Pressan


Pressan - 24.03.1994, Qupperneq 2

Pressan - 24.03.1994, Qupperneq 2
Enn fjölgar í skemmti- flórunni Turnhúsid engm læti Aföstudagskvöldið verður opnaður nýj- asti veitingastaðurinn í miðborginni. Hann hefur hlotið nafnið Turnhúsið, en þetta hús hefur gengið undir því nafni um áratugaskeið og er á Tryggvagötu 8. Stað- urinn ætlar að bjóða upp á lifandi tónlist og það er Kombó Ellenar sem ríður á vaðið opnunarkvöldið. Á laugardagskvöld er það blúsmaðurinn Dóri sem verður með vini sína. Turn- húsið verður opið til 23.30 á virkum dögum en til 01.00 um helgar. Þetta er þó að- eins tímabundinn af- greiðslutími, bundinn svo- kölluðu bráðabirgðaleyfi, sem væntanlega breytist í eðlilegt veitingá- leyfi innan tíðar. Hugmyndin er að þarna verði lifandi tónlist en rólegt andrúmsloft — „engin læti" segja aðstandendur — sem höfði til ald- urshópsins 25 og upp úr... að er ekki ólíklegt, sé að marka nýjasta hefti breska tímaritsins Empire. Þar er opna sem byggist á myndum af híbýlum fræga fólksins í Holly- wood og engar smávillur það. En það serrT að íslendingum snýr er klausa undir yfirskriftinni: „Við hötum Hollywood". Þar er greint frá aðsetri nokkurra frægra leik- ara sem hafa aðsetur annars staðar í heiminum: Tommy Lee Menntaðasta hljóm- sveit landsins vænt- anleg úrfelum Allnokkur leynd hefur sveipað Spaðana, eina elstu og jafhframt menntuðustu hljómsveit landsins. Hún hefúr starfað í kyrrþey um árabil en meðlimirnir komu saman fyrst þegar þeir voru í Mennta- skólanum við Tjörn (síðar Menntaskólinn við Sund). Það er rokkandi hverjir teljast meðlimir hljómsveitarinnar en þeirra á meðal eru Guð- mundur Andri Thorsson forsöngvari, Sigurður „Dagsljós“ Valgeirsson trymbill, Helgi Guðmundsson munnharpa og viskíkassi, Gunnar Helgi Kristinsson Evrópuspekingur við HÍ og fleiri — engir amlóðar þar á ferð. Allir eru þeir með háskólagráðu og æfingar hjá þeim eru víst ákaflega aka- demískar. Þessir menn hafa sést lauma sér í bílskúra víðsvegar á höfuð- borgarsvæðinu og eru, samkvæmt öruggum heimildum PRESSUNNAR, á leið í hljóðver að taka upp ffumsamið efni og er fyrirhugað að út komi geisladiskur með sumrinu. Spaðarnir hafa gefið út þrjár spólur en það er eins konar neðanjarðarútgáfa og hefur spólunum einungis verið dreift meðal vina og vandamanna. Spaðarnir leika óraffnagnaða tónlist sem hef- ur verið skilgreind sem evrópsk smalamúsík og út í kántrí = „country & eastern". Samkomuhúsnæðið í Flatey á Breiðafirði er þeirra uppáhaíds- tónleikastaður, en draumur þeirra er að spila á Hornströndum og má reikna með að útgáfútónleikarnir verði þar... Hefur einhver séð þennan mann á börum borgarinnar? Jones býr í Texas; Daniel Day Lewis í County Wicklow á ír- landi; Richard Harris á Bahama- eyjum o.s.frv. Og síðan okkar maður, Oliver Reed, sem sam- kvæmt blaðinu á sér aðsetur víða: Zimbabwe, Barbados, Gu- ernsey, írlandi, Skotlandi og Reykjavík! Reed hefur leikið í mörgum frægum kvikmyndum, m.a. „Oliver", „Tommy" og „Æv- intýrum Munchausen baróns". Bukowski Blámaður Um Borð EIIMAR KÁRASOIM „í danskri minningargrein er honum helst talið til tekna að hafa komið með hlandlykt, œlu og óhrein nœrföt inn í samtímabókmenntirnar. “ TITILL: FACTOTUM HÖF.: CHARLES BUKOWSKI ÚTG.: BLACK SPARROW PRESS BANDARÍKJUNUM 1975 Látinn er í Bandaríkjunum, á 74. aldursári, skáldið og rit- höfúndurinn Charles Bukowski... Einhvernveginn væri þetta alveg fáránleg byrjun á grein um skáldið sem hér var nefnt, því hann var ekki svona hátíðlegur, þvert á móti, svo ég byrja upp á nýtt en held mig þó við að skrifa um údenda bók aldrei þessu vant vegna þess að Bukowski er nýdáinn og hann verðskuldar að hans sé minnst, hér sem annarsstaðar. Bukowski var hálfgerður utan- garðsmaður allt sitt líf, kom sem innflytjandi til Bandaríkjanna þriggja ára gamall og ólst upp í fá- tækt í Los Angeles. Hann gerðist snemma drykkfelldur, ábyrgðar- laus og lubbalegur, hætti í skóla, gaf ffat í borgaralegar dyggðir og fór að heiman; réð sig í allskyns störf en var hyskinn og latur og yfirleitt rekinn innan skamms. Hann leigði sér ódýr og skítug her- bergi þarsem hann lá og drakk meðan hann ekki hékk á billegum börum, en jafnffamt skrifaði hann smásögur og ljóð sem hann sendi til allra helstu bókmenntatímarita landsins. Og 1944, þegar Bukowski var 24 ára, fékk hann birta eftir sig fyrstu smásöguna í virðulegu tíma- riti. Svona liðu árin, hann hélt uppteknum hætti, var latasti mað- urinn í lélegustu störfúnum, bjó í hreysum og drakk en hélt jafn- ffamt áfram að skrifa, og smám saman fór hann að verða þekktur meðal bókmenntamanna vestan- hafs og töluvert vinsæll í Evrópu, ekki síst í Þýskalandi, hvernig sem á því stendur. Á árunum uppúr 1970 skrifaði Bukowski þijár skáldsögur byggðar á eigin ævi; Post Office, Factotum og Women, en það eru þau verk hans sem mestri útbreiðslu hafa náð. í nefndum bókum heitir Bukowski sjálfur Henry Chinaski, en um þá persónu skrifaði hann einnig kvikmyndahandritið Barfly, þarsem Mickey Rourke lék aðal- hlutverkið sem ffægt varð fyrir fá- einum árum. Barfly fannst mér alls ekki nógu góð kvikmynd, enda voru Bukowski mislagðar hendur einsog öðrum höfúndum og þarna náði hann sér ekki á strik þrátt fyrir leiftrandi augnablik. Langbesta verkið um Henri Chinaski er bók sú sem hér er gerð að umtalsefni, Factotum, en hún er jafnffamt minnst þekkt úr trílógíunni; Post Office varð metsölubók og Women biblía þeirra sem aðhyllast klám- fengna þáttinn í skrifum Bukowsk- is. Factotum segir ffá æskuárum hans í kringum lok síðari heims- styrjaldarinnar (en hann slapp við herinn eftir samtöl við sálfræð- inga). Hún byrjar á því að hann kemur með rútu til New Orleans í rigningu klukkan fimm að morgni, og gengur af stað með tösku í hendi að leita að fátækrahverfun- um. Taskan hans hafði einu sinni verið svört en var orðin svo upplit- uð að hann hafði makað á hana skóáburði, en þarsem hann ráfar nú um aleinn í rigningunni í ókunnugri borg klínist skóáburð- urinn í buxnaskálmarnar við hvert skref. Þarna er tónninn gefinn og þessari stemmningu er haidið bók- ina á enda, úr einu skítastarfinu í annað, ffá fýlliríi til fyllirís, með út- lifúðum konum í skítugum her- bergjum hér og þar um Bandarík- in, þartil í bókarlok að hann er orðinn yngsti maðurinn á Skid Row, í göturæsinu í Los Angeles. Einhverntíma las ég það álit á Bukowski að hann væri einhver gróf effirlíking af Henry Miller. Ekkert er fjær sanni, Bukowski er einfaldlega miklu betri höfundur, fyndnari og beinskeyttari, og laus við væmni og snobb sem oft loddi við Henry Miller. Maður sér það stundum líka þegar fjallað er um Bukowski, meðal annars nú í kringum andlát hans, að það er sem margir telji að ffamlag hans til bókmenntanna hafi falist í hvað hann var djarfúr í vali söguefnis; hann hafi verið brautryðjandi í ruddaskap: í danskri minningar- grein sem ég leit hratt í gegnum er honum helst talið til tekna að hafa komið með hlandlykt, ælu og óhrein nærföt inn í samtímabók- menntirnar. En allt eru þetta auka- atriði, hvaða auli sem er getur skrifað um skít og drullu, og gerir það gjarnan; það sem máli skiptir er að kunna að móta leirinn, búa til prósa sem er listaverk, og það tekst Charles Bukowski ffamar öðru í þessari bók. Hann hefúr stíl, kjarn- yrtan en stælalausan, einfaldan og fallegan. Það eru tugir af yndisleg- um mannlýsingum í Factotum. Að vísu svífúr bæði kvenfýrirlitning og almenn mannfyrirlitning yfir vötn- unum, honum finnst næstum allir vera hálfvitar, en það gengur svo laglega upp hjá honum því hann er ekki að upphefja sjálfan sig. Hank Chmaski vorkennir sér að vísu dá- lítið, off er hann ansi lítill og einn, en sjálfsírónían glitrar í gegnum alla bókina. Hann gerir flest vit- laust, klikkar á öllu, lætur svíkja sig og plata, og því er lýst í fáum hnit- miðuðum orðum, án væmni, án heimspekilegra hugleiðinga. Hann er gabbaður til að kaupa gömul jakkaföt, og fer í buxurnar. Þegar hann er að hneppa þeim að sér heyrir hann eitthvað rifna með hvelli, þreifar á rassinum og grípur þar beint í nærbuxurnar. Hann fær flatlús og kaupir áburð í apótekinu sem honum er sagt að hafa á sér í hálftíma. En með því honum var illa við kvikindin álcvað hann að hafa smyrslið á sér í klukkutíma, og skaðbrennur allur fýrir vikið, á við- kvæmum parti líkamans. Það ættu allir að lesa þessa bók... 2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. MARS 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.