Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 12
JJ sittMJllf
mpp*Mr-
ính draug
Viðar Eggertsson, ieikari, leikstjóri og leikhússtjóri, skoðai
myndina af sjálfum sér: „Þetta gæti verið draugur upp úr öðrurr
draug, einhver vera sem er á mörkum þessa heims. Það eri
augun sem koma upp um hana þannig að vel má ímynda sér að þettc
sé maður með grímu sem býr yfir einhverju sem hann vill fela. Kannsk
hefur hann talað af sér og veit af því
hverju eða hefur sett upp grímu sem
að reyna að rífa hana af sér. Þetta
gæti líka verið svona afskaplega
gamall maður þó að augun, sem
hafa lifað, séu ekki jafn gömul.
Þetta er ekki einhamur maður og
það er ekki hægt að komast að hon-
um, hann er á bak við eitthvað og
verndar sjálfan sig. Kannski eru
augun sál mannsins sem hann hef-
ur hjúpað einhverri vörn, hann er
hræddur um að berskjalda sig.
Þetta eru viðkvæm augu og ef það
er ótti í þeim er það vegna þess að
hann er hræddur við að það verði
gengið of nálægt honum. Þetta er
eins og Hermann Másson þegar
hann var búinn að bera á sig hveit-
ið."
. Hann gæti líka verið fastur í ein-
losnar ekki af — kannski er hanr
„Drengurinn bar hveiti á andlit sitt.
Hann var orðinn að trölli, flug-
manni, hesti og bíl. Hvít gríman
breytti honum. Pegar hann bar
hvita hveitigrímu jóhst honum
kjarkur, feimnin fór af honum,
hann varð ýmist blíður eða grimmur
og vildi drepa alfan heiminn. Pá
tísti amma hans af ánægju, vegna
þess að hann var týndur undir
grímunni, og hún fann hann aftur
með þvi að strjúka af honum hveit-
ina, þegar hann var orðinn hræddur
og skelfingu lostinn við að vera
orðinn miklu meira og stærra en
hann gat ráðið við.“ |Guðbergur
Bergsson: Pað sefur i djúpinu.)
Líftækni menn-
ingarskæruliðans
Hannes Lárusson,
Mokka
í stuttu máli: Hannes fæst við
eitt af eftirlætisviðfangsefnum
sínum, samlíf listrænna og pól-
itískra afla, og gefur ekkert eft-
ir.
Um þessar mundir er mikið
um að vera í sýningarsöl-
unum og af mörgu að taka.
’ 'En ekki þurfa allir á rúmgóðum,
hvítmáluðum og halógenlýstum
sýningarsölum að halda. Hannes
Lárusson hefur skapað sýningu
fyrir Mokka sem gæti varla átt
heima annars staðar. Það gefur,
held ég, enginn íslenskur listamað-
ur verkum sínum jafhbeinskeytt
pólitískt inntak og Hannes Láruss-
on, og á þessari sýningu er hann
enn við sama heygarðshornið.
Þegar gengið er inn mætti halda að
einhver ætti affnæli því loftið er
þakið uppblásnum blöðrum. En á
blöðrunum eru áprentaðar tvær
myndir sem einnig hanga á vegg
gegnt afgreiðslunni. Þær eru af
tveimur kynjaverum sem Hannes
hefur skapað úr velþekktum per-
sónum í íslensku listalífi. Á annarri
myndinni er höfuð Huldu Valtýs-
dóttur, formanns menningarmála-
nefhdar Reykjavíkurborgar, grætt á
líkama Errós, sem stendur úti í á
og heldur á veiðistöng í annarri
hendinni og lax í hinni. Á hinni
myndinni er svo höfuð Beru Nor-
dal grætt á líkama Kristjáns Guð-
mundssonar myndlistarmanns,
þar sem hann
sést taka á móti
viðurkenningu
sem borgarlista-
maður. Hér er
Hannes að fást
við eitt af eftir-
lætisviðfangsefn-
um sínum, sam-
líf listrænna og
pólitískra afla í
þjóðfélaginu. í
samræmi við
það kallar hann
myndirnar
„Giftingar — ís-
lensk samtíma-
1 e g h e i t
1 9 9 3 - ’ 9 4 “ .
Blöðrurnar
hanga síðan eins
og grátt, drunga-
iegt ský yfir
hausamótunum
á grunlausum
kaffifíklum, sem
gætu þess vegna
verið að ræða sín
á milli um
gróskuna í íslensku menningarlífi.
Ég get nú skilið ef mönnum
finnst þessir tilteknu tilburðir
Hannesar þess eðlis að sýningar-
gestir þurfi að vera vel með á nót-
unum um menn og málefni í
menningarlífinu og þeir séu of
bundnir við tímabundið dægur-
þras. En þetta er einungis einn angi
af listsköpun hans og sprottið af
því viðhorfi að öll listsköpun sé
hluti af menningarlegri valdabar-
áttu. Önnur verk á sýningunni eru
dæmigerðari fyrir listsköpun
Hannesar. Þar er einnig að finna
margslungið táknmál sem hann
hefur þróað með sér undanfarin
ár. Hér bregður fýrir ausum og
skálum útskornum í tré, sem vísa
til tiltrúar okkar á íslenskan menn-
ingararf og handverkið. Á einni
ausunni stendur áletrað orðið
„spíri“ (sbr. ,,listspíra“?) og á
handfanginu er formið á burstun-
um á Korpúlfsstöðum. (Þess má
geta að á málþingi um stjórnkerfi
menningarinnar á síðasta ári mætti
Hannes í bol með mynd af Erró
sem bar Korpúlfsstaði eins og kór-
ónu á höfðinu.) Á öðrum vegg
hanga tvö fuglshöfuð, af fálka og
lóu, sem hafa komið fyrir hjá hon-
urn áður sem „tálbeitur“, og neðan
í þeim hangir sitt hvor kubburinn í
keðju, og má geta sér til að þar séu
komin grunnform módernískrar
fagurffæði sem íþyngja tákngerv-
ingum íslenkrar menningar. 1 öðru
verki í svipuðum dúr er ófullgerð
ausa með svarta og hvíta ausu til
sitt hvorrar hliðar, en fýrir ofan er
vandlega máluð ausa með fugls-
mynd og sýnist mér að hér sé
komin tilvísun í málverk eftir Jón
Stefánsson, listmálara og „ffum-
kvöðuT í íslenskri myndlist. Það
ánægjulega við þessar útskornu
smámyndir Hannesar er að þótt
áhorfendum gangi illa að leysa úr
rembihnútum táknrænna tilvisana
þá eru þær margar hverjar furðu-
legar og heillandi og laða til sín at-
hyglina eins og tálbeitur.
12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994
„Það er skemmtileg til
breyting að setjast inn
á bar til að horfa á
leiklist og ekki spillir
að verkin eru
skemmtileg og vel
unnin og eiga, eins og
klisjan segir, erindi
við okkur öll. “
I leit að þj áningu
FRIÐRIKA
BENÓIMÝS
Besti volgi bjórinn I
bænum og nætur í
Hafnarfirði
Jason Milligan
ÞORMAGUÐ
★★1/2
Drukkinn maður ryðst inn á
bar rétt fýrir lokun, heimt-
ar bjór og er með uppsteyt
við dauðþreyttan eigandann. Við
nánari athugun kemur þó í ljós að
þeir eru gamlir kunningjar og til-
vonandi átök snúast upp í vinalegt
spjall um það sem á dagana hefur
drifið síðan síðast. Sá drukkni
reynist vera rithöfundur, sem sí og
æ fær handritið sitt endursent á
þeim forsendum að í það skorti
lífsreynslu, hann hafi greinilega
ekki þjáðst nóg. Og nú gengur
hann um og kemur sér í klandur til
þess að upplifa hina sönnu þján-
ingu sem á að gera hann að met-
söluhöfundi. Það reynist þó vera
bareigandinn Jói sem hefur upplif-
að raunverulega þjáningu, en hún
kemur honum ekki að neinu haldi,
er bara þjáning án umbunar
ffægðarinnar.
Þetta er í stuttu máli efni ein-
þáttungsins Besti volgi bjórinn í
bænum, sem leikhópurinn ÞOR-
MAGUÐ ffumsýndi í Naustkjall-
aranum um síðustu helgi ásamt
öðrum einþáttungi, Nætur í Hafn-
arfirði. ÞORMAGUÐ samanstend-
ur af þremur ungum leikurum,
Þorsteini Bachmann, Magnúsi
Jónssyni og Guðmundi Haralds-
syni. Þeir bera sjálfir hita og þunga
af öllu sem að sýningunni snýr.
Þýddu og staðfærðu verkin, leik-
stýra og leika að sjálfsögðu. Guð-
mundur Haraldsson leikstýrir
þeim Þorsteini og Magnúsi í Besta
volga bjómum í bænum og Þor-
steinn leikstýrir síðan Guðmundi
og Magnúsi í Nóttum í Hafnar-
firði. Báðir leysa leikstjómarhlut-
verkið vel af hendi og halda vel ut-
an um leikarana sína tvo. Þor-
steinn fer á kostum í hlutverki rit-
höfundarins mislukkaða, en mér
fannst Magnús ekki ná alveg nógu
góðum tökum á bareigandanum
ógæfusama. Eins og hann tryði
ekki alverg á óhamingju hans, eða
fýndist hún ekki rista djúpt. ör-
vænting hans var helst til hol. í
heild var þátturinn ekki nógu
hraður, klisjan um þjáningu lista-
mannsins ekki nógu sterk til að
halda uppi fjörutíu mínúma sam-
tali, þótt mjög skemmtilega væri
með hana farið. Þýðing þeirra fé-
laga er liðug og skemmtileg á eðli-
legu máli og hljómaði mjög sann-
færandi.
Hinn einþáttungurinn, Nætur í
Hafnarfirði (ekki spyija mig hvað
veldur þeirri nafngift), er mun
hraðari og átakameiri, en um leið
launfýndnari og tragískari. Þar seg-
ir af tveimur atvinnuleysingjum,
Lenna og Manna, sem ekki hafa
margt annað við að vera en að
hanga á börum og kaffihúsum og
spjalla ffam og aftur um sömu at-
burðina. Samskipti þeirra breytast
þó mjög þegar Lenni fær vinnu
sem gervigrassnyrtir í Laugardaln-
um og verður um leið allur annar
maður, sem ekki á lengur neitt
sameiginlegt með Manna annað en
minningar um fornar „gleðistund-
ir“. Þessi þáttur er mun betur skrif-
aður en sá fýrri og höfðar líka
meira til hins almenna bargests.
Þessa náunga þekkir maður. Leik-
stjórn Þorsteins Bachmanns er
mjög örugg og leikararnir báðir
fara mjög vel með hlutverkin.
Magnús sýnir á sannfærandi hátt
upprisu Lenna úr niðurlægingu at-
vinnuleysisins, tekur algjörum
stakkaskiptum fýrir augum áhorf-
enda og túlkar vel bæði eymd og
aukið sjálfstraust. Guðmundur er
fantalega góður sem hinn auðnu-
lausi Manni, sem ekkert getur gert
vegna stálbitans sem hann fékk í
höndina við að beija mann með
grillofni. Hann er örlagatöffarinn
holdi klæddur, mikill í munninum
en pínulítill hið innra. Glæsilega
gert Guðmundur.
Þetta barleikhús er hið besta
ffamtak hjá þeim þremenningum
og ánægjuleg viðbót við leikhús-
menninguna í bænum. Það er ósk-
andi að þeir hljóti umbun erfiðis
síns, enda eiga þeir það fýllilega
skilið. Það er skemmtileg tilbreyt-
ing að setjast inn á bar til að horfa
á leiklist og ekki spillir að verkin
eru skemmtileg og vel unnin og
eiga, eins og klisjan segir, erindi við
okkur öll.