Pressan - 09.06.1994, Síða 10
Útgefandi Pressan hf.
Ritstjóri Karl Th. Birgisson
Ritstjómarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir
Styrmir Guðlaugsson
Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar:
Nýbýlavegi 14-16, sími 643080
Símbréf: Ritstjóm 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076
Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 643085, dreifing 643086, tæknideild
643087
Áskriftargjald 860 kr. mánuði ef greitt er með VISA7EURO, en 920 kr.
annars.
Verð í lausasölu 280 krónur.
Sjálfseyðingarhvöt
lítils flokks
Um þessa helgi munu eiga sér stað átök innan Alþýðuflokksins
sem sumir spá að geti leitt af sér frekari hræringar í flokka-
kerfinu á vinstri væng. Því er spáð að tapi Jóhanna Sigurðar-
dóttir í formannsslag við Jón Baldvin Hannibalsson — eins og flest
bendir til — geti Alþýðuflokkurinn klofnað með óljósum meðfylgjandi
möguleikum á vinstra samstarfi í anda Reykjavíkurlistans í vor.
Báðir frambjóðendur segjast líta til nauðsynjar þess að á íslandi
rísi breiðfylking jafnaðarmanna og segjast vilja gera Alþýðuflokkinn
að slíkum flokki. Látum vera að bæði formaðurinn og varaformaður-
inn hafa hafttíu ártil þess verks án þess að sjáist vottur af árangri.
Látum líka vera að það eru einmitt átök á borð við þau sem eiga sér
stað um næstu helgi sem hafa komið í veg fyrir að íslenzkir jafnaðar-
menn sameinuðust.
Kjarni málsins er sá, að bæði Jón Baldvin Hannibalsson og Jó-
hanna Sigurðardóttir eru stjórnmálamenn gærdagsins. Jón Baldvin
er pólitískt barn kalda stríðsins og ber öll örin sem hlutust af þeim
áratugalöngu átökum. Jóhanna er pólitískt barn kreppunnar og sækir
þangað pólitíska áttavita sína, áttavita sem eru að lágmarki gagns-
lausir og oft skaðlegir. Þess vegna getur hvorugt haft frumkvæði að
tilurð „frjálslynds jafnaðarmannaflokks" í framtíðinni.
Ef af slíkri samvinnu verður á næstunni verða það stjórnmálamenn
nýrrar kynslóðar sem leiða hana. Tilraunin um Reykjavíkurlistann
(sem varla er enn hægt að kalla alvörusamstarf) ætti að kenna þá
lexíu að samstarf gengur bezt þegar margflekkaðir og margflekaðir
stjórnmálamenn koma þar hvergi nærri.
Reykjavíkurlistinn hafði sameiginlegan leiðtoga, sameiginlegan
óvin og sameiginlega von um völd eftir áratugalanga eyðimerkur-
göngu. Ekkert af þessu sameinar íslenzka jafnaðarmenn á landsvísu
um þessar mundir og það er misskilningur ef einhver heldur að á
flokksþingi Alþýðuflokksins verði tekizt á um framtíðarleiðtoga jafn-
aðarmanna.
Miklu líklegra er að formannskjörið um helgina sé einn af síðustu
krampakippunum í litlum flokki sem hefur klofnað oftar en nokkur
kærir sig um að muna, en er haldinn sömu tilvistarkreppu og aðrir
stjórnmálaflokkar í löngu tilgangslausu flokkakerfi.
BLAÐAMENN: Bragi Halldórsson umbrotsmaður,
Gunnar L. Hjálmarsson, Hulda Bjarnadóttir, Jim Smart ljósmyndari,
Jökull Tómasson útlitshönnuður, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnars-
dóttir prófarkalesari, Snorri Kristjánsson myndvinnslumaður.
PENNAR: Stjómmál: Árni M. Máthiesen, Baldur Kristjánsson,
Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jóhann
Birgisson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason,
Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn
Sveinbjarnardóttír, Össur Skarphéðinsson.
Menning og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason,
Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist,
Gunnar L. Hjálmarsson, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir,
Illugi Jökulsson, skák, Indriði G. Þorsteinsson, Jónas Sen,
klassík og dulrœn málefni, Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntir,
Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ólafsson,
Margrét Elísabet Ólafsdóttir.
AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Pétur Ormslev.
Fjölmiðlarnir töpuðu
I —1
STJÓRNMÁL
MORÐUR
ÁRIXIASOIM
„Hér stóð kosningaslagur sem al-
mennt var talinn einhver hinn mik-
ilverðasti í nokkra áratugi, en í
stahinn fyrir að demba sér ífrétta-
flutning og lýsingar kipptu frétta-
stofurnar að sér hendinni og
reyndu að haga sinni umfjöllun
sem allra mest ífréttastíl Lögbirt-
ingablaðsins. “
Nei, ég ætla ekki að skrifa um
formannsslaginn í Alþýðuflokkn-
um ...
... heldur um nýafstaðna kosn-
ingabaráttu í Reykjavík og það við
hana sem að sumu leyti var kauða-
legast og verst: þátt íjölmiðlanna.
Ég hef hitt nokkra stuðnings-
menn Reykjavíkurlistans sem núna
eftir kosningarnar finnst að þeir
hafi unnið sinn sigur ekki bara
gegn Sjálfstæðisflokknum heldur
líka gegn velflestum íjölmiðlum
landsins, — sem hafi verið „á
móti“ framboði Reykjavíkurlistans.
Þetta eru skiljanlegar tilfinningar
meðan mesti vígamóðurinn er að
renna af mönnum. Ekki síst eftir að
Mogginn misstí niðrum sig, lýsti
ekki bara stuðningi við Sjálfstæðis-
flokkinn sem út af fyrir sig er öllum
að meinalausu — heldur spennti
fféttadeildina líka fyrir vagn Val-
hallar. Þetta var ekki sniðugt fyrir
blaðamennsku á Islandi en fyrst og
fremst rofhaði trúnaður sem
stjórnendur Morgunblaðsins hafa
nú nokkra hríð reynt að byggja upp
við lesendur sína á þeim forsend-
um að þar sé á ferð evrópskt stór-
blað, íhaldsamt að vísu en leggi
áherslu á góða og trúverðuga
blaðamennsku. Þátttaka Morgun-
blaðsins í kosningabaráttunni nú
kippir blaðinu aftur um minnst
áratug í þeirri þróun, — en kannski
ætlaði blaðið sér aldrei lengra á
þessari braut? Hin frægu orð leið-
arahöfúndar blaðsins eftir kosning-
arnar um að fátt hafi komið á óvart
benda til þess að við það skrifborð
hafi menn ekkert lært.
Afstaða Morgunblaðsins er samt
ekki það merkasta við þátttöku
fjölmiðlanna í kosningunum, held-
ur í rauninni það hvað flestir aðrir
fjölmiðlar voru feimnir við þær og
sögðu eiginlega ákaflega lítíð frá
þeim. Fréttir og frásagnir fféttastof-
anna tveggja í almannaeigu voru
þessu marki sérstaklega brenndar. I
Reykjavík stóð kosningaslagur sem
almennt var talinn einhver hinn
mikilverðasti í nokkra áratugi, en í
staðinn fyrir að demba sér í ffétta-
flutning og lýsingar — vegna þess
auðvitað að áheyrendur og áhorf-
endur hefðu á því áhuga — þá
kipptu fféttastofúmar að sér hend-
inni og reyndu að haga sinni um-
fjöllun sem allra mest í fféttastíl
Lögbirtíngablaðsins. Sjónvarpið
má að vísu þakka sínum sæla fyrir
hugmyndaríka og djarfa sveit á
Dagsljósi en meira að segja dægur-
máladeildin á Rás tvö með allar
sínar forsendur einsog reyndi að
halda sér sem lengst ffá slagnum í
Reykjavík þótt áheyrendur hefðu
varla á öðm áhuga í Þjóðarsálar-
spjallinu. Og svipaða sögu er að
breyttu breytanda að segja um hina
miðlana, Stöð tvö til dæmis og í
minna mæli DV — kannski vom
það eftir allt saman hin marg-
skömmuðu vikublöð, Pressan og
Eintak sem best skildu að hér var
eitthvað á seyði og reyndu að skila
því til lesenda sinna.
Þessi feimni eða leti á áhrifafjöl-
miðlum er ekki bara vond fyrir
miðlana sjálfa heldur kemur þetta
lýðræðinu í landinu mjög illa og
spillir skynsamlegri pólitískri þró-
un. Sé stjórnmálabaráttu í kosning-
unum haldið einsog hægt er utan-
við fjölmiðlana færist hún auðvitað
á þann vettvang annan sem til
reiðu er. Þannig til dæmis og
kannski einkum að vægi auglýsinga
og ímyndaráróðurs verður þeim
mun meira. Þótt það hafi ekki að
sinni dugað Sjálfstæðisflokknum er
það auðvitað klárt að sá sem á mik-
inn pening stendur þar mun betur
að vígi en hinn sem á ekki eins
mikinn pening. Með því að halda
að sér höndum í kosningabaráttu
eru fjölmiðlarnir þarmeð að
skekkja myndina þeim í hag sem á
meiri pening.
Ég held ekki að þessi ffammi-
staða fjölmiðlanna í kosningabar-
áttunni stafi af því að þar séu menn
skuldbundnir Sjálfstæðisflokknum,
þótt menn sitji víða við stjórnvöl í
tengslum við völd þess flokks.
Hinsvegar hefur það að sjálfsögðu
sín áhrif að Sjálfstæðisflokkurinnn
heldur uppi gríðarlegu eftírlitskerfi
sem stundum jaðrar við ofsóknir -
samanber Illugamálið og fleiri svip-
uð sem sjálfsagt hafa ekki aukið
áhuga í Efstaleitinu á djörfum eða
ffumlegum fféttaflutningi af kosn-
ingunum. Slík afskipti ffá Sjálf-
stæðisflokknum geta auðvitað í
bland við allskyns venjulega við-
kvæmni haft þau áhrif að fjöl-
miðlamenn ákveði með sjálfum sér
að það sé betra að þegja en eiga á
hættu að mismæla sig, þannig að
óttinn við Flokkinn vegur þyngra
en skyldan við lesendur og trúnað-
urinn við starfið.
Þetta væru þá annarsvegar leifar
af flokksvaldinu á fjölmiðlum og
hinsvegar ósköp einfaldlega léleg
fagmennska af hálfu fféttamanna
og kjarkleysi hjá stjórnendunum
sem reikna það sjálfsagt þannig að
tíðindalaus meðalmennska sé væn-
legri til vinnings en kraftur og
áhætta og fjör fyrir áhorfendur og
áheyrendur og lesendur.
Sem betur fer tapaði Sjálfstæðis-
flokkurinn þessum kosningum —
hann hefði ekki átt skilið að vinna.
Mogginn tapaði líka kosningunum
með flokkinum sínum. Og því
miður töpuðu margir hinna fjöl-
miðlanna líka í kosningunum, —
aðallega andlitinu.
Höfundur er íslenskufræöingur
Marshall-aðstoð á Islandi
Iþessari viku eru liðin fimmtíu
ár ffá því herir bandamanna
réðust inn í Normandí og hófu
lokasókn sína gegn herjum nasista.
Fyrir þá sem nú eru á besta skeiði
er erfitt að gera sér í hugarlund hví-
líkir atburðir — eyðilegging og
mannfórnir — áttu sér stað á meg-
inlandi Evrópu á sama tíma og ís-
lenska þjóðin stofnaði lýðveldi
„...svo langt ffá heimsins víga-
slóð“. Þegar styrjöldinni lauk varð
formaður bandaríska herráðsins á
stríðsárunum, George C. Marshall
hershöfðingi, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Bandaríkin voru
eini styrjaldaraðilinn sem átti ffam-
leiðslugetu sína óskerta því bardag-
ar höfðu aldrei náð til meginlands
Ameríku. Utanríkisráðherrann
taldi, að það tæki þjóðir Evrópu
áratugi að ná sér eftir þá eyðilegg-
ingu, sem styrjöldin hafði í för með
sér.
Árið 1947 flutti Marshall ræðu í
Harvard-háskóla þar sem Evrópu-
þjóðum var heitið stuðningi við að
koma iðnaðar- og matvælafram-
leiðslu sinni í það horf að þau gætu
af eigin rammleik séð sér farborða.
Tilgangur ráðherrans var ekki
aðeins sá að koma iðnaðar- og
matvælaframleiðslu í Evrópu á
laggirnar. Tilgangurinn var miklu
VIDSKIPTI
— HIIM HLIDIIM
Vikulegur dálkur um
viðskipti er skrifaður af
pallborði nokkurra
einstaklinga í viðskipta-
og fjármálalífi
fremur pólitískur. Marshall taldi að
ástandið sem ríkti í Evrópu að lok-
inni styrjöld væri góður jarðvegur
fyrir öfgastefnur eins og gerðist eftir
fyrri heimsstyijöldina og að
kommúnistar gætu fært sér í nyt
eymd og volæði eftirstríðsáranna.
Það var einnig tilgangurinn með
efnahagsaðstoðinni að efla kaup-
mátt Evrópuþjóða, en þau lönd
hlytu að verða ffamtíðarmarkaður
fyrir bandarískar vörur.
íslendingar tóku þátt í undir-
búningi Marshall-aðstoðar ffá upp-
hafi. íslendingar komust „fjárhags-
lega“ vel út úr heimsstyrjöldinni.
Þátttaka íslendinga í upphafi var
ekki beiðni um fjárhagsaðstoð
heldur varðandi sölu á sjávarafurð-
um til þjóða, sem vildu kaupa en
gátu það ekki vegna efnahagserfið-
leika. Þannig var Davíð Ólafsson,
þá fiskimálastjóri, aðalfulltúi Is-
lands á fyrstu fúndum Evrópu-
þjóða um Marshall-aðstoðina.
Þessi afstaða Islands breyttist síð-
ar því gjaldeyrisinnstæður Islend-
inga erlendis gengu fljótt til þurrðar
og verð á matvælum var lágt á
fýrstu árum eftir stríð.
Bandaríkjaþing þurfti að veita
stjórn sinni sérstaka lagaheimild tíl
að standa við fyrirheit Marshalls.
„Davíð Ólafsson,
þá fiskimála-
stjóri, var aðal-
fulltúi íslands á
fyrstu Jundum
Evrópuþjóða um
Marshall-að-
stoðina. “
Samkvæmt þeim lögum var það
skilyrði þess að geta orðið aðstoðar
aðnjótandi að gera tvíhliða samn-
ing við Bandaríkjastjóm um að-
stoðina auk aðildar að Efhahags-
samvinnustofnun Evrópu
(OECD).
I fféttatilkynningu utanríkis-
ráðuneytísins í tilefni af undirskrift
Marshall-samningsins sagði
m.a.:“...að Islendingar muni gera
sitt ýtrasta til að nota fé það, sem
þeir fái að láni samkvæmt ákvæð-
um um Marshallaðstoðina, til við-
reisnar íslensku atvinnulífi, og að
þeir muni leitast við að ná þeim
markmiðum um ffamleiðslu, sem
[OECD] kann að setja, koma gjald-
miðli sínum í öruggt horf, afnema
halla á fjárlögum, viðhalda réttu
gengi, draga úr viðskiptahömlum
og efla milliríkjaverslun.“ I þessari
upptalningu getur að líta sígild við-
fangsefni allra ríkisstjóma ffá
stríðslokum.
Marshall-aðstoðarinnar sér víða
stað í íslensku þjóðlífi. Þeir tíu dís-
eltogarar, sem keyptir vom fyrir
Marshall-fé, eru úr sér gengnir. Svo
er einnig um hveitíð, sem hingað
kom í pokum merktum Marshall
hershöfðingja, úr því hefur verið
bakað. En eftir standa virkjanir við
Sogið og Laxá, Sementsverksmiðja
og Áburðarverksmiðja og fimm
ffystihús í öllum landsfjórðungum
en aðeins eitt þeirra er í fullri notk-
un, ffystihús Útgerðarfélags Akur-
eyringa.
Farvegur Marshall-fjárins var í
gegnum Framkvæmdabanka ís-
lands, sem stofnaður var í þeim til-
gangi, en heitír nú Framkvæmda-
sjóður. Sá sjóður hefúr verið eyði-
lagður með misvitrum ákvörðun-
um stjórnarmanna hans. Þótt ís-
lendingar hafi ekki nýtt Marshall-
aðstoðina sem skyldi er það víst að
hún flýtti verulega fyrir uppbygg-
ingu eftirstríðsáranna sem og kaup-
mættí Evrópuþjóða, er nýttist til
kaupa á íslenskum fiski. Marshall
hershöfðingi hlaut ffiðarverðlaun
Nóbels fyrir ffamlag sitt til við-
reisnar efnahagslífs í Evrópu og
verður minnst sem eins af áhrifa-
mestu mönnum þessarar aldar.
.10 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 9. JÚNÍ1994