Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 7
♦ * jj OTRULEGA ÓSPENNANDI Ingó og Vala „Þessi yfirborðsskilningur á þeim málefnum sem þau taka fyrir, auk þess að þau þora aldrei að taka afstöðu, gerir þessa þætti þeirra að mark- lausri þvælu. Auk þess hafa þau ekki getu til þess að stýra umræðunni sem verður oft til þess að hún fer út í algera vit- leysu, þeim og þátttakendum til mikillar skammar." Ólöf Rún Skúladóttir „Skýrmælgin og það hvernig hún dinglar stöðugt til höfðinu er að gera út af við sjónvarps- áhorfendur. Hún vekur svipað- an áhuga hjá manni og diskur af seríós, já eða súrmjólkur- ferna sem staðið hefur dag- langt á eldhúsborðinu." Davíð Óddsson „Einfaldlega vegna þess að hann á fyrir löngu að vera sofnaður." Jón Ólafsson „Gersamlega húmorslaus og íeiðindi að fara með hónum fínt út að borða. Hann er líka sam- viskulaus — ætti að búa í Am- eríku." Eyþór Arnalds „Hann ætti að taka sellóið úr klofinu á sér og þvo á sér hár- ið.“ Eiríkur Jónsson „Á mörkum þess að eiga að fá að starfa sem blaðamaður. Sérstaklega óaðlaðandi.“ Ójafur Skúlason „Ég mundi ekki vilja eiga mikil skipti við hann. Það er hræði- legt hlutskipti að þurfa að ganga í þessum fötum og fara með þulur sem hann virðist ekki skilja sjálfur." Sigurður Pétur Harðarson „Einkar óheppilegur leiðtogi í mannúðarmálum." l.Heimir Steinsson „Þaö sýnir sig æ betur aö þaö er leitun aö hallæris- legri útvarpsstjóra." „Mann langar ekki til aö kynnast þessum manni. Ná- ungi sem var orðinn nörd í 8. bekk grunnskóla og er þaö ennþá.“ „Fullkomlega litlaus." „Egótrippari.“ Guðrún Agnarsdóttir „Guðrún er ein af þessum kon- um sem eru svo pottþéttar að maður verður dapur á því að hitta hana eða sjá. Maður gæti ímyndað sér að hún færi úr kjálkaliðnum ef hún heyrði góðan brandara." Linda Pé „Óskiljanlegt af hverju allir karlmenn nefna hana sem draumadís." Bera Nordal „Nákvæm, hátíðleg og fullkom- lega óaðlaðandi." Páll Banine „Var þokkalega spennandi í fötum. Hann hefði átt að sleppa því að fækka þeim fyrir Núllið. Og Guð veit að hann getur ekki sungið.“ Hannes Hólmsteinn Gissur- arson „Efst á baugi er skelfilega líkt Þjóðlífi sáluga sem Hannes var svo ötull við að gagnrýna." Auk þess: „íslenska handknattleikslandsliðið þegar það er sem einn maður. Ég hef notað það til að sofna, sé þá fyrir mér og þá soíha ég eins og skot...“ „íslensku ólympíufararnir eins og þeir leggja sig. Þeir geta ekki einu sinni lamið á hvor öðrum til þess að komast í heimspressuna...“ 4. Stefán Baldursson „Ég held að hann sé hológraf, (leysimynd sem send verður í framtíðinni, leysir mikinn vanda, t.d. þarf bara eina löggu og svo verða hólógröf út um allt og allir halda að þar fari alvöru löggur. Svíar hafa þróað þetta og sent okkur nokkra menn og ég held að 7. Sigurður Pálsson 3. Vigdís Finnbogadóttir ,,/Etti aðfá heiðursnafnbót fyrir þessi endalausu leiðindi. Hún er meistari hins fyrirsjáanlega og fyrirsegjanlega.“ „Hún er svo fyrirsjáanleg." „Eins lífleg og spennandf og hríslurnar sem hún er alltaf að gróðursetja.“ Stefán sé einn af þeim).“ „Hann er litlaus í tilraunum sínum við að verða eins skemmtilegur og konan hans.“ 5. Hrafn Gunnlaugsson „Fyrirsjáanlegur í öllum sínum skepnuskap. Honum tekst ekki einu sinni að koma á óvart þar.“ 6. Friðrik Weisshappel „Ekkert nema umbúðirnar. Eina sem hægt er að nota hann í er að hella í glös og mynda stellingar." „Stelling vikunnar næst... get- ur hún ekki verið lárétt níu fet- um neðan- jarðar?“ „Hann er uppblásið núll.“ „Stælarnir og sjálfumgleðin eru ekki þessa heims. Það hlýt- ur einhver að vera að bögg’ann að handan.“ 8. Stefán Hilmarsson „Yngsti skallapoppari á land- inu.“ „Staðnaður fyrir löngu.“ 9. Jón Sigurðsson „Hann er ofmetnasti íslending- ur fyrr og síðar. Hann hefur aldrei gert neitt merkilegt alla sína ævi, verið lélegur hag- fræðingur, en með vinnusemi hefur hann komið sér áfram.“ 10. Markús Örn Antonsson „Feginn að hafa aldrei kynnst honum persónulega. Örugglega ekkert vondur drengur en af- skaplega óspennandi." „Hann reyndi en gat ekki kreist brosið fram á prófkjörs- portrettunum. „Hann er að vísu svo litlaus og leiðinlegur að það er með herkjum að maður að tilnefna hann.“ Jóhannes Gunnarsson „Framsögn hans er slík að hann nær engan veg- inn að hrífa neytendur með sér í mikilvægum málum.“ Guðmundur Árni Stefánsson „Hann hefur breyst í leiðinleg- an vælukjóa." Þórarinn V. Þórarinsson „Algjörlega óspennandi en ef hann sleppti jórturleðrinu yrði hann kannski ekki eins og kýr- in Ljómalind." Andrés Magnússon „Hann er bara grár frá toppi til táar úr hinni litlausu framvarð- arsveit Heimdallar en þar eru saman komnir flestir leið- indagæjar sem maður veit af.“ Ellert B. Schram „Aumkunarverður á myndum sem birtast af honum og svo er hann ákaflega skoðanalaus. Það háir okkar sambandi.“ Arthúr Björg- vin Bollason og Baldur Her- mannsson - „Útblásnir egótripparar eins og Hrafn, líkt og rotnir ávextir hvor á sinni trjátegundinni.“ Þorgeir Þorgeirsson „Mér finnst hann pirrandi af því að hann er konstant írón- ískur. Það er mjög erfitt að hafa gaman af slíkum manni nema í afskaplega litlum skömmtum." Ragnar Halldórsson „Minnst áhugaverða nóboddí sem hægt er að hugsa sér.“ Steingrímur Hermannsson „Hvenær sagar hann af sér hausinn? Hann er líklega hall- ærislegasti stjórnmálamaður sem þjóðin hefur kosið yfir sig að Albert Guðmundssyni und- anskildum.“ Jón Axel Ólafsson „Maður tekur ekki eftir stúdíó- inu fýrir skrifstofum undir alla slísarana sem þykjast gera eitthvað. Hann er samnefnari fyrir þessa innihaldslausu dollu sem Bylgjan er.“ Bubbi Morthens „Hann er orðinn hræðilega þreytt lumma sem virðist ekki hafa einlægan áhuga á neinu nema boxi.“ Ingvi Hrafn Jónsson „Horfðu reglulega á fréttatíma stöðvarinnar — þá skilurðu hvað ég á við. Maðurinn á bágt.“ Guffi á Gauknum „Hann er tákn þess ómerkileg- asta í dægurmenningu landans síðastliðinn áratug. Hefur aldrei sagt neitt af viti en vek- ur á sér óvænta athygli." 2. Hemmi Gunn „Svoldið þvert um geð að setja hann á þennan lista en hann er mjög fyrirsjáanlegur í þessum örvæntingarfullu skemmtilegheitum.“ ,,„Á tali hjá Hemma“ „Kysstu Hemma frænda“ Þarf að segja fleira?“ FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994 PRESSAN 7B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.