptingum sem
LYST hf. átti í við íslenska
verkalýðshreyfingu vegna
greiðslu fyrirtækisins á launa-
tengdum gjöldum starfsfólks
þess til verkalýðsfélaga. Á end-
anum gengu deiluaðilar til
samninga, þar sem LYST hf.
féllst á að fara að tilmælum
verkalýðsforystunnar. Er stríð-
ið sem sagt tapað Kjartan?
„Frá minni hendi var aldrei
um neitt stríð að ræða. Ég tel
mig aldrei hafa gert neitt rangt
heldur gætt þess að fara í einu
og öllu að lögum samkvæmt
ráði bestu manna. Ég ákvað
hins vegar að fara að tilmælum
verkalýðsfélaganna til að stefna
rekstrinum ekki í hættu. Á
sama tíma fagna ég því að um-
ræðan um þau grundvallar-
mannréttindi að mega standa
utan eða innan verkalýðsfélags
skuli vera komin upp á yfir-
borðið í þjóðfélaginu, og hvort
atvinnurekanda beri að taka
félagsgjöld af starfsfólki sem
óskar eftir að standa utan fé-
lags eða greiða í sjóði sem það
nýtur ekki greiðslna úr. Ég get
hins vegar ekki, stöðu minnar
vegna, gengið fram fyrir
skjöldu í þessum efnum og
óska því eftir góðu samstarfi
við stéttarfélögin sem og alla
aðra,“ segir Kjartan.
Ánægðir viðskiptavinir
Síðan veitingastaðurinn var
opnaður hafa liðlega 100 þús-
und manns lagt leið sína að
Suðurlandsbraut 56, þar sem
McDonald’s er staðsettur. Ef
marka má þá stöðugu og
miklu aðsókn sem staðurinn
hlýtur nú, rétt tæpum tveimur
mánuðum eftir opnun, má
e.t.v. draga þá ályktun að hér
sé ekki á ferð einhver bóla á
veitingahúsamarkaðinum sem
muni springa áður en langt
um líður, eins og gjarnan vill
verða þegar nýir staðir eru
opnaðir. ressan leitaði álits
Kjartans á því hverja hann
teldi skýringuna á þeirri vel-
gengni sem veitingastaður
þeirra hjóna hefur notið ffam
að þessu.
„Ég held að skýringuna
megi fyrst og fremst rekja til
þess hve íslendingar þekkja vel
þau matgæði sem McDonald’s
býður viðskiptavinum sínum
um allan heim. Þau eru ein-
faldlega þess eðlis að fólk kem-
ur aftur og aftur, hafi það á
annað borð smakkað matinn.
Islendingar eru ferðaglöð þjóð
og McDonald’s er einn af föst-
um viðkomustöðum erlendis.
Okkur hjá McDonalcfs á Is-
landi er ljúft að uppfýlla þær
gæðakröfur og staðla, sem höf-
uðstöðvarnar setja okkur. Ef
við gerðum það ekki myndi
viðskiptavinunum fljótlega
fækka og við missa leyfið til
rekstrar á McDonald’s.“
Skúraði klósettið
Kjartan Örn var beðinn að
lýsa nánar þeim ítarlegu gæða-
kröfum sem hann segir að
höfuðstöðvar McDonald’s setji
þeim sem vilja opna veitinga-
stað í þeirra nafhi.
„Til að byrja með verða til-
vonandi „fjölskyldumeðlimir
McDonald’s" að kynna sér ít-
arlega alla þætti rekstrarins ffá
a til ö. Því fórum við hjónin og
síðar fjórir starfsmenn sem við
réðum til okkar utan til Bret-
lands til að læra öll störf sem
unnin eru á McDonald’s; þrífa
klósett, tína rusl á bílastæðum,
matreiða, stjórna o.s.frv. Við
urðum að kynna okkur allan
véla- og tækjakost sem tengist
matvælaffamleiðslu McDon-
ald’s, við vorum frædd og
þjálfuð í allri meðferð hráefnis,
frá upphafi þess til neytanda, ef
svo má segja. Við lærðum alla
þætti matreiðslunnar þannig
að eftir þessa þjálfun erum við
vel í stakk búin til að ganga í
hvaða störf sem er á veitinga-
húsinu og stjórna því og reka á
sjálfstæðan hátt.“
Eingöngu notaö sérvaliö
hráefni
Varðandi hráefni get ég
nefnt að McDonald’s notar
eingöngu sérvalin matvæli og á
þáð jafút við um brauð, kjöt,
grænmeti og mjólkurvörur.
Þeim aðilum sem framleiða
fyrir veitingastaðina eru settar
ákveðnar gæðakröfur, t.d.
varðandi hreinlæti á vinnustað
og meðferð hráefúisins, og þeir
mega aðeins nota ákveðinn
vélakost sem samþykktur er til
ffamleiðslu fýrir McDonald’s.
Fulltrúar frá höfúðstöðvunum
fýlgjast reglulega með því að
svo sé. Ég get nefút sem dæmi
að Útgerðarfélag Ákureyringa,
verksmiðja Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna í Grimsby
og aðrir aðilar, sem ffamleiða
fiskréttina fyrir Bretlands-
markað og okkur, fá reglulega
heimsóknir að utan. Þannig
má sjá að jafnvel þeir bestu
verða að þola slíkt eftirlit," seg-
ir Kjartan Öm.
Þaulskipulögðvinnu-
brögð
Kjartan segir að gæðakröfúr
McDonald’s geri að verkum
að viðskiptavinir veitingakeðj-
unnar geti ávalllt gengið að
sömu matgæðunum vísum á
hvaða McDonald’s-veitinga-
stað sem er í heiminum. Öll
vinnubrögð starfsfólksins séu
skipulögð í þaula og allir viti
nákvæmlega hvernig eigi að
bera sig að við vinnuna. Hvert
hráefni nýtur nákvæmlega
sömu meðferðar, sem tryggir
sömu stöðugu gæðin. Það
skiptir því ekki máli hvort þú
færð þér t.d. hamborgara í dag
eða effir einhver ár; gæðin eru
alltaf þau sömu. Hamborgara-
kjötið er alltaf steikt í nákvæm-
lega sama tíma í tölvustýrðu
grilli, báðum megin í einu,
þannig að mannshöndin kem-
ur þar hvergi nærri. Engin au-
kafita er notuð við steikingu
kjötsins heldur í eigin safa.
Grillin em skafin og hreinsuð
eftir hverja steikingu og steik-
ingarolía hreinsuð daglega og
jafúvel oft á dag og henni skipt
eftir nákvæmri tímaáætlun.
Starfsfólk gætir þess stöðugt að
halda staðnum snyrtilegum í
hvívetna, bæði utandyra og
innan. Allt er þetta hluti af
gæðaímynd McDonald’s.
í fremstu röö í umhverf-
ismálum
Því hefur verið haldið ffam að
McDonald’s-veitingakeðjan
stuðli að eyðingu regnskóg-
anna í Mið- og Suður-Amer-
íku þar sem land undan regn-
skógum sé notað til nautgripa-
ræktar á vegum þess. Er þetta
rétt?
„Nei, þetta á sér enga stoð í
raunveruleikanum. Á Islandi
notar McDonald’s eingöngu
íslenskt nautagripakjöt, á Bret-
landi kjöt framleitt í löndum
Evrópu og í Bandaríkjunum
þarlent nautakjöt. McDon-
ald’s-veitingahús í Mið- og
Suður-Ameríku, s.s. Argent-
ínu, Brasilíu, Kosta Ríka, Gu-
atemala, Mexíkó, Panama og
Venesúela, skipta einvörðungu
við framleiðendur sem geta
vottað það að nautakjötið
komi af gamalgrónum bú-
görðum — ekki af landi und-
an regnskógum." Kjartan segú
að McDonald’s láti sig þvert á
móti umhverfismál mjög
miklu varða. Þess vegna séu
ekki lengur notaðar umbúðir
sem innihaldi kolefnissam-
bönd sem skaða ósonlagið, en
slík kolefnissambönd megi
finna í kæliskápum, úðabrús-
um, loftkælingum, húsgögn-
um úr svampi og umbúðum.
Til verndar ósonlaginu
„Fyrirtækið átti ffumkvæði
að því að láta kanna hvernig
best mætti búa til umbúðir án
þess að nota þessi kolefnissam-
bönd. McDonald’s á Islandi
fær umbúðir sínar frá Bret-
landi, þar sem ný tegund
þeirra kom á markað í apríl
1988. Allar frauðumbúðir
McDonald’s eru lausar við
skaðleg kolefnissambönd og
merktar í samræmi við það.
Umbúðirnar eru fýllilega jafn-
góðar og þær sem áður voru í
notkun. Viðskiptavinirnir fá
matinn sem fýrr rjúkandi heit-
an og ferskan. Ennffemur get
ég nefnt að allur pappír sem
við notum er endurunninn.“
Álit viðskiptavinarins
skiptir mestu máli
Kjartan segir að höfúðstöðv-
ar McDonald’s veiti LYST hf.
margháttaða aðstoð og ráð-
leggingar í þessum efúum sem
öðrum. McDonald’s sé mjög
umhugað um orðstír sinn og
vilji því vera í fremstu röð á
öllum sviðum, hvort sem er í
umhverfismálum, matvælag-
æðum, vinnuanda, þjónustu
við viðskiptavini eða eitthvað
annað. McDonald’s leggur
mikla áherslu á rækt við fjöl-
skyldufólk, sérstaklega bömin,
sem hafa sérstaka leikaðstöðu.
McDonald’s er alhliða fjöl-
skyldustaður og höfuðmark-
mið okkar, eins og allra ann-
arra McDonald’s-veitinga-
húsa, er að mæta óskum og
kröfum viðskiptavina okkar,“
sagði McDonald’s-maðurinn
Kjartan Öm Kjartansson.
Sérsmíðaðir rammar á
spegla og málverk.
Málverka- og myndainnrömmun.
Ljósmyndarammar. Málverkalampar.
Allt eftir pinni hugmyndl
INNROMMUN
SIGURJÖNS
FÁKAFENI 11
SÍMI 31788