Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 8
FENIN OG SKEIFAN 8 PRMSSAN Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 Það var í ágúst 1986 sem eitt fyrsta fyrirtækið flutti í Fenin eftir að ffam- kvæmdir hófust við byggingu verslun- arhúsnæðis í hverfinu. Það var Max, sem þá sameinaði þrjú landsþekkt fyrir- tæki í fataiðnaði; Max, Vinnufatagerð Islands og Belgjagerðina. Fyrirtækið flutti í 2.000 fermetra húsnæði og opn- aði skömmu síðar verslun sína, Fatalín- una. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í frarn- leiðslu vinnu- og skjólfatnaðar og fram- leiðir m.a. hina landsþekktu MAX-galla sem slógu svo eftirminnilega í gegn hjá yngri kynslóðinni í fyrra. Auk kulda- gallanna framleiðir fyrirtækið m.a. vinnuföt, regnfatnað, sjófatnað og vinnuvettlinga sem henta til allra starfa og við allar þær erfiðu aðstæður sem við búum við frá náttúrunnar hendi hér norður í hafi. Verksmiðja fyrirtækisins er mjög fullkomin og vörurnar sem framleiddar eru fyllilega samkeppnis- hæfar við það besta sem þekkist á þess- um markaði. FAXAFEN Sérverslun með HUSQUARNA og BROTHER saumavélar og föndur hefur verið ákveðið að flytja í stærra húsnæði í Mörkinni 3 upp úr næstu áramótum. Jafhframt þessum vexti í Faxa- feni hefur reksturinn við Klapparstíg dregist saman síð- ustu ár og mun standa til að leggja verslunina þar niður. Virka hf. flytur inn öll efhi og saumavörur sjálf, án nokk- urra milliliða, og kappkostar að vera með samkeppnisfært verð við það sem þekkist bæði hér á landi og erlendis og er kannski ástæða þess að þessi verslun heldur velli meðan aðrar vefnaðarvöruverslanir berjast margar í bökkum. Virka sinnir einnig viðskipta- vinum úti á landsbyggðinni með póstkröfusendingum út um allt land. Þess má geta að Virka opnaði verslun í Kringl- unni áður en flutt var í Faxa- fenið, sem starfrækt var í u.þ.b. eitt og hálff ár. Að sögn Helga undruðust margir þá ákvörðun að hverfa á braut úr Kringlunni í Faxafenið, „þar sem eingöngu var að finna bílasölur“ eins og það var orð- að. Það hefur hins vegar sýnt sig að þessi ákvörðun var sterkur leikur ef litið er á stöðu hverfisins í dag og þá staðreynd að nú þegar hefur verslunin sprengt utan af sér stórt húsnæði í Faxafeni og verður að flytja sig um set. Völusteinn Önnur athyglisverð verslun er Völusteinn, sem er til húsa í Faxafeni 14. Verslunin hefur verið starfrækt um þrig- gja ára skeið og sérhæfir sig í öllu varðandi föndurvörur og saumavélar, en völusteinn hef- ur umboð fyrir bæði Brother- og Husqarna-saumavélar. Auk verslunarinnar byggjast viðskiptin á póstverslun og námskeiðahaldi í saumaskap og föndri. Föndurnámskeiðin eru haldin á vorin og haustin en saumavélanámskeiðin eru í gangi allt árið. Námskeiðin eru haldin í versluninni á kvöldin í umsjá hjónanna Þórhildar Gunnarsdóttur og Magnúsar Jónssonar, eigenda verslunarinnar. Að sögn Þór- hildar er stærsti viðskiptahóp- urinn fjölskyldufólk og eldri borgarar, en einnig er mikið um að ungt fólk kaupi efni til skartgripagerðar sem flutt er inn frá Suður-Ameríku og As- íu. Allar viðgerðir á saumavél- um sem verslunin hefur um- boð fyrir fara ffam á verkstæði sem staðsett er bakatil í versl- uninni. Það er því óhætt að segja að þarna séu vel nýttir fermetrar og margt athyglis- vert að finna, einkum nú þeg- ar kreppir að og fólk reynir að spara við sig aurinn, því þarna má finna allt mögulegt til föndurgerðar og handavinnu. Allar upplýsingar um nám- skeiðin eða viðgerðarþjónust- una eru veittar í síma verslun- arinnar, 679505. SKEIFAN HVAÐ ER í BOÐI? Minni boxin kosta 630.- MAX Að sjálfsögáu eigum við einnig ævintýralegt úrval af alls kyns föndurefni í boxin. Sendum í póstkröfu um land allt. Nú geta allir komið röð og reglu á föndrið, sauma- og prjönadótið. EA6LE er bandarískt fyrirtæki sem hefur fundið lausn fyrir alla sem i/ilja hafa hlutina á vísum stað Stóra föndurboxið kostar 3.150.- ó að Faxafenið sé kannski ekki gamalt verslun- arhverfi má þar engu að síður finna margar rótgrónar versl- anir af margskonar tagi sem hafa stöðugt sótt í sig veðrið undanfarin ár. Þar nægir að nefna Bónus, sem verður að teljast byltingarkennd nýjung í sölu á matvörum á íslenskum markaði. Verslanir Bónus eru nú orðnar sjö talsins með sýrri verslun á Akureyri, sem var opnuð um síðustu helgi. Þá stendur einnig til að opna þá áttundu í Færeyjum þann tuttugasta þessa mánaðar. Það hefur verið markmið fyrirtæk- isins frá upphafi að bjóða lægsta vöruverð á markaði hverju sinni og hefur þeim gengið vel að fylgja því tak- marki eftir, sem sést best á því að þeir skarta nú bráðum átta verslunum, einungis örfáum árum eftir að fyrsta verslunin var opnuð. Bónus-verslanirn- ar byggjast upp á því að hafa fátt starfsfólk og þarafleiðandi minni þjónustu inni í verslun- unum, en í staðinn er vöru- verð mun lægra en þekkist annars staðar. Almenningur virðist kunna þessu fyrir- komulagi vel, enda uppgangur fýrirtækisins undanfarið besta sönnun þess að hjá Bónus eru hagsmunir neytenda settir á oddinn. BAÐ- OGSAUNAVÖRUR í MIKLU ÚRVALI Arri hf. Fyrirtækið Arri hf. bað- og saunavörur var stofnað 9. september 1988. Það er inn- flutningsfyrirtæki með heild- og smásöluverslun sem flutti í Faxafen 12 þann 6. apríl 1989. Þegar verslunin var opnuð var austasti hluti hverfisins svo til óbyggður eða í byggingu. I dag eru aðstandendur versl- unarinnar mjög sáttir við hvernig hverfið hefur þróast sem verslunarkjarni, sérstak- lega eftir að tekið var á um- ferðarmálum, en borgaryfir- völd hafa verið mjög vakandi fyrir því að skapa þarna góða aðstöðu. Arri bað- og saunavörur sérhæfa sig í öllu sem viðkem- ur sauna og er m.a. umboðs- aðili fyrir þýsk-finnska fyrir- tækið Knullwald Helo Sauna GmbH. Á boðstólum eru fjöl- margar gerðir og stærðir af sa- unaklefum, allt frá eins- mannsklefa á hjólum, sem hægt er að stinga í samband hvar sem er, upp í klefa fyrir atvinnustarfsemi s.s heilsu- ræktarstöðvar, sundlaugar og þess háttar. Arri býður allt til saunabaðsins og sinnir einnig varahluta- og viðgerðarþjón- ustu varðandi saunaofna og stýringar. Verslunin selur einnig mjög vandaða bað- sloppa í Seahorse-, Cinderella-, Zetex- og Frans Morelaan- merkjum á alla fjölskylduna. Einnig er boðið upp á hand- klæði, náttföt, náttkjóla, nær- föt og samfellur í öllum stærð- um og gerðum. Veggfóörarinn Annað fyrirtæki sem stað- sett er í Faxafeninu og er gott dæmi um þann uppgang sem átt hefur sér stað á svæðinu er Veggfóðrarinn í Faxafeni 10. Verslunin var áður staðsett í Fákafeni en flutti sig um set í hentugra húsnæði á þessu ári. Eins og nafnið gefur til kynna sérhæfir Veggfóðrarinn sig í veggfóðri, veggdúkum og gólfdúkum en einnig má þar finna ýmsar nauðsynlegar smávörur til heimilisins. Verslunin hefur séð um útboð í mörgum stærri byggingum og má þar t.d. nefna íbúðir aldraðra sem verið er að reisa við Lindargötu, en verslunin sér um allt gólfefni í því hús- næði. VERSLA AÐALLEGA MEÐ HRÁEFNISEM BÝÐUR UPP Á MIKLA MÖGULEIKA OG KALL- AR Á SKÖPUNARGÁFU FÓLKS Virka hf. Virka hf. rekur vefhaðar- vöruverslun í Faxafeni 12 og aðra á Klapparstíg 25-27. Að sögn Helga Axelssonar, eig- anda verslananna, hefur orðið mikil aukning á viðskiptum í Faxafeninu þannig að nú er svo komið að húsnæðið þar rúmar illa starfsemina og því FÖNÞUZgOX „Allt á sínum stað-boxin" - fyrir föndur-, sauma- og prjónadótið

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.