Pressan - 09.06.1994, Page 7

Pressan - 09.06.1994, Page 7
Lögmenn deila á dómarann Fleiri lögmenn eru farnir að efast um dómgreind Hrafns Bragasonar, forseta Hæstaréttar, eftir uppákomuna á Þingvöllum. Deilunum, sem risið hafa í kringum Hrafri Bragason, forseta Hæstaréttar, ætlar seint að linna. Síðast í gær birtist opið bréf til hans í DV frá Tómasi Gunnarssyni hæstaréttarlögmanni, þar sem hann hafnar afsökunarbeiðni Hrafns vegna ummæla sem hann lét falla á málþingi á Þingvöllum um þarsíðustu helgi. Framan af deilunni tóku flestir lögmenn þann pól í hæðina að Hrafn hefði gert mistök og ekki væri ástæða til að gera of mikið úr þeim. En fram- vindan hefur verið þannig að fleiri eru farnir að efast um dómgreind forseta Hæstaréttar í þessu máli. PRESSAN hafði samband við íjölda lögmanna og fleiri einstak- linga og lagði fyrir þá staðlaðar spurningar sem snerta deiluna og eru svör þeirra birt annars staðar á síðunni. Ekki voru þó allir tilbúnir til þess að tjá sig opinberlega. Einn þeirra sagði að með því að svara spurningunum féllu lögmenn í sömu grylju og Hrafn. Hann taldi hins vegar forseta Hæstaréttar hafa farið yfir strikið með ffamgöngu sinni og er það viðhorf greinilega ráðandi í lögmannastéttinni. Fæstir telja þó að honum beri að víkja úr embætti þótt þau sjónarmið hafi heyrst. Deilan í hnotskurn í lok febrúar sendi Hrafn héraðs- dómstólunum og Lögmannafélagi fslands bréf þar sem hann gagn- rýndi kærugleði einstakra lög- manna og sagði að offar en ekki væri engin sjáanleg ástæða tii að kæra mál til Hæstaréttar. Með bréf- inu fylgdi listi yfir þá lögmenn sem kært höfðu mál til Hæstaréttar. Þegar Ríkisútvarpið greindi ffá inntaki bréfsins brugðust nokkrir lögmenn ókvæða við og sögðu ófært að Hrafn, sem forseti Hæsta- réttar, væri að senda leynibréf ffá sér með upplýsingum um einstaka lögmenn. Tómas Gunnarsson full- yrti að um lögbrot væri að ræða og gekk svo langt að hætta málflutn- ingsstörfum 20. apríl. Þá átti að hann flytja mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en krafðist þess að dómarinn viki sæti þar sem hann hefði undir höndum leynibréf frá Hæstarétti sem fælu í sér upplýs- ingar um hann og því gæti dómar- inn ekki litið af óhlutdrægni á mál- ið. f bréfi til Lögmannafélagsins sak- aði Hrafn þá Tómas og Jón Odds- son hæstaréttarlögmann um að leka upplýsingum um málið í fjöl- miðla og vera heimildamenn að „furðulegustu fréttum um þetta mál“. Þrátt fýrir þessar uppákomur vonuðust menn til að öldurnar myndi lægja en á kosningadaginn 28. maí reið ný holskefla yfir. Þá héldu Dómarafélag fslands og Lög- mannafélagið málþing á Þingvöll- um þar sem fjalla átti um ný lög um meðferð mála fýrir Hæstarétti. Þá lét Hrafn orð falla sem flestir viðstaddra skildu á þann veg að hann teldi Tómas andlega sjúkan. Þessu vildi Lögmannafélagið ekki una og stjórn þess sendi frá sér ályktun þar sem ummælin voru harðlega gagnrýnd. Hrafn brást við með því að senda félaginu og Tóm- asi bréf í síðustu viku þar sem hann lagði fram afsökunarbeiðni sína, þó raunverulega án þess að viður- kenna að hafa sagt neitt óviður- kvæmilegt. Tómas neitaði að taka við afsökunarbeiðninni á þeim for- sendum en sagði að meginástæðan fyrir því væru þó upphafleg bréfa- skrifHrafns. Deilurnar hafa magnast ffekar en hitt og því er ómögulegt að sjá fýrir hvenær þeim linnir. Styrmir Guölaugsson HRAFN BRAGASON forseti Hæstaréttar sætir ámæli lögmanna í deilunum sem risið hafa í kringum hann. Hvað finnst mönnum um framgöngu Hrafns? Ammundur Backman hrl. 1. „Já, ég er þeirrar skoðunar að Hæstiréttur hafi beðið álitshnekki, ekki síst gagnvart almenningi. Lög- menn hafa legið undir ámæli fjöl- miðla og kerfisins og þegar dómstól- ar leggjast á þá sveif líka tel ég að við séum komin á hættulega braut.“ 2. „Nei, embættis- færsla Hrafhs hef- ur ekki rýrt álit mitt á honum. Ég hef mjög góða reynslu af honum sem dómara og í Arnmundur öllum viðskiptum Backmann við hann.“ 3. „Þama er ég ekki alveg viss um hvað gerðist þvi ég var ekki á fundin- um. Ef hann hefur nafngreint þenn- an ákveðna aðila og talið hann sjúkan tel ég að hann hafi farið yfir mörkin. En þetta mun hafa verið í hita um- ræðunnar og umdeilt hvað í rauninni fór fram.“ 4. „Ég tel ekki að þessi bréfaskrif hafi verið ólögmæt en það var ekki eðli- legt eða skynsamlegt hvemig að þeim var staðið." 5. „Nei, ég tel ekki að svo sé. Menn hafa verið að reyna að biðjast afsök- unar og bera klæði ávopnin.“ 6. „Nei.“ 7. „Nei.“ Ami Grétar Finnsson hrl. 1. „Ég get ekki fullyrt það en mér finnst deilumar leiðinlegar.“ 2. „Ég held að það ! bundið. Öll sam- skipti mín við Hrafh hafa verið góð.“ 3. „Ég var nú ekki á Þingvöllum og heyrði ekki þessi orð þannig að ég get ekki tjáð mig um þetta.“ 4. „Ég held að þau hafi ekki verið nú einstaklings- Árni Grétar Finnsson ólögmæt en það orkar tvímælis að slík bréfaskipti fari fram.“ 5. „Ég held ekki.“ 6. „Nei, það held ég ekki.“ 7. „Nei, það held ég ekki.“ Eftirfarandi spumingar voru lagðar fýrir lögmenn og fleiri einstaklinga: 1. Hefur Hæstiréttur beöiö álitshnekki vegna deilna for- seta réttarins, Hrafhs Braga- sonar, viö lögmenn? 2. Hefur embættisfærsla Hrafns oröiö til þess aö rýra álit lögmanna og almennings á honum sem forseta réttar- ins? 3. Eru orö Hrafns um sjúk- leika tiltekins lögmanns sæmandi forseta Hæstarétt- ar? 4. Telur þú að bréfaskrif Hrafns til héraösdómstól- anna hafi veriö ólögmæt? 5. Hafa málin þróast á þann veg aö tilefni sé til aö dómsmálaráðherra skerist í leikinn? 6. Er ástæöa til aö dæma Hrafn frá embætti? 7. Ber Hrafni að segja af sér sem hæstaréttardómari? Ásgeir Thoroddsen hrl. 1. „Já.“ 2. „Ég myndi ekki vilja taka svo djúpt í árinni.“ 3. „Ummæli Hrafhs í umræð- um sem fóm fram á viðkom- andi málþingi, þar sem ég var fundarstjóri, hafa verið slitin úr samhengi." 4. „Nei, en óheppileg þegar litið er til baka.“ Ásgeir Thoroddsen 5. „Nei.“ 6. „Nei.“ 7. „Nei.“ Eiríkur Tómasson hrl. 1. „Ég held að maður geti svar- að því játandi.“ 2. „Ég vil ekki svara því.“ 3. „Ég vil ekki svara því.“ 4. „Ég svara þvi ekki.“ 5. „Ég tel að svo sé ekki.“ 6. „Nei.“ 7. „Ég vil ekki svara því.“ Gísh Baldur Garðarsson hrl. 1. „Já.“ 2. „Ég vil gera greinarmun á embætt- isfærslu og þessu deilumáli. Þessi umvönd- un við lögmenn var að mínu viti ekki tímabær. Ég tel hins vegar að opinber árás af hálfu forseta Hæstaréttar hafi hvorki verið eðlileg né tíma- Gísli Baldur bær í ljósi þess Garðarsson að miklar breyt- ingar hafa orðið og eiga sér stað um þessar mundir á réttarfari.“ .3.“Nei.“ 4. „Nei, ég get ekki tekið undir það. Ég tel hins vegar að ekki hafi verið rétt á málum haldið.“ 5. „Ég skal ekki um það segja hvort það er tímabært. Á hinn bóginn er ljóst að það hlýtur að koma að því ef áframhaid verður á þessum farsa.“ 6. „Ég er ekki dómari." Eiríkur Tómasson 7. „Nei.“ Haraldur Blöndal hrl. 1. „Ég kannast ekki við að það sé deila milli Hæstaréttar og lög- manna.“ er alltaf spurning um hvað forseti Hæstaréttar á að ganga langt. Miðað við það sem tíðkast hefur hér á landi fór hann út fýrir þann ramma en miðað við hæstaréttardómara annars staðar á Norðurlöndum gerði hann það ekki.“ 2. „Nei.“ 3. „Ég var á fund- inum og tel að það sem þar fór ffarn sé ekki blaðamatur þó að það sé í sjálfu sér ekki leyndarmál. Þarna fóru fýrst og fremst ffarn fræðilegar um- ræður. Mér fannst Hrafh tala á þessum fundi innan þess ramma sem hann má. Rétt er að taka fram að hann tók ekki þátt í þessum umræðum sem fulltrúi Hæstaréttar. 4. „Nei.“ 5. „Ég sé ekki neina ástæðu til þess að dómsmálaráðherra væri að skipta sér af því sem kæmi lögmönnum og Hæstarétti einum við. Hér er heldur ekkert vandamál á ferðinni." 6. „Nei.“ 7. „Nei.“ 5. „Nei, alls ekki. Það mætti frekar reka ríkissaksóknara og vararíkissak- sóknara sem er öldungis ljóst að eru vanhæfir menn.“ 6. „Nei, alls ekki.“ 7. „Nei.“ Magnús Skarphéðinsson, áhuga- maður um réttarfar: 1. „Nei, mér finnst það ekki.“ 2. „Já, trúlega, en það er ómaklegt samt að mínu mati.“ 3. „Ég tel þau óheppileg þó svo væri.“ 4. „Nei, þau eru bæði lögmæt og siðferðislega rétt því að ákveðnir lögmenn hafa misnotað áfrýjunarréttinn og aðrar gloppur í lagakrókum um Hæstarétt og samskipti hans við lögmenn." Magnús Skarp- héðinsson Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. 1. „Já.“ 2. „Já.“ 3. „Nei.“ 4. „Nei, en gagn- rýnisverð já.“ 5. „Nei.“ Jón Steinar Gunnlaugsson 6. „Nei.“ 7. „Ég svara ekki spurningunni." Jón Magnússon hrl. 1. „Já.“ 2. „Ég þori ekki að fullyrða neitt um það.“ 3. „Óheppileg.“ 4. „Nei, það geri ég ekki. En það Jón Magnússon 5. „Já, mér finnst það. I fýrsta lagi þarf greinilega að endurskoða lögin um Hæstarétt. í annan stað er eðli- legt að dómsmálaráðherra reyni að bera klæði á vopnin fýrst deílan er komin á þetta stig, hver svo sem sökunauturinn er.“ 6. „Nei, alls ekki. Hann sagði það sem þurfti að segja framan af deilunni þó að hann færi yfir strikið með yfirlýs- ingum um andlegt heilsufar ónefndra lögffæðinga.“ 7. „Nei, enn síður. Það á að taka ofan fýrir þeim starfsmanni Hæstaréttar sem ræðir um það sem er að og eng- inn þorir að segja ffekar en að hann eigi að segja af sér.“ Stefán Eiríksson, formaður Orators 1. „Já, hann hefur gert það að mínu mati.“ 2. „Hún hefur að minnsta kosti ekki bætt álitið.“ 3. „Nei. Reyndar eru deildar mein- ingar um hvað hann meinti en segir ekki afsökunarbeiðnin að hann hafi farið yfir strikið?" 4. „Það er kannski erfitt að taka svo djúpt í árinni að segja að þau séu ólögmæt. En það er álit mitt að Hæstiréttur eigi ekki að skipta sér af því hvaða málum er til hans skotið heldur á hann einungis að taka við þeim og af- greiða þau.“ 5. „Ég held að það væri að öflu leyti óheppilegt ef ráðherra færi eitthvað að skipta sér af þessari deilu, að minnsta kosti á meðan málið er á þessu stigi." Stefán Eiríksson 6. „Nei, það tel ég ekki.“ 7. „Það er aftur á móti erfiðara að segja til um. Matið er hans og ég vil ekíd leggja dóm á það. En hann hefur staðið sig vel sem dómari og það væri sjónarsviptir að honum að þvl leyt- inu til.“ Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur: 1. „Eg hef það nú á tilfinningunni, þó að það sé mjög erfitt fýrir Hæstarétt að bíða álitshnekki. Hann hefur ekki staðið það hátt í hugum fólks, því miður.“ 2. „Ég hef það á tilfinningunni líka.“ 3. „Það finnst mér ekki.“ 4. „Ég held að þau séu stjóm- arskrárbrot." 5. „Hann hefði fýrir löngu átt að gera það.“ 6. „Ég held að það væri ástæða til þess að taka Hæstarétt og allt réttar- kerfið til athugunar. Þetta er ekki í lagi. Ég sé nú ekki ástæðu til þess að leysa málin enn og aftur með því að finna einhvern syndabukt. Það var gert í sprúttsölumálinu og ég vona að það verði ekki endurtekið.“ 7. „Mér finnst ástæða til að allur Hæstiréttur segi af sér því auðvitað gerir forseti Hæstaréttar þetta ekki upp á sitt eindæmi heldur í nafni Hæstaréttar. FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ 1994 PRESSAN 7

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.