Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 11
Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993
FEIMIN OG SKEIFAN
PRESSAN I I
HAGKAUP
A haustmánuðum 1959
hófst undirbúningur að stofn-
un nýrrar verslunar í Reykja-
vík, sem átti að verða með
nokkuð öðrum brag en tíðk-
aðist. Var Pálmi Jónsson
frumkvöðull og stofnandi fyr-
irtækisins, en fyrirmynd að
verslunarrekstrinum sótti
Pálmi vestur um haf til
Bandaríkjanna. Þar þrifust
póstverslanir (mail orders) og
afsláttarbúðir (discount stor-
es) innan um virðuleg versl-
unarhús, kjörmarkaði, hverf-
isbúðir og sérverslanir, en
markmið hinna fyrrnefndu
var að selja vörur í miklu
magni með sem minnstum
tilkosmaði á lágu verði. Sam-
keppni og val neytandans
skáru svo úr um hver hefði
betur í viðskiptunum. Slíkur
hugsunarháttur þótti sjálf-
sagður vestanhafs en hafði
ekki rutt sér til rúms hér á ís-
landi. Eftir langa umhugsun
og leit að nafni við hæfi var
ákveðið að hið nýja fyrirtæki
skyldi heita HAGKAUP.
Næsta áratuginn bætti Hag-
kaup svo smátt og smátt við
sig í rekstrinum þar til ákveðið
var að taka á leigu vöru-
skemmu í Skeifunni 15, þar
sem til stóð að setja á laggirnar
útsölumarkað um stundarsak-
ir. Hugmyndin gekk svo vel
upp að ákveðið var að opna
þarna verslun til frambúðar
og þar með var lagður grunn-
urinn að miklum breytingum
á allri verslun í landinu frá
þeim tíma og til dagsins í dag,
þar sem Hagkaup hefur ekki
farið troðnar slóðir til að gera
sem best við viðskiptavini
sína.
Þegar fyrirtækið opnaði
verslun sína í Skeifunni í maí
1970 var þar um að ræða út-
sölumarkað sem seldi einung-
is sérvöru s.s. fatnað. Strax um
haustið sama ár var verslun-
inni hins vegar breytt í alhliða
sem tekið hefur sér ból-
festu í Skeifunni er Fönn
hf. sem stofhað var í janú-
ar 1960 og hóf rekstur í 70
fermetra húsnæði á Fjólu-
götu 19b. í byrjun var að-
eins stílað upp á skyrtu-
þvott en með tímanum
jukust viðskiptin og
þvotturinn varð fjöl-
breyttari. Fönn hefur í
gegnum árin alltaf verið
með afgreiðslu og út-
keyrslu, en önnur þjón-
usta hefur smám saman
þróast og aukist, þannig
að í dag er fyrirtækíð leið-
andi á sviði þvottar og
þvottameðferðar. Á síð-
ustu árum hefur vélakost-
ur Fannar verið endurnýj-
aður í samræmi við
reynslu fyrirtækisins síð-
astliðin þrjátíu ár. Fyrir-
tækið tekur allan almenn-
an þvott inn til þvottar
eða hreinsunar í gegnum
afgreiðsluna í Skeifunni
11, en þjónustar einnig
allar tegundir fyrirtækja
og stofnana óháð stærð
verslun sem hafði á boðstól-
um ýmsa sérvöru og matvör-
ur, sem höfðu ekki áður feng-
ist. Húsnæðið var í upphafi
einungis 600 fermetrar en var
stækkað í 1.200 frn 1972.1 dag
er verslunin 3.600 fm eftir
aðra stækkun 1974.
Óhræddir viö nýjungar
Alveg frá því að þessi fýrsti
stórmarkaður á íslandi var
opnaður í Skeifunni hafa for-
ráðamenn hans verið óhrædd-
ir við að brydda á nýjungum
af ýmsu tagi til að bæta þjón-
ustu sína. Þessar nýjungar
hafa oft vakið mikil viðbrögð,
þá oftast nær í formi mót-
mæla frá keppinautunum og
hrósi frá almennningi. Margar
þessara hugmynda hafa leitt af
sér byltingarkenndar nýjungar
í verslun á íslandi, en kannski
fyrst og fremst þá hugmynd
að opna stórmarkað af þessari
stærðargráðu, sem fyrirfannst
ekki hér á landi þegar verslun-
in var opnuð. Það má segja að
Hagkaup hafi á margan hátt
svipað til Bónusverslananna,
eins og við þekkjum þær í dag,
á þessum upphafsárum. Allur
þurrmatur var t.d. fýrst í stað
seldur af brettum eins og Bón-
us gerir nú. Þá voru Hag-
kaupsmenn einna fremstir í
því að krefjast þess að mjólk-
ursala yrði gefin frjáls, en eins
og menn muna var mjólk ein-
göngu seld í sérstökum mjólk-
urbúðum á vegum samsöl-
unnar alveg frá því í byrjun
áttunda áratugarins, þegar
Hagkaup krafðist þess að fá að
selja mjólkurvörur. Hagkaup
var einnig fýrsta verslunin sem
setti á laggirnar sérstakt
ávaxtatorg í verslun sinni, árið
1984, þar sem kúnninn af-
greiddi sig sjálfur með magn
og tegundir, en slíkt hafði áð-
ur verið selt í stöðluðu magni.
Sérstakt kjötborð kom 1986,
eða staðsetningu. Sölu-
menn koma einfaldlega á
staðinn og meta aðstæður
með tilliti til þess hve
mikill þvotturinn er og
hversu oft þarf að þjón-
usta staðinn. Síðan er sest
niður með viðskiptavin-
inum og allir þættir þjón-
ustunnar ræddir og
kostnaðaráætlun gerð.
Fönn býður öllum fyrir-
tækjum á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu að reyna þjón-
ustu sína í viku, endur-
gjaldslaust, á þann hátt að
þvotturinn er sóttur,
þveginn og síðan skilað
aftur viku seinna fullfrá-
gengnum.
Auk alls almenns þvott-
ar leggur Fönn mikla
áherslu á umhverfisvæna
þjónustu og býður m.a.
upp á handklæðakassa á
salerni, þar sem einfald-
lega er skipt um rúllur í
kössunum og þær þvegn-
ar og þannig sparað
ómælt magn af pappír
sem margar stofhanir og
fyrirtæki nota og hefur í
för með sér mikið magn
en allar kjötvörur höfðu áður
verið seldar beint upp úr kæli-
kistum í versluninni. Eins var
sett á laggirnar eigið bakarí í
húsnæðinu um svipað leyti.
Þá fékk IKEA inni í verslun
Hagkaups í Skeifunni þegar
fýrirtækið opnaði verslun hér
á landi 1980 og var þar til
1985, þegar það flutti í stærra
húsnæði í Kringlunni.
Jafnffamt vaxandi áherslu á
mikið úrval af góðri og ferskri
matvöru í gegnum árin hefur
einnig verið lögð mikil áhersla
á að geta boðið upp á allar
heimilisvörur og fatnað, þar
sem markmiðið hefur verið að
kaupa allar vörur milliliða-
laust og á sem hagstæðustu
verði. Gott dæmi um þetta eru
hinir margfrægu Kínaskór,
sem þegar best lét seldust í yfir
100 þúsund pörum á ári. Á ár-
unum 1972-1975 rak verslun-
in eigin saumastofu í kjallara
hússins, en sú starfsemi var
síðan flutt upp á Höfðabakka
og seld 1987. Um miðjan síð-
asta áratug hóf Hagkaup inn-
flutning á lesgleraugum, sem
olli miklum úlfaþyt meðal
annarra söluaðila, þar sem
Hagkaup bauð þau á miklu
lægra verði en hafði áður
þekkst á markaðinum. í dag
fæst þessi vara í flestum versl-
unum á landinu á mjög við-
ráðanlegu verði. Vinnubrögð
sem þessi má segja að séu lýs-
andi fýrir stefnu og starfsemi
fýrirtækisins í gegnum árin.
Hagsmunir viðskiptavinarins
eru hafðir í öndvegi og allt
gert til að bjóða góða vöru á
sem ódýrastan hátt, þó svo að
það gangi gegn hagsmunum
þeirra sem hafa áður haft af
því tekjur að selja sömu vöru
með mikilli álagningu. Dæmi
um þetta má finna í þeirri
ákvörðun Hagkaups skömmu
fýrir jólin 1980 að opna bóka-
deild í Skeifunni og selja þar
bækur á 10% lægra verði en
aðrir bóksalar. Hver sá sem
af sorpi. Einnig er boðið
upp á iðnaðarklúta og
rylonottur fyrir fyrirtæki.
Þá hafa margir aðilar í
veitingarekstri séð sér hag
í að leigja dúka, svuntur,
servíettur, þurrkur og
handklæði hjá Fönn, enda
er kostnaður við þjónustu
sem innifelur leigu, þvott
og lagfæringar það lágur
að fjöldi veitingahúsa sér
hag í að þiggja þá þjón-
ustu. Þá býður fyrirtækið
einnig upp á nýja og full-
komna þjónustu við
hreinsun og frágang á
gluggatjöldum. Glugga-
tjöldin eru bæði sótt og
send og tekin niður og
sett upp að lokinni
hreinsun.
Þegar fyrirtækið hóf
rekstur fyrir rúmum þrjá-
tíu árum voru starfsmenn
fyrirtækisins þrír. Um
þessar mundir eru starfs-
mennirnir hins vegar
orðnir fimmtíu í stóru og
björtu húsnæði í Skeif-
unni 11.
vill selja bækur hér á landi
verður að hafa til þess bók-
söluleyfi og það veita bóksalar
og bókaútgefendur. Hagkaup
sótti um leyfi til að selja bæk-
ur, en fékk þvert nei. Með
harðfýlgi tókst þó að fá stóran
hluta af jólabókunum til sölu
og auglýsa þær á 10% lægra
verði en annars staðar. Eftir
hátíðimar vildi Hagkaup ekki
una því að frjáls álagning á
bókum væri lögbrot, Félag
bókaú.tgefenda gæti í skjóli
undanþágu frá gildandi lög-
um um einokun haft eitt verð
á bókum í gildi um landið allt
og hvergi mætti hvika frá því.
Hagkaup sótti málið til dóm-
stóla og þar var einokunin
staðfest. Hagkaupsmenn vildu
ekki una slíkum afarkostum
og fór málið fýrir Hæstarétt en
tapaðist.
Árið 1984 hóf verslunin að
selja nýjar íslenskar kartöflur á
u.þ.b. 14% lægra verði en al-
mennt þekktist. Nýbreytnin
var að Hagkaup keypti kart-
öflurnar beint af bændum,
eins og tíðkaðist með flest
annað grænmeti, en ekki í
gegnum þann millilið sem
Grænmetisverslunin var á
þessum tíma. Niðurstaðan
varð sú að sölufýrirkomulag-
inu á kartöflum var breytt og
Hagkaup hafði sitt fram og
tókst þannig að lækka verðið á
þessari tilteknu vöru til fram-
búðar.
Staðan í dag
í dag hefur verslunin á boð-
stólum gífurlegt úrval af mat
og sérvörum. Fyrirtækið býð-
ur u.þ.b. 10-12.000 vöruteg-
undir í matvörudeildinni, þar
sem markmiðið er að bjóða
ferskar vörur af öllu tagi og
eiga alltaf nóg til af öllu, þann-
ig að fólk þurfi ekki að leita
annað með matarinnkaup.
Einnig er lögð rík áhersla á
gott úrval af fatnaði og skóm.
Fyrir jólin verður boðið upp á
mikið úrval af jólaskrauti,
leikföngum og heimilisvörum
af öllu tagi. Þá eru einungis
örfá ár síðan sérstök snyrti-
vörudeild var opnuð í versl-
uninni og sérdeildirnar því
orðnar fjölmargar, þar sem
sérhæft fólk starfar innan
hverrar deildar.
Skemmtileg nýbreytni
í október síðastliðnum var
opnaður Leirmarkaður í
Skeifunni og á Akureyri þar
sem selt var eftir vigt eða frá
399 krónum kílóið. Hér voru
á ferðinni bolla- og matarstell,
eldföst mót, stórar og litlar
skálar, blómapottar og svo
mætti lengi telja. Leirinn var
mjög fallegur og litríkur, en
stór hluti hans var handmál-
aður og einnig var liturinn
brenndur í leirinn. Eingöngu
var um að ræða takmarkað
magn sem selja átti á meðan
birgðir entust.
Skemmst er frá því að segja
að þessi nýbreytni heppnaðist
framar vonum. Leirvaran
rauk út eins og heitar lummur
á aðeins tveimur dögum. Á
tímabili var örtröðin svo mikil
að starfsfólk komst varla að til
að fýlla upp í hillurnar. Vegna
þessa var tekin sú ákvörðun að
girða sölusvæðið af og hleypa
fólki inn á það í hópum.
Þá var síðastliðinn föstudag
haldið blómauppboð þar sem
seld voru stærri blóm sem
kosta út úr blómabúð um og
yfir 10 þúsund krónur en voru
seld á rétt rúmlega 2.000
krónur. Þessar nýjungar
stendur til að endurtaka og í
fJamtíðinni er gert ráð fýrir að
hafa blómatorg að staðaldri í
versluninni.
Það fer ekki á milli mála að
Hagkaup í Skeifunni hefur
haft forystu um að gera þetta
mikla verslunarhverfi að því
sem það er í dag. Þeir voru
fýrstir á staðinn og hófu fýrir-
tækið til þeirrar virðingar sem
það nýtur í dag. Verslanirnar
eru nú orðnar níu talsins, sjö í
Reykjavík, ein á Akureyri og
önnur í Njarðvík. Fyrirtækið
hefur fært nýjar hugmyndir
inn í verslun á íslandi sem
hafa fest í sessi og breiðst út.
Hagkaup bauð fýrst allra upp
á barnagæslu og kaffihorn fýr-
ir viðskiptavini sína. Þeir voru
fyrstir með sérstök bílastæði
fyrir fatlaða og fjölskyldur
með ungböm og einnig buðu
þeir fýrstir upp á reiknivélar á
innkaupakörfur sínar, við-
skiptavinunum til hægðar-
auka.
Á undanförnum mánuðum
hefur Ian MacDougalI starfað
með Hagkaup að eflingu fýrir-
tækisins og tekur m.a. fyrir
stefhumótun þess. Hann hef-
ur um langt árabil unnið við
ráðgjöf og rekur sitt eigið fýr-
irtæki, Corporate Lifecycle
Inc. Að sögn Ians ræðst fram-
tíð allra fýrirtækja af nokkrum
grundvallarþáttum. 1 fyrsta
lagi viðskiptavininum, en með
því er átt við að þeir verði að
vera nafli alheimsins í huga
fyrirtækisins. í öðru lagi
hversu vel fýrirtækið tileinkar
sér nýjungar og sýnir frum-
kvæði, þ.e. að við verðum að
hafa forystu í að kynna það
sem er nýtt og öðruvísi. Síðast
en ekki síst verður það að hafa
skýra framtíðarsýn, sem er
lykillinn að árangri. Ástæðan
fyrir mikilvægi þess að hafa
skýra framtíðarsýn ætti að
vera augljós. Hún er einfald-
lega sú að við munum öll eyða
því sem eftir er ævi okkar í
framtíðinni og þ.a.l. er ekki
óeðlilegt að við kynnum okk-
ur þetta nýja umhverfi áður
en við flytjum inn!
Þetta eru allt atriði sem
Hagkaup hefur haft að leiðar-
ljósi frá upphafi og hyggst geia.
áfram, til að geta áfram boðið
gæðavöru á sem lægstu verði.
FLEIRA GIRNILEGT Á BOÐSTÖLUM
Hér hefur verið stiklað á stóru um
breytingarnar sem orðið hafa á allri að-
stöðu til verslunar og þjónustu í Skeif-
unni og Fenjunum og eins um þær breyt-
ingar sem uppgangur verslunar í þessu
hverfi hefur haft á viðskipti við verslanir
staðsettar í gamla miðbænum og víðar í
borginni.
Breyttir tímar kalla á breyttar aðstæður.
Borgin hefur stækkað og fólki fjölgað og
sú aðstaða sem er til staðar í gamla mið-
bænum nær ekki að sinna því hlutverki
sem áður var, að sjá borgarbúum fyrir
allri vöru og þjónustu. Gamli miðbærinn
hefúr því verið leystur af hólmi af þeim
nýja, sem er Skeifan, Fenin og Kringlan.
Þangað er styttra að sækja fyrir flesta,
bílastæði eru næg og viðskiptavinum að
kostnaðarlausu og öll aðstaða almennt
betri en gerist í þrengslunum niðri í bæ.
Það sem um er að ræða er einfaldlega
hagræðing á markaðinum. Margar versl-
anir sem voru farnar að ganga illa hafa
fært sig um set úr gamla miðbænum í
þann nýja en aðrar halda velli og verða
um kyrrt. Þannig minnkar álagið sem var
niðri í miðbæ og færist austar í borgina,
— nær nýju hverfunum.
Þær verslanir sem hér hafa verið nefnd-
ar eru einungis brot af þjónustunni sem í
boði er á svæðinu, en þarna má ljúka ölÞ""
um sínum erindum á fljótlegan og að-
gengilegan máta.
æðanna vegna.
MAX • YINNUFATAGERÐ ISUNDS