Pressan - 24.03.1994, Page 12

Pressan - 24.03.1994, Page 12
Móðir og másandi SAKTMÓÐÍGUR FEGURÐIN, BLÓMIN OG GUÐ- DÓMURINN LOGSÝRA GEFUR ÚT ★★★★ Sveitavargurinn í Saktmóðígi er loksins kominn út plötu. Flykkið er fimm laga tíu tomma, blóðrautt á lit, og framleitt í 238 ónúmeruðum eintökum. Saktmóðígur er ein fárra íslenskra sveita nútímans sem hafa spak- mæli Einars Arnar — „Það er ekki málið hvað maður getur, heldur hvað maður gerir“ — að leiðar- ljósi. Þess vegna spila þeir eins og þeir eigi lífið að leysa þótt kunnátt- an sé ekki upp á fjölmarga FfH- fiska, og pakk með nefið upp í loft- ið gengur út í hrönnum þegar snillingarnir pönkast á tónleikum. „Útrás" er leyniorð sveitarinnar, tónlistin hávaði af pönkætt og út- koman á fyrstu plötu sveitarinnar góð. Þeir leggja fram fimm verk, hvert öðru betra, sannkölluð svöðusár á eyru hvers tónelsks manns. Maggi fNRI hefur náð að mestu á band þeim másandi djöfulgangi sem fylgir Saktmóðígi á tónleikum. Það liggur við að svitaperlur myndist á rauðu plastinu. Nú get- ur maður líka lesið á meðfylgjandi textablaði hvað Karl spangól er að öskra. Eins og við er að búast hefur hann allt á homum sér, hann er uppfullur af bijálsemi og mannfyr- irlitningu; mannhatri sem fær villta útrás í mögnuðum textum. Rífa rífa eyðileggja / Fegurðin: hata’ana brennana skemm’ana stígá’ana II Mér gengur svo vel að hata / hatrið heldur mér gangandi / því í hatrinu er lífsorkan Halelúja! Hvemig væri að redda þessum „Fyrsta plata Sakt- móðígs er sláandi dœmi um sigur mannhatursins. “ manni kerlingu og lítilli blokkar- íbúð í Breiðholti? Þá held ég að hann hefði fyrst eitthvað til að æsa sig yfir. Annars fær hann hjálp úr hörðustu átt í hatursþráihyggju sinni á nútímanum í Hallgrími Péturssyni. Saktmóðígur leggur til drungalegan hávaðavef við gull- kom Hallgríms „Hversu fánýt að fordildin sé“. Þó á þér skíni útlenzk dragtin / yfirlætis og vizku pragtin / trú þú mér, að minnkar magtin / að möðkunum þá snceðist. Bjútífúl! Ef Hallgrímur hefði fæðst 1968 og gengið í Menntaskólann á Laugar- vatni væri hann gólandi með Karli í Saktmóðígi í dag! Fyrsta plata Saktmóðígs er slá- andi dæmi um sigur mannhaturs- ins. Ef ógæfufólk landsins hefði borið gæfu til að stofna hljómsveit- ir og tjá sig í tónlist en ekki ódæð- isverkum væri Litla-Hraun mann- laust í dag og kannski notað sem tónleikahús um helgar. Það væri líka miklu skemmtilegra að Iáta pönka á sig úr skúmaskotum í staðinn fyrir að fá hníf í magann! Besta popp í heimi! SAINT ETIENNE TIGER BAY ★★★★ Breski dúettinn Saint Etienne spilar besta popp í heimi. Þau spila popp sem maður hefur ekki heyrt áður og dæla sykr- inum hárfínt í útsetningarnar. Það er leikur einn að fara yfir sykur- strikið en Saint Etienne gera það aldrei. Þau eru aldrei hallærisleg og aOtaf svöl og sjarmerandi. Pottþétt sveit fyrir skrifstofufóUc og hár- greiðsludömur jafnt sem fisk- vinnslufóUc og öskukarla. Popp fyrir aUa! „Tiger Bay“ er plata númer þrjú og rökrétt framhald af meistara- verkinu „So Tough“, bestu plötu síðasta árs. Við fyrstu hlustun fékk ég vægt glassúr-óverdós, en svo tóku hinir sætu tónar að vætla inn um eyrun og æðarnar og ég hef varla hlustað á aðra plötu vikum saman. „Gripurinn“ hefur sem sagt „verið límdur við fóninn“ eins og popp-gaggarar segja oft þegar þeim Uggur mikið á hjarta. Platan fær mann líka ósjaldan „út á gólf', eins og hinir sömu segja stundum, sérstaldega þegar snilligáfa þre- menninganna leikur lausum hala um stofiina í taktföstu poppi eins og í lögunum „Hug My Soul“ og „Like A Motorway“. Oftar er Saint Etienne þó á „rólegri nótum“ og sveimir dreymandi á vit ævintýra- lega flotts ballöðupopps í gullfal- legum meistarastykkjum eins og „On the Shore“ og „Pale Movie“. Ég hef ekkert meira um þessa plötu að segja — enda verð ég núna að fara að fá sykurfixið mitt — en ef þú missir af henni ertu brjóstumkennanlegur auli sem átt ekki skilið að hafa eyru. Mmm... Egill Ólafsson og LR Tónlistin úr Evu Lunu ★★★★ „Egill rdðir fram sextán lög og söngtexta sem halda sýningunni að miklu leyti saman. Heima í stofu gcrir platan líka sitt gagn við að kippa manni í latínóliðinn.“ Nýdönsk og leikarar úr Þjóðlcikliúsinu Gauragangur ★★★ „í söngleikjum er vist lenska að „allir syngi“ í viðlögum, og það er þessi ijöldasöngur sem einna helst dregur plötuna niður.“ Sigtryggur dyravörður Mr. Empty ★★ „Sigtryggur dyravörður spilar dálitið fölnað graðhcstarokk, meðlimimir halda í hin gömlu gildi Guns’n Roses og kó án þess að reyna mikið fyrirsér með frumlegar pælingar.“ Púff, Curver, Silluppsteypa og Kolrassa krókríðandi Fire ★★★ „Þótt sveitimar vdji sér sameiginlegt „fram- boð“, til að dga mciri séns, dga þær fátt samdg- inlegt músíklega, ncma auðvitað að spila eins- hvers konar undirheimarokk og vera ungar og ákafar“ Texasjesús Nammsla Tjammsla ★★★ „Sveitin njörvar sig ekki niður við dna teg- und tónlistar, en mestum gæðum nær hún í léttu en frumlcgu poppi sem vdkist órætt á mörkum bamatónlistar, a-evrópskrar teikni- myndatónlistar og framúrstefnurokks.” Hdgi og hljóðfæraleikaramir Helgi og hljóðfccraleikaramir ★ „Lögin sextán haltra áfram í fábreytileika vankunnáttunnar — drengirnir em ekki snill- ingar á hljóðfærin sín — og lagasmíðamar eru oftast of cinfaldar og langdregnar til að halda at- hyglinnL“ Snoop Doggy Dogg Doggystyle ★★ „Hann rappar um lífið í svörtu undirheim- unum; partíin „tíkumar“ og dópbraskið. Hann leggur áherslu á að klæmast — sem löngum hef- ur gefíst vd — en er ópólitískur og bendir lítið á óréttlæti blakkrar gettóeymdar." IceCube Lethal Injection ★★ „Músíklega séð er lítið nýtt í gangi og Lethal Injecton er kraftminni en fyrri plötur hans.“ Underworld Dub no Bass with my Head Man ★★★★ „Lögin em rekin áfram af margbreytilegum takti og næmri tilfínningu fyrir samruna mdód- ía og „grúfs“.“ 20 vinsaelustu lðgin á íslandi Sæti 1-2. (1) 1-2. (2) 3. (3) 4. (13) 5. (7) 6. (5) 7. (4) 8. (11) 9. (19) 10. (15) 11. (16) 12. (18) 13. (17) 14. (20) 15. (8) 16. (-) 17. (9) 00 • (13) 19. (-> 20. (-) Lag Rocks Loser Vikur Hljómsveit á lista .......Primal Scream 3 ................Beck 3 Spoonman ........................................... Soundgarden 4 Dropout ..........................................Urge Overkill 2 Stay Together .............................................Suede 4 Line Up ................................................Elastica 5 Skyscraper I Love You ................................Underworld 5 Feet ....................................................Sandals 3 Hug Hy Soul ......................................Saint Etienne 2 Cut Your Hair ..........................................Pavement 2 I Want You ....................................Inspiral Carpets 2 Girls and Boys .............................................Blur 2 Can't Get Out of Bed .................................Charlatans 2 Fisherman' s Grotto ............................Justin Warfield 2 Nowhere .................................................Therapy 5 Supersonic ...............................................Oasius 1 Funky Jam ........................................Primal Scream 3 Hutha Hade'em .........................Smokin' Suckas Wit Logic 5 Never No Hbre ................................Souls of Hischief 1 The More You Ignore Me, the Closer I Get ...............Morrisey 1 J££4ái- 'IfiÉPÍria 1. Lai lai ............Panco de Gaya 2. Slowly Slowly ............Hagnapop 3. Why Don't You Take My One ...Dove 4. Timbal .......................Loca 5. Red Cadillac and Black Moustache 1. Spoonman .............Soundgarden 2. Pantopon Rose ............Therapy 3. Paranoid ...........Black Sabbath 4. Animal .................PearX Jam 5. ChiXd in Time ........Deep PurpXe Vinsældalisti X-ins og PRESSUNNAR er leikinn á X-inu klukkan tólf á há- degi á hverjum fimmtudegi þegar PRESSAN er komin út. Vinsældavalið fer fram í síma 626977 virka daga klukkan 9-17. Vertu með ■ að velja tuttugu vinsælustu lögin á íslandi. Vinsældalisti X-ins og PRESSUIMIMAR er valinn af hlustcndum X-ins, atkvæðum framhaldsskólanemenda í samvinnu við listafélög skólanna og upplýsingum plötu- snúða á danshúsum bæjarins um vinsælustu lögin. Númer í sviga vísa til sætis á lista í síðustu viku. lar úr br ansanum Bílskúrsböndin tappa af Annað undanúrslitakvöld Músíktilrauna fór fram íyrir viku. Sveitirnar héldu sig í víð- feðmu litrófí rokksins og gáíú þverskurð af rokkbruggi bílskúranna. Hljómsveitin Maus bar sigur úr býtum. Sú sveit spilar kröftugt og slungið nývagg og minnti meira en lítið á sigurvegarana í íyrra, Yukatan, enda tromm- ari Maus enn einn útskriftameminn úr trommuleikaraskóla Sigtryggs Baldurssonar. Maus söng á íslensku, eins og reyndar flestar Gamlir pönkarar pönka enn eldra pönk Maus: Slungið nývagg. RAMONES ACID EATERS ★★ Hljómsveitin Ramones frá New York er af flestum tal- in elsta pönkband Amer- íku. Þeir voru byrjaðir 1974 á þriggja hljóma þvergripapönkinu sínu og hafa gert óteljandi plötur með þessu frábæra melódíupönki síðan. En hvað er pönk? Er ekki hrátt rokk alveg eins pönk? Voru The Who kannski ekki pönk líka þegar þeir voru að smalla græjurn- ar sínar? Þessum spurningum reyna Ramones að svara á nýjustu plötu sinni þar sem þeir taka tólf lög frá gullaldarárum hrárra bíl- skúrsbanda. Þetta var „in ðe sixtís" og eins og hérlendis var „hljóm- sveit í hverjum skóla“ í Bandaríkj- unum. Það er langt síðan þessu hráa frumpönki var smalað saman á safnplötur og ef menn vilja kynna sér málið mæli ég með „Nuggets“- og „Pebbles“-safnröðunum. Ramones gera þetta svo sem ágæt- lega líka, en mesti hráleikinn er horfinn af perlunum, enda Ramo- nes orðnir gamlir og upptökurnar fullfínpússaðar. „Sýruætur“ er tólf laga plata og flest lögin gamalkunnug. Eins og titillinn undirstrikar er mest um hrátt sýrupönk, eins og „Journey to the Center of the Mind“, „The Shape of Things to Come“ og Lo- ve-meistaraverkið „7 and 7 is“. Ramones eru kannski ekki alveg á heimavelli í sýrunni og gera lítið annað en að hljóma eins og hver önnur ballgrúppa. Það er þó alltaf gaman að heyra í lakkrísrörinu Jo- ey Ramone. Creedence Clearwater Revival-lagið „Have You Ever Seen the Rain“ er fint í klassískum Ramones-búningi og þegar Pete Townshend mætir til að syngja með i Who-slagaranum „Subs- titute“ er ekki laust við að maður fái netta gæsahúð. Þessi plata er þó í heild eins og flestar „kóver-plöt- ur“, sönnun þess að upprunalegu útgáfumar standa alltaf best fyrir sínu. Ramones-aðdáendur verða bara að bíða eftir næsta þriggja hljóma-meistaraverki. sveitir þetta kvöldið (húrra íyrir því!) og átti glimrandi spretti í lögunum „Ósnortinn" og „Skjár“. Síðasta lagið var þó full langt og melódíusnautt til að geta talist eftirminnilegt. Ópus Dei hreppti annað sæt- ið, en sú sveit komst einnig í undanúrslit í fyrra. Guttamir léku geldingslegt þungarokk í ætt við Iron Maiden en spýttu klisjunum hressilega um svæðið og gerðu fjölmarga að- dáendur vitstola með fjörugum töffarastælum. Ópus Dei-menn brúkuðu ekki hárkollur eins og þeir í Thunder Love, sem unnu fyrsta kvöldið, svo þetta undar- lega val á músíkstefnu er líklega ekkert grín. Dómnefnd kom svo skrítnustu hljómsveit kvöldsins, Man frá Mosfellsbæ, í úrslit. Ómögulegt er að hola Man niður í ákveðna stefnu, tríóið þaut úr einu í annað og spilaði hipparokk, nýbylgju og þungarokk í sama laginu. Ekki bætti svo úr skák að söngvarinn gólaði eins og tannlaus einbúi úr eyðimörk Nevada og bassistinn þuklaði bassahálsinn eins og djassisti. Band með framtíð!? Það gengur bara betur næst hjá sveitun- um sex sem komust ekki í úrslit. Kaos lék nokkuð eftiilegt þriggja-hljóma popppönk, Vocaí Pahros spilaði ósannfærandi pöbba- rokk og hefði sennilega átt betur heima á Feita dvergnum og Embrace lék sviplaust og óbeinskeytt keyrslurokk. Músíkstefnur koma og fara í Músíktilraunum. é Einu sinni geisaði gleði- £ poppsfaraldur og enn = seinna dauðarokksplága. í 5 dag eru Músíktilraunir í r óræðu deildinni en ein og ein sveit minnir á gamla » daga. Burp Corpse frá Sel- I* fossi fékk úthlutun hjá úr- eldingarsjóði og mætti með sjóðandi hálsrígsvaldandi dauðarokk. B.C. lék stutt og þokkalega þétt dauðarokk- slög og þegar greiddist úr hávaðaflækjunni skein í allt að því „Stundarinnar okkar“-leg- ar melódíur. Fyrsta lagið var frabært en hin síðri og þrátt fyrir ágæta spretti lét Kölski ekki sjá sig. Tvær sveitir komu af Suðumesjum. Mo- und var í góðri æfingu og lék stabílt og þétt þungarokk með vel útfærðum gítarsólóum en litlum sérkennum og Empty var á svip- uðum slóðum músíklega en vantaði þétt- leikann. í kvöld fer þriðja og síðasta undanúrslita- kvöldið fram og munu tíu sveitir reyna með sér. Yukatan og Bubbleflies spila á undan og eftir herlegheitunum. Annað kvöld er svo komið að úrslitastundu og til mikils að vinna, stúdíótímar fyrir þrjú efstu böndin og hellingur af græjum fyrir eftiilega spilara. KK-Band mún sjá um andlegar veitingar á milli leiks úrslitasveitanna. 12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 24. MARS 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.