Pressan - 09.06.1994, Page 2

Pressan - 09.06.1994, Page 2
JIGDÍS FINNBOGA- DÓTTIR jyrir kröftugt og afgerandi viðtal í Mann- lífi SPURNINGIN Mun sagan end- urtaka sig á laugardaginn, Kjartan? „Það þýðir ekki að leggja svona leik íyrir mig. Ég hef ekki hugmynd um þetta, það er svo einfalt.“ ]ón Baldvin felldi Kjartan Jó- hannsson úr formannssæti Al- þýðuflokksins fyrir tíu árum og nú er það spumingin hvort Jóhanna velti Jóni Baldvini úr sessi á flokksþingi krata á laug- ardaginn. FYRST & FREMST Sighvatur á sjónum Sem kunnugt er fór Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra til útlanda í síðustu viku og var ekki væntanlegur heim fýrr en rétt fyrir flokksþing Alþýðuflokksins. Heim- ildir okkar innan Alþýðuflokksins herma að Sighvatur sé í óvenjulegri siglingu, sem sagt að hann hafi tek- ið sér far með Brúarfossi Eimskipa- félagsins sér til hressingar og hefur því væntanlega verið að stytta sér stundir í Rotterdam. Samkvæmt upplýsingum Eimskips átti Brúar- foss að leggja af stað frá Rotterdam í gær, miðvikudag, á leið til Reykja- víkur, með einni viðkomu. Okkur er ekki kunnugt um hvort ráðherr- ann ætlaði sömu leið með skipinu heim eða hvort hann ætlaði að tryggja sér hraðskreiðari fararskjóta til að komast í hasarinn heima... Hitnar í kolunum í Eistlandi Athafnamaðurinn Guðmundur I. Guðmundsson í Vöktun lætur ekki deigan síga. Nú segir hann að bandarískir aðilar hafi boðið Vökt- un að starfrækja öryggisþjónustu í Eistlandi. Sjálfur fari hann út til Bandaríkjanna í ágúst og í kjölfarið fari tíu íslendingar ffá fyrirtækinu til Eistlands í haust. Fyrirtækið hef- ur verið nokkuð umdeilt, það tók meintan handrukkara upp á band án þess að sannanir fengjust fýrir athæfi hans, þeir fluttu inn táraga- spenna eins og frægt er orðið og lentu í miklum deilum við lögregl- una vegna einkennisbúninga sinna sem þóttu of líkir lögreglubúning- unum. Guðmundur er nú titlaður forstjóri fýrirtækisins en fram- kvæmdastjóri hefur verið ráðinn Guðni Guðnason, bardagamaður meðmeiru... íslenskir peningar? Yfirtakan á Stöð 2 vakti mikla at- hygli og ekki eru öll kurl komin til grafar í því máli. Síðasta föstudag var boðað til stjórnarfundar sem haldinn verður á morgun, föstu- dag, kl. 3. Á þeim fundi verður boðað til hluthafafundar þar sem nýr meirihluti fjórmenningana og Sigurjóns Sighvatssonar tekur við. Ekki er búið að ákveða tímasetn- inguna á þeim fundi, nýi meiri- hlutinn vill að hann verði boðaður eftir 1-2 vikur en fráfarandi meiri- hluti stendur fast á því að hann skuli boðaður eftir 1-á vikur. Ýmsar kenningar hafa verið á lofti um hver sé raunverulegur eig- andi hlutabréfanna sem Sigurjón keypti og hafa margir bent á Jón Ólafsson í því sambandi. Rök- semdir fýrir því eru að á skulda- bréfi í Skandía eru rituð nöfn þeirra Jóns, Sigurjóns, Haralds Haraldssonar og Jóhanns J. Ólafs- sonar auk þess sem fullsannað þykir að kaupin hafi verið fjár- mögnuð innanlands. Hvað sem því líður er ljóst að búið er að skrá bréfin sem eign Sigurjóns hjá ís- lenska útvarpsfélaginu... 17. júní í stofunni Þeir sem ekki nenna á Þingvöll 17. júní geta allt eins verið heima — sérstaklega ef það verður rign- ing og rok — því Ríkissjónvarpið verður með níu tíma dagskrá frá hátíðahöldunum. Meðal efnis sem notað verður sem innskot eru þjóðlegir pistlar frá jafnólíku fólki og Steinunni Sigurðardóttur, Thor Vilhjálmssyni, Amal Rún Qase, Uluga Jökulssyni og Dr. Gunna, en samtals fengu um tíu manns að spreyta sig. Beðið var um u.þ.b. þriggja mínútna pistla en þátttakendurnir voru svo fullir af lýðveldiskærleik að senda þurfti flesta pistlahöfundana heim til að endurskrifa og stytta verkin... Ný Heimsmynd í byrjun næstu viku lítur ný og breytt Heimsmynd dagsins ljós. Sem kunnugt er urðu eigenda- skipti á tímaritinu fýrr á þessu ári er Friðrik Friðriksson, fram- kvæmdastjóri AB og PRESSUNN- AR, keypti blaðið af Herdísi Þor- geirsdóttur, ritstjóra þess og eig- anda um árabil. í kjölfar kaupanna hefur blaðið tekið gagngerum breytingum, jafnt í efnistökum sem broti, og útliti þess verið gjör- breytt undir stjórn Jökuls Tómas- sonar. Forsíða næsta tölublaðs Heimsmyndar vísar til viðtals við Margréti Þórhildi II Danadrottn- ingu sem ritstjórinn, Vilborg Ein- arsdóttir, tók sjálf í tilefni lýðveldi- sárs, en Margrét var sem kunnugt er íslensk prinsessa í fjögur ár. Ríf- lega þrjátíu síður í blaðinu verða undirlagðar umfjöllun um mat og drykk undir stjórn listakokksins Sigurðar Hall og svo dæmi sé tekið kynnt veitingahús ársins. Þá eru ljósmyndir fýrirferðarmiklar í þess- ari nýju Heimsmynd og mikil um- fjöllun um tfsku, til að mynda tvær tískusyrpur, önnur undir stjórn Maríu Guðmundsdóttur og hin í umsjá Bemharðs Valssonar í Par- ís... Guðni dregur upp veskið Sættir hafa tekist í máli Sverris Amar Sigurjónssonar viðskipta- fræðings og Guðna Ágústssonar, alþingismanns og fyrrverandi bankaráðsformanns Búnaðarbank- ans. Eftir nokkur orðaskipti eftir að svokallað „vopnasölumál“ kom upp í Búnaðarbankanum í fýrra ákvað Sverrir Örn að höfða meið- yrðamál á hendur Guðna. Guðni Skikkaður til að skila pen- ingum gegn loforði um að hann fái bá aftur síðar PRESSAN hefur heimildir fyrir því að farið hafi verið fram á það við Snorra Þórisson kvikmynda- gerðarmann að hann skili 30 milljóna króna styrk sem hann fékk úthlutað úr Kvikmyndasjóði íslands snemma á þessu ári til að gera kvikmyndina Agnesi, gegn vilyrði um að hann fái úr sjóðn- um sömu upphæð næst þegar úthlutað verður. Eftir því sem næst verður komist er þetta tfl- boð Kvikmyndasjóðs alger ný- lunda. Ekki hafi tfl að mynda Ág- úst Guðmundsson fengið sams- konar loforð þegar hann skflaði inn peningum tfl sjóðsins á sín- um tíma. Vekur tilboð þetta furðu margra kvimyndagerðar- manna, sem tala jaftivel um sví- virðu. PRESSAN náði tali af Snorra og spurði hann hvort rétt væri. „Ég hef verið beittur ákveðn- um þrýstingi frá Kvikmyndasjóði og mér boðið ýmislegt frá hon- um. Ég er ekki endanlega búinn að taka ákvörðun um hvað ég geri. Ég geri það einhvern næstu daga.“ Hljóðar tilboð Kvikmyndasjóðs semsagt upp á loforð ef þú skilar peningunum? „Það er eitthvað í þessa áttina sem stjórn Kvikmyndasjóðs er að bauka.“ Veistu afhverju Kvikmyndasjóður beitirþessari aðferð tiúna? „Þeir eru kannski í fýrsta sinn farnir að hugsa eitthvað um rekstur sjóðsins.“ Meginástæða þess að Snorri náði ekki að uppfýlla skilyrðið fýrir úthlutun Kvikmyndasjóðs er sú að hann hefur ekki náð að fjár- magna Agnesi með öðrum hætti eins og ætíast var til. „Ég var sallarólegur þar til nið- urstaðan kom frá Norræna kvik- myndasjóðnum, þar sem ég sótti um styrk. En sjóðurinn reyndist tómur — nema fýrir það sem þegar hefur verið eymamerkt — svo ég verð að leita nýrra leiða. “ Áttu enn von á einhverju jjár- magtii? „Já.“ Nýtt fýrirkomulag var tekið upp hjá Kvikmyndasjóði við síðustu úthlutun þannig að nú er ekki lengur um eiginlega úthlutun að ræða heldur aðeins loforð um úthlutun að uppfýlltum ákveðn- um skflyrðum. Sjálfur segist Snorri hafa átt stóran þátt í þeim breytingum. Fœr þá einhver annar vilyrði í staðinn? „Já, og það finnst mér ósköp eðlflegt. Ef ég næ ekki að nýta styrkinn í haust þá fýndist mér auðvitað — ef ég sæti hinum megin borðsins — hið versta mál ef peningarnir lægju ónotaðir. Það tekur oft langan tíma að loka svona dæmi.“ Ef af því verður að Snorri þurfi að „skila“ vilyrðinu er líklegt að þeir Jón Tryggvason, Þráinn Bertelsson, Andrés Indriðason eða félagarnir Hallur Helgason og Freyr Þormóðsson berjist um bitann. hafði svarað nokkuð kröftuglega því sem hann taldi vera árásir á bankann og meðal annars sakað Sverri um kúgun. Það var upphafið að málaferlum Sverris. Þegar taka átti málið fýrir I Héraðsdómi Reykjavíkur hafði lögmaður Sverr- is samband við lögmann Guðna og lagði fram sáttaboð. Þvi tók Guðni en í sáttagerðinni sem lögð var fram í Héraðsdómi segir Guðni að ekki hafi verið ætlun sín að móðga neinn eða særa með ummælum sínum. Auk þess féllst Guðni á að borga lögmannskostnað Sverris og 150 þúsund krónur f bætur eða samtals 250 þúsund krónur. Enn er hins vegar í gangi skaðabótamál á hendur bankanum vegna riftunar viðskiptasamninga... Jói útstrikaður Umræða hefur orðið um útstrik- anir í Reykjavík í sveitarstjórnar- kosningunum, en slíkar útstrikanir voru viðhafðar víðar. Má þar með- al annars nefna að Jóhann G. Berg- þórsson, bæjarstjórnarfulltrúi sjálf- stæðismanna f Hafnarfirði, fékk á annað hundrað útstrikanir á með- an oddviti þeirra í Hafnarfirði, Magnús Gunnarsson, fékk tvær. Greinflegt er að Jóhann er um- deildur maður. Einnig má geta þess að Þorgils Óttar Mathiesen fékk um tuttugu útstriknair og varð í öðru sæti á eftir Jóhanni... Sýsli gefur sig ekki Dálítið óvenjulegt mál er nú rek- ið fýrir Héraðsdómi Reykjavíkur en Jieita má að Jón Eysteinsson, sýslumaður í Keflavík, sé að stefna vegna ákvörðunar sýslumannsins í Reykjavík. Málið er tilkomið vegna þess að embætti sýslumannsins í Keflavík er með kröfu í gangi á hendur Samskipum vegna ógreiddra aðflutningsgjalda af farmi sem reyndist ekki finnast í þrotabúi Vörumóttökunnar í Keflavík. Þegar þannig stendur á er flutningsaðilinn ábyrgur fýrir gjöldunum og hefur því verið reynt að gera fjárnám þar. Samskipa- menn segja að krafan, sem er upp á rúma milljón króna, sé fýrnd en sýslumaðurinn reyndi að fýlgja henni eftir... Ósætti veldur brottför Ingimundar I gær var tillcynnt að Ingjmund- ur Sigfússon hygðist láta af störf- um hjá fjölskyldufýrirtækinu Heldu hf., þar sem frann hefur ver- ið við stjórnvölinn árum saman. Ingimundur seldi systkinum sín- um þremur hlut sinn, en hvert um sig áttu þau 25 prósent hlutafjár í fýrirtækinu. Ekki er vitað frvað Ingimundur hyggst taka sér fýrir hendur, en þessi álcvörðun átti sér langan aðdraganda og er einungis síðasti kaflinn í langri sögu ósam- komulags um hvernig hag fyrir- tækisins væri best borgið... Sjaldan ein báran stök Málþing dómara og lögmanna á Þingvöllum 27. maí síðastliðinn var sögulegt, eins og fjallað er um annars staðar í blaðinu. Senuþjóf- urinn var Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar. Ekki einasta tókst honum að móðga lögmenn fýrir hönd Tómasar Gunnarssonar hæstaréttarlögmanns heldur fór hann einnig með rangt mál þegar hann vitnaði í fornsögurnar. Hann hóf mál sitt á því að segja að mál- flutningur lögmanna í dag minnti sig á Bandamannasögu. I þann tíð hafi menn sérstaklega lagt sig eftir því að eyðileggja málatilbúnað annarra. Viðstadda, sem sæmilega læsir eru í fornbókmenntunum, rak ekki minni tfl að hafa séð þessa stað í Bandamannasögu og var málið því borið undir lagaprófess- orinn og sagnffæðinginn Sigurð Líndal. Hann kvað upp þann dóm að Hrafn hlyti að misminna eitt- hvað... Ámundi hættur á Alþýðu- blaðinu? Glöggir lesendur Alþýðublaðsins hafa eflaust tekið eftir að síðan á þriðjudag hefur vantað í blaðhaus þess nafn fframkvæmdastjórans, Ámunda Ámundasonar. Titillinn er enn á sínum stað, en ekkert nafn f>TÍr aftan hann. Ámundi mun sjálfur hafa haft frumkvæði að þessari breytingu, en hann hefur verið afar ósáttur við starfsfólk og vinnubrögð á blaðinu að undan- förnu. Á skrifstofum flokks og blaðs er reyndar fullyrt að Ámundi hafi sagt upp störfum, en það fékkst ekki staðfest. Það hljóta þó að teljast í það minnsta ákveðnir tilburðir til uppsagnar að fjarlægja sjálfan sig úr blaðhausnum... 2 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.