Pressan - 24.02.1994, Blaðsíða 17
Sjónvarp
• Ólympíuleikamir í LiUe-
hammer ★★★★★ á RÚV á
fimmtudag frá morgni til
kvölds. If jú kant bít þem — djojn þem. Fimmtu-
dagurinn er ein allsherjar sjónvarpsveisla hjá RÚV.
Tæpir fimm tímar frá Lillehaminer með atriðum á
borð við stórsvig kvenna,
skíðagöngu kvenna o.s.frv.
Og inn á milli er skotið
góðgæti eins og SPK,
Fréttaskeytum, Viðburða-
ríkinu, Syrpunni og Þingsjá. Maður verður að
fara að minnka við sig vinnu ef RÚV heldur
uppteknum hætti.
• Coltrane og kádiljákurinn ★★★ Coltrane
in a Cadillac á Stöð 2 á föstudagskvöld. Robbie
Coltrane er góður gæi, feitur og flottur á fcrð um
Bandaríkin.
• Tveir á toppnum 3 ★★★ Lethal Weapon III á Stöð 2 á laugardags-
kvöld. Hvað er hægt að segja? Vel gerð hasarmynd.
Dagskrá RÚV um þessa helgi er óhemjuþunn. Það er ekkerl t gangi af viti
og það sem meira er: Enginn Baldtir!
• í furðulegum félagsskap © Slaves ofNew Yorká
Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Úr dagskrárkynningu:
„Frumleg kvikmynd sem fjallar um listagengi New York-borgar, liðið
sem er of töff til að fríka út og of fríkað til að vera töff.“ Ef einhver fær
bom í þetta verður sá kjörinn heimspekingur PRESSUNNAR. Hér fer
misheppnuð mynd byggð á sögum Tama Janowitz um líf listagengis í
New York.
• Á rúi og 'stúi © Disorganized Crimeá Stöð 2 á föstudagskvöld. Það
hringir á öllum viðvörunarbjöllum þegar kvik-
myndir skarta sjónvarpssápuleikurum. Corbin
Bernsen í LA Law er mættur í glötuðum kómidíu-
trylli. Ótrúlega lélegt handrit effir leikstjórann Kouf
setn gerði Stakeout.
• Á faraldsfæti © Longshot á Stöð 2 á föstudags-
kvöld. íslenski titillinn vekur hjá manni vonir, ein-
liver af þessum töff Road-movies. Gamanið kárnar
með enska titlinum. Og þétt fer að slá í hlutina þeg-
ar kemur í ljós að myndin fjallar um tvo átján ára
vini, annar vill verða fótboltamaður, hinn vill fara í veðmál og þeir taka
þátt í keppni í fótboltaspili til að korna sér af stað?! En dauðadómurinn
felst í aðalhlutverkinu: Leif Garrett, misheppnaðí poppsöngvarinn sera
söng píkulegri röddu: „I was made for dancing, a-a-a-all night long.“
• í klóm arnarins © © Shining Through á Stöð 2 á laugardagskvöld.
Löng, leiðinleg, ósannfærandi og illa leikin kvikmynd stútfúU af heimsku-
legum klisjum sem: „Segðu mér af stríðinu, hvenær vakti það fyrst áhuga
þinn?“ „Ég vissi að við kvöddumst á föstudegi því næsti dagur var laugar-
dagur.“
© Hjartsláttur © Hcarthcnt á Stöð 2 á sunnudagskvöld. John Ritter er
svo leiðinlegur að hann gæti drepið fiL
• Sing © á Stöð 2 á sunnudagskvöld. „Dominic er svalur náungi sem
getur dansað betur en flestir aðrir en hefúr meiri
áhuga á að stela og slást."
Hvað er hatnt Jónas R. að gera í innkaupaferðuin
stnum? Þvílíkt samansafn af rusli. Svei tnér ef þetta
minnir ekki ú söguna af Kidda rót þegar hnnn var
sendur út eftir sketnmtikrafti, eyddi nánast öllum pen-
ingnum og hafði bara efni á dvergnum (setn lék R2T2
íStar Wars) ogdraphatm áflugveHinum.
Dýrt spark í pung
Sagan af Qiu Jiu
Háskólabíói
★★★
Því var einhvern tíma haldið
ffam í jafnréttisumræðu sem
ég tók þátt í að ef konur
sýndu kynfærum karlmanna jafh-
opinskáan áhuga og þeir sýna
þeirra, þá hefðu þær ólíkt meiri
völd í heimi hér.
Qiu Jiu hefur af því nokkrar
áhyggjur að eista mannsins hennar
eigi ekld eftir að duga jafn vel í
framtíðinni og það hefur gert hing-
að til eftir að Wang, hreppstjórinn í
þorpinu þeirra, sparkaði svona illa í
klofið á bóndanum. Þeim hafði
orðið sundurorða og í Kína, þar
sem aðeins má eignast eitt barn og
allir vilja strák, virðist samkvæmt
þessari mynd eitthvað um það að
talið sé til getuleysis karlmannsins
að eignast stelpu. Hreppstjórinn,
sem brotíð hefúr lög og eignast
fjögur stúlkubörn í þeirri viðleitni
sinni að reyna að fá strák, verður
KVIKMYNDIR
HALLUR
HELGASOIXI
Bíó
• Kryddlegin hjörtu ★★★★
Stórskemmtileg mexíkósk kvik-
mynd og vel heppnaður óður til
^ konunnar.
Regnbogattum
• Frú Doubtfire ★★★ Robin
WOliams er drepfyndinn í þessari
mynd, bæði sem kona og karl.
Sambtóunum
„ • Njósnararnir H Undercover
™ Blues Það er eitthvað að efnafræð-
inni í henni sem gerir hana bjána-
lega en ekki skemmtilega.
Bíóhöllinni
• Króginn ★★★ The Snapper
Satt best að segja var ég að hugsa
um að fara út eftir fyrstu tíu mín-
úturnar. En svo kemur í ljós stór-
skemmtileg mynd.
Háskólabíói
• Leið Carlitos ★★★ A1 Pacino
hefur á tjaldinu návist sem er
€ mögnuð birting frumkrafta karl-
dýrsins.
^ Háskólabíói
• Hús andanna ★★★★ Til-
finningaþrungnustu atriðin sleppa
við að vera væmin, þótt þau kalli á
vasaklút.
^ Sambíóunum
æfareiður þegar eiginmaður Qiu
Jiu hefur orð á því að hann sé í
hænsnarækt.
Á hvínandi steypinum drösla
Qiu Jiu og óþreytandi mágkona
hennar manninum á handvagni til
læknis. En Qiu Jiu lætur ekki þar
við sitja. Hún vill að réttlætínu sé
fullnægt. Hreppstjórar geta ekki
komist upp með að sparka í pung-
inn á mönnum bara vegna þess að
þeir eru hreppstjórar. Qiu Jiu vill
að hreppstjórinn biðjist afsökunar.
Hann er hins vegar of stoltur og
þrjóskur til þess, hræddur um að
tapa virðingu ef það myndi fréttast
að hann væri að biðja fólk afsökun-
ar. En þar hitti andskotinn ömmu
sína hvað þrjósku varðar, því að
Qiu Jiu lætur sig ekki fyrr en í fulla
hnefana. Það þýðir ekki að henda í
hana peningum, enda skipta þeir
hana ekki öllu máli þótt fátæk sé.
Hún vill að þau hjón verði beðin
afsökunar og því réttlætí ætlar hún
að fá fullnægt.
Síðan rekur sagan ótrúlega stað-
festu þessarar kínversku sveitakonu
sem óþarfi er að rekja hér. Myndin
er hins vegar í senn falleg og
skemmtileg mannlífslýsing úr sveit
í Kína. Sem slík fer hún með mann
í alvöruferðalag. Einfaldleiki frá-
sagnarinnar gerir hana svo trúverð-
uga að manni finnst maður vera að
horfa á raunverulega atburði en
ekki leikrit á filmu. Maður sökkvir
sér niður í líf þessara persóna og
finnur til hluttekningar með þeim.
Allt ber sveitafólkið vinalega um-
hyggju hvað fyrir öðru og mitt í öll-
um deilunum finnur maður ekki
fyrir fjandskap á milli þeirra sem
deila. Þetta kemur fallega í ljós þeg-
ar Qiu Jiu missir mikið blóð þegar
að barnsburði kemur og í tvísýnu
stefnir með líf hennar, þá er það
hreppstjórinn, Wang, sem reynist
bjargvættur á raunastund og leiðir
flokk manna í að hlaupa með hana
á heimagerðum sjúkrabörum til
næsta bæjar þar sem er spítali.
Björgun sem gerir henni kleift að
fæða heilbrigt barn sem er, nema
hvað, strákur! Wang hreppstjóri
segir æðrulaus við mennina, þar
sem þeir slappa af yfir núðluskál
eftir barnsnauðarhlaupið, að
Qiujiu sé velkomið að sækja sig tíl
saka eins og hún bara vilji.
Á sama hátt kemur það illa við
Qiujiu þegar kemur í ljós að á end-
anum á Wang að fara í fangelsi
að hann hafi tekið meira en helm-
ing myndarinnar í felum svo fólkið
uppgötvaði ekki að verið væri að
taka. Þetta hefur örugglega allt að
segja um það hvað myndin er trú-
verðug. Á hinn bóginn er ljóst að
aðalleikararnir hafa ekki farið á mis
við góðan leikstjóra. Hæst ber leik
eiginkonu Zhang, Gong Li. Gong
Li er ein af fallegustu konurn ver-
aldarinnar þótt ekki sé það undir-
strikað á ytra byrðinu í þessari
mynd. Hún er líka frábær leikkona
og ber þessa mynd uppi með mik-
illi reisn. Gervið og líkamsburðirnir
sem óléttan kalla á eru aldrei fyrir
manni, þvert á móti skín einlægni
og sannfæring úr hverri hreyfingu
Qiu Jiu.
Kvikmyndagerðarmönnum eins
„GongLi er ein affallegustu konum
veraldarinnar þótt ekki sé það undir-
strikað á ytra byrðinu í þessari mynd.
Hún er líka frábær leikkona og ber
þessa mynd með mikilli reisn. “
vegna málaferlanna sem hún hefur
staðið fyrir. Það var alls ekki það
sem hún vildi, hún vildi bara að
hann bæðist afsökunar.
Sagan af Qiujiu er fyndin og
húmanísk. Hún er ekki fyndin í
þeim skilningi að hún sé uppfull af
bröndurum, heldur er hún uppfúll
af gegnheilum persónum með til-
burði og meiningar sem maður
getur ekki annað en brosað yfir
þótt maður beri fulla virðingu fyrir
þessu sama fólki.
Leikstjóri myndarinnar, Zhang
Yimou, sem eitt sinn seldi úr sér
blóðið tU að safna fyrir fyrstu
myndavélinni, er ffábær sögumað-
ur. Hann hefúr áður hlotið mfltíð
lof fyrir samspil mynda og sögu-
efnis og í þessari mynd hefúr hon-
um ekki fatast flugið. Hann er að
fást við realisma og hefur upplýst
og rithöfundum er mislagið að
skapa sögupersónur sem maður
finnur að eru raunverulega af holdi
og blóði en ekki bara klipptar út úr
kartonpappír. I sögunni af Qiuju
(þetta nafn er aldrei skrifað eins)
sér maður sögu og fólk sem er jafn-
auðvelt að trúa á og ef maður væri
að horfa á beina útsendingu ffá
kínversku sveitaþorpi. Hún er
fyndin og einlæg og ættu kvik-
myndasælkerar, ferðaáhugafólk og
aðrir sem láta sig fagurkvikmyndir
einhverju skipta ekki að láta þessa
framhjá sér fara. Að sitja undir
henni er eins og að ferðast til Kína
en sitja samt á sama stað. Það er
rétt að benda öðrum kvikmynda-
áhugamönnum á að það eru engar
þyrlur og vélbyssur í þessari mynd.
HEITT
• KAVALERAR sem gefa blóm
og demanta.
• KREPPAN það er að segja fái
hún fólk til að
ferðast meira
en að byggja.
Það skyldi þó
ekki vera að
menn kæmu
víðsýnni und-
an kreppunni.
• DJASS svona nostalgíudjass
líkt og er að gerast með rokkið,
pönkið, diskóið og allt það. Sjá-
ið bara Sólon, Fógetann og fleiri
staði sem leggja meira upp úr
sveiflunni en nokkru sinni og í
flestum tilfellum þeirri mel-
ódísku.
• KJÚKLINGARÉTTIR í kjölfar
kjúklingaútsölunnar. Kjúklingar
eru eitthvert skemmtilegsta hrá-
efni sem hægt er að hugsa sér.
ímyndunaraflið, tötsið og krydd-
ið er allt sem þarf.
• FIR og allt það sem snýr að
aldri og tíma. Hverjum kemur
við aldur manns og hvað skiptir
máli hvað klukkan er?
• BARNSLEGT UTLIT
það er í raun ekki
heitasta lúkkið eins
og haldið hefur verið
fram. Þroskinn er 44
verða hinu barnslega
yfirsterkara.
• ÞRÖNGAR BUXUR sem sker-
ast upp í rassinn á manni. Þær
eru óþægilegar og aðeins örfá-
ir sem bera þær. Sumartískan,
með víðum, þægilegum og
þunnum mjaðmabuxum, er
tímabær.
• ÓPERSÓNULEIKI hvort sem
viðkemur fatastíl, hönnun, veit-
ingastaðnum sem þú borðar á
eða bílnum sem þú ekur — sem
er t.d. með sögu hafi hann smá-
beyglu. Skipulagt kaos á það
að vera.
i : 1
T víf mmmm mmmm Sm ■ Sm V
Tvífarar vikunnar sanna svo ekki verður um villst að það er til
eitthvað sem heitir „Star quality" (stjörnueigind?) og ákveðið
stjörnuútlit. Divine og Vala Matt eru báðar (bæði?) flassí týpur,
hvers manns hugljúfi og lygilega líkar. Divine er ívið glannalegriá
máíningu og hárgreiðslu en stíllinn og smekkurinn er sá sami:
Takið t.d. eftir eyrnalokkunum. Þá má ekki gleyma hinni guðdóm-
legu útgeislun, sem er sú sama.
Þreytt móðir
Banvæn móðir
Laugarásbíói
★
Banvæn móðir er óffumlegur
og flatneskjulegur tryllir.
Hún fjallar unr móður sem
hafði látið sig hverfa einhverjum
árum áður og vill nú fá að koma
heim til eiginmanns og tveggja
sona á ný. Þegar eiginmaðurinn
hafnar þeirri beiðni, enda kominn
með nýja, tekur hún til sinna ráða.
Það er svosem allt í lagi að taka
gömul trikk og nota upp á nýtt,
það er líka í lagi að segja gamlar
sögur affur og aftur. En þegar það
er gert, þá verður að gera það
þannig að bragð sé að. Banvæn
móðir er ekkert sérlega bragðsterk.
Hún er uppfull af gömlum þrill-
er-töktum. Hún er frekar slaklega
leikin af annars ágætum leikurum.
T.d. finnst mér Peter Gallagher
vera hér í hlutverki sem eiginlega
bauð ekki upp á neitt og alls ekki
neitt fyrir hann. Jamie Lee Curtis er
kannski í besta sætínu í sínu hlut-
verki og sleppur svosem vel ffá því.
Það sem er að þessari mynd í heild
er hvað hún er mikið inn-um-ann-
að-út-um-hitt-dæmi.
Leikstjórinn skilar þokkalega út-
lítandi verki, enda fyrrverandi
tökumaður, en samt er það svo að
myndataka og klipping ná því
stundum að draga athyglina algjör-
lega að sér og ffá söguefninu, sem
er ferleg gryfja að lenda í nema þar
sem slíkt er hluti af frásögninni, en
svo er ekki hér. Þessu má líkja viö -
að maður gleymdi sér við lestur
skáldsögu og vaknaði upp við það
að vera farinn að spá í leturgerðina
sem hún væri prentuð með.
Á einhverjum forsendum virkar
hún þó. Hún heldur manni við
efnið frá upphafi til enda og sjokk-
trikkin gömlu virka. Fyrir þetta má
spá henni ffamhaldslífi sem sunnu-
dagsleigumynd fyrir fólk sem hefúr
ekkert betra að gera í þynnkunni.
Fyrir unglinga sem nýlega eru
farnir að stunda bíósýningar fyrir
fullorðna, og hafa þarafleiðandi
ekki séð allt áður, má gera ráð fyrir
að þessi mynd sé ágæt afþreying.
Fín ástæða fyrir fjórtán ára stelpur
að kreista hendurnar á stráknum
sem þær fóru með í bíó, eða þrýsí3^“
andlitinu á sér í hálsakotið á hon-
um þegar sjokkin koma. Þetta segi
ég með fullri virðingu fyrir fjórtán
ára kvikmyndahúsgestum. Málið er
bara að þeir sem eru búnir að
stunda bíó í fimm til tíu ár, eða
þaðan af meira, þurfa ekki fleiri
svona, nema þær séu þeim mun
betur gerðar.
FIMMTUDAGURINN 24. FEBRÚAR 1994 PRESSAN 17B